Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 29

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 29 Stjórn Stefáns Jóhanns tók við völdum í gær Flytur stefnuyfirlýsingu sína á alþingi í dag 5. febrúar 1947. Hin nýja ríkis- stjórn Stefáns Jóhanns Stefánsson- ar tók við völdum á ríkisráðsfundi síðdegis í gær, eftir að hin fráfar- andi stjóm Olafs Thors hafði verið leyst frá störfum. Það er höfuðhlutverk ríkisstjómar- innar, að vemda og tryggja sjálfstæði manna og áframhaldandi velmegun og að halda áfram og auka nýsköpun í ís- lenzku atvinnulífi. Þannig hljóðar upphafið að mál- efnasamningi þeim, sem lagður hefur verið til gmndvallar hinni nýju ríkis- stjóm. En í málefnasamningnum er í fyrsta sinn hér á landi gert ráð fyrir þjóðarbúskap eftir fyrirfram saminni áætlun til þess að tryggja áframhald- andi nýsköpun atvinnulífsins, stór- felldar byggingaffamkvæmdir til þess að útrýma húsnæðisskorti og heilsu- spillandi íbúðum um land allt og víð- tækar ráðstafanir til fjái'öflunai', meðal annars með eignakönnun og skyldu- lánum, til þess að hin nýju atvinnu- tæki geti orðið landsmönnum undir- staða nægrar atvinnu og ömggra lífs- kjara í framtíðinni. Rikisstjórnin nýja á fundi með forseta íslands, talið frá vinstri: Bjarni Asgeirsson, Eysteinn Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson forsætisráðherra, Sveinn Björnsson forseti, Bjarni Benediktsson, Emil Jónsson og Jóhann Þ. Jósefsson. landsins, að koma í framkvæmd end- urskoðun á stjómarskránni, að tryggja góð og örugg lífskjör allra lands- Vilmundur Gylfason genginn úr Alþýðu- flokknum - boðaði framboð Banda- lags jafnaðarmanna 20. nóvember 1982.Vilmundur Gylfason hefur sagt skilið við Alþýðu- flokkinn. Greindi hann ffá þessu á Al- þingi síðastliðinn fimmtudag, er hann kvaddi sér hljóðs utan dagskrár. Sömuleiðis hefur hann boðað form- lega stofnun Bandalags jafnaðar- manna og lagt fram á Alþingi fyrsta mál þessa væntanlega bandalags, en það Qallar um aðskilnað löggjafar- og ffamkvæmdavalds og um beina kosn- ingu forsætisráðherra. í ræðu sinni sagði Vilmundur m.a.: „Það munu vera þinglegir siðir að láta forseta sameinaðs Alþingis og háttvirta alþingismenn um það vita, að ég, fjórði þingmaður Reykvíkinga, hefi með bréfi, dagsettu 18. nóvember 1982 til háttvirts annars þingmanns Reyknesinga, Kjartans Jóhannssonar, sagt skilið við minn gamla stjómmála- flokk, Alþýðuflokkinn, og telst því ekki lengur til þingflokks þess flokks.“ Vilmundur sagðist enn vera í stjóm- arandstöðu og að það væri fólksins vegna sárt að skilja við sinn gamlá flokk. „Við myndum bandalag gegn flokkunum. Þetta er tilraun sem kannski heppnast, kannski misheppn- ast. Það verður að koma í ljós. Innan tíðar verður lögð fram málaskrá og nafnalisti miðstjórnar og enn síðar verða framboð kynnt.“ Vilmundur Gylfason: „Viö mynd- um bandalag gegn flokkunum. Þetta er tilraun sem kannski heppnast, kannski misheppnast." Heildarlausn í framleiðslu auglýsingamerkinga Prentun risastórra mynda er leikur einn með staerstu tölvustýrðu bleksprautu- prentvél landsins. Prentun beint af tölvuskjaii tryggir skamman framleiðslutíma, hagkvæm - „ verð og óendanlega möguleika í fjöl- breytni, litum og ^ stærðum. Meðal þess sem tölvuprentarar okkar framleiða eru veggspjöld af öllum stærðum og gerðum, strætóborðar, seglborðar, veltiskilti, skilti af öllu tagi, bilamerkingar, merkingar í Ijósaskilti, gluggamerkingar, leiktjöld og fieira. Samhliða tölvuprentuninni býður Eureka aðra ifðbundna valko: í framleiðslu auglýsinga, s.s. silkiprentun, skiltagerð, skurð á limstöfum, frágang og uppsetningar. Starfsfólk Eureka veitir allar nánari upplýsingar um verð og möguleika

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.