Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 47

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 47
íslenzku jólaplattarnir frá Bing & Gröndahl N ú um jólin kemur út eitthundraðasti jólaplatt- inn frá dönsku postulínsverksmiðjunni Bing & Grondahl, en þessir dönsku plattar eru þeir elstu í veröldinni. Fyrir nokkrum árum þegar ég var í heim- Danska postulíns- verksmiðjan Bing & Gröndahl hefur gefið út jólaplatta síðan 1895 og er sá 100. trúlega kominn út fyrir þessi jól. í þrjú ár í röð, árin 1928, ’29 og ’30, voru gefnir út sérstakir plattar með ís- lenzku myndefni: Dóm- kirkjan, ms. Gullfoss og jólasveinarnir. Eftir HALLDÓR HALLDÓRSSON sókn hjá aldraðri frænku minni, Ingileif Gísladóttur ekkju Kolbeins Sigurðssonar togaraskipstjóra hjá Kveldúlfi hf., rak ég augun í tvo íslenska jólaplatta. Var annar með mynd af Dómkirkjunni og ártalinu 1928 en hinn með mynd af nokkrum jóla- sveinum frá 1930. Mér varð nokkuð star- sýnt á plattana og rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð þessa platta áður til sýnis í búðarglugga í Austurstræti á áttunda áratugnum. Ingileif tók eftir því hvað mér var starsýnt á plattana og spurði mig hvers vegna. Ég tautaði að ég væri viss um að Dómkirkjan ætti ekki þennan platta með mynd af kirkjunni. Viðbrögð frænku minnar voru snögg: „Ef þig langar að gefa þessa platta til Dómkirkjunnar þá máttu eiga þá.“ Þetta lét ég ekki segja mér tvisvar. Svo skemmtilega vildi til að þennan sama dag var aðalsafnaðarfundur Dómkirkjunnar og fór ég með plattana beint á fundinn. Það reyndist rétt hjá mér að Dómkirkjan átti ekki þessa platta, en menn könnuðust þó við þá því séra Þórir Stephensen greindi frá því að þegar hann var nýlega orðinn prestur við kirkjuna kom kona með plattann_ af Dómkirkjunni og gaf þeim hjónum. Ég bað þau hjá Dóm- kirkjunni að líta svo á að Ingileif frænka min hefði gefið plattana til kirkjunnar. Hér hefur verið minnst á platta frá 1928 og 1930. Upphaflega hafði frænka mín átt þijá platta því plattinn frá 1929 hafði verið af Gullfossi á ytri höfninni í Reykja- vík. En eitt sinn hefði svalarhurðin fokið upp og brotið hann í þúsund mola. Ég fór að spyrjast fyrir um plattann hjá fornsölum því ég vildi endilega að Dómkirkjan eignað- ist alla þijá plattana. Lítið kom út úr fyrir- spurnum mínum en Guðmundur Axelsson í Klausturhólum þekkti þá og Fjóla Magn- úsdóttir sem rekur Antik-húsið við Hlemm gaf mér bækling með myndum af dönsku plöttunum alveg frá upphafi 1895. Þar sem plattinn frá 1929 var með mynd af Gullfossi datt mér í hug að tala við þá hjá Eimskipafélaginu. Þar hitti ég Sigurlaug Þorkelsson sem látið hefur af störfum hjá félaginu en starfar enn við að halda til haga ýmsu sem tengist sögu félagsins, Hann kannaðist vel við þennan platta og ætti Eimskipafélagið einn. Að athuguðu máli fékk ég að taka mynd af plattanum því nú hafði mér dottið í hug að auglýsa að mig vantaði einn. Fyrst auglýsti ég í DV en það rann strax upp fyrir mér að það er ekki mikið um að gaml- ar konur lesi smáauglýsingarnar í DV enda árangurinn nákvæmlega enginn. Nú aug- lýsti ég í Mbl. á miðvikudegi og fimmtu- degi. Enginn hringdi. Það var svo nokkrum mínútum fyrir kl. 18 á föstudeginum sem kona á Bústaðaveginum hringdi. Það er fljótsagt að okkur samdi strax um verðið og þarna var plattinn kominn. Nokkru síð- ar gat ég ekki annað en brosað því ég hefði getað sparað mér þessa fyrirhöfn ef ég hefði áttað mig á að hann Magni í Frímerkjamiðstöðinni á Laugaveginum höndlar með ýmislegt annað en frímerki. Fram að þessu hafði ég lítið hugsað um myndirnar á plöttunum. Frænka mín hafði sagt mér að það væri ekki tilviljun að þeir væru níu jólasveinarnir á 1930-plattanum þvi hér væru „ ... jólasveinar einn og átta, ofan komu af fjöllunum ... “. Eins benti hún mér á að konan á 1928-plattanum væri í peysufötum. Nú datt mér í hug að skrifa til Bing & Grendahl, sem er geynd- ar búið að sameina Royal Copenhagen postulínverksmiðjunni. Ég fékk póstfangið hjá danska sendiráðinu og kannski er það orðið tímanna tákn að ég skrifaði til þeirra á ensku en bað þá um að svara mér á dönsku. Svarið kom fljótlega en heldur var það snubbótt. Það stóð að ekki lægju fyrir nægilegar upplýsingar um hvers vegna þessir þrír plattar hafi verið gefnir út. í bréfinu stóð að listamaðurinn sem gerði plattana hefði heitið Achton Friis (1871- 1939) sem í dag væri helst minnst fyrir bókaskreytingar með myndarefni af dönsku landslagi. Ég brá mér út í bóka- safnið í Norræna húsinu og í upplýsingarit- um fann ég að Achton Friis hefði komið víða við m.a. haldið málverkasýningar víða í Evrópu, verið tónskáld, rithöfundur og ekki síst hefði hann tekið þátt í landkönn- unarleiðangri til norðausturstrandar Græn- lands 1906-08. Má ganga út frá því að þá hafi hann komið við á íslandi. Eins og fyrr segir hafði mér áskotnast bæklingur með myndum af dönsku plöttun- um frá upphafi. Þegar hann er skoðaður nákvæmlega kemur ýmislegt fróðlegt í ljós. Þannig er ekkett myndarefni frá íslandi eða Færeyjum en þijú frá Grænlandi. Það skyldi þó aldrei vera að gefnir hafi verið út færeyskir plattar? Ein af bókum Achton Friis hét Danmarks store 0er. Það þótti mér kynlegt að tveir íslensku plattanna eiga sér nauðalíka platta meðal þeirra dönsku, þ.e. aðrir en þessi með níu jóla- sveinunum. Ætti ég að útnefna hver íslensku platt- ana er áhugaverðastur myndi ég einmitt tilnefna hann. Ég fór að velta því fyrir mér hvaðan fjallið væri í bakgrunninum. Séra Jakob A. Hjálmarsson, sem tekið hafði við af séra Þóri við Dómkirkjuna, gat heldur betur upplýst mig um það því hér þekkti hann Strandatind við Seyðis- fjörð en séra Jakob hafði einmitt vígst til Seyðisfjarðar á sínum tíma. Vera kann að einhveijum finnist þetta vera annað fjall en þegar skoðaður er plattinn af Gullfossi sést að listamaðurinn hefur farið nokkuð fijálslega með Esjuna, Er því hendi næst að kveða upp þann Salómonsdóm að af- greiða málið eins og gyðingurinn þegar hann var spurður hvað tveir plús tveir væru: „Ja, - hvað viltu hafa það?“ Höfundur er útvegskæðingur. ÁSLAUG S. JENSDÓTTIR Leiftur minninga Björt voru bernskujólin á býlinu fram til heiða. Fegurð snæþaktra fjalla á flötunum mjallarbreiða. Stjörnubirta og stilla stafar af himni bláum. Á enginu frammi við ána er ísinn á sinustráum. Skammdegisrökkrið skyggir og skautasvellið bíður hinum megin við holtið. Um himininn máninn líður. Ljúfar minningar lifa og leiftra í hugarsjónum viðkvæmni í hjarta vekur veturinn heima í snjónum. Höfundurinn býr á Núpi í Dýrafirði. KRISTJÁN J. GUNNARSSON Jólagjafir Friðlausa jörð, þú fóstra mín, fæstir draga í efa að blessuð nýríku börnin þín vilji þér gjafir gefa gefnar af mildi ástríkra vildarbarna ekki síst nú þegar út í nóttinni skín undarleg stjarna og yfir fjárhúsjötu kveikt er á helgu kerti en kveljandi helgreipaskuggi Bethlehemsljómann sverti. Hver hefði trúað að börn þín í jólagjöf gæfu þér Helvíti hingað og þangað um hnöttinn? Hvað himnaríki á jörðu snerti fórstu í jólaköttinn. Höfundur er fyrrverandi fræöslustjóri. PLATTARNIR þrír frá árunum 1928, 1929 og 1930, einu jólaplattarnir sem Bing & Gröndahl gaf út með íslenzku myndefni. Á plattanum fyrir jólin 1928, efst á myndinni, er Dómkirkjan í Reykjavík. I miðju, á plattanum 1929, má sjá GuIIfoss á ytri höfninn í Reykjavík, en Esjan að baki. Neðst, á plattanum frá 1930, eru íslenzkir jólasveinar. Þar fara fremstir Bjúgna- krækir og Kjötkrókur, Síðan Stekkjastaur, Gluggagægir og Stúfur, en óljóst er hver er með pokann. Aftar munu vera Þvörusleikir og Fannafeykir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.