Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Page 15
hræddur um að gestir leikhússins fari þá
að semja sig að siðum bíógestanna, sem
nota ekki fatageymslu, heldur koma inn
eins og þeir standa á götunni, og það
er reynslan, að erfitt er að halda hús-
inu jafnsnotru með þeim hætti. En ann-
ars hefir víðast verið hætt við þá sam-
steypu þar sem hún hefir verið reynd,
t d. við Árósa-leikhús, óperuna í Stokk-
hólmi, óperuna í París o.s.frv.
Hinn liðurinn, skemmtanaskatturinn,
sem nefndin væntir sér svo mikils trausts
af, verður sjálfsagt öruggari tekjulind
fyrst um sinn. En hvað lengi, og að hve
miklu leyti? Nefndin gerir ráð fyrir, að
leikhúsið muni halda honum óskertum
framvegis. Hvaðan veit nefndin það?
Mun ekki fara hér sem annars staðar,
þar sem leikhús eiga afl sitt undir rík-
inu, að um það mun þá loga sifellt ófrið-
arbál á hverju þingi? Dæmið er hendi
næst um kgl. leikhúsið í Khöfn. Þó að
þingið muni ef til vill veita samþykki
sitt til þess, þegar fram í sækir, að fram
undir eða jafnvel fram yfir 100.000 kr.
verði varið árlega til leikhússins af rík-
isfe, verður því að minnsta kosti ekki
tekið mótmælalaust hér, ef vér hagnýt-
um oss ekki leikhúsið rekstrarlega eins
vel og unnt er. En það verður ekki gert
með þessari stærð, sem húsinu er ætlað
nú. Allir leikhúsmenn vita, að eitt leik-
kvöld með 800 fullskipuðum sætum er
betra en þrjú með 544. Hvor stærðin sem
tekin er — kvöldkostnaðurinn er ná-
kvæmlega hinn sami. En munurinn sá,
að 544 fulskipuð sæti vinna aðeins rúm-
lega inn kostnaðinn, hin 256 eru beinn
ágóði. Það er hrein og bein kórvilla, sem
nefndarmenn gera sig seka í, og stafar
af ónógum kunnugleik á leikhúsrekstri,
þegar þeir haldá fram hvað eftir ann-
að, að ef hús með 500 sætum eða rúm-
lega það reyndist of lítið, mætti alltaf
fjölga leikkvöldum! Það er þvert á móti
miklu meiri hagnaður að því að fækka
leikkvöldunum, ef húsið reyndist of
stórt.
Mönnum er nú loks farið að skiljast
sú staðreynd — alls staðar nema hér á
landi — að því minni sem leikhúsin eru,
því stærra umhverfi þarf til þess að þau
geti borið sig. Ef þau taka aðeins 300
manns — og minni eru naumast leikhús
höfð — þarf elcki að hugsa til að reka
þau í minni borgum en New York og
London. Aðeins þar er nógu stór leik-
hússöfnuður til að fylla þau hvert kvöld
■— og annars kostar geta þau ekki þrif-
izt. Jafnvel í París og Berlín þrífast ekki
svo lítil leikhús. í enn minni borgum
hafa smá-leikhús, sem rúma jafnvel um
500 manns, hvarvetna reynzt gersamlega
ónothæf til heilbrigðs rekstrar og orðið
öllum sínum forstjórum að fótakefli. Ég
skal nefna fáein dæmi. Betty-Nansen-
leikhúsið í Kaupmannahöfn hefir þrí-
skipt um forstjóra af þeirri ástæðu á 14
árum — þangað til nú er svo komið, að
forstjóri þess getur ekki haldið leikhús-
inu uppi með föstu leikliði, af því að
ekki er unnt að bjóða listamönnum þess
viðunandi kjör. Vieux-Colombier var eft-
irlætisleikhús Parísarbúa um 5 ár eftir
ófriðinn og varð þá að hætta, af því
að það var of lítið. Intima teatern í Stokk
hlómi, sem raunar er enn minna, hefir
hrakizt úr einu gjaldþroti í annað og átt
því minna láni að fagna sem meira mun-
aði á stærðinni. Kammerspiele í Berlín
gat Reinhardt aðeins haldið uppi af því
að hann gat sparað sér kostnað með því
að nota jöfnum höndum leikflokk sinn
frá Deutsches Theater. En hann brenndi
sig ekki aftur á sama soðinu, þegar hann
reisti næsta sinn leikhús í stíl við Kamm-
erspiele, Die Komödie, — í stíl við það,
en allt að helmingi stærra.
Ur því að svona fer nú um hið græna
tréð — hvernig fer þá um hið visna?
Úr því að smáleikhúsin geta ekki einu
ainni þrifizt í meðal-stórborgum, hvernig
eiga þau þá að þrífast í smábæjum á
borð við Reykjavík? Getum vér ekki lát-
ið reynsluna skera úr þeirri spurningú?
26. ágúst 1928:
V i kivaki
Eftir Gubmund Kamban
Að ofan helkaldar stjörnur stara
með strengdu sjáaldri úr ís
á funakoss milli kaldra vara,
svo kaldra að andi manns frýs.
Og máninn skín á oss skyldurækinn,
vill skilja milt okkur við.
Við stöndum tvö hér við Tunglskinslækinn,
og teljum áranna bið.
En ég var feiminn, með jörpum lokkum,
og ég var saklaus og fróm,
í brúnum upphlut, á bleikum sokkum,
og hlásteinslituðum skóm.
Hvað tjáir mildi þín, tunglið ríka,
hvað tjáir skjöldur og sigð?
Hann vildi fá mig og fékk mig líka —
hann fór með dyggð mína og hryggð.
Daginn eftir til allra furðu
ég ennið frjálslega bar.
Og allar stöllur hver aðra spurðu,
en engin stalla fékk svar.
Þær áfram töldu til átta og níu,
það allt var mánaðatal —
en þegar þær höfðu talið tíu,
þá týndist allt þeirra hjal.
Svo kom stundin, með sól á bárum,
er Sörli fór út í lönd.
Ég sat eftir sem álft í sárum
þau ár sem nú fóru í hönd.
En heyri ég síðan í Sörla nartað,
þá sé ég tungl skína í sigð,
og ljósblátt auga sem lykst um hjartað
og lofar eilífri tryggð.
Vappar ósyndur ungi á bakka
með augun blikandi af þrá:
en sumir þora ei til þess að hlakka
sem þeim er annast að fá.
Gegn svo mörgu, sem Guð þeim sendir,
menn gera kvíðann að hlíf,
og kvíða oft því, sem aldrei hendir,
og enda í kvíða sitt líf.
Sörla heið ég, og síglöð undi
við síðustu orð hans og heit,
og hjó mig undir að fagna hans fundi
í f jarlægri íslenzkri sveit.
Brenni jörð undir berum fótum,
og blikni sól í þeim eim:
aldrei skipti ég við annan hótum,
því eitt sinn kemur hann heim.
Þótt heyri ég sögur af honum, frúnni,
með húsum, görðum og trjám,
ég leik mér áfram og lifi í trúnni,
unz lygin gengst upp að hnjám.
Ef Sörli hefur á svikum lumað,
þá sýnið mér þennan streng:
þá fyrst skal ég hætta að geta gumað
af góðum íslenzkum dreng.
Margur leitar þess alla ævi,
sem átt hann gat hverja stund.
Margur heidur sá markið hæfi,
sem mat sér annarra pund.
Margur beið þess, að Guð sér gæfi
það gull, sem lá í hans mund:
Sá er fátækur alla ævi,
sem ekki á barnsglaða lund.
Rík var gjöf sú, er gaf mér Drottinn:
að gleðjast vorlangan dag
við litla týsf jólu, túnin sprottin,
og tístað sólskríkjulag,
og vetrarmorgun við marr á grundum,
sem magnar sérhverja taug,
með hélu á rúðum, og svell á sundum
og sól í steingeitarbaug.
Hvað er ártalið, eitthvað lætur
í eyrum mér, færist nær...?
Hjartað syngur og hjartað grætur,
og hjartað tryllist og slær.
Hófatök berast heim að bænum,
þau hóftök ein þekki eg —
ég fer mér stillt eftir grundum grænum,
og gesti minum í veg:
Vantraust Guðrúnar, vonsvik Kjartans
með vopnum enda sinn fund.
En þetta er vísan um vissu hjartans,
og vonglaða íslenzka lund...
Stína rakar, og Bjössi bindur,
og bóndinn hirðir sinn arð.
Nú er sólskin og sunnanvindur,
og Sörli ríður í garð.
Ójú, og úrskurðurinn er þessi — þau þríf-
ast það mörgum sinnum verr sem bærinn
er minni. Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, hve hart það hefir komið nið-
ur á Odense leikhúsi — og það er bær,
sem er helmingi stærri en Reykjavík er
nú — að það rúmar ekki nema 640
manns. Þetta leikhús verður, eins og öll
leikhús í smærri bæjum, að miða aðal-
tekjustofn sinn við helgar, tækifæris-
kvöld og gestaleik. Af hversdagsrekstr-
inum bera slík leikhús sama og ekkert
úr býtum. En hin kvöldin er þá allt kom-
ið undir því, að leikhúsið sé nógu stórt.
Vér þurfum svo sem ekki að fara lengra
en til bíóstjóranna hér í Rej'kjavík —
þeir bíða oft stórtjón við það á helgum,
að húsrúmið er of lítið. Og þó eru bíóin
hér að meðaltali nákvæmlega jöfn að
sætatölu hinu fyrirhugaða leikhúsi voru
eða freklega það.
E n þegar vér reisum leikhús fyrir
næstu þrjár eða fjórar kynslóðir, verðum
vér að miða við Reykjavík ekki aðeins
tvöfalda, heldur jafnvel þrefalda eða
íjórfalda. Ennfremur verðum vér að
miða við Hafnarfjörð tvöfaldan, þrefald-
an, fjórfaldan, eins og Reykjavík. Og
loks verðum vér að miða við eitt enn,
sem mun reynast notadrjúgt fyrir leik-
húsrekstur vorn: samgöngurnar um allar
nærsveitir, allt Suðurland ,hvort sem
þær verða á járnbrautum eða í bílum.
Reykjavík þarf ekki að vaxa mikið enn,
til þess að hingað þyrpist á hátíðum,
páskum og hvítasunnu, um lokin, um
Jónsmessuleyti, fólk sem dvelst hér að-
eins einn, tvo, þrjá eða fjóra daga, en
of margt til þess að leikhúsið geti tekið
á móti því, ef eitthvað er í boði, sem
allir vilja sjá. En hvað segjum vér um
útlenda gestaleika, sem fara í vöxt í öll-
um löndum, og ekki munu verða síður
vel þegnir hér, bæði af fjárhagslegum
ástæðum og ekki síður af því, sem ger-
ir oss flestum þjóðum brýnna að sækja
þá: þörfinni á að læra af leikmennt ann-
arra. Þeir heimta þrennt í senn: fjöl-
breytta efnisskrá, og þess vegna fá leik-
kvöld til hverrar sýningar, og þess vegna
aftur: stórt hús.
Enn er ein meinloka, sem komið hef-
ir fram af hendi leikhússjóðsnefndarinn-
ar. Því var haldið fram á stúdentafund-
inum, að bæir, sem væri jafnvel helm-
ingi stærri en Reykjavík eða meira, ætti
fullt í fangi með að starfrækja leikhús
sín, svo að nærri mætti geta, hvort
Reykjavík þyrfti stærra leikhús! í fyrsta
lagi hefi ég nú bent á, að því minna sem
umhverfið er, því stærra leikhúss krefst
það hlutfallsléga. En auk þess kemur hér
mjög mikilsvarðandi atriði til greina. f
útbæjum hvers lands er leikhússöfnuður
tiltölulega langtum minni en meðal
höfuðstaðarbúa. Ekki aðeins vegna þess,
að í höfuðstöðunum er saman kominn
kjarni þeirra stétta, sem mynda fastan
leikhússtofn, heldur líka vegna hins, að
fjöldi manna, sem búsettir eru í útbæj-
um, fara sjaldan eða aldrei í leikhús síns
bæjar, heldur aðeins í leikhús höfuðstað-
arins þá mánuði, sem þeir dveljast þar,
mánuði, sem jafnvel eru kenndir við þá
í leikhúsheiminum. Þetta stafar bæði af
því, að útbæirnir eiga ekki völ á nándar
nærri eins góðum leikkröftum og höfuð-
staðurinn, og eins af hinu, að þeir verða
að láta sér nægja að sýna þá leika, sem
sýndir hafa verið árinu áður í höfuð-
staðnum. Þaðan stafar m.a. hin harða
viðleitni útbæjarleikhúsanna til að ná
undir sig sem flestum frumsýningum
— barátta, sem harðnar ár frá ári. Hér
á landi er engu slíku til að dreifa. Þeir,
sem vilja fara í leikhús, verða að gera
það í Reykjavík, og höfuðstaður lands-
ins er því betur settur að leikhússöfnuði
heldur en erlendur útbær af tvöfaldri,
eða jafnvel þrefaldri stærð.
Leikhús íslands á að hafa sæti fyrir
750—800 manns. Helzt 800. Að gera það
minna er að gera það að byrði fyrir þjóð-;
ina. Með þeirri stærð, sem nú er áætluð,
32. tölublað 1963
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS J5