Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 13
enta íslenzka, sem aftur eru skyldir t;l að vinna við samanburð á handritum safnsins, og annað slíkt, að nokkru leyti tj) að kosta prentun á ritum safnsins. Ekki alllöngu síðar var safnið og sjóður- inn sett undir stjórn sérstakra manna <\,Árnanefnd“) og hefir það haldizt síð- ®n. Nefndin er nú skipuð fimm mönn- um, og hefir meiri hluti hennar löngum verið úr hópi prófessora háskólans. Slyrkþegi hefir síðan um aldamót ekki verið nema einn. Meðal styrkþega úr Árnasjóði hafa verið ýmsir hinna fremstu íslendinga, svo sem Eggert Óiafsson, Bjarni Thorarensen, Jón Sig- urðsson, Guðbrandur Vigfússon, Stein- grimur Thorsteinsson og Benedikt Gröndal. Bókaútgáfa sjóðsins hófst 1773 með Kristni sögu. Þar með var aftur riðið á vaðið eftir langt hlé um prentun ís- lenzkra fornrita í Danmörku, og hefir verið starfað óslitið að því síðan, mest- megnis af íslenzkum mönnum. Það var ekki stjórnin og háskólinn, heldur safn og sjóður Árna Magnússonar, íornrita- útgáfur þess sjóðs og annarra og loks Bókmenntafélagið, sem gerði Kaup- mannahöfn að andlegum höfuðstað ís- lendinga á 18. og 19. öld. Sjóðurinn hefir gefið út á prent ýmis merk rit, svo eem Snorra Eddu í þremur bindum. ís- landslýsing Kálunds, skrár sama manns yfir handrit Árnasafns, útgáfur Vil- lijálms Finsens á Grágásarhandritum, Palæografisk atlas (þrjú bindi, með pýnishornum úr íslenzkum, norskum og dönskum handritum), dróttkvæðasafn Einns Jónssonar og bréf frá Árna Magn- ússyni og til hans. Bráðlega bætast tvö bindi við, með ævisögu hans ásamt fylgi gögnum og safni rita hans. Árnasafn á að vísu margt af skinnbók úm, en meiri hluti þess er þó pappírs- handrit frá 17. öld og frá dögum Árna f.jálfs. Hann hafði að staðaldri íslenzka tkrifara hjá sér og var mjög vandfýs- inn að þeir skrifuðu rétt upp það, sem þeim var fengið í hendur. — Lang- mestur hluti safnsins er íslenzk hand- íit og skjöl, næst ganga norsk, því næst dönsk, en auk þess eru í því sænsk, þýzk, hollenzk, frönsk og spænsk hand- íit. Mikið af íslenzku handritunum er Ekemmt og óheilt, en Árni hafnaði engu iyrir þá sök. Hann hefir eignazt fjölda af einstökum blöðum og sneplum úr ýmsum áttum og aldrei skilur maður betur en þegar maður hefir einhvern slíkan samtíning í höndum, hvílíkur grúi af skinnbókum hefir íarið forgörð- um á íslandi. P 1 A rentuð skrá yfir handrit Árna- safns tekur yfir tvö þykk bindi, og má af því ráða, að torvelt muni að gera grein fyrir þeim í örstuttu máli. Þar eru brot handrita, sem ætla má að sé Ekrifuð, ef ekki um það leyti sem Ari íróði dó, þá að minnsta kosti í þann rr.und, sem Þorlákur helgi söng messu í Skálholti og Snorri Sturluson lék sér að gullum sínum í Odda. Þar er jarteina bók Þorláks biskups, og getur fyrir tímans sakir meir en verið að skrifar- inn hafi sjálfur séð biskup þvo fætur beiningamanna á stórhátíðum. Þar eru blaðslitur Eglu, elztu menjar, sem til eru úr nokkurri íslendingasögu. Þar e>r Staðarhólsbók Grágásar, rituð á þeim tíma, þegar hin fornu lög voru nurnin úr gildi og Járnsíða kom í staðinn. Þar er Hauksbók, að nokkru leyti með hendi eitt hið fegursta handrit að frágangi, Hauks Erlendssonar (fl334) sjálfs, tor- læs á köflum og vantar í. Þar er Frisbók, tem nokkur íslenzkur maður hefir látið eftir sig. Þar eru sögur konunga og jarla, biskupa og heilagra manna, ridd- ara og fornkappa í uppskriftum ýmissa íiida. Þar eru elztu og heillegustu hand- rit Njálu. Þar er Möðruvallabók, sem geymir á 200 skinnþlöðum ellefu Is- lendingasögur, flestallar í betri textum 6. janúar 1929: Björn Gunnlögsson Eflir Einar Benediktsson Hann fagnaði nátthimna dýrð eins og degi. Hans dragandi þrá var hið alstirnda kveld. Þá skyggndist hans andi um skaparans vegi. Skírður og sýkn vóð hann ljósberans eld. Aldrei var tengdari hugur hjatra. Háspeki lífs skein af enninu bjarta. Og Island hann steig undir stjarnasveigi. Sú stórdáð skal aldrei úr minnum felld. Nóttin útræna nam hann í fóstur; og nafn hans er frægt meðan stjarna vor skín. Við fjúkandi mjallir, gadda og gjóstur hans geð tók svip við jöklanna brýn. Náttskáldið háa himnana hrúar, höfðingi vits og barn sinnar trúar. Svo kleif hann hér tinda og tróð vor hr jóstur tröllstór að anda og vallarsýn. Öræfabyggðir og eyðigarðar af einherja lands skráðust nær og f jær. Víðáttur Fróns, bæði f jalls og f jarðar, föstnuðu þjóð vorri kot og hær. Heljarverkið unnið af einum undraðist heimur. Hann liktist ei neinum. Nafni hans merkjast minnisvarðar miklir og hjarta fólksins nær. Vitþyrsta andvakan eilífrar nætur utan við ljósgeim á nafn ekki til. Hún leitar síns upphafs við lindir og rætur, imz loks rekjast sporin að óskapnaðs hyl. Þar fangvef jast alveldi auðna og kyrrða orðlaus á tungu jarðneskra hirða. Þar finnst ekki þel, sem gleðst eða grætur, ei gneisti, sem færir skimu né yl. Eldhratt vex framsóknin alheims harna í átt á hin norrænu himnamið. Hvar orka sig fullveit þar eyðist stjarna. Ódáins veröldum haslað er svið. Utan við geiminn finnst ekkert sem dregur. Alvaldsins skýring er sækjandi vegur. Efnið leitar síns eigin kjarna — svo opnast jarðsálum drottins hlið. Um lífdaginn morgna og sunnusetra skal sonur manns heyja dóm við ský. Þá allt hvað sem klerkar oss lesa og letra líður og hljóðnar í þrumugný. Vér mókum í ragnarökkvanna draumi, sem regndropi einn i hafdjúpum straumi. En röðlanna belti og brautir vetra byltast í afgrunn og tendrast á ný. Eddunnar skóla ber eilífð að skilja. Á ógrynni himna leggst tala og mál. Vort eðli ber dýpi hæða og hylja. Heilögu vísindin geymdi vor sál. Höfnum ei sjálfdæmi eigin vors anda, um ódáins gruninn þjóða og landa. Vér skynjum af jarðnesku viti og vilja, þau vé sem oss geymdu hin f ornhelgu bál. Höfundur Njólu var göfgur og góður, Gylfa himins hann flutti sinn brag. Svipur hans dvelst með oss, hár og hljóður. Harpa hans flytur oss voldugt lag. Svo knúði hann óttalaus hurðir að hæðum. Hreinn hann varpaði duftsins slæðum. Við reikningsskilin var ríkur hans sjóður. Svo reis hann frá nóttu í eilífan dag. 16. sept. 1928: Drottning bolsa €n völ er á annars staðar, og storkar Itsandanum með Arinbjarnarkviðu Egils, sem engum hefir tekizt að lesa til fulls. Þar eru lögbækur hinna helztu höfðingja á 14. öld og síðar, þó að eng- inn viti nú, hverjum þeirra á að eigna hverja eina. Þar er Sturlunga í tveim- ur handritum, og hafði annað verið rifið sundur, svo að Árni varð að hirða slitrin víðsvegar, en margt var glatað með öllu. Þar er annáll Einars prests Hafliðasonar (fl393) með hendi hans sjálfs. Þar eru handrit siðaskiptaaldar að fornum rímum og kaþólskum kvæð- um. Þar eru íslendingabókaruppskrift- ir Jóns Erlendssonar, sem vér eigum það að þakka að hyrningarsteinn ís- lenzkra bókmennta er ekki glataður. Þar eru í stuttu máli þvílíkar bækur saman komnar, að engin grein íslenzkra mennta frá upphafi til daga Árna Magn ússonar verður könnuð til fullnustu eftir frumgögnum, nema þangað sé leit- að. Landar Árna Magnússonar hafa þakk- að starf hans misjafnlega og naumast ailtaf látið hann njóta sannmælis. Það, sem mest hefir stuðlað að þessu, er gleðilegri rás viðburðanna en nokkurn mann gat órað fyrir á dögum einokunar, Be9sastaðavalds og stóru bólu. — Eng- ínn, sem vill leggja sanngjaman dóm á starfsemi hans, má láta undir höfuð leggjast að reyna um stund að gera sig að barni þeirrar aldar, þegar ísland var fátækur útjaðar „ríkisins" og allt þar í ólestri og niðurníðslu. Sá, sem trúir því, að skyndilega hefði tekið fyrir straum handritanna úr landi og að almenningur hefði allt í einu farið að leggja rækt við það, sem eftir var, flest skemmt og hrjáð, getur óhikað óskað þess, að Árni Magnússon hefði aldrei séð ljós þegsa heims. En flestum, sem hugleiða þetta mál, muri væntan- jega reynast það miklu flóknara en svo. B arátta er mikil og heit sem kunnugt er, milli stórlaxanna í bolsa- stjórninni rússnesku, um það hver þar eigi að hafa æðstu völd. En þá er bar- áttan eigi síður heit milli kvennanna um það, hver þeirra eigi að öðlast æðsta tignarsess í Rússlandi, eigi að vera þar ókrýnd drottning. Trotski ætlaði sér lengi vel að steypa Rykov af stóli. Og eins ætlaði kona hans, Natailja að komast í sæti frú Rykov og fá hina dýrðlegu höll hennar. En í höll Rykovs eru 12 salir, hver öðr- um skrautlegri. En fleiri taka þátt í samkeppninni. Meðal annars kona Kameneffs, Olga Davidovne. Hún heldur sig höfðinglega og hefir opið hús fyrir sönglistarmenn, skáld, rithöfunda og hazardspilara. Frú Natalija Trotski er af tignu fólki komin, og ber það utan á sér, að hún hefir lært mannasiði. Áður en hún varð að fara í útlegðina með manni sínum hafði hún umráð yfir höll þeirri, er Jussupoff prins átti, sá er réð Rasputin af dögum. Meðan Trotski var yfirhershöfðingi yf- ir bolsahernum, ók kona hans sífellt í skrautvagni miklum, er átt hafði eitt sinn Alexandra Fedorovna, drottning Nikulásar II. Hún hafði um sig þjónalið að drottningar sið og gerði sér far um að koma fram með sama hætti og keis- aradrottningarnar áður. Hún lætur þess oft getið, að hún sé af tignu fólki komin. Frú Olga Kameneffs hefir gert marg- ar tilraunir til þess að ná drottningar- sætinu meðal bolsa. — Hefir hún reynt að stjórna hirðlífinu meðal bolsabrodd- anna, koma því t. d. á, að hinir háu herrar klæddust í sömu búningana er tíðkuðust við hirð Napoleons mikla. Hef- ir henni eigi tekizt þetta enn. En frú Rykov hefir áreiðanlega i huga að gefa eigi drottningarsætið eftir með góðmennskunni. — Hún kemur ávallt fram sem einvaldsdrottning, og lætur aldrei svo lítið að ganga lengd sína, ut- an húss. Hún notar aðeins Roll Royce bíl, og þykist eigi geta verið þekkt fyrir að stíga í annan vagn. Eitt sinn þegar Roll Roycinn hennar var í vigerð, gat hún ekki farið út fyrir húss dyr. Vinkona hennar, frú Trotski, spurði hana þá að því hvers vegna hún héldi sér svo innan dyra. Hún svaraði. — Þú veizt það elskan mín, að mér líður ekki vel nema í Roll Royce bíl. Mér líkar ekki aðrir bílar; get ekki notað aðra en þá. Eftir þessu að dæma er uppskafnings- hátturinn á bænum þeim á háu þroska- stigi. 32. tölublað 1963 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.