Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 26
26 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
■ Hörður Zophoníasson, fyrrverandi skólastjóri og gamall og gegn Hafnarfjarðar-
krati, horfir um öxl og rifjar upp sögu Alþýðuflokksins í bænum þar sem jafnaðar-
menn hafa alla tíð verið forystuafl
Höfuðvígið
Hafnarfjörður
Flokkurinn okkar Alþýðuflokkurinn fagnar 80 ára af-
mæli um þessar mundir. Við íslenskir jafnaðarmenn
óskum honum allra heilla á þessum tímamótum.
Við þökkum honum orð og gerðir á 80 ára göngu
sinni. Hann hefur, þrátt fyrir smæð sína, markað
spor mildi og mannúðar, mannhelgi og mannrétt-
inda á vegferð sinni um samfélagið okkar. Hann hef-
ur verið framsýnn sjáandi, brautryðjandi nýrra við-
horfa, boðberi jafnaðarstefnu og friðar, oft hrópand-
inn í eyðimörk íhaldsveraldar og afturhaldssjónar-
miða. Hann hefur sagt fordómum og forréttindum
stríð á hendur og horft fram til þjóðfélags, þar sem
öryggi einstaklingsins, afkoma heimilanna, bætt lífs-
kjör og samfélag í takt við tækni og þekkingu sam-
tímans er haft að leiðarljósi. Hann hefur lifað lífinu
vakandi. Þökk sé honum fyrir það.
ar. Einn bæjarfulltrúinn, sem kosinn
var af framboðslista Hlífar, hafi til
dæmis aldrei í Hlíf verið.
Arið 1924 bauð Verkamannafélagið
Hlíf í síðasta sinn sérstakan framboðs-
lista í sfnu nafni. Þá átti að kjósa ljóra
fulltrúa í bæjarstjórn. Kosningarnar
fóru þannig, að listi Hh'far, A - listinn,
fékk 324 atkvæði og þá Davíð Krist-
jánsson og Guðmund Jónasson kjöma,
en B-listinn, listi Borgaraflokksins
fékk 427 atkvæði og þá August Flyg-
enring og Jón Einarsson kjöma í bæj-
arstjóm Hafnarfjarðar.
Eins og áður sagi var þetta í síðasta
sinn, sem Verkamannafélagið Hlíf
bauð fram í sínu nafni við bæjarstjóm-
arkosningar í Hafnarfirði. Við næstu
kosningar var það fulltrúaráð verka-
lýðsfélaganna og Alþýðuflokkurinn,
sem tóku ákvörðun um framboð og
skipan A-listans. Og kemur nú að því
fræga ári 1926 í sögu Hafnfirðinga og
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
A- listi fékk 547 atkvæði og tvo menn
kjöma, þá Bjöm Jóhannesson og Þor-
vald Amason, en B-listinn fékk 359 at-
kvæði og einn mann kjörinn, Ásgrím
M. Sigfússon.
Fyrir í bæjarstjóm átti Alþýðuflokk-
urinn þá Gunnlaug Kristmundsson
sem átti tvö ár eftir af kjörtímabili
sínu, Davíð Kristjánsson og Guðmund
Jónasson, en þeir áttu eftir fjögur ár af
sínu kjörtímabili. Þar með átti Alþýðu-
flokkurinn sex fulltrúa í Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar af níu. Hann átti þar
myndarlegan meirihluta.
Aldur hinna nýju bæjarfulltrúa í
Halnarfirði 1926 vekur athygli. Kjart-
an Ólafsson er þá 31 árs, Björn Jó-
hannesson og Þorvaldur Ámason þrí-
tugir og Sigfús M. Sigfússon 28 ára, sá
eini sem náði kjöri af lista Ihalds-
flokksins.
Bæjarstjómarkosningamar 16. janú-
ar 1926 leiddu til meirihlutavalds Al-
þýðuflokksins í bæjarstjóm Hafnar-
Alþýðuflokkurinn endurheimti afl sitt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 1986,
fékk fimm bæjarfulltrúa kjörna í stað tveggja áður. Þeir voru: Valgerður
Guðmundsdóttir, Ingvar Viktorsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóna
Ósk Guðjónsdóttir og Tryggvi Harðarson.
Þegar Alþýðuflokkurinn berst í tal
manna á milli, verður mörgum hugsað
til Hafnarfjarðar. Þar hafa íslenskir
jafnaðarmenn löngum átt höfuðvígi
sitt, átt hljómgrunn og fylgi til að
marka og móta umhverfið með hug-
myndum sínum og viðhoríúm. í dag er
Hafnarfjörður gott og gróskumikið
bæjaifélag. Sérkennileg fegurð bæjar-
ins laðar og gleður auga þeirra sem þar
eiga leið um. Þangað flytjast menn,
þangað liggur fólksstraymurinn, því að
þar er margt að finna af því sem fólk
vill eignast og búa að. Þar er gott að
eiga heima. Þar er notalegt samfélag,
þar sem bjartsýni og trú á framtíðina
ræður ríkjum. Þar eru jafnaðarmenn
við völd og hafa lengst af verið, allt frá
1926 er þeir fengu hreinan meirihluta í
bæjarstjóm Hafnarfjarðar, sex bæjar-
fulltrúa af m'u.
Eg ætla nú að skyggnast um öxl og
rifja upp nokur atriði úr baráttusögu
hafnfirskrtt jafnaðarmanna.
Fyrsta bæjarstjórnin valin
með prófkjöri
Hafnarfjörður fékk kaupstaðarrétt-
indi árið 1906 og kaus þá fyrstu bæjar-
stjóm sína. Hafnfirðingar vildu fá að
kjósa í febrúar, þar sem fjölmargir
kjósendur færu úr bænum í byrjun
marsmánaðar í atvinnuleit. Stjómar-
ráðið hafnaði beiðni um þetta. Hafn-
firðingar undu þeim málalokum illa og
ákváðu að láta fara fram prófkjör í
nokkrum félögum í bænum. Prófkjörs-
nefnd sá utn undirbúning og fram-
kvæmd prófkjörsins. Hún var skipuð
11 fúlltrúum frá félögum í bænum.
Ekki er vitað með vissu í hvaða fé-
lögum þetta prófkjör fór fram, en
sennilegt er talið að þau hafi verið Sjó-
mannafélagið Báran, Verkamannafé-
lagið Hlíf, Vatnsveitufélag Hafnar-
fjarðar, Skemmtifélag Hafnarfjarðar
og báðar stúkumar í bænum, Morgun-
stjaman og Daníelsher.
Að loknu prófkjöri lagði prófkjörs-
nefndin fram framboðslista og varð
það eini listinn sem fram kom við
þessar fyrstu bæjarstjómarkosningar í
Hafnarfirði.
Bæjarstjómarkosningamar fóm svo
fram 1 .júrn' 1908 og er sá dagur síðan
afmælisdagur Hafnarfjarðar. Á kjör-
skrá voru rúmlega fjögur hundruð
manns, en aðeins 25 kjósendur neyttu
atkvæðisréttar. Þeir kusu alllir fram-
kominn lista.
Það má því segja að Hafnfirðingar
hafi valið fyrstu bæjarstjóm sína með
prófkjöri í hinum frjálsu félögum í
bænum. Það er mjög óvenjulegt að
velja bæjarstjóm með þeim hætti, ef
ekki einsdæmi.
Verkamannafélagið Hlíf
- vörn og vígi
Jafnaðarmenn f Hafnarfirði mynd-
uðu ekki með sér jafnaðarmannafélag
fyrr en Félag ungra jafnaðarmanna í
Hafnarfirði var stofnað árið 1928.
Tveimur árum síðar var Jafnaðar-
mannafélagið í Hafnarfirði stofnað. Á
stofnfundinum sagði Kjartan Olafsson
bæjarfulltrúi, að hann gerði sér glæsi-
legar vonir um þennan félagsskap,
þegar hann væri stofnaður, ef dæma
ætti eftir Félagi ungra jafnaðarmanna,
sem hefði á skömmum tíma orðið að
stóm blómlegu, starfandi félagi.
Og nýkjömum formanni, Gunnlaugi
Kristmundssyni, fómst svo orð í fund-
arlok: „Félagsmenn verða að sýna af
sér manndóm og áhuga í ölllum störf-
um sínum. Því að kraftlaus félagsskap-
ur er ónýtur fyrir málefnið".
Fram að stofnun þessara félaga
höfðu hafnfirskir jafnaðarmenn tekið
höndum saman og háð baráttu sína í
Verkamannafélaginu Hlíf. Þar fundu
þeir afli sínu farveg. I upphafi var það
þess vegna Verkamannafélagið Hlíf,
sem bauð fram lista jafnaðarmanna og
verkamanna í bæjarstjómarkosningum
í Hafnarfirði.
Það gerðist fyrst árið 1914 og var þá
formaður Hlífar, Magnús Jóhannes-
son, kosinn i bæjarstjómina. Fram að
þessu höfðu bæjarfulltrúar í Hafnar-
firði flestir verið kosnir úr hópi kaup-
manna og atvinnurekenda og stuðn-
ingsmanna þeirra.
Og nú fer að verða breyting á því.
Hh'f lætur æ meira til sín taka á vett-
vangi bæjarmála í Hafnarfirði. Eftir
bæjarstjórnarkosningamar árið 1918
voru fimm bæjarfulltrúar af níu, er
kosnir höfðu verið af listum, sem Hh'f
bar fram. En flokkaskipunin var þá
ekki eins skýr og seinna varð og þess
vegna var ekki til neinn sérstakur Hh'f-
armeirihluti í Bæjarstjóm Hafnarfjarð-
Hreinn meirihluti Alþýðu-
flokksins 1926
Á þessum tfma var öll bæjarstjómin
ekki kosin í einu lagi. Þess vegna átti
aðeins að kjósa hluta bæjarstjómarinn-
ar í Hafnarfirði 1926. Þrír bæjarfulltrú-
ar höfðu þá lokið kjörtímabili sínu,
þeir Bjami Snæbjömsson, Guðmundur
Helgason og Sigurgeir Gíslason, allir
úr Ihaldsflokknum. Þá hafði einnig
verið samþykkt beiðni frá August
Flygenring um lausn frá bæjarstjómar-
störfum vegna heilsubrests. Það þurfti
því líka að kjósa mann í hans stað, því
að þá voru engir varabæjarfulltrúar
kjömir, sem tækju við ef bæjarfulltrúi
forfallaðist. August var í sama flokki
og hinir þrír, þannig að þeir allir fjórir,
sem þama hættu í bæjarstjóm, vom frá
íhaldsflokknum.
Bæjarstjórnarkosningin að þessu
sinni var því tvíþætt. Annars vegar
skyldi kjósa einn bæjarfulltrúa í stað
Augusts Flygenrings og hins vegar
þrjá bæjarfulltrúa í stað þeirra, sem
lokið höfðu kjörtímabili sínu. August
hafði átt eftir fjögur ár af sex ára kjör-
tímabili sínu. Það þurfti því að kjósa
mann fyrir hann til fjögurra ára. Tveir
menn vom í boði, Kjartan Ólafsson
verkamaður á A-lista og Bjami Snæ-
bjömsson læknir á B-lista. Kosningin
fór þannig, að A- listi fékk 527 at-
kvæði en B-listi hlaut 388 atkvæði.
Þá átti einnig að kjósa þrjá bæjar-
fulltrúa til sex ára. Þar vom líka tveir
listar í boði. Kosningin fór þannig að
fjarðar og því valdi hélt hann órofið í
28 ár, þótt stundum stæði það tæpt.
Hér á eftir verður staldrað við nokkur
ártöl bæjarstjómarkosninga í Hafnar-
firði og það sem þar gerðist gert að frá-
sagnarefni.
Spennandi bæjarstjórnar-
kosningar 1938
Það var mikil spenna í loftinu í
Hafnarfirði fyrir bæjarstjómarkosning-
amar þar 1938. Allir gerðu sér ljóst, að
meirihluti Alþýðuflokksins stóð tæpt
og Sjálfstæðisflokksmenn trúðu því
statt og stöðugt að þeirra biðu unnar
kosningar. Alþýðuflokkurinn í Hafnar-
firði barðist hart fyrir lífi meirihluta
síns í bæjarstjóm. Álþýðuflokkskonur
höfðu stofnað Kvenfélag Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði 18. nóvember
1937 og þær lágu sannarlega ekki á
liði sínu í kosningabaráttunni. Sumir
hafa haldið því ffarn að tilvera kvenfé-
lagsins, starf þess og barátta hafi gert
gæfumuninn í niðurstöðum kosning-
anna.
Kommúnistar, sem buðu fram í
Hafnarfirði í fyrsta sinni 1934 og
fengu þá 39 atkvæði, buðu nú ekki
fram og studdu A- listann.
Hamar, málgagn Sjálfstæðismanna í
Hafnarfirði kom út daginn fyrir kjör-
dag. Þar sagði meðal annars:
„Þess vegna kjósendur góðir: Ef þið
viljið rétta við fjárhag bæjarins og
koma honum úr því ófremdarástandi,
sem hann er í og sem öllum sönnum,
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996
ærukærum Hafnfirðingum er til skaða
og skapraunar, þá kjósið B-listann. Ef
þið hins vegar viljið halda áfram á
þeirri braut, sem undanfarið hefur ver-
ið gengin af bæjarstjómarmeirihlutan-
um, og sem óumflýjanlega leiðir til
gjaldþrots bæjarfélagsins og örbirgðar
bæjarbúa, þá kjósið A- listann.“
Af þessu má sjá hversu fast var sótt
að Alþýðuflokknum og einnig að
svartsýni og ísaldarraus íhaldsmanna í
Hafnarfirði ‘er ekki ný plata í pólitík-
inni þar. Upphrópanir þeirra og stór-
yrði í dag, em bara endurtekningar frá
löngu liðnum tímum, sem reynsla sög-
unnar hefur fyrir löngu dæmt mark-
lausar og vekja aðeins góðlátlegt bros
og meðaumkvun góðra manna.
Emil Jónsson, foringi jafnaðar-
manna í Hafnarfirði, fær líka umsagnir
og dóma í fyrrnefndu Hamarsblaði.
Þar segir meðal annars: „Ennl Jónsson
hefúr verið forystumaður rauðliða síð-
astliðin 8 ár. Árangur starfsemi hans er
nú þegar að fúllu kominn í ljós. Hon-
um og samheijum hans hefur tekist að
setja bæjarfélagið á höfuðið. Hann hef-
ur vanrækt öll stórmál bæjarins...“
,Á Alþingi hefur hann ásamt rauðu-
flokkunum staðið fremstur í flokki um
alla ám'ðslu á borgara bæjarins...sem
hefur orðið íbúum þess bæjar til
óþurftar og skaðsemdar í nútíð og
framtíð...“
Mönnum var heitt í hamsi og stóru
orðin hvergi. spöruð. Svo kom kjördag-
ur með öllu sínu brauki og bramli.
Dagurinn leið, kosningu lauk og taln-
ing atkvæða hófst. Og rétt eins og í
dag voru atkvæðatölur birtar öðru
hveiju.
Þegar fyrstu tölur voru birtar hafði
A-listinn 15 atkvæði yfir B-listann,
lista Sjálfstæðismanna. En síðan var
B-listinn nær óslitið með hærri at-
kvæðatölu allt til lokatalna. Þá kom í
ljós að A-listinn hafði fengið 983 at-
kvæði en B-listinn 969 atkvæði. Al-
þýðuflokkurinn hafði haldið meirihluta
sínum i bæjarstjóm Hafnarfjarðar með
14 atkvæða mun. Þess má geta, að
auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru
36.
Hreinn meirihluti í bæjar-
stjórn óslitið í 28 ár
Meirihluti Alþyðuflokksins í bæjar-
stjóm Hafnarfjarðar tapaðist í bæjar-
stjómarkosningunum 1954. Þá hafði
hann haft þar meirihluta samfleytt í 28
ár. I þessum kosningum voru fjórir
listar í framboði í Hafnarfirði. Það var
A-listi, listi Alþýðuflokksins, sem fékk
1306 atkvæði og ljóra menn kjöma, B-
listi, listi Framsóknarflokksins, sem
fékk 143 atkvæði og einn mann kjör-
inn, C-listi, listi Sósíalistaflokksins,
sem fékk 266 atkvæði og einn mann
kjörinn og D-listi, sem fékk 1247 at-
kvæði og fjóra menn kjöma.
Samstarf tókst með Kristjáni Andés-
syni bæjarfulltrúa Sósíalistaflokksins
og bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins og
samskomulag varð um Stefán Gunn-
laugsson, fulltrúa Alþýðuflokksins,
sem bæjarstjóra. Og þannig varð það
næstu átta árin. Það var í bæjarstjóm-
arkosningunum 1946, sem Kristján
Andrésson, þá 31 árs, var fyrst kjörinn
í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Hann varð
fyrsti bæjarfulltrúi Sósíalistaflokksins í
Hafnarfirði. Þá tapaði Sjálfstæðis-
flokkurinn einum bæjarfulltrúa sínum,
fékk aðeins þrjá kjöma, en Alþýðu-
flokkurinn hélt sínum fimm.
í bæjarstjómarkosningunum í Hafn-
arfirði 1958 fékk Sjálfstæðisflokkurinn
í fyrsta skipti fleiri atkvæði en Alþýðu-
flokkurinn og munaði 40 atkvæðum.
A-listinn fékk 1320 atkvæði en D-list-
inn 1360.
Framsókn fær fulltrúa
í bæjarstjórn
Bæjarstjómarkosningamar í Hafnar-
firði 1962 urðu Alþýðuflokknum
þungar í skauti. Þá tapaði flokkurinn
einum bæjarfulltrúa, fékk aðeins þijá
menn kjöma. En Framsóknarflokkur-
inn fékk bæjarfulltrúa, en það hafði
ekki gerst áður í Hafnarfirði. Sjálf-
stæðisflokkurinn hélt fjómm fulltrú-
um, fékk 1557 atkvæði, 397 atkvæð-
um fleira en Alþýðuflokkurinn.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn-
arflokkurinn mynduðu síðan meiri-
hluta í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Sá
meirihluti stóð eitt ár. Þá kom upp
ósætti milli flokkanna og Framsókn
sagði upp vistinni. Nokkm síðar tókst
samstarf með Alþýðuflokki og Sjálf-