Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 27

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 Stjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 1934, talið frá vinstri: Hannes Sigurjónsson fjármálaritari, Guðjón Gíslason ritari, Jón Magnússon for- maður, Vigfús Sigurðsson varaformaður og Marteinn Marteinsson gjaldkeri. stæðisflokki og fóru þeir flokkar með meirihlutavald í bæjarstjóminni næstu þijú árin. Félag óháðra borgara kemur til sögu Lengstum hafa Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn verið höfuð- andstæðingar í bæjarmálum Hafnar- fjarðar. Það var því stór hópur Alþýðu- flokksmanna, sem var andvígur sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. Einn af þeim var Ámi Gunnlaugsson, sem ver- ið hafði bæjarfulltrúi fyrir Alþýðu- flokkinn og einn af röskustu og ví- greifustu baráttumönnum flokksins. Þá hafði það líka borið til, þegar verið var að undirbúa hsta Alþýðuflokksins íyrir bæjarstjórnarkosningarnar 1962, að Emil Jónsson, sem í áratugi hafði skip- að fímmta sæti hstans, færðist í heið- urssæti hans, það er í 18. sætið. Skiptar skoðanir voru um það hvort Arni Gunnlaugsson eða Guðjón Ingólfsson, sem átti að baki margra ára trúnaðar- störf í verkalýðshreyfmgunni, ætti að vera í fimmta sæti listans. Var kosið um það í fulltrúaráði flokksins og tap- aði Ámi þeirri kosningu með eins at- kvæðismun. Ég hygg að þetta tvennt hafi vegið nokkuð þungt, þegar Ámi sagði skilið við Alþýðuflokkinn og beitti sér fýrir stofnun Félags óháðra borgara, nýju afli í bæjarmálum Hafnarfjarðar. Úrslit bæjarstjórnarkosninganna 1966 komu mörgum á óvart. Félag óháðra borgara kom sem glæsilegur sigurvegari kosninganna, fékk þrjá menn kjöma í bæjarstjóm. Framsókn tapaði þeim fulltrúa sem hún vann 1962, Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá menn kjöma, tapaði einum og Alþýðu- bandalagið hélt sínum eina bæjarfull- trúa. Eftir nokkuð stormasama byrjun í bæjarstjórn Hafnarfjarðar mynduðu svo „Óháðir borgarar" meirihluta með Sjálfstæðismönnum. Þá þótti ýmsum Alþýðuflokksmönnum litið leggjast fyrir kappann Áma Gunnlaugsson, þar sem hann hafði gert samstarf Alþýðu- flokksins við Sjálfstæðisflokkinn að aðalástæðu fyrir úrsögn sinni úr Al- þýðuflokknum. Þessi meirihluti sat við völd út kjörtímabilið. Alþýðuflokkurinn og Félag óháðra borgara mynda meirihluta Enn urðu nokkrar breytingar í bæj- arstjórn Hafnarfjarar 1970. Alþýðu- flokkurinn hélt áfram tveimur bæjar- fulltrúum, Framsóknarflokkurinn vann að nýju einn bæjarfulltrúa, Sjálfstæðis- flokkurinn hélt fjórum bæjarfulltiúum og Félag óháðra borgara fékk tvo bæj- arfulltrúa, tapaði einum. Meirihluta- samstarf tókst með Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Félagi óháðra borgara, en Sjálfstæðisflokkur- inn var í minnihluta. Við þessar bæjarstjómarkosningar tókst Álþýðuflokknum að þoka sér upp fyrir „Óháða borgara“ í atkvæða- tölu, fékk 1051 atkvæði en „Óháðir" 1019 atkvæði. Framsókn fékk 558 at- kvæði og Ragnheiði Sveinbjömsdóttur kjöma, Sjálfstæðisflokkurinn 1697 at- kvæði og íjóra kjöma (vann einn fúll- trúa) og G-listinn fékk 391 atkvæði, tapaði bæjarfulltrúa og fékk engan kjörinn. Tólf ára meirihlutastjórn íhalds og „Óháðra" Við bæjarstjómarkosningamar 1974 hafði bæjarfulltrúum í Hafnarfirði ver- ið ijölgað úr 9 í 11. Úrslit kosninganna urðu þau, að A-listi fékk tvo menn kjöma í bæjarstjóm, B-listi einn mann, D-listi fimm menn, G-listi einn mann og H-listi tvo menn. Sjálfstæðisflokk- urinn og Félag óháðra borgara mynd- urðu meirihluta í bæjarstjóm Hafnar- ljarðar og það stóð óslitið í 12 ár. En þá varð líka heldur betur breyting á. Alþýðuflokkurinn tekur aftur við stjórn Það urðu mikil straumhvörf í bæjar- málum Hafnarfjarðar í bæjarstjómar- kosningunum 1986. A-listinn vann óvæntan, glæsilegan og eftirminnileg- an sigur. Hann hlaut þá 2583 atkvæði og fimm bæjarfulltrúa kjöma. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 2355 at- kvæði og fjóra menn kjöma, F-Mstinn fékk 519 atkvæði, einn mann kjörinn, Einar Th. Mathisen, og Alþýðubanda- lagið fékk 783 atkvæði og einn mann kjörinn. Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið mynduðu meirihluta og Guð- rnundur Ámi Stefánsson varð bæjar- stjóri. Hafnfirðingar höfðu úr nógu að velja við þessar bæjarstjómarkosning- ar, því að átta framboðslistar voru í kjöri. En Alþýðuflokkurinn var sigur- vegarinn, þegar upp var staðið, fékk fimm bæjarfulltrúa í stað tveggja áður og jók atkvæðatölu sína um 1247 at- kvæði. Rótin að þessum sigri var deyfð og athafhaleysi fráfarandi meirihluta, sem í vitund margra Hafnfirðinga var orð- inn steinrunninn og væmkær eftir 12 ára makindalega setu í bæjarstjóm. A-listinn var skipaður ungu hressi- legu fóki, sem trúði á sjálft sig og framtíð Hafnarfjarðar. Það kvað við nýr bjartsýnistónn framkvæmda og framfara, sem náði eyrum og hjarta margra Hafnfirðinga og vakti með þeim vonir og trú á betra bæjarfélag og bjarta framtíð. Þetta var eitthvað nýtt, heillandi og spennandi. Sigurgangan hélt áfram Margir óttuðust að erfitt yrði fyrir Alþýðuflokkinn að halda sínum hlut í bæjarstjómarkosningunum 1990. En raunin var önnur. Ný rós bættist í hnappagat hafnfirskra jafnaðarmanna. Stórsigur á'ný og hreinn meirihluti. At- kvæði féllu þannig: A-hsti 4042 atkvæði (48 prósent) og sex bæjarfulltrúa kjöma, B-listi 453 at- kvæði (5,4 prósent) og engan mann kjörinn, D- listi 2950 atkvæði (35 pró- Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 1946, talið frá vinstri: Björn Jóhannesson, Guðmundur Gissurarson, Ásgeir G. Stefánsson, Emil Jónsson og Kjartan Ólafsson. Alþýðuflokkurinn hélt meirihluta sínum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í bæjarstjórnarkosningunum 1946 og hafði þá haft þar hreinan meiri- hluta óslitið í 20 ár. sent) og fjóra menn kjöma og G- listi 978 atkvæði og einn mann kjörinn. Jafnaðarmenn í Hafnarfirði glöddust innilega í hjarta sinu. Alþýðuflokkur- inn hafði endurheimt hreinan meiri- hluta í bæjarstjóm Hafnarijarðar. Og hann stjómaði einn og óstuddur næstu fjögur árin. Og enn var kosið í Hafnarf irði Síðustu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði fóm fram 1994. Þá missti Alþýðuflokkurinn meirihluta sinn, en Alþýðubandalagið fékk tvo bæjarfull- trúa kjöma, vann mann. A- listinn fékk 3724 atkvæði, tapaði 318 atkvæðum, B-listinn fékk 653 atkvæði, bætti við sig 200 atkvæðum, D-listinn fékk 3413 atkvæði, bætti við sig 463 at- kvæðum og Kvennalistinn, sem ekki bauð fram 1990, fékk 547 atkvæði. Framsókn og Kvennalistinn fengu engan mann kjörinn. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- bandalagið mynduðu meirihluta í bæj- arstjóm Hafnarfjarðar og Magnús Jón Ámason, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins, var ráðinn bæjarstjóri. Þetta samstarf hélt í um það bil ár, en þá bil- aði þessi meirihluti. Fimm bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins og tveir af fjór- um bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins mynduðu meirihluta og verður ekki annað séð en hann muni halda út kjör- tímabilið. Ingvar Viktorsson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokksins, var ráðinn bæjarstjóri og verður það sennilega út kjörtímabihð. Hvers vegna? Ýmsir hafa velt því fyrir sér, hvers vegna pólitísk þróun í Hafnarfirði hafi orðið eins og raun ber vitni. Hvers Stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði 1976. Talið frá vinstri: Sigríður Erlendsdóttir gjaldkeri, Sigríður Magnúsdóttir meðstjórn- andi, Ásthildur Ólafsdóttir formað- ur, Dagbjört Sigurjónsdóttir með- stjórnandi og Guðrún Guðmunds- dóttir ritari. vegna náðu til dæmis kommúnistar ekki neinni fótfesm í bænum á ámnum frá 1930 til 1946 eins og svo víða ann- ars staðar? Jafnaðarmenn í Hafnarfirði áttu því láni að fagna að eiga nokkrar úrvals foringja með skapfestu, sterka per- sónutöfra, snjalla áróðurs- og mála- fylgjumenn, sem báru gæfu til að standa fast saman og létu ekki inn- byrðis átök og valdabaráttu spilla sam- stöðu sinni. Foringjamir í bæjarmálunum höfðu mjög sterk persónuleg og félagsleg tengsl við íjölda fólks í bænum. Atvinnuleysi og öryggisleysi um af- komu var ríkjandi hjá verkafólki og það treysti best úrræðum Alþýðu- flokksins. Það studdi tilvem Bæjarút- gerðarinnar og þau félagslegu viðhorf sem settu mark sitt á orð og athafnir hafnfirskra jafnaðarmanna, þar sem saman blönduðust róttæk úrræði, reynsla og raunsæi, studd almennri skynsemi og mennhelgikenningum jaftiaðarstefnunnar. Hvers vegna misstu haíhfirskir jafn- aðarmenn meirihluta sinn í bæjar- stjóminni og urðu að lúta því hlutskipti að missa tölu bæjarfulltrúa sinna niður í tvo? Ég nefhi þar til ljögur atriði: Það er erfitt að halda völdum um Iangan tíma. Fólk verður leitt á vald- höfunum, vill gjaman veita þeim að- hald, breyta til, reyna nýja menn. Valdabarátta einstaklinga innan flokksins og flokkadráttur, mismun- andi viðhorf um menn og málefni og deildar meiningar um áherslur vom til þess fallin að veikja tiltrú kjósenda og veikja baráttugleði hópsins. Brotthvarf Árna Gunnlaussonar, stofnun Félags óháðra borgára og stuðningur ýmissa góðra jafnaðar- manna við þau samtök, var mikil blóð- taka fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnar- firði. Þegar baráttan stóð ekki lengur milh tveggja andstæðra fylkinga, Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, þá dró nokkuð úr slagkrafti flokksins. Hvers vegna vannst sigurinn 1986? Það var komin þreyta í þáverandi meirihluta, sem þá hafði setið að völd- um í 12 ár samfleytt. Fólki fannst að deyfð og drungi, dugleysi og athafnaleysi, vera orðið einkenni á ráðandi meirihluta. Félag óháðra borgara var að deyja út, höfðaði ekki lengur til félagslegra viðhorfa og jafnaðarstefnu. Jafnaðar- menn, sem stutt höfðu félagið, gerðu það ekki lengur, fundu sig þar ekki heima, vildu aftur í sinn gamla flokk. Fólk vildi breytingu, nýtt fólk í bæj- arstjóm, ungt fólk með bjartsýni og at- hafnagleði í farteskinu, fólk sem væri líklegt til að taka til hendinni, gera Hafnarfjörð að góðu bæjarfélagi, sem aðrir horfðu til með viðurkenningu og aðdáun, heija bæinn til vegs og virð- ingar. Alger eining og samhugur var ríkj- andi í Alþýðuflokknum í Hafnarfirði. Listinn var skipaður ungu. lífsglöðu, vel gerðu fólki, sem tókst að slá nýjan tón í hafnfirskri pólitfk, tón sem náði eyrum íjölmargra kjósenda. Persónu- leg og félagsleg tengsl frambjóðenda Alþýðufloksins teygðu sig ótrúlega víða út um allan bæ. Jafnaðarmenn lengstum við stýrið í bæjarmálum Hafnarfjarðar Þegar litið er til þeirra 70 ára sem liðin era frá því að jafnaðarmenn unnu meirihluta í bæjarstjóm Hafnaríjarðar Stjórn Alþýðuflokks Hafnarfjarðar 1955, talið frá vinstri: Þóroddur Hreinsson ritari, Sigurður L. Eiríks- son meðstjórnandi, Helgi Sigurðs- son formaður, Vigfús Sigurðsson gjaldkeri og Þórður Þórðarson varaformaður. árið 1926 kemur þetta í ljós: Alþýðuflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í bæjarstjóm Halnarijarðar í 32 ár, verið í meirihlutasamstarfi við aðra flokka í 20 ár, en skipað minni- hluta bæjarstjómar í 18 ár. Það er þess vegna eldcert óeðhlegt, að Hafnarfjörð- ur komi í hug manna, þegar þeir ræða um Alþýðuflokkinn, stefnumörkun hans og áhrif. Okkur jafnaðarmönnum í Hafnar- firði finnst gott að búa í bæjarfélagi, sem hefur orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að viðhorf og gildismat jafnaðar- stefhunnar hafa lengst af verið höfð að leiðarljósi og ráðið ferðinni. Við jafnaðarmenn í Hafnarfirði er- um líka stoltir af flokknum okkar Al- þýðuflokknum, Jafnaðarmannaflokki Islands, og þeim áhrifum sem hann hefur haft á íslenskt þjóðfélag á 80 ára göngu sinni. Við sendum honum ham- ingjuóskir og þökk á 80 ára afmælinu. Við vonum og óskum, að hans bíði gott brautargengi og sigrar á vegferð um framtíðarlendur hins íslenska þjóð- félags. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.