Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 ■ Afstaða Alþýðuflokksins til stjórnar Framsóknarflokks Alþýðuflokkurinn veitir stjóminni hlutleysi 26. ágúst 1927. Hinn 23. þ.m. snéri Tryggvi Þór- hallsson sér til stjómar Alþýðusambandsins og spurðist fyrir um afstöðu Alþýðuflokksins til væntanlegrar stjórnar, er Tr. Þ. myndaði af hálfu „Framsóknar“- flokksins. Af tilefhi þessu samþykkti sambandsstjómin á fundi sama dag svofellda ályktun: „Þrátt fyrir það, að sambandsstjómin telur það miður ráðið og ekki samkvæmt venjulegum lýðræðisreglum að kalla ekki saman þing til þess að mynda ráðuneytið, lýsir hún yfir því, að hún telur ekki rétt að spyma fæti við því, að Framsóknarflokkurinn myndi stjóm eins og komið er. Ákveður því sambandsstjómin að láta hlut- lausa fyrst um sinn stjóm, sem Tryggvi Þórhallsson myndar, og felur þingmönnum Alþýðuflokksins, þeim, sem hér em staddir, að lýsa yfir þessu við Tryggva Þór- hallsson, svo fljótt, sem þykir hlýða.“ Samkvæmt þessu afhentu svo þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir, sem staddir eru hérlendis, í gær Tryggva Þórhallssyni hlutleysisyfirlýsingu. Alþýðuflokkurinn hefur engin skilyrði sett fyrir hlut- leysi sínu og engin áhrif haft á mannaval í ráðuneytið, enda er loforðið um hlut- leysi alls ekki tímabundið. Þingflokkur Alþýðuflokksins. Sigurjón Á. Ólafsson, Jón Baldvinsson, Har- aldur Guðmundsson, Erlingur Friðjónsson og Héðinn Valdimarsson. Jón Baldvin kjörinn formaður -á flokksþinginu um helgina 20. nóvember 1984. Jón Baldvin Hannibalsson, alþingismaður, var kjörinn formaður Alþýðuflokksins á flokksþinginu, sem fram fór um helg- ina. í kosningum til formanns hlaut Jón Baldvin 142 atkvæði, 58,9 prósent greiddra atkvæða, en Kjartan Jóhanns- son, alþingismaður, hlaut 92 atkvæði, eða 38,2 prósent greiddra atkvæða. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingis- maður, var kjörin varaformaður flokksins með 226 atkvæðum, fékk 97 prósent greiddra atkvæða. Loft var lævi blandið í troðfullum Kristalssal Hótels Loftleiða, þegar kosning til formanns flokksins fór fram um fimm leytið sl. laugardag. Eftir að þingforseti, Finnur Torfi Stef- ánsson, hafði lýst niðurstöðum kosn- inga, hylltu flokksþingsfulltrúar vel og lengi nýkjörinn formann flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson. Þá var frá- farandi formanni, Kjartani Jóhanns- syni, ekki síður fagnað. Jón Baldvin og Kjartan Jóhannsson koma til þings. Börnin 25. nóvember 1919. Það verður aldrei ofsögum sagt af því, hve aum- leg húsakynni, eru sem margur fá- tæklingur verður við að búa í þessari borg. Kjallaraholumar era það sem verst er loftið í, í þeim er afskaplegt sagga og fúaloft, ofan á þau óheil- indi, sem orsakast af þrengslum í þessum holum. Fjöldi bama verður að lifa öll bamsár sín í þessum vist- arverum, og ef hlýtt er lögum og reglum sem settar eru, þá mega börnin aldrei koma út fyrir dyr, aldrei skriða upp úr holum sínum, hvorki vetur né sumar, því í Lög- reglusamþykktinni er bömum bann- að að haldast við á almannafæri, og þegar bömin mega ekki vera á al- mannafæri, mega þau hvergi vera. Alþýðutrygg- ingarnarganga ígildi ídag Skrifstofur þeirra verða í hinu nýja Alþýðuhúsi 1. apríl 1930. í dag, 1. apríl, ganga lögin um alþýðutrygging- ar í gildi. Er það því merkisdag- ur í sögu þessa máls, sem háð hefir verið hörð barátta um á undanförnum árum. Alþýðutryggingarnar munu hafa tekið húsnæði á leigu fyrir skrifstofur sínar í hinu nýja Al- þýðuhúsi við Hverfisgötu, og verða þær opnaðar þar um leið og húsið er tilbúið. Óskum Alþýðuflokknum til hamingju með 80 ára afmœlið Æjí Flugleiðir innanlands Æjf Ramagnsveita Reykjavíkur Glófaxi VE 300 ^Rsí| Bandalaq ^jl" háskólamanna Starfsmanna- félagið Sókn H8& Stjörnufiskur Patreksfirði KsuBmnv*J /mAkfm fWiiíMSm WV-.WJÍ/W/ TAXI Trostan Bíldudal Landssamband lögreglumanna Kennarasamband íslands ýfl Tollvarðafélag íslands Patreksapótek Patreksfirði Leikhúskjallarinn SAMSKIP HOLTABAKKA VIÐ HOLTAVEG SÍMI 569 8300

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.