Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 11
hún leit allt öSruvísi á stjórnarfarstegt
samband milli landanna en hægri-
rrannastjórnir höfðu gert. í boðskap kon
ungs til íslendinga, dags. 10. janúar
1902, er það tekið fram, að konungur
sé reiðubúinn til að staðfesta frum-
varpið frá 1901 en hann sé líka fús til
að láta leggja fyrir Alþingi frumvarp,
er innihaldi ákvæði um, að stjórnin
verði búsett í landinu sjálfu, og geti þá
þingið valið um hvort frumvarpið það
vilji aðhyllast.
Hannes Hafstein, sýslumaður í fsa-
fjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði var
skipaður fyrstur innlendur ráðíherra, og
tók hann við því starfi 1. febr. 1904.
Sama dag var allt stjórnarráðið sett
á laggirnar.
í tuttugu og fimm ár hefir því alinn-
iend stjórn setið að völdum hér á landi.
Hverning stjórnin hafi gefizt yfirleitt,
er ekki enn tími til að rekja, og sízt
getur höf. þessarar greinar gert það; um
það hafa verið, og verða varalaust enn,
talsvert skiptar skoðanir í mörgum ein-
stökum atriðum. Um hitt geta varla
verið skiptar skoðanir hjá þeim, sem
nokkuð til þekkja,. að á þessu 25 ára
timabili, hafa orðið meiri framfarir á
landi voru, en allar fyrri aldirnar sam-
anlagðar. Þetta verður að vísu ekki
þakkað innlendu stjórninni að öllu
leyti, en vafalaust er það, að hún á sinn
n.ikla þátt í því. Hefði danski ráðgjaf-
inn með danska embættismenn við hlið
sér haldið áfram að stjórna, er alllík-
■egt að honum hefði hætt við að líta
á íslenzk mál gegnum sín dönsku gler-
augu.
Hinn 1. febr. 1904 má því óhikað
telja með hinum merkustu dögum í
sögu hinnar íslenzku þjóðar, enda var
hann mörg ár haldinn hátíðlegur, en
nú síðan fullveldið fékkst, virðist minn-
ing hans vera farin að dofna, en það
íetti þó ekki svo að vera, því heima-
stjórnin er grundvöllur fullveldisins.
——------------— i iii-------------i, M.i, ............ — ----------- ------------ ■ ■ ------i-'i-n.i...-....i-'irr- . .................- 111
andmæla honum, hella sér yfir hann,
en stillti sig.
eir komu að ólánlegum gömlum
timburkumbalda. A neðri hæðinni var
ijós í einu herberginu og æst og vonzku-
legt háreysti barst út í næturkyrrðinni.
— Hérna sitja þeir nú, karl minn,
sagði Samúel, vínsmyglarar og áfloga-
hundar og norskir sjóarar, allskonar
óknytta- og ruslaralýður. Hata hvor ann
an með augunum og berja í borðið svo
allt leikur á reiðiskjálfi.
— Er ekki réttara að fara gætilega
í sakirnar, sagði Tryggvi, kalla Gísla
á eintal?
Samúel anzaði ekki, en staulaðist upp
tröppurnar á húsinu.
Meðan hann var inni kom ungur,
grannvaxinn maður út, slettist niður
tröppurnar, æddi fram á götuna með
frakkann flakandi frá sér og reiddi staf-
inn þegar hann kom auga á Tryggva.
— Er þetta maður eða púki? sagði
hann og barði í kringum sig, burt, burt!
Hann hentist áfram í löngum skrefum
og hneig við hvert fótmál, bölvandi og
ragnandi og viti sínu fjær.
Eftir skamma stund kom Samúel aft-
iir út og lagði af stað niður götuna, án
þess að yrða á Tryggva.
— Var hann þar ekki? spurði Tryggvi
cig slóst í för með honúm.
— Jú — vist var hann þar, svaraði
Samúel. önugíega og geispaði lengi.
Hann gat ekki komið — það var svo
mikið í borði.
— Og þetta svar létuð þér yður
r.ægjá?
— Þetta er allt þér að kenna, strák-
' 32. tölublað 1963 -------------------------------------------------------------------------------------------- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS U
hvolpur, svaraði Samúel þvöglulega.
Hann gat nú varla haldið augunum opn-
um og veltist út til hliðanna í hverju
spori. Það varst þú sem teymdir mig
með sér í þessa fýluför, og nú er ég
svo syfjaður að ég get varla staðið upp-
réttur. Kannski endar það með því, að
ég dett út af í einhvern skaflinn, sofna
og frýs í hel — og allt er þér að kenna,
asnakjálki.....
Hann néri augun og gretti sig.
— Hann sagðist reyna að sleppa
seinna í nótt — ef hann kæmist í gróða,
bætti. Samúel við. Jæja, nú fer ég þessa
leið heim, það er styttra.
T ryggvi nam staðar og horfði á
eftir honum um stund. Svo leit hann
til himins, og skalf af blygðun.
Þarna hafði hann ráfað um bæinn í
bégómlegum draumum, fullur smásálar-
legrar sjálfselsku. Var ekki eins og ein-
hver æðri stjórn hefði miskunnað sig
yfir hann, leitt hann við hönd sér upp
í þessa götu, þangað sem hljóðin bárust
innan úr yztu myrkrum mannlegrar
neyðar — viljað minna hann á allan
vanmátt, allt auðnuleysi mannanna?
Viljað vekja hann til hugsunar um spill-
inguna og þjáningarnar, sem eitruðu
mannlifið og gerðu jörðina að heivíti?
Viljað sýna honum smæð hans og auð-
virðileik óska hans og metnaðar?
Hann ráfaði eftir götunum, álútur og
hryggur. Nöprum, deyðandi kulda sló
að öllu, sem var ungt og dreymið í
sál hans, hann fylltist andstyggð á sjálf-
um sér og lífinú.
En að loka augunum fyrir eymd og
þrælmennsku, reyna að vita ekki af
öðru en því, sem lífið átti fagurt, hríf-
ar.di, glæsilegt — njóta þess, dýrka
það?
Hann varpaði þessari hugsun frá sér
ir.eð fyrirlitningu og opnaði hug sinn
f.vrir allri þeirri hlýju til mannanna,
sem til var í sál hans. Imyndun hans
beindist að þessum örlögum og manns-
h'fum, sem hann hafði kynnzt um nótt-
ina, hann reyndi að skilja þau með
hverri taug líkama síns, og fann til
djúprar meðaumkunar og heitrar þján-
ir.gar.
Sú spurning leitaði á hann, hvernig
hann ætti að lifa, hvað hann gæti gert,
hvað hann gæti viljað? ....
Allt í einu svipaði fyrir nýrri hugs-
un í sál hans . .. hann reyndi að hand-
sama hana, greip hana dauðahaldi —
og hjarta hans tók að berjast af gleði.
Það var til ylur, sem gat þýtt klakann
úr sálum mannanna, það var til fagur
og máttugur sólarkraftur. sem gat vak-
íð sljóva og látið ilmandi gróður þekja
yfir allt hið lága og vonda í manns-
brjóstinu!
Listirnar — skáldslcapurinn!
Þessi orð hljómuðu í huga hans með
nýrri merkingu, nýjum töfrum. Hann
hsfði langað til þess að skrifa, af því
htnn hafði yndi af því og þráði frægð.
En nú rann upp fyrir honum sjálf köll-
un hans í lífinu — hann vildi verða
skáld til þess að gleðja, til þess að
vekja mönnum löngun og gefa þeim
styrk til að hugsa stórt og lifa drengi-
iega’
Þetta var hin dýrðlegasta hugsun,
sem nokkru sinni hafði vitjað hans!
I.ikami hans rétti úr sér og spenntist í
sttrkum fögnuði. Allar raddir, sem
vöknuðu í sál hans, um vanmátt hans
gegn ofureflinu, um hinn lífsseiga,
tröllaukna kraft hinna ófrýnilegu og
veldugu óvina lífsins, köfnuðu og dóu
úl í þeirri tilfinning kjarks og lífsvilja,
sem allt í einu hafði gripið hann.
V eðurgnýrinn hafði farið vaxandi
oj nú skall á ískaldur gassafenginn
stormur úr norðri, snjóskýin geisuðu
ákaflega fram um himininn. Það hvein
í strokunum fyrir húshornin, mjöllin
hvirflaðist upp, reis í skýjum, sem
þöndust eins og hvít segl og feyktust
eftir götunni.
Tryggvi hraðaði göngunni. Ofsinn í
veðrinu var honum að skapi — herti
vdja hans, tryllti hug hans til nýrra
sýna, nýs metnaðar og göfugri en hann
hafði áður þekkt.
Á Skólavörðustígnum nam hann stað-
ar fyrir utan hús eitt.
Bak við þessar rúður svaf ung stúlka,
sem hann hafði aldrei þorað að tala
við, sem hann unni.
Þéttum haglbyl laust yfir bæinn,
stormurinn gerðist snarpari og nú sást
ekki lengur til himins. Tryggvi sneri
sér gegn veðrinu, lokaði augunum og
rétti andlitið fram og upp svo að höglin
skullu á því.
Þannig stóð hann langa stund. Og við
nafn hennar, sem hann unni, með andlit
hennar í huganum, hét hann því að
vera alltaf, í öllu sem hann ætti eftir
að skrifa, alvarlegur, góður og sterkur
maður.
í
Kristján Albertssorr.
i inn-
3. febr. 1929:
1904 — 1. febrúar — 1929
Eftir Klemens Jónsson
E ftir stjórnarskránni 5. janúar
1874 var æðstu stjórn landsins þannig
fyrirkomið, að æðsta vald innanlands
var í ábyrgð ráðgjafans fyrir ísland,
fengið í hendur landshöfðingja, er átti
last aðsetur í landinu. Ráðgjafinn bar
ábyrgð á því, að stjórnarskránni væri
fylgt. Enginn sérstakur maður var þá
Bkipaður ráðgjafi, sem þó var heimilt
eítir orðum stjórnarskrárinnar, heldur
var ráðgjafastarfið fyrir ísland falið ein
um hinna dönsku ráðherra, sem auka-
etarf. Var það danski dómsmálaráðherr
ann, sem fékk þetta aukastarf. Mann
var auðvitað önnum kafinn við
þetta aðalstarf sitt, og lét sig litlu
eða engu varða íslenzk málefni,
sem hann heldur ekki bar neitt
skyn á. Hann varð því í íslenzkum
málum að reiða sig á forstöðumann ís-
lenzku stjórnardeildarinnar, og lands-
liöfðingjann. Fram að 1885 var forstöðu-
m.Eður deildarinnar íslendingur, en úr
því danskir menn, er enga þekkingu
höfðu á íslandi eða íslenzkum málum.
Var því ráðgjafanum úr því lítils að
vænta frá þeirri hlið. Þá var landshöfð-
inginn, hann hafði ekki einungis æðstu
stjórnina innan lands, heldur gat hann
haft mikil áhrif á ráðgjafa ókunnan öll-
um landsmálum, til góðs eða ills, eftir
því sem hann var maður til. En hann
var ábyrgðarlaus og það hlaut að geta
haft áhrif á athafnir hans. Hér skal að
öðru leyti ekki rakinn athafnaferill
landshöfðingjanna, en öllum má vera
það ljóst, að þetta ástand var alveg óvið
unandi. 1885 var samþykkt á Alþingi
fiumvarp til nýrra stjórnarskipunar-
laga; éftir því átti konungur að skipa
hér landstjóra í umboði sínu, en hann
skyldi aftur taka ráðgjafa, er höfðu á
hendi stjórnarstörfin. Frumvarpið varð
aldrei samþykkt til fulls, og hófst nú um
málið barátta hér í landi er stóð 17 ár.
Verður saga hennar ekki rakin hér, en
barátta þessi var bæði háð innanlands,
ágreiningúr bæði úm efni málsins og
leiðina, er fara skyldi, og út á við, við
stjórnina, er vildi halda öllu í gamla
horfinu. Svo langt þokaði þó málinu'
áleiðis, að 1897 var vissa fengin fyrir
því, að fá mætti sérstakan ráðherra
fyrir ísland, er búsettur væri í Kaup-
mannahöfn, er gæti mætt á Alþingi, og
bæri ábyrgð fyrir því á stjórnarathöfn-
um sínum. En þetta tilboð vildi meiri
hluti islenzku þjóðarinnar ekki þiggja.
Hann vildi fá æðsta valdið inn í landið.
Klemens Jónsson
-Á. Alþingi 1901 var samþykkt nýtt
stjórnarskrárfrumvarp. Eftir því átti
ráðgjafinn að vera búsettur ytra, en
niátti eigi hafa annað ráðgjafaembætti á
hendi, en æðsta vald innanlands skyldi
íalið landshöfðingja á ábyrgð ráðgjaf-
ans. Jafnframt var það þó tekið fram
í ávarpi frá efri deild, að viðunandi
teldist fyrirkomulagið ekki, fyrr en
æðsta stjórn sérmálanna væri búsett í
landinu sjálfu. Þetta sumar komst
vinstrimannastjórn að í Danmörku, og