Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 1
Föstudagur 15. mars 1996 Stofnað 1919 43. tölublað - 77. árgangur ■ „Átta tíma vinna, átta tíma hvíld, átta tíma svefn." „Fullnægjandi atvinnutrygg- ingar." „Engar kjallarakompur! Mannabústaði!" Kröfugangan varð alþýðunni til sóma Ólafur Friðriksson: „Hér þarfvakandi önd, hér þarf vinnandi hönd..." Kröfugangan 1. maí 1923. Ólafur Friðriksson er neðst fyrir miðri mynd með hönd á lofti og að baki honum er Héðinn Valdimarsson. l.maí 1923. Kröfugangan í gær varð alþýðunni til sóma ög heppnaðist full- komlega eins vel og menn höfðu gert sér vonir um, þar sem þetta var í fyrsta skiftið, sem slfkt fer fram hér. Hvarvetna í fylkingunni gat að líta fána jafhaðarmanna boma og á meðal þeirra hvít merki, 28 að tölu, sem á voru letruð rauðum stöfum ýmis orð- tök. Vom sum áherzluatriði úr stefnu- skrá Alþýðuflokksins sem þessi: „Framleiðslutækin þjóðareign". „Einkasala á afurðum landsins." „Vinnan ein skapar auðinn.“ „Átta tíma vinna, átta tíma hvfld, átta tíma svefh.“ „Fátækt er enginn glæpur." „Atvinnu- bætur gegn atvinnuleysi." „Fullnægj- andi alþýðutryggingar." ,A.lgert bann á áfengi.“ „Kosningarétt 21 árs!“ .flíngan réttindamissi vegna fátæktar!" ,,Enga helgidagavinnu!“ „Enga næturvinnu! Næga dagvinnu!“ „Engar kjallara- kompur! Mannabústaði!" Þegar staðar hafði verið numið, var fánunum stungið niður í grjóthrúguna fyrir vestan Alþýðuhússgmnninn, en mannljöldinn tók sér stöðu á grasblett- inum vestan hans og götunni fram und- an, því hann vænti eftir ræðum. Héðinn Valdimarsson bæjarfulltrúi talaði um Alþýðuflokkinn og stefnu hans, og hrópaði mannfjöldinn að ræðu hans lokinni húrra fyrir flokknum og ámaði honum langra lífdaga. Ólafur Friðriks- son talaði um viðgang jafnaðarstefn- unnar, lauk hann máli sínu með þess- um orðum skáldsins: „Hér þarf vakandi önd, hér þarf vinnandi hönd til að veita í rústir og byggja á ný.“ Galt mann- fjöldinn máli hans samþykki með dynj- andi lófataki. Ekki mun ofmælt, þótt sagt sé, að í kröfugöngunni hafi tekið þátt um eða yfir fimm hundmð manns, þótt ekki séu talin með böm og fólk, sem fram með gekk fyrir forvitni sakir, og álitið er, að ekki hafi færri en þijú til fjögur þúsund safnast saman að hlusta á ræð- umar að bömum frá töldum. Engirrn efi er á, að kröfuganga þessi hefir á margan hátt mikil áhrif haft á al- menning í bænum, ýtt við hugum þeirra í ýmsum efnum og vakið þá til alvarlegrar umhugsunar um alvarleg mál, og munu þess bráðlega sjást merki. Verkamannabústaðirnir Blaðamönnum er boðið að skoða þá í dag 6. maí 1932. Fyrsta fjölskyldan flutti í verkamannabústaðina á þriðju- daginn var kl. 11 1/2 árdegis. Sama daginn kl. 2 1/2 fæddist þar fyrsta bamið. Það er piltur. I gærdag fluttu 12 fjölskyldur í bú- staðina. Sá, er þetta ritar, kom vestur að bústöðunum í gær, er verkamenn- imir voru að flytja inn, og vom allir í miklum önnum. Sagði ein konan um leið og hún sté inn um dymar hjá sér: „Loksins komumst við nú inn í ódýrt og gott húsnœði - eftir þessu höfum við verið að þreyja í 14 ár.“ í dag kl. 4 er blaðamönnum, ráð- herrum, borgarstjóra og fleirum boðið að skoða bústaðina, en síðar mun, eftir því sem Alþýðublaðið hefir heyrt, verða haldið „reisu-gildi“. Alþýðublaðið 29. október 1919. Dagblaði því, sem hefur göngu sína með blaði þessu, er ætlað að bæta úr þeirri þörf, sem Alþýðuflokkurinn lengi hefir fundið á því, að hafa blað í Reykjavík, sem kæmi út daglega. Reyndin hefir orðið sú sama hér og erlendis, að al- þýðan á við ramman reip að draga, þar sem hún dagblaðslaus þarf að etja kappi við auðvaldið. Og þó vikublað bæti að mestu úr þörfinni út um land, þá þarf alþýðan dagblað, þar sem or- ustan er snörpust - í Reykjavík. Alþýðublaðið óskar öllum Alþýðuflokksmönnum og stuðningsfólki um land allt til hamingju með 80 ára afinœlið. Allar fréttir í blaðinu eru úr Alþýðublaði þess tíma. ■ Haraldur Guðmundsson Fyrsti ráðherra 25. júlí 1934. Um leið og íslenzkir jafnaðarmenn velja fulltrúa í ráðherra- embætti, gerist merkilegur atburður í sögu þeirra. Það er í fyrsta skifti, sem íslenzkur jafiiaðármaður tekur við slfkri stöðu. - „Kosningaúrslitin síðustu sýndu það greinilega," segir Haraldur, „að kjósendur Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins æskja þess eindregið, að þessir flokkar gangi saman til stjórnarmyndunar til þéss að vinna GEGN ÍHALDI OG NAZISMA TIL HAGSBÓTA FYRIR VERKAFÓLK TIL SJÁVAR OG SVEITA. Alþýðuflokksins áttunni. Hann mun eigi blanda blóði við nokkurn annan flokk heldur halda áfram baráttunni fyrir stefnumálum sínum að settu marki: Fullum meiri- hluta á alþingi og framkvæmd jafnáð- arstefnunnar. Mér hefir nú verið falið að vera fulltrúi flokksins í hinni nýju ríkis- stjóm. Eg lít á það sem aðalhlutverk mitt að berjast gegn hinu hörmulega atvinnuleysi, og ég veit, að ég nýt stuðnings flokks míns og félaga minna um land alt í því starfi, sem fyrir mér liggur.“ Enginn má þó ætla, að með þessu séu þó jöfnuð deilumál milli þessara tveggja flokka. Deilumálin eru enn sem fyr mörg og mikilsverð. Samkomulagið milli flokkanna er aðeins um það, að vinna saman að þeim málum, sem flokkarnir geta komið sér saman um, en leggja allra stærstu deilumálin til hliðar meðan samvinnan helzt um lausn þeina mála, sem samið hefir verið um. Alþýðuflokkurinn er sá flokkur, sem langsamlega mest hefir eflst við kosningamar, enda voru það hans mál, sem mest var barist um í kosningabar- mannabústaðina á þriðjudaginn var kl. 111/2 árdegis. Sama daginn kl. 2 1/2 fæddist þar fyrsta barnið. Það er piltur. Þegar stjórnin var mynduð 21 nóvember 1959. Á fundi rík- isráðs í Reykjavík i gær skipaði forseti íslands Ólaf Thors, alþingismann, formann Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra, og með honum alþingis- mennina Bjarna Benediktsson, Emil Jónsson, Guðmund í. Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen, dr. Gylfa Þ. Gíslason og Ingólf Jónsson. Vilmundur Gylfason: „Opnun stjornkerfisins og lýðræðislegri gerð þess hlýtur að móta mjög umræöur okkar næstu daga." ■ Vilmundur Gylfason í viðtali við Alþýðublaðið eftir hinn glæsilega kosn- ingasigur Mikið af umbótum okkar hlýtur að ná fram að ganga l.júlí 797S.Blaðamaður Alþýðu- blaðsins hitti Vilmund Gylfason að máli skömmu fyrir annan þingflokks- fund sem hinn nýi þingflokkur Al- þýðuflokksins hélt klukkan 16 í gær. Hvað verður um umbótamál Al- þýðufiokksins í hugsanlegri stjórn- armyndun? „Við í Alþýðuflokknum hljótum að leggja mikla áherzlu á að umbætur okkar nái fram að ganga. Alþýðu- flokkurinn hefúr verið að þróast í takt við nýja tíma. Ég hygg að það hlæi enginn lengur að prófkjörum og opn- um fjárreiðum. En eins og við höftim sagt, þetta eiga ekki að vera nein einkamál jafnaðarmanna. Opnun stjómkerfisins og lýðræðislegri gerð þess hlýtur að móta mjög umræður okkar næstu daga. Á þessu stigi er auðvitað ógerlegt að segja til um hvað gerist. Þó hygg ég sé nauðsynlegt að þeir flokkar, sem saman hafa veruleg ítök í launþegahreyfingunni standi saman. Kjarasáttmáli er undirstaða efnahagslegrar festu. Efnahagsmál eru okkar stærsta sjálfstæðismál. Við höf- um hins vegar ekki hreinan meirihluta með Alþýðubandalagi. Þetta tilboð Ólafs Jóhannessonar er náttúrlega bara grín, refskapur af gamla skólan- um. Það verður að ég hygg að skoða nýsköpunarmöguleika. Eg hygg að það sé rétt túlkun af niðurstöðu kosn- inganna að áhrifa Alþýðuflokksins hljóti að gæta mjög verulega í slíku eða öðru stjómmálastarfi." Haraldur Guðmundsson, fyrsti ráð- herra Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.