Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 39

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 39
KROSSFARAR stíga á skipsfjöl. Myndlýsing úr handriti frá 14. öld. Kristnir gegn kristnum í fjórðu krossferðinni vita af þessari ákvörðunartöku aðals- manna í Champagnehéraði. Innocent páfi III. (1198-1216) tók vel í þessa ákvörðun því hann hafði líka beitt sér fyrir nýrri krossferð árið sem hann tók við og var það takmark hans að stofna sameiginlegt páfaríki beggja megin hafs- ins. Herskráningin gekk vel og var hún í meginatriðum bundin við aðalsmenn eins og áður sagði sem tekið höfðu við krossin- um. Hins vegar segir sagnfræðingurinn, Steve Runciman, að margir af þessum barónum sem svarið höfðu krossinum eið hefðu ekki bara gert það af hreinni trúar- rækni eða guðlegum eldmóði, heldur frek- ar gert það í þeirri von að eignast léns- svæði og til að forðast yfírráð Filipusar Ágústs II., Frakklandskonungs. Greifínn, Tibald af Champagne, var umsvifalaust gerður að leiðtoga krossferð- arinnar. Það voru margir aðrir sem fylgdu fordæmi Tibalds greifa m.a. ýmsir aðals- menn frá Norður-Ítalíu sem leiddir voru af Markgreifanum af Montferrat, en þátt- taka hans í herleiðangrinum vakti strax grunsemdir Innocents páfa III. vegna þess að aðalsmenn af Montferrat ættinni voru hliðhollir „Hohenstaufen keisaraættinni" en keisarar af þeirri ætt ríktu yfír Þýska- landi og Heilaga rómverska ríkinu, frá 1138-1254 og Sikiley frá 1194-1268. Þetta voru keisarar á borð við Konráð III. og IV., Friðrik I. og II. Skipulagning fjórðu krossferðarinnar gekk ekki fljótt fyrir sig. Ýmis vandkvæði komu upp. Herflutningarnir voru megin vandamálið. Krossfara vantaði skip til að flytja herinn austur um haf. Vegna hnignunar býsanska keisaraveldisins var landleiðin um Balkanskagann ekki trygg. Næst var það spurningin um heraðgerð- ir. Ríkharður ljónshjarta hafði m.a. lagt til þegar hann yfirgaf Jerúsalem í þriðju krossferðinni að Egyptaland ætti að vera tekið herskildi því þar væru höfuðstöðvar múslima. Að lokum var á það fallist að takmark krossferðarinnar skyldi vera fyrst og fremst að ná Egyptalandi undir sig. egar við heyrum minnst á „krossferðirnar“ sjáum við eflaust fyrir okkur glæsilega riddara sem eru brynjaðir upp fyrir haus vera að verja hina vestrænu kirkju fyrir ágangi múslima í Austurveg. Gamlar Hollywoodmyndir hafa líka Krossferðirnar voru farnar til að frelsa hina helgu borg Jerúsalem undan yfirráðum múslima. Til þess var einnig stofnað til Qórðu krossferðarinnar skömmu eftir aldamótin 1200. Hún snerist hinsvegar uppí árás á Konstantínópel þar sem hinir kristnu krossferðarriddarar börðu á trúbræðrum sínum. Eftir CHRISTOF WEHMEIER sýnt okkur þessa glæsiímynd af hugprúð- um krossriddurum. Krossriddarar þessir áttu að vera miklir drengskapar menn. Þeir voru verjendur kristninnar, þeir voru heilagir stríðsmenn hins vestræna heims. Og enn þann dag í dag eru kvikmyndagerð- armenn heillaðir af þessari glæsiímynd krossfara. Tvær stórstjörnur Hollywood ætla sér að gera mynd um krossferðirnar. Austurríska vöðvafjallið, Arnold Schwarz- enegger langar til þess að gera myndina „Crusade" sem á að vera í leikstjórn hins hollenska Paul Verhoeven. Myndin á að kosta um 120 milljónir dali. Auk þess er leikarinn Kevin Costner að þróa sína krossfaramynd. Þjóðverjar og Englending- ar hafa þegar gert sína krossfaraútgáfu. Sú útgáfa er hins vegar af allt öðru sauða- húsi. Myndin heitir að vísu á frummálinu „Die Kreuzritter“ (Krossriddararnir) en hún fjallar ekki um heilagan herleiðangur til Palestínu heldur liggur leiðin um him- inngeiminn. Myndin greinir frá geimskipi sem lendir í Mið-Englandi á 13. öld. Kross- farar nokkrir halda að hér sé um hreina himnasendingu að ræða, einhvers konar nýtt vopn sem hinir kristnu riddarar geti beitt í baráttunni gegn múslimum. Geim- verurnar vilja nú meina annað. Þær taka hina brynjuðu riddara með sér í baráttuna við óvættir á fjarlægri plánetu. Hér er ekki um neina alvörugefna krossfaramynd að ræða, heldur ræður gamansemin ferð- inni. En ef við snúum okkur að fyllstu alvöru að umræðunni um „krossferðirnar" að þá má geta þess að þær voru alls átta að tölu. Krossferðir þessar voru farnar til að endurheimta Palestínu, „Landið helga“, úr höndum múslima með misjöfnum árangri þó. Fyrsta krossferðin var farin 1096 og síðasta krossferðin var farin árið 1270. Fjórða krossferðin þótti skera sig verulega úr, því hér var ekki um herferð að ræða gegn múslimum, heldur voru það kristnir menn sem börðust á banaspjótum. Þetta var krossferð gegn kristnum. Við skulum forvitnast um þessa kristnu her- ferð sem afsannaði glæsiímynd krossfara. KEVIN Costner ætlar sér að gera magnaða krossfaramynd á næstunni. TlLDRÖG FJÓRÐU KROSS- FERÐARINNAR Það var í nóvember 1199 sem greifinn Tibald af Champagne bauð nokkrum vin- um sínum og nágrönnum að horfa á burt- reiðar fyrir utan kastala sinn. Þegar þær voru á enda barst talið að nýrri krossferð. Greifinn lagði mikla áherslu á að kross- ferð yrði farin á ný. Til að leggja enn frek- ari áherslu á þessa hugmynd sína, kallaði hann til farandprestinn Fulk af Neuilly, sem þegar gaf sig á tal við gestina. Gest- irnir hrifust svo af málsnilld hans að allir sem einn sór eið að krossinum. Sendiboði var síðan sendur til að láta páfann í Róm Samningaviðræður Við Feneyinga ÁRIÐ 1201 Og BAKTJALDAMAKK Áður en Tibald af Champagne lést skyndilega skyndilega í mars 1201, sendi hann fulltrúa sinn, Geoffrey Villehardouin (en hann ritaði annál fjórðu krossferðar- innar), til viðræðna við Feneyinga í byijun ársins 1201. Feneyjar voru á þessum tíma mikið og öflugt siglingaveldi og þess vegna leituðu krossfarar þangað, Samkomulag tókst við Feneyinga og var sáttmáli undirritaður í apríl sama ár. Fe- neyingar féllust á að smíða flutningafleyt- ur til að flytja 4.500 hesta, 9.000 skjald- sveina og annað þjónustufólk, 4.500 ridd- ara og 20.000 fótgönguliða. Þar að auki myndu þeir útvega vistir og hestafóður til níu mánaða. Fyrir þessa þjónustu áttu krossfarar að borga 85.000 silfurmörk. Til viðbótar myndu Feneyingar útvega 50 vopnaðar fylgdargalleiður gegn því að fá helming allra áunna landsvæða. Páfinn, Innocent III., veitti samþykki sitt við sátt- málann en hann bar ekki fullt traust til Feneyinga þar sem þeir voru álitnir slugn- ir kaupsýslumenn. Nokkrum krossförum fannst líka eitthvað grunsamlegt við sátt- málann og þess vegna urðu þeir sér sjálf- ir út um flutningafleytur og sigldu beint frá Marseille í Suður-Frakklandi til Sýr- lands. Auk þess voru líka aðrir hógværir krossfarar sem ekki voru ánægðir með hernaðaráætlunina um að ráðast á Egypta- land, því þeir höfðu skráð sig til að frelsa „Landið helga“ í Palestínu og skildu ekki tilganginn með því að gera innrás annars- staðar. Þess má geta að meðan Feneyingar voru að semja við krossfara um sjóflutn- inginn til Egyptalands, voru þeirra eigin sendimenn að gera viðskiptasamning við landstjóra soldánsins í Egyptalandi sem síðan skrifaði undir samning við Feneyinga vorið 1202 eftir að sérstakar sendinefndir soldánsins höfðu fengið staðfestingu Enrí- kos Dandolos, æðsta embættismanni Fe- neyja, á því að ekki skyldi ráðist á Egypta- land. Þetta sýndi vel klæki Feneyinga. Enda átti margt eftir að breytast Feney- ingum í vil eins og síðar mun koma fram. Eftir lát Tibalds af Champagne lögðu krossfarar til að Boneface af Montferrat yrði gerður að leiðtoga leiðangursins og var fallist á það í ágúst sama ár. Þótti það hinn ákjósanlegasti kostur því faðir LESBÓK MORRIINRI AÐRINR 21. DESEMBER 1994 39

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.