Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 23
ENGJARÓS - uppdráttur Sigríðar, sem ein systra hennar skatteraði í sessu. AÐ LOKUM Sigríðar hefur jafnan verið minnst sem eins af fyrstu náttúruvemdarsinnum á ís- landi vegna baráttu hennar fyrir Gullfossi. Sveitungar Rennar, sem og aðrir lands- menn, kunnu að meta ást hennar á fossin- um og á sjötugsafmæli hennar færðu þeir henni málverk af Gullfossi að gjöf. Ekki líkaði Sigríði myndin en hún henti henni í Hvítá. Sigríður lést á Sólvangi í Hafnar- firði hinn 17. nóvember 1957 eftir stutta legu. Hún hafði einungis dvalið þar í mán- uð er hún fékk inflúensu sem leiddi hana til dauða. Hún var jörðuð hjá foreldrum sínum og systkinum í kirkjugarðinum í Haukadal. Sem fyrr segir var reistur minnisvarði um Sigríði hjá Gullfossi árið 1978 og var það gert að tilhlutan Menntamálaráðuneyt- isins, Árnesingafélagsins og Sambandi sunnlenskra kvenna. Á minnisvarðanum er vangamynd af Sigríði eftir Ríkharð Jóns- son. Ríkharður hafði komið til Brattholts, ásamt Þorsteini bónda á Vatnsleysu, í þeim tilgangi að teikna Sigríði. Eftir að Ríkharð- ur hafði lokið við myndina skrapp hann frá og þegar hann kom til baka var myndin horfin. Hann spurði Sigríði hvar hún væri og fékk það svar að það yrði ekki auðsótt sinni fyrir. Hún stjórnaði að mestu á bak við tjöldin og beitti áhrifum sínum án þess að vera sýnileg. Þó að barátta Sigríðar fyrir Gullfossi hafi tapast í réttarsalnum vannst hún út- ávið. Sigríður opnaði augu almennings fyr- ir gildi Gullfoss og þar með annarra dýr- mætra perla í islenskri náttúru. Það verður seint ofmetið og hennar verður því minnst um ókomna tíð sem vemdara Gullfoss og fyrsta náttúruvemdarsinna á íslandi. Höfundur er með BA próf í sagnfræði. Helstu heimildir: Gils Guðmundsson: Væringinn mikli. Rvík 1990. Guðríður Þórarinsdóttir: „Sigríður í Brattholti". Inn til fjalla. Rvík 1953. Hannes Þorsteinsson: Endurminningar. Rvik 1962. Héraðsskjalasafn Árriesinga: „Jóhann Kr. Ólafs- son” Nokkur greinagerö um ábúendur i Biskupst- ungnahreppi i sambandi viö manntaliö 1901. Óútg. Skjöl frá Sýslumanni Árnessýslu. Skjöl úr Héraðsskjal3safni Árnesinga. Skjöl úr Þjóðskjalasafni íslands. Sýslumaður Árnessýslu: DómsmálabækurÁrnes- sýslu 1915-1918. og Gestaréttur Árnessýslu 1918. Óútg. Viötal viö Eirik Tómasson, Miðdalskoti, Laugar- dal. f. 1921. Þjóðskjalasafn íslands: Manntal Árnessýslu 1930 og Skjöl landsyfirréttar 1918. Óútg. jakaburður. Um klukkan 19 var Ingvar bóndi í Laugardalshólum staddur útivið er hann sá hvar kona var á leið að Hólavaði sem er fyrir neðan bæinn. Ingvar hljóp fram á bæjarhólinn og kallaði til hennar að áin væri ófær. Taldi hann að heyrst hefði til sín þar sem farið var að lygna. Konan skeytti ekki um aðvöran hans og óð hiklaust út í uns vatnið náði henni í mitti. í miðri ánni stefndi jaki beint á hana en hún stjakaði honum til hliðar með hend- inni og komst klakklaust yfir. Sigríður kom ekki við á næstu bæjum heldur hélt rakleið- is áfram að Brekku en þangað er fullur tveggja tíma gangur. Má geta nærri hversu erfið gangan hefur verið þar sem pilsin vora blaut. Barátta hennar fyrir fossinum tók á sig ævintýrablæ og varð hún vel þekkt vegna þessa. Almenningur dáðist að átthagaást og áræði sveitakonunnar og m.a. gekkst Þorsteinn Erlingsson skáld fyrir því að Sigríði var boðið til Reykjavíkur til tíma- bundinnar dvalar. Þorsteinn hugði að Sig- ríður gæti nýtt tímann til fræðslu og skemmtunar og ætlaði hann að leiðbeina henni eftir föngum. Sigríður dvaldi aðeins stuttan tíma í Reykjavík en hún var þá komin á fimmtugsaldur og hafði engan hug til náms. Konur í höfuðstaðnum höfðu þá slegið saman í gjöf handa Sigríði og fært henni peysuföt. Eiríkur Tómasson í Miðdal- skoti, frændi Sigríðar, telur að það hafi gert útslagið að Sigríður dvaldi ekki lengur í Reykjavík en raun varð á. Sigríður var þannig skapi farin, að hún leit á þetta sem ölmusu og það átti ekki við hana. Hún gekk aldrei í þessum peysufötum svo hann vissi til. Sigríður virðist hafa verið reiðubúin til að leggja allt í sölumar til að varðveita Gullfoss ef marka má frásagnir um að hún hafi heitið því að kasta sér í fossinn þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin vegna virkj- unarframkvæmda. Á það heit reyndi þó aldrei og er Gullfoss enn á sínum stað. Árið 1928 hætti leigugjald að berast fyrir fossinn og gekk leigusamningurinn því til baka. TEIKNING Sigríðar af íslenzkum fálka. sem eldurinn geymdi. Sigríði hafði ekki líkað teikningin en hún var sjálf listhneigð eins og fyrr er getið. Ríkharður teiknaði aðra mynd af Sigríði eftir minni er hann var farinn frá Brattholti. Það er sú mynd sem er á minnisvarðanum en hún þykir ekki mjög lík Sigríði, heldur er einungis sterkur svipur. Sigríður leit á sig sem jafningja karla, gekk í sömu störf og þeir, gerði sömu kröf- ur til sín og þeirra og taldi sig þafa sama rétt til að segja skoðanir sínar. í stað þess að feta í fótspor formæðra sinna, gekk hún fáfarinn stíg sjálfstæðis og kjarks. Það má segja um Sigríði eins og svo ótal margar konur, að afrek hennar era hvergi skjalfest. Hennar er fyrst og fremst getið vegna Gullfossmálaferlanna þó að í dómsskjölum komi nafn hennar aðeins einu ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR Ferðaljóð Og hús er ekki bara hús en líka þessi jökull nýrisinn af landinu klæddur morgunskrúða, ljómar allur og glóir og teygir úr sér, teygir sig til himins. Svo leggur jökullinn af stað, skríður innum gluggann, mjakar sér uppí koju, rennir sér ofan í pokann, kúrir sig uppað mér og hvíslar: Farðu á fætur, því fegurðin er vöknuð. Þetta hús er ekkert venjulegt hús, á kvöldvökunni hreytist fólk í álfa og hulda vætti, syngjandi stjörnur sem leiðast út í móa. Og veistu, það liggur jökull á vesturloftinu, álfakirkjan trónir í baðstofunni, goðalandið byltir sér í eldhúsinu og krossáin flæðir milli þilja. En í anddyrinu er leiðin til fjalla, leiðin til fegurðarinnar. Og ég ferðast uppá fjöllin og fjöllin ferðast um mig, útsýnið fer inní mig, hverfur aldrei og þegar ég kemst ekki neitt hverf ég hingað og skoða allt útsýnið, útsýnið inní mér. Þannig gerir fegurðin sér hreiður. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Ljóðið er ort í tilefni 40 ára afmælis Skagfjörðsskála, það er hús Ferðafélags (slands í Þórsmörk. PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON Hvarf Haust Hvorki sakna ég laufs Bláan ber skugga yfír túnið né fuglasöngs þótt hvoru tveggja sé til yndis. Fuglar hópa sig saman. Mér hverfa þau sumrin Hann er ljósblár, - skugginn. eitt af öðru en þau fara aldrei langt. Þeir blaka vængjum, fuglarnir hefja sig til flugs og stefna til suðurs. Hann er Ijósblár, - skugginn og svalur. Óður til Hrím víðáttunnar Húmið leggst eins og silki Ég vildi vera svanur á greinar tijánna á flugi upp til fjalla á sölnað gras garðanna hvítum vængjum þaninn og gráar götur borgarinnar. áhyggjulaus og ungur með víðátturnar einar Að engu fer hann sér óðslega sem minn heim kötturinn svarti í mánaskini. - minn heim, öllum öðrum hulinn renna niður á hyldjúp vötn Hvers væntir sín fugl á grein? teyga bláma þeirra syngja lífinu óð lífmu einu að enginn mætti heyra nema fjöllin blá nema vötnin blá nema víðáttur fjalla og vatna. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21, DESEMBER 1994 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.