Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 7
Ferð hans inn í Landmannalaujar á TF-LBP kom fljótlega upp í hugann. Bjiirn var beðinn um að fljúga þangað og sækja s lasaða stúlku. Var talið mjög erfítt að koma íenni á annan hátt til byggða. Birni hafði /erið sagt að búið yrði að merkja lendinga-færa braut í Landmannalaugum þegar hann kæmi þangað. Er inn yfir Laugarnir kom !eist mér ekki á blikuna, brautin, sem merkl var, lá í svo þröngu dalverpi að ekki var nægt að snúa við inni í botninum. Þar að auki var hún óslétt. Ég fór að horfa eftir öðrum lendingarstað i g á eyrinni skammt frá sæluhúsinu lágu bíl islóðir. Akvað ég því að lenda þar og lagfæra brautina áður en ég færi í loftið aftur. Kom ég svo niður í krókóttan bílaslóða og þegar ég stöðvaði vélina, var ég búinn að snúa henni 90 gráður frá upphaflegri lendingarstefnu og hafði þá djúpa vatnskvísl á hlið. Fólkið dreif að og hófst handa að slétta beina braut til flug- taks, en verkfæri voru af skornum skammti, aðallega urðum við að nota hendur og fætur. Eftir tvo klukkutíma var brautin rudd, en þá var líka komið myrkur svo að ekki sá enda á milli á brautinni. Sjúklingurinn 'var látinn um borð, en þá var eftir að merkja brautina, svo að ég gæti haldið henni í flugtakinu. Tókum við það ráð, að nokkrir mannanna, er voru í hvítum skyrtum, fóru úr jökkunum og röðuðu sér vinstra megin með brautinni, þannig að ég sá frá manni til manns. Það sá ég um leið og ég fór í loftið, að þeir síðustu hentu sér flötum um leið og ég smaug fram- hjá. Veðrið hafði breyst fyrir sunnan - kom- in þoka og rigning. Ég hafði samband við flugstjórnina í Reykjavík og var ákveðið að reyna lendingu í Kaldaðarnesi. Það reyndist ókleift vegna þoku og myrkurs og varð ég þá að snúa aftur og fljúga austur að Hellu, en þar var nokkuð bjartara. Bað ég þá að og sýnir það hvílíka ofurtrú hann hafði á þessari vél. Stundum kom fyrir að Björn var nauð- beygður að bíða eftir betra veðri. Það var oft erfítt þegar um líf eða dauða sjúklings var að tefla. Björn lagði oft út í tvísýnu, þegar haft er í huga, að í flugvél hans voru ekki önnur öryggistæki en áttaviti, og talstöð. Margar blaðagreinar og viðtöl birtust við Björn þegar hann flaug Cessnu 180, TF-HIS. Alþýðublaðið 5. nóvember 1954: Björn Pálsson flutti í sjúkraflugvélinni [Cessna 180, TF-HIS,] fyrir nokkrum dögum dauðveika konu austan af Fljótsdalshéraði til Akureyrar. Var veðrið svo slæmt, að varla var flugfært, en konan var svo hætt komin, að naumast var um annað að ræða en fara, þótt teflt væri á tæpasta vað, Konan er hús- freyjan á bænum I itla-Bakka. Hafði hún orð- ið fyrir því slysi að súpa á hættulegum lút. tírenndist konan í hálsi og munni, og hljóp í svo mikil bólga, að hún átti eríitt með andar- drátt. Bjöm var beðinn um að koma sam- stundis, þar sem um líf eða dauða gæti verið að tefla Hann brá við þótt veðrið væri slæmt, og flaug austur. Var mikið dimmviðri, rigning eða þoka, en annars staðar snjókoma. Björn hefur ekki lent við þennan bæ fyrr. Var lend- ingarstaður valinn á eyrum við Jökulsá. Lend- ingarskilyrðin sjálf voru sæmileg, en vegna dimmviðris var eríitt með aðflugið. Tókst þó lending og flugtak vel. Veðurglöggur Svo FURÐU SÆTTI Hugrekki Björns vakti mikla athygli bæði á íslandi og í öðrum löndum. í viðtali við danska blaðið Berlingske Tidende, var Bjöm. eitt sinn spurður um áhættuna sem fylgdi sjúkrafluginu. Slíkt flug er aðeins áhættusamara en ann- að, þegar velja þarf á milli þess að vita mann- eskju deyja eða freista þess að koma til hjálp- ar, þrátt fyrir vonsku veður. Slíkt kemur fyr- ir öðru hverju, og þá tekur maður alltaf sama kostinn - að fljúga. Að sjálfsögðu getur ver- ið hættulegt að fljúga litlum einshreyfils flug- vélum yfir auðnir og og öræfi. En á íslandi getur maður oftast fundið einhvern stað, þar sem hægt er að lenda nokkuð örugglega. Friðrik Einarsson læknir var sá maður sem oftast flaug með Bimi. Friðrik hafði oft orð á því hve vel Björn þekkti landið. Björn þurfti ekki annað en sjá í svip blett af landinu til að vita, hvar hann var staddur. Auk óvenjulegrar þekkingar á landinu, var Björn svo veðurglöggur að furðu sætti. Ein- hveiju sinni vorum við beðnir að sækja sjúkl- ing norður á Hvammstanga. Björn hafði sam- band við flugturn og veðurstofu og fékk sama svar á báðum stöðum: „Því miður það er svo skýjað yfír Norðurlandi, að þú kemst hvergi niður.“ -Samt vildi Björn fara og þegar ég spurði um ástæðuna svaraði hann: „Jú, sjáðu til, í svona vindátt veit ég að fyrir norðan Húnaflóa er skýjarof og niður það ætla ég að fara. “ Og hann vissi hvað hann söng eins og endranær. Þarna var rof og þegar niður um það var komið sást land. Hann gat því lent á flugvellinum sem var alllangt fyrir inn- an Hvammstanga og þangað var kominn bíll með sjúklinginn. Stundum heyrði ég menn gera lítið úr Birni Pálssyni. Þeir sögðu t.d. að diríska hans væri ekki annað en fífldiríska. Þetta var aI- gjör misskilningur. Björn var ekki glanna- fenginn. Hann var þvert á móti hæggerður maður og gætinn, en öruggur og einbeittur og vakti traust allra þeirra sem kynntust honum. Hann lenti aldrei á nýjum stað, án þess að hafa athugað gaumgæfilega allar BJÖRN Pálsson ogLóan. Björn var fæddur 10. janúar 1908 á Ánastöðum í N-Múla- sýslu. Hann stundaði nám við Eiðaskóla og Samvintiuskól- anum. Varð síðan bílstjóri hjá ríkisspítölunum í rúirian ára- tug og vann við húsbyggingar til 1951. Þá tók hann þá ákvörðun að gera áhugamál sitt að lífsstarfi, kominn yfir fertugt, og eftir það helgaði hann sig sjúkrafluginu til dauðadags. Björn hafSi flutt um 3400 sjúka og slasaða þegar hann fórst í flugslysi á hálendinu 1973. sjá um að sjúkrabíll yrði sendur austur frá Selfossi til að taka sjúklinginn. Lendingin á Hellu er einhver sú erfiðasta á mínum flug- manns- ferli. Það var erfitt að koma rétt nið- ur á brautirnar í svörtum sandinum og ég gerði margar atrennur áður en ég komst rétt- ur inn á þá braut sem ég ætiaði að nota. Sjúkrabíllin kom að vörmu spori, en ég gisti á Hellu um nóttina og flaug d&ginn eftir til Reykjavíkur. CESSNA 180/TF-JIIS Árið 1954 eignaðist Björn aðra flugvél, Cessnu 180, TF-HIS. Slysavarnafélagið var meðeigandi enn sem fyrr. Eld-i vélin, TF- LBP, var gefín til Slysavarnadeildanna á Akureyri. Cessna 180, TF-HIS, var keypl í Bandaríkj- unum og kom til lands með Tröl afossi í byrj- un árs. Hún var stærsta vélin sem Björn hafði átt til þessa, tók einn farþega auk sjúkl- ings í körfu. Vélin var í miklu uppáhaldi hjá Birni, hann sagði oftar en einu r.inni, að milli þeirra ríkti sami trúnaður og milli manns og hests. Björn fór ófáar svaðilfarirnar á henni íSJÚKRAFLUGINUer hver mínúta dýrmæt ognmrgir voru þeir orðnir sem áttu Birni Hf að Iauna. aðstæður. Þær voru margar könnunarferðirn- ar sem hann fór um landið í leit að nýjum lendingarstöðum; lagði allt á minnið sem hann sá - og athyglisgáfa hans var frábær. Grænlandsflug Árið 1957 fór Björn í sitt fyrsta Grænlands- flug. Flug þetta þótti glæsilegasta afrek Bjöms á öllum hans flugmannsferli. Það vakti mikla athygli bæði innanlands og utan. Fyrir þessa ferð var Björn sæmdur sérstakri viður- kenningu. í maímánuði bárust þær fregnir, að tvær danskar konur væru í barnsnauð í Grænlend- ingabyggðinni í Scoresbysundi. Mörg hundmð kílómetrar voru til næsta sjúkrahúss. Metra þykkt snjólag var í Scoresbysundi og því var vonlaust fyrir venjulegar flugvélar að lenda þar. Fyrst var leitað til bandaríska liðsins á Keflavíkurflugvelli, en það gat ekki veitt nema takmarkaða aðstoð, þar sem það hafði ekki tiltæka neina flugvél með skíðum. Björn hafði aftur á móti bæði hjól og skíði á Cessnunni TF-HIS og því var leitað til hans. Þetta var áhættuferð í meira lagi þar sem Bjöm flaug á lítilli flugvél með einum hreyfli yfír haf og ís langt norður í byggðir austur Grænlands. Fyrst þurfti hann að sækja sjúkl- ing austur í Álftaver. Strax eftir ferðina aust- ur var hafist handa við að setja skíðabúnaðinn á vélina og um klukkan 15.30 var allt tilbúið. Bjöm lagði af stað frá Reykjavíkurflug- velli. Farþegarýmið aftur í var fyllt af bens- ínbrúsum og -auk þess millilenti Björn á ísafírði og bætti enn bensíni á tankinn. Flug- vélin flaug í 6.500 feta hæð. Mótorinn gekk reglulega, sem betur fer, því hvað hefði gerst, ef hann hefði nú brugðist? Við ísafjörð kom til liðs við Bjöm björgunarflugvél frá Kefla- víkurflugvelli, sem fylgdi honum síðan báðar leiðir án þess að lenda á Grænlandi. í þeirri vél voru flugumferðarstjóri og siglingafræð- ingar og var Björn í stöðugu radíósambandi við þá allan tímann. Eftir nokkurrar stundar flug norður frá Islandi sá Bjöm Grænlandsströnd. Honum var sagt að hann skyldi lenda hjá litlu þorpi við mjög stóran fjörð. Björn hafði ekki ná- kvæmt kort meðferðis, enda var þá ekki til flugkort yfír þessar slóðir. Þrátt fyrir það tókst Iendingin bærilega og brátt dreif að fólk á mörgum hundasleðum. Eftir að Björn hafði tæmt bensínbrúsana á tankinn voru tvær konur og veikt barn borin upp í vélina. Heimferðin gekk vel og eftir tæplega fjög- urra klst. flug lenti Cessna TH-HIS um miðja nótt, í dimmviðri, á Reykjavíkurflugvelli. Þá hafði Björn aðeins eldsneyti til 45 mínútna flugs, sem var langt undir öryggismörkum. Á Reykjavíkurflugvelli voru fyrir sjúkrabíll og læknar ásamt fjölda fólks sem komið var til þess að hylla flughetjuna. Það var af sjúkl- ingunum að segja að önnur konan var lögð inn á Landspítalann hér, þar sem hún fæddi andvana barn morguninn eftir. Hin konan fór með flugvél, ásamt barni sínu til Kaupmanna- hafnar. Björn fékk sérstaka viðurkenningu frá danska ríkinu fyrir sjúkraflug sitt til Græn- lands. Með því sýndi Björn enn einu sinni að hann hikaði ekki við að leggja líf sitt í hættu þegar mikið lá við. Tf-vor Smám saman fóru stjómvöld að gera sér grein fyrir mikilvægi sjúkraflugs á íslandi. Árið 1956 var í fyrsta sinn veitt fjáiTnagn úr ríkissjóði til byggingar sjúkraflugvalla. Ár.ið 1960 urðu onnur tímamót í sögu sjúkraflugs á íslandi. Þá eignaðist Björn sína fyrstu tveggja hreyfla flugvél í samvinnu við Slysavarnafélagið. Hann fór sjálfur til Banda- ríkjanna að festa kaup á vélinni, sem var af Beechraft Twin Bonanzagerð. Björn gerði sér lítið fyrir og flaug sjálfur vélinni til íslands og naut aðstoðar' annars flugstjóra. Flogið var í nokkrum áföngum og tók heimferðin þijá daga. Flugvélin hlaut einkennisstafina TF-VOR. Hún var stærsta vél Björns og Slysavarnafé- lagsins til þessa, tók allt að sex farþega auk flugmanns. Verkefni þessarar vélar var að sjálfsögðu fyrst og fremst sjúkraflug og var hún afkastamesta sjúkraflugvél landsmanna í á annan áratug. Auk þess kom hún að mikl- um notum fyrir flugmálastjórn, landhelgis- gæslu og til leitar að skipum, skipbrotsmönn- um, týndu fólki í óbyggðum og í almennu farþegaflugi. Árin 1963 og 1964 bættust við tvær nýjar vélar í flugvélakost Björns Pálssonar og Slysavarnafélagsins. Báðar voru þær tveggja hreyfla og keyptar frá Englandi. Sú fyrri var af Twin Pioneer gerð og gekk undir nafninu Lóan. Hún tók 14-16 farþega og gat athafn- að sig á stuttum flugbrautum, en í staðinn var hún mjög hægfleyg. Seinni flugvélin var De Havilland Dove, TF-BPD, alltaf kölluð Dúfan. Hún gat flutt tíu farþega. Þótt flugvélin væri komin nokkuð til ára sinna þegar hún var keypt var henni flogið hér í á sjöúnda ár. SJÁ BLS. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.