Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 33
JÓHANNES Kjarval: Jónas Hallgrímsson. Myndin er í eigu Sólveigar Einarsdóttur.
áþekkur skuggablómi, er Ijóssins leitar,
- leggurinn veldur naumast eigin þunga -
fómandi höndum þína geisla eg grip.
Sonnettur Jóhanns eru ortar undir ítalska
sónhættinum (oft nefndur Petrarca-háttur)
og eins sú, sem til er eftir hann á dönsku:
„En Sonnett fra Landevejen", sem ekki er
af lakara taginu heldur með þeim betri í
danska sonnettusveignum.
VI
En það skáld, einsog mönnum er kunn-
ugt, sem fyrst á fyrri hluta þessarar aldar
hefur hið fagra ljóðform sonnettunnar són-
háttinn til vegs og virðingar í Bragatúni
íslenzks kveðskapar, er Jakob Jóhannesson
Smári (1889-1972). Hann verður fyrsta
afgerandi sonnettuskáldið á íslandi og leik-
ur sér og fer vel með öll tilbrigði sónháttar-
ins, bæði hins ítalska og hins enska, en er
samt persónulegur. Háttur Petrarca sem
og háttur Shakespeares verður að íþrótt
og fögrum leik í höndum hans - ósvikinni
list - og innihaldið af margvíslegum toga
tilfinninga og lífsreynslu. Eitt af afrekum
hans sem sonnettuskálds er „Sonnettu-
sveigur" hans „til íslands“. Flokkur af 15
sonnettum sem þannig eru að formi til að
niðurlagslína fyrstu sonnettu verður upp-
hafslína hinnar næstu og koll af kolli, og
fyrsta lína fyrstu sonnettu gerð að síðustu
línu fjórtándu sonnettu, en fimmtánda son-
netta er aftur mynduð af upphafslínum allra
hinna í réttri röð. (Sjá það sem Hannes
Pétursson skáld segir um þetta í riti sínu
„Bókmenntir", bls. 96.)
Árið 1936 skrifar Halldór Laxness stutt-
an en snjallan ritdóm „Ljóð Jakobs Smára
- handan storms og strauma", sem kom
út sama ár. Umfjöllun þessari á ljóðum
Jakobs lýkur með þessum eftirminnilegu
orðum Halldórs:
„ ... en loksins hittir maður nútímaskáld
íslenzkt sem nennir að vinna, nennir að
ríma án þess að láta málið yrkja fyrir
sig, kann að heyja sér orðaforða, og það
sem er enn meira um vert, hefur þolin-
mæði til að leita hins rétta orðs uns hann
hefur fundið það, fellir mál sitt saman
af óþreytandi natni, atkvæði fyrir at-
kvæði, í vandmeðfömum háttum einsog
t.d. sonnettunni, uns lítið kvæði stendur
fyrir sig sem lifandi heild, fullmótað og
í jafnvægi."
Jakob Jóh. Smári var afkastamesta sonn-
ettuskáldið á fyrri helming þessarar aldar
hérlendis, og sá sem gat sér bezt orð og
varanlegast á því sviði. Og áhrifa hans sem
sonnettuskálds gætti víða og átti bersýni-
lega umtalsverðan þátt í því að þeim fjölg-
aði góðskáldunum sem löðuðust að sónhætt-
inum og hófu að bera það við, eftir atvik-
um, að kveða undir honum. Allar eru sonn-
ettur hans vel gerðar, en að sjálfsögðu
misjafnlega risháar, engin samt léleg, en
flestar þeirra hreinasta afbragð.
VII
Sú sonnetta Jakobs sem alþýða manna
kannast einna bezt við er Þingvallasonnetta
hans:
ÞINGVELLIR
Sólskinið titrar hægt um hamra og gjár,
en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu.
Himinninn breiðir faðm jafn-fagurblár
sem fyrst er menn um þessa velli tróðu.
Og hingað mændu eitt sinn allra þrár,
ótti og von á þessum steinum glóðu;
og þetta berg var einsog ólgusjár, -
þar allir landsins straumar saman flóðu.
Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár
geymist hér, þar sem heilög véin stóðu, -
höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár,
sem tími og dauði í sama köstinn hlóðu.
Nú heyri ég minnar þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufí á sumarkvöldi hljóðu.
Kalt væri það hjarta sem ekki fyndi titr-
ing fara um taugar sínar og blóð sitt renna
örar við lestur þessa innihaldsríka og
gullfagra ljóðs í sónhætti. Okkur rennur
blóðið til skyldunnar. Örlög íslenzku þjóðar-
innar - góð og ill - í þúsund ár, eru hin
þunga undiralda þessa ljóðs í viðkvæmum
og vandmeðförnum sónhættinum, þar sem
ekkert má vera of né van. Og er það held-
ur ekki; allt frá fyrstu ljóðlínu til þeirrar
síðustu er hvert orð á sínum rétta stað og
viðeigandi. Allt fellur sem í ljúfa löð. Hver
vala, hver steinn í hleðslu háttarins er það
haganlega lagður, handbragðið fullkomið.
Og við okkur blasir listasmíð, hnökralaus,
góður skáldskapur mikils og skapandi lista-
manns.
VIII
í fyrstu ferhendu sonnettunnar er tjaldið
dregið frá sviðinu. í sólarblíðunni og titr-
andi tíbránni birtist okkur sviðið: Hamrarn-
ir, gjárnar, vatnið og fjöllin handan þess í
móðu fjarskans. Allt er þetta mikilfengleg
umgjörð, sem lykur um vellina og yfir þess-
um mikilleik hvelfist himinninn heiður og
blár, rétt einsog forðum daga, fyrir þúsund
árum er menn fyrst tróðu velli þessa og
börðu þá og umhverfi þeirra augum. Og
upp af spjöldum sögunnar taka atburðirnir
að rísa einsog við sjáum í annarri ferhend-
unni og í þeirri þriðju verður risið hæst og
brotnar einsog öldufaldur og hrannast yfír
okkur í flóði sögulegra minninga, sem við
eigum um þennan helga stað: Göfgina og
grimmdina, þrekið og sárin, stolt höfðingj-
ans, tár tötraþrælsins, sem tíminn og dauð-
inn hleður í einn og sama köstinn. Og tjald-
ið fellur um leið og skáldið gefur til kynna,
í tveim síðustu vísuorðunum (afbrigði enska
sónháttarins) einsog til að undirstrika sögu-
legt mikilvægi Þingvalla, að það hlusti á
nið aldanna og finni fyrir honum einsog þyt
í laufi á hljóðu sumarkvöldi.
IX
Upp úr 1930, eftir röskan þriðjung þess-
arar aldar, fer þeim fjölgandi góðskáldun-
um, sem eiga ljóðperlur á stangli undir
sónhættinum og fjölgar talsvert eftir miðja
öldina, og nú er svo komið að sumt með
því betra, í sumum tilfellum með því bezta,
sem blómstrað hefur í Bragatúni á síðari
tímum, er ort undir sónhætti, jöfnum þeim
ítalska og upprunalega og þeim enska (og
þá oftast því afbrigði hans sem kennt er
við Shakespeare).
Nokkur vandi er undirrituðum á höndum
að nefna tiöfn í þessu sambandi. Hætt er
við að eftir sumum verði ekki munað, og
þá að sjálfsögðu óviljandi, og of lítið gert
úr öðrum sem betra ættu skilið. Ekki verð-
ur þó komizt hjá því að geta nokkurra og
reynt eftir megni að forðast mannjöfnuð.
Þegar hefur verið drepið á 5 sonnettuhöf-
unda. Þar var að sjálfsögðu fyrst nefndur
Jónas Hailgrímsson, sem orti fyrstu ís-
lenzku sonnettuna, þá hjartfólgnustu og
hugljúfustu í huga okkar íslendinga.
X
Meðal þeirra seinni tíma skálda, sem eiga
ljóðperlur undir sónhætti eru: Davíð Stef-
ánsson, f. 1895 („Kvæðið um fuglana",
þ.e. II. kafli þess); Jón Magnússon, f. 1896
(„Ljóð átthagans"); Jón Helgason, f. 1899
(„í vorþeynum“); Tómas Guðmundsson, f.
1901 („Japanskt ljóð“); Halldór Laxness,
f. 1902 („Þótt form þín hjúpi graflín“);
Þóroddur Guðmundsson, f. 1904 („Lífgjaf-
inn“); Snorri Hjartarson, f. 1906 („Haustið
er komið“); Pétur Beinteinsson, f. 1906
(„Sonetta"); Steinn Steinarr, f. 1908 („Co-
losseum“); Vilhjálmur frá Skáholti, f. 1910
(,,Bæn“); Ólafur Jóh. Sigurðsson, f. 1918
(„Um kvöld“); Matthías Johannessen, f.
1930 („Úr vori úr vetri“); Hannes Péturs-
son, f. 1931 („Guðinn Janus“); Þorgeir
Þorgeirson, f. 1933 („Tileinkun"); Kristján
Árnason, f. 1934 („Hellislíf"); Hjörtur Páls-
son, f. 1941 („Belfast"); - o.fl..
Allir eiga þessir höfundar fleiri en eina
og fleiri en tvær sonnettur og sumir mun
fleiri. - Listinn er ekki tæmandi og nokkuð
handahófskennt valið á sonnettunum, sem
innan sviga eru nefndar til sögunnar. Þær
eru fremur nefndar sem dæmi en þær þurfi
endilega að vera þær beztu frá hendi höf-
unda í sonnettugerð.
Og enn lifir í gömlum glæðum að því
er sonnettukveðskapinn varðar, lifír og log-
ar glatt í sumum tilvikum, einkum og sér
á parti hvað sonnettuþýðingum viðkemur.
Þar hefur verið vel að verki staðið. Allir
kannast við snilldarþýðingar Helga Hálf-
danarsonar (f. 1912) á ýmsum öndvegisrit-
um heimsbókmenntanna og þ.á.m. son-
nettuþýðingar hans úr ýmsum málum og
nú ekki fyrir mörjgum misserum (1989)
þýðingar Daníels Agústs Daníelssonar (f.
1902) á „Sonnettum" Shakespeares. Verður
með engu móti skilist svo við grein þessa
!
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 33