Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Side 21

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Side 21
6. maí 1928: Andlegt líf og einokun Lsins kostnað. Það yrði ekki mjög is- lenzkum bókmenntum til íramtara, ef stíkt yrðu lög í landi. Þ, Eftir prófessor Halldór Hermannsson írennt barn forðast eldinn, segir gam&Jl málsháttur. Ef börnin forðast það sem hefir orðið þeim að meini, mætti ætla að þeir sem komnir eru til vits og ára gerðu það miklu heldur. En það lítur óneitanlega út fyrir, að svo sé ekki alltaf. Hver sem kynnir sér sögu íslendinga að fornu og nýju, mun siáifsagt skjótt komast að raun um, að ekkert einstakt atriði í sögu þeirra hafi orðið þeim til jafnmikils tjóns, mér ligg ur við að segja bæði á sál og líkama, eins og danska einokunarverzlunin, enda hefir það ekki verið lagt í lágina af þeim íslendingum, sem um það mál hafa skrifað. Ef hinir fullorðnu hegðuðu sér eins og börnin í málshættinum, mundi íslendingum bjóða við sjálfu orðinu ein- okun, hvað þá heldur meira. En það lít- ur sannarlega ekki út að svo sé. Þeir eru varla komnir úr útlendu einokunar- kreppunni og afleiðingum hennar, fyrr en nokkrir leiðtogar þeirra fara að berj- ast fyrir nýrri einokun. Þetta er harla merkilegt og ekki geðslegt. Að vísu er hér að ræða um innlenda einokun í stað erlendrar, en svart er svart, hvort sem það er innlent eða útlent. Enda mundi það fljótt sýna sig, að innlend einokun með kaupfélagsfyrirkomulagi yrði jafnvel verri en sú danska var, því að harðstjórn og fjötrar af hálfu al- múgans eru að jafnaði verri en af hálfu einstaks einvalda, enda er það að eiga við hundrað höfðaða ófreskju í stað ein- höfða harðstjóra. Meðan böndin voru fá og einstaklingsfrelsið mikið, var blóma- öid fsiands, og hví vilja menn þá ekki, með söguna fyrir framan sig, leyfa nú meðlimum íslenzka þjófélagsins að reyna krafta sína, sýna vit sitt, áræði og þekkingu sjálfum sér og þjóðinni til íramfara? Það er því meiri ástæða til að leyfa þeim þetta þar sem sjálfstæði þjóðarinnar nú hefir fengizt fyrir fram- takssemi einstakra manna. Ef sjávarút- vegurinn með togara-aðferðinni hefði ekki komizt í það horf sem hann hefir verið í upp á síðkastið, hefði þjóðin varla haft fjárhagsleg skilyrði fyrir því pólitíska sjálfstæði sem hún hefir feng- ið. En einmitt togarautgerðin er ein- stakra manna verk. Ég veit, að þetta mun almennt viðurkennt, þó svo líti út sem allmargir dragi ekki þær réttu ályktanir af því. íhaldsflokkurinn hefir vist séð það Ijósast og því að jafnaði barizt gegn þessúm nýju einokunar- fjötrum, sem farið hefir verið fram á að leggja á þjóðina; að vísu mun ein- okun hafa verið lögð á einstaka vörur tú tekjuauka fyrir ríkissjóð, en jafnvel í svo takmarkaðri mynd mun hún hafa gpfizt illa á íslandi sem annarsstaðar. Því miður virðist einokunarsóttin æði rótgróin, sem sjá má af því, að komið hefir fram á sjónarsviðið ritstjóri, sem verið hefir og víst er enn í íhaldsflokkn um, með tillögu um einskonar andlega einokun. Rússar geri. Það er íslendingum til hróss, að þéir gera þetta ekki, en fyrir því þarf þjóðin ekki að vera svipt listsmekk, eins og ritstjórinn vill vera láta. Lands lag og loftslag og aðrar ástæður þjóðar- innar hafa gefið andlegu lífi hennar annað snið og annan brag en tiðkast annarsstaðar, og fyrir því hafa bók- menntir hennar borið einkenni, sem hafa gefið þeim sérstakt gildi. Ef liún hefði bundið bagga sína á sama hátt og aðrar þjóðir í því efni, hefði íslenzkum bókmenntum ekki verið jafn mikil athygli veitt og verið 'iiefir. Ekki svo að skilja, að ekki megi finna margt andlega lífinu á íslandi til ioráttu — en stöðugt að gera lítið úr því í sambandi við aðrar þjóðir, sem bæði eru stærri og hafa lifað undir öðrum knngumstæðum og átt við betri kjör að búa, bætir ekki úr skák. Það er ó- efað satt, þegar á allt er litið, að fslend- ingar yfir höfuð eigi við minni bóka- kost að búa en margar aðrar þjóðir og gott væri ef úr því yrði bætt, en aðferð sú sem ritstjórinn stingur upp á að notuð verði til að bæta úr þessu er hvorki meira né minna en andleg einokun, eða ef menn vilja heldur kalla það bók- menntaleg einokun., Hann nefnir þetta stuttlega í enda greinar sinnar í Vöku, og hefir síðan skrifað sérstaka grein í „Lesbók Morgunblaðsins" 5. febr. síðast- liðinn. H, Rí lr. Kristján Albertsson hefir skrif að í „Vöku“ ritgerð um andlegt líf á íslandi. Hann ríður þar þó ekki vel á vaðið, því að hann byrjar með því að sneiða íslendingum fyrir það, að þeir láti ekki renna strauma úr „tárapress- um“ sínum yfir skáld sín og rithöfunda, og faðmi ekki með fjálgleik þá sem fimbu’.famba um stórskáldin — eins og .íkisforlag kallar hann það. Ég veit ekki til að slík stofnun sé nokkurs- staðar til í veröldinni, nema ef vera skyldi í Rússlandi, og mundu víst fæstir vilja sækja slíkt þangað, einkum ef „tárapressan“ fylgdi með í kaupbæti. En hvort sem ríkisforlag er til nokkursstað- ar eða ekki, gerir ekkert til, annars væru nokkrar líkur til að það væri gott fyrirtæki. Að mínu áliti er. það ekki gott; þvert á móti; í stað þess að auka og glæða andlegt líf meðal þjóðarinnar, niá búast við því að slíkt fyrirtæki yrði því til niðurdreps á marga vegu. í fyrsta lagi, ef ríkisforlag yrði nokkuð nema nafn og vindur, mundi það með tíman- tim útiloka alla samkeppni — með öðr- um orðum yrði einokunarforlag. Það væri ekki heiglum hent að fást við bóka utgáfu á íslandi, ef þar væri ríkisforlag sem hefði til umráða af ríkisfé hálft annað hundrað þúsund kr. árl. Sam- kvæmt tillögum ritstjórans eiga jafnt stórskáld sem skáldapeð að fá bækur sínar útgefnar á ríkisins kostnað; rikis- forlagið ætti að ala önn fyrir þeim „sem samið geta sögur og kvæði skamm- laust og snoturlega", eftir því sem hann sknfar. Ég er hræddur um að ef kröf- urnar eru ekki gerðar hærri en þetta, mundi ýmislegt slæðast með, sem ekki yrði þjóðinni til andlegrar uppbygging- ar, því að svo sem kunnugt er, það eru ekki allir skáld, þó þeir yrki, eða rit- höfundar, þótt þeir geti sett eitthvað saman „skammlaust og snoturlega.“ Og hvaðan ættu aðrir forleggjarar að fá nokkuð til að gefa út, ef rikisforlagið birti allt sem væri „skammlaust og snot- urlega“? Ekki því að heilsa, að þeir gætu lifað á því að gefa út þýðingar á ritum merkra útlendra höfunda, því það á ríkisforlagið líka að gera. Ekki heldur gætu þeir haft ofan af fyrir sér með því að gefa út uppreisnarrit, því það gerir íorlagið einnig; það á sem sé að gefa út Dr. Halldór Hermannsson bækur hvers efnis sem þær eru, jafnvel þótt þær séu árás á ríki og kirkju, mann íélagsskipun og annað þess konar, bara ef þær eru „skammlaust og snoturlega“ skrifaðar. En gæti nú ríkið gert það með góðri samvizku og sér að skaðlausu? Ef ríkið á annars að vera til, þarf það að fylgja fram einhverjum grundvallarlög- um, hafa einhverja stefnu, vernda það og gæta þess sem meiri hluti þjóðarinn- ar álítur dýrmætt og nauðsynlegt til þjóðþrifa. En hvernig má það vera, ef ríkið sjálft gefur út bækur sem berjast á móti þessu — berjast á móti ríkinu sjálfu og tilveru þess? Hægri hönd rík- isins vissi ekki hvað hin vinstri gerði? Ég er hræddur um að þetta leiddi út í iliar öfgar; því að hvort sem það glæddi andlega lífið eða ekki, yrði það að lík- indum til að stytta það jarðneska hjá mörgum manni, því að það mundi leiða beint til óstjórnar og lögleysu. Hr. K.A. gerir ráð fyrir að þetta forlag sé alger- lega ópólitískt; forstöðumaður þess á að vera kosinn af einhverri þriggja manna nefnd, sem kvað eiga að koma á lagg- irnar og vera kosin af hinum pólitísku fl.okkum á þingi, og úr þeim hreinsun- areidi á að koma fram ópólitískt for- lag. Því miður skil ég ekki þann út- reikning. Ef svona fyrirkomulag leiðir ekki beint inn í pólitíkina og flokka- drættina, þá veit ég ekki hvað getur gert það. Bókaútgáfur yrðu að flokksmáli, og þar sem ríkisforlagið yrði sterkara en allir aðrir bókaútgefendur (ef þeir annars væru til) mundi það ráða lög- um og lofum um hvað á prent kæmi, og afleiðingin gæti orðið niðurdrep mál- og prentfrelsis. Hinsvegar kynni það að skoðast skylda slíks ríkisforlags að gefa út öll frumsaman rit er því byðist, sem væru „skammlaust og snot- urlega" skrifuð, og það yrðu sjálfsagt margir, sem gætu fullnægt þeim skil- jrðum; þeir mundu því reyna að lifa á þessu og þannig kæmi upp einskonar bókmenntalegt ,proletariat“, sem ó- efað gerði sjálfu sér lítið gagn og þjóð- inni minna. Það yrði lítil hvöt fyrir höf- unda, að vanda ritsmíðar sínar, ef þeir ættn víst að fá allt sem væri „skamm- laust og snoturlega" ritað gefið út á rík- að þarf varla að fjölyrða frekar um þetta, því að frá hvaða hlið sem mál !.ð er skoðað, er það jafn varasamt og getur verið hreint og beint stór hætta fyrir allt andlegt líf og öll þjóðarþrif. Nú er það víst rétt, að bókaútgáfur á fslandi eru allmiklum erfiðleikum bundn ar. En þó eru ekki svo fáir sem fást við það starf, og margir þeirra hafa unnið þjóðinni mikið gagn. Og hví skyldi lög- gjafarvaldið loka þeim atvinnuvegi fyrir einstaklingum, sem finna hvöt hjá sér til að gefa sig að honum? Ríkisstjómin á að gera borgurunum mögulegt að fást við það sem þá fýsir mest til og eru iagnastir fyrir, þegar það getur orðið sjáifum þeim og almenningi til heilla; og það mun sannast, að slík stefna verður þjóðinni til meiri framfara en einokunarhöft eða ofmikil afskipti stjórnarinnar af atvinnuvegum manna. Það er skylda stjórnarinnar eftir megni, að auka velmegun manna og þar með kaupmagn þeirra til bóka og annars. Hálft annað hundrað þúsund króna á ári gæti orðið til meiri heilla andlegu lífi þjóðarinnar, ef þeim væri varið til þúfnasléttana eða annarra verklegra framkvæmda, heldur en kasta þeim út í svo heimskulegt fyrirtæki sem ríkis- forlag. Eins og hr. K.A. getur um, kom próf. Sigurður Nordal með eitthvað líka til- lögu fvrir nokkrum árum. Ef mig minn- ir rétt, þá leiddi hún til þess, að þingið veRti Þjóðvinafélaginu einhvern styrk til útgáfu á þýðingum útlendra merkis- rita. Þetta mun vera upptök þess, sem nefnt er „Bókasafn Þjóðvinafélagsins.“ En hvernig hefir það gengið? Fyrst kom út frægt rit eftir Plato, þá nokkrar rit- gerðir eftir merkan amerískan sálarfræð ing, þá mannfræði þýdd úr ensku, því næst upphafshefti af frumsömdu riti um drauma, og loks upphafshefti af þýddu riti um pólarlöndin, og þannig stendur félagið uppi með tvö hálfköruð rit, sem varla heyra til merkisrita heimsbók- menntanna. Einhvers stefnuleysis kenn- ir í þessu. É, I g hygg annars, ef ríkið vill styrkja útgáfu fræði- og skemmtilbóka, ætti það að veita Bókmenntafélaginu fé til þess. Með þeirri stjórn, sem fyrir félaginu stendur nú, virðist félagið að vera að fá fastari stefnu, enda mun henni ljóst, að ekki dugir að fitja upp á svo mörgu, sem fyrri stjórnir gerðu. Nú eru líka félögin orðin svo mörg, að þau verða að skipta verkum með sér. Vísindafélag íslendinga ætti að ann- ast útgáfu strangvísindalegra rita og er það ekki nema skylda ríkisins að hlynna að því sem mest; Sögufélagið ýmsra sögulegra rita, og Búnaðarfélag- ið búnaðarrita o.s.frv. Slíkt fyrirkomu- lag getur alltaf veitt svigrúm einstök- um mönnum til bókaútgáfu; það getur verið að þeir verði hvorki feitir né flug ríkir á því, en það verða ekki heldur allir sem fást við bókaútgáfur í stóru londunum. Það heyrast kvartanir um slíkt, ekki síður þar en á íslandi. Hr. K. A. getur þess, að frumvap muni verða lagt fyrir þing það, sem nú situr á rökstólunum um þetta ríkisforlag. Þegar þessi grein mín kemur til íslands, er málið ef til vill klappað og klárt — ríkisforlagið lögleitt. Það væri illt, ef svo væri. En það gæti þá kannske að iokum opnað augun á íslendingum fyrir þvi, að einokun er þjóðarböl. Þeir þurfa Hklega að fá fleiri skelli, áður en þeim lærist, að einokun er drep og dauði, en lcgbundin frjáls samkeppni sú aðferð sem hingað til hefir reynzt bezt á flest- um sviðum. Ithaca, 3. april 1928. 32. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.