Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 14
LEIFAR af varnargarðinum sem séra Björn lét hlaða til að koma í veg fyrir landeyðingu. Nágrannarnir nefndu garðinn Ranglát. Ljósm.: Björn Jónsson. MINNISMERKI um séra Björn í Sauðlauksdal, sem sett var upp fyrr á árinu. Ljósm.:Helga Jónasdóttir. ig skilrúm og stíflur, og notaði suma hlut- ana til að taka neysluvatn til þarfa bús og heimilis, aðra til þvotta en í sumum geymdi hann líka lifandi silunga úr hinu fisksæla vatni í dalnum, bæði til skemmt- unar og matar. Þar sem lækurinn féll svo hjá fjárhúsunum var byggt yfír hann af- drep, þar sem hægt var að brynna peningi í hvaða veðri sem var. Lystigarður Ljúfra Kála í Sauðlauksdal var jafnan gestkvæmt, og talsverð umferð. Til að vama því að túnið laskaðist af ágangi hrossa og aðvíf- andi ferðamanna lét prestur grafa djúpa tröð ofan í túnið, sem lá neðan frá vatninu upp að bænum. Tröðin var talsvert mann- virki; fimm faðma breið og hundrað á lengdina. Veggirnir voru að innan hagan- lega hlaðnir með snyddu, og verkið vakti bæði undrun og aðdáun annarra, enda gott dæmi um framtak klerks. Margvísleg önnur dæmi eru um athafna- semi séra Bjöms. Ræktunaráhugi hans leiddi um síðir til þess að hann reisti við hús sitt í Sauðlauksdal sérstakan matjurta- skála, sem Eggert skáld, mágur séra Bjöms, kallaði reyndar í ljóði „lystigarð Ijúfra káia“. í skjóli skálans var gróður- sett sinnepsjurt, sem náði tíu feta hæð, svo blöðin tóku upp á skálaþakið. í skálan- um undi Eggert sér vel, og líkti honum við „sólar ofna“. Það var einmitt þar, sem hann orti sitt þekkta Lysthúskvæði: Undir bláum sólar sali, Sauðlauks- uppi lygnum dali, fólkið hafði af hanagali, hvörs-dags skemmtun bænum á, fagurt galaði fuglinn sá; og af fleiri fugla hjali frygð um sumarstundir, listamaðurinn lengi þarvið undi. Laufa byggja skyldi skála, skemmtilega sniðkaóg mála, í lystigarði Ijúfra kála, lítil skríkja var þar hjá, fagurt galaði fuglinn sá; týrar þá við timbrí rjála, á tóla smíða fundi, listamaðurínn lengi þarvið undi. Má vera að þeir frændur hafi á góðri stundu setið undir skuggsælum blöðum hinnar miklu jurtar, tekið út eitt og eitt staup af brennivíni til að gleðja hold og anda og hressa „dofna. krafta“; og haft litla löngun til að sofna frá þvflíkum lysti- semdum. A.m.k endar svo Lysthúskvæði Eggerts: Vín á milli mustarðs stofna, manninn hressti krafta - dofna, margur söng við sólar ofna, og sendi tóninn greinum frá; fagurt galaði fuglinn sá; lyst var engi segg að sofna, sorgin burtu hrundi, listamaðurinn lengi þarvið undi. Eggert Ólafsson dvaldi raunar langdvöl- um hjá mági sínum og systur, mest fjögur ár samfleytt, og það var frá þeim sem hann lagði með brúði sína í helförina yfír Breiðafjörð. Prestshjónunum var hann ein- stakur aufúsugestur, og gerðu allt til að halda hann sem best. Atlæti sínu lýsir Eggert dável í bréfí til Jóns Grunnvíkings frá 1761: „Eg hefí hjer miklu betri heilsu en þar ytra, beztu rólegheit og náðir til að stúdera, stofu nýja, vel bygða, út af fyrir mig, með kakalóni, bóka- og klæða- skáp, og öðru hagræði, barometro, thermo- metro, úri, sólskífu ... Eg umgengst hér daglega mína öldruðu foreldra til sam- eiginlegs yndis og held dúk og disk hjá mági mínum og systur ... Hvað diæta við- víkur, hefí ég kost sem utanlands, og betri...“ Mennta- Og Fræðasetur Sauðlauksdalur var eitt mesta mennta- og fræðasetur á landinu um preststíð séra Björns. Hróður þess barst vítt um lönd, einsog Jón Eiríksson, konferensráð, ritaði í formála sínum að einu rita séra Bjöms. En fleiri lögðu í búið en þeir mágar tveir. Tveir bræður aðrir úr systkinahópnum í Svefneyjum voru langdvölum í Sauð- lauksdal, báðir gagnmenntaðir og sjóðfróð- ir. Það voru þeir Jón Ólafsson (Hypnone- nius), sem kallaður var íslendingurinn lærði, og Magnús Ólafsson, vísilögmaður. Eftir drukknun Eggerts bjó Magnús ein sex ár í Sauðlauksdal, og allir hafa bræð- umir að líkindum aukið hið ágæta bóka- safn prestsins. A heimilinu eyddi líka ævi- kvöldi sínu Sigríður Jónsdóttir, móðir klerks, sem Eggert taldi fróðustu og minn- ugustu konu sem þá var uppi í landinu, einsog fyrr er sagt. Þar vom jafnframt foreldrar Svefneyjarsystkinanna á efri árum sínum, og ekki hefur ættfaðirinn, Ólafur Gunnlaugsson, orðið til að spilla áhuga heimilisfólks á fræðaiðkun, enda mikill áhugamaður og safnari um þjóðleg- an fróðleik, auk þess sem hann var lista- smiður og bjó meðal annars til frægt hnatt- líkan. Ljóst er að þessi samstæði hópur bráð- gáfaðra og vel menntaðra einstaklingá hefur skapað fijóan jarðveg fyrir nýjar hugmyndir og nýja strauma utan úr lönd- um. Ekki er að efa, að þeir Eggert og séra Björn hafa örvað hvor annan til dáða jafnt á sviðum fræða og framkvæmda, enda báðir upplýsingamenn og furðu vel að sér í hræringum vísinda og framfara úti í Evrópu. „Mátti þá segja, að setinn væri Sauðlauksdalur, er þeir mágar voru þar samtíða í fullu fjöri, “ skrifaði Hannes Þorsteinson í Skírni, 1924. Um tilraunir sínar í garðyrkjumálum og landbúnaði ritaði Björn á dönsku kver- ið Korte Beretninger, sem fyrr er getið, og var um síðir gefíð út sem ritlingur í Kaupmannahöfn 1765. Inn í það þættaði hann furðudjúpan fróðleik sinn um verk erlendra manna á sama sviði, einsog góðra vísindamanna er háttur. Þessi skrif hans sýna glöggt, hversu alvarlega hann tók ræktunarmálin, og hve afburða vel hann fylgdist með þróun ræktunarvísinda í Evr- ópu. Raunar gegnir furðu, hversu yfir- gripsmikil þekking þessa íslenska sveita- prests var á reynslu og ritum annarra þjóða í þessum efnum, og raunar öllum vísindum sem þá voru í þróun í álfunni. Fyrstur íslenskra manna hlaut séra Björn í Sauðlauksdal konunglega viður- kenningu fyrir framkvæmdir í landbúnaði, og mun þar ekki síst hafa notið atbeina skólabróður síns og mágs, Eggerts Ólafs- sonar. í maí 1765 sendi stiftamtmaður prófasti konunglegan verðlaunapening úr silfri er konungur sæmdi hann fyrir starf- semi hans og lauk í bréfí miklu lofsorði á starf hans að jarðræktarmálum. Löngu síðar, árið 1781, fékk Bjöm síðan sérstaka viðurkenningu frá danska landbúnaðarfé- laginu. Eftir miðja 18. öldina hófst að frum- kvæði danskra stjómvalda átak til endur- reisnar íslensku atvinnulífí. Sendir voru rannsóknarleiðangrar út til íslands og sett- ar á stofn nefndir til að gera tillögur til úrbóta. í annálum séra Bjöms fyrir árið 1751 er þessum nýjungum lýst sem „kóngsins gæsku að hefja ísland úr duft- inu“. Frægasta tilraunin í þessa vem voru vitaskuld Innréttingarnar undir forystu Skúla Magnússonar. Markmiðið var að ijúfa þá stöðnun sem var í íslensku þjóð- lífí og bæta efnahag landsmanna. Eggert Ólafsson bar saman nútímann og glæsta fornöldina og taldi öllu hafa hnignað, nema stjómarfarinu, enda var hann, líkt og séra Björn, einlægur aðdáandi einveldis Dana- konungs. Einsog fyrr segir, var það á heimili séra Bjöms heima í Sauðlauksdal, og raunar undir áhrifum frá honum, sem Eggert orti hinn fræga Búnaðarbálk veturinn 1761-1762. Búnaðarbálki var ætlað að kenna bændum ný viðhorf og vinnulag og fýrirmyndin var augljóslega framfarastarf séra Bjöms og heimilishættir í Sauðlauksd- al. í Búnaðarbálki Eggerts eru landsmenn kallaðir „fárátt lið“ og í bréfí frá þeim tíma talar Eggert um að líf þjóðarinnar sé að „ trénast “ í „ómennskulegum, ólund- arfullum, önuglegum og ætíð syndsamleg- um og ófrægum doða “. í frægu latínu- bréfi Eggerts til Bjöms í tilefni af útgáfu Búnaðarbálks, hrósar hann svo Birni fyrir að hafa „látið skaðlega hleypidóma lands- manna okkar víkja fyrir nytsamlegum fornaldarfræðum; hefur þetta sýnt sig í því, að þú hefur komið á skipun á þína heimilisháttu og endurbætt þá, bæði að siðum og vinnubrögðum og sýslunum.“ Upplýsingamenn Bæði Eggert og séra Björn verða að teljast í fremstu röð upplýsingarmanna 18. aldarinnar. Markmið þeirra var að reka burt doðann í íslensku þjóðlífí með fræðslu og upplýsingu, ekki síður en umbótum í atvinnulífi. I þessum tilgangi ritaði Bjöm vinsælustu og þekktustu bók sína, Atla, sem kom út á kostnað dönsku stjórnarinn- ar árið 1780 og var dreift ókeypis til bænda. Bókin hlaut frábærar viðtökur og að fáum ámm liðnum kom önnur útgáfa og síðan þriðja útgáfa 1836. Bókin er í formi samtals á milli ungs bónda, Atla, og séra Bjöms sem gefur honum góð ráð um hvaðeina sem varðar búskap og rekst- ur heimilis. Bókinni er ætlað að styrkja Atla „móti röngum meiningum annarra manna" og „þeirra hleypidóma sem maður er alinn upp við“. í ritinu er víða drepið við. Atli er frædd- ur um tilskipanir konungs um nýbýlagerð, þúfnasléttun, garðhleðslur og fleira sem konungur af hans náð hefur gert Atla og öðrum bændum til hagsbóta. Meðferð hús- dýra, heyskapur og matjurtagarðar fá sinn skerf, en einnig er fjallað um uppeldi barna og veðurfar, jafnvel ágæti bijóstamjólkur — og er þá fátt eitt nefnt. Þremur ámm eftir útgáfu Atla kom á prent önnur bók séra Bjöms, Grasnytjar. Líkt og Atli voru Grasnytjar gefnar út af dönsku stjóminni og dreift ókeypis til bænda. Án efa var sú gæska konungs mnnin undan rifjum Jóns konferensráðs Eiríkssonar, eins af æðstu embættismönn- um Danaveldis; hjálparhellu íslands, sem allt þar til hann steypti sér til hinstu hvíld- ar í síki Kaupinhafnar sat sig aldrei úr færi með að hjálpa sínu gamla landi. En Jón konferensráð var gamall skólabróðir Bjöms og útgáfa hans á Deo, Regi, Patr- iae þeirra Páls Vídalíns og Sveins Pálsson- ar varð kveikjan að þvi að prófasturinn í Sauðlauksdal réðst í samningu Grasnytja. Bókin var mikil nýjung á sínum tíma enda hin fyrsta sem fmmsamin var um íslensk- ar plöntur þar sem alþýðleg nöfn eru heim- færð upp á íslenskar jurtategundir, og jafnframt veitt af lindum innlendrar reynslu af eiginleikum þeirra og notkun. Bókin er ekki grasafræði í hefðbundnum skilningi; miklu fremur handbók um notk- un jurta til matar og lækninga. Á titilsíðu er sérstaklega tekið fram að bókin sé „handa fáfróðum búendum og griðmönn- um á íslandi“. Bjöm var þá þegar þekktur orðinn fyrir frumkvæði sitt og áhuga á jarðeplum, og til gamans má geta þess, að í Grasnytjum fitjar hann upp á nýjum h I I 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.