Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 18
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 8M0 Ráðstefna um atvinnumál kvenna verður haldin föstudag- inn 22. mars, nk. á Hótel KEA á Akureyri kl. 9.30-18.00 Setning Árni Gunnarsson aðstoðarmaðurfélagsmálaráðherra Ávarp fulltrúa Akureyrarbæjar Fyrirlesarar og umræðuefni: Sérstakur opinber stuðningur við konur í atvinnu- lífinu: Ingibjörg Broddadóttir deildarstjóri í Félagsmálaráðu- neytinu: Kvennasjóður félagsmálaráduneytis. Herdís Sæmundsdóttir formaður undirbúningsnefndar um lánatryggingasjóð: Lánatryggingasjóður kvenna á Islandi. Sigurður Snævarr hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun: Forréttindi eða jákvæð mismunun? Ráðgjöf og átaksverkefni: Elsa Guðmundsdóttir atvinnuráðgjafi Sambandi ísl. sveitarfélaga á Vestfjörðum: Atvinnuráðgjöf til kvenna í þéttbýli og dreifbýli. Hulda Ólafsdóttir varaformaður atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar: Reykjavíkurborg - atvinnumál kvenna. Ávarp Félagsmálaráðherra Páls Péturssonar Ný viðhorf gagnvart konum í atvinnulífinu: Hrafnhildur Sigurðardóttir útibússtjóri, Landsbanka ís- lands: Konur og karlarsem viðskiptamenn í bönkum. Árni Magnússon aðstoðarmaður iðnaðarráðherra: Átaksverkefni iðnaðarráðuneytis. Ingunn Svavarsdóttir sveitarstjóri Öxarfjarðarhreppi: Bankahugmynd: Mixro Credit. Sigmar B. Hauksson þjóðfélagsfræðingur: Hugarfarsbreyting í atvinnumálum kvenna á lands- byggðinni. Atvinnumál kvenna í dreifbýli: Líneik Anna Sævarsdóttir endurmenntunarstjóri á Hvanneyri: Símenntun og atvinnusköpun: Auðlind í dreifbýli. Drífa Hjartardóttir formaður Kvenfélagasambands ís- lands: Átvinnumöguleikar og aðstæður kvenna á lands- byggðinni. Fyrirspurnir og umræður verða á eftir hverjum þætti. Fundarstjóri Elín Líndal formaður Jafnréttisráðs Opið hús hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri fyrir ráðstefnugesti. Vinsamlegast skráið þátttöku til félagsmálaráðu- neytisins s. 560 9100 fyrir 20. mars n.k. Þátttökugjald er 1.000,-kr. og er matur og kaffi innifalið. Alþýðublaðið minna en Mogginn ■ Jóhanna Egilsdóttir sagöi að aldrei hefði verið grátið jafnmikið við nokkra jarðarför og við útför Jóns Baldvinssonar. Hann var forseti ASÍ og formaður Alþýðuflokksins 1916-1938. Hans er minnst sem heiðarlegs drengskapar- manns sem barðist þrotlaust í áratugi fyrir mannréttindum íslenskra laun- þega. Við bregðum upp svipmynd af Jóni með ummælum samferða- manna, en kannski lýsa eftirmæli Kristins Grímssonar, sjómanns í Hafnar- firði, best þeim hug sem íslensk alþýða bar til Jóns Baldvinssonar: Vel sé þér, Jón Baldvinsson, fyrir kjarkinn, Ijósið og lífið, sem þú færðir okkur Allan námstíma sinn, sem stóð í átta ár, bjó Jón á heimili þeirra sæmdar- hjóna, Skúla og Theódóru Thoroddsen skáldkonu. Má nærri geta, hve gagn- legt hefur verið fyrir hann að kynnast Skúla, sem þá stóð í fremstu víglínu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og fá að dvelja á gestkvæmu men- ningarheimili þeirra hjóna. Jóhanna Egilsdóttir verkalýðsleiðtogi Um Jón Baldvinsson og þýðingu hans fyrir rslenskan verkalýð verður enginn ágreiningur. Hann og verk hans verða því meir metin, sem tíminn sýnir betur hið varanlega gildi þeirra. Hans verður minnst löngu eftir að þeirra nöfn eru gleymd, sem meiri voru hávaðamenn. Haraldur Guðmundsson, formaður Alþýðuflokksins 1954-56 Jón Baldvinsson hefur mótað alþýðuhreyftngu íslands, og hún mun lengi bera hans svip, enda var hann sjálfur mótaður af þeim jarðvegi, sem hún er vaxin af.... Það má um Jón Baldvinsson segja, sem meistari Jón segir um einn af postulunum, að hann hafi verið hinn besti formaður. Þess má alþýðuhreyftngin minnast. og raunar allir íslendingar. Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands 1952-68 Þegar ég man fyrst eftir Jóni Baldvinssyni á fundum innan alþýðusamtakanna eða á stjómmála- fundum, þar sem hann mætti and- stæðingum, sópaði ekki að honum. Hann stóð kyrr í ræðustóli, talaði fremur lágt og hnitmiðaði setningar- nar, hreyfði sjaldan hendur eða leit upp snögglega. Hann var tæplega meðalmaður á hæð, en afburða þrekinn og held ég að hann hafi verið herðabreiðari en flestir menn aðrir. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður og rithöfundur Mannþekkingu sína öðlaðist Jón Baldvinsson í samstöðu sinni við strit- fólkið á uppvaxtarárunum. Starfið var hans skóli og það var góður skóli. Hann æðraðist aldrei og er þó óhætt að segja, að stundum var ástæða til þess, ekki síst þegar hann sá að verið var að sundra þeim samtökum, sem hann hafði unnið að að skapa í næstum því aldarfjórðung. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson Hann var æðsti maður þjóðarinnar, er hann lést. Hallbjörn Hjartarson prentari og ritstjóri Hann var stórmenni á Islandi. Hans Nielsen, danskur þingmaður Vel sé þér, Jón Baldvinsson, fyrir kjarkinn, ljósið og lífið, sem þú færðir okkur. Kristinn Grimsson, sjómaður, Hafnarfirði Jón Baldvinsson, fyrsti þingmaður jaf- naðarmanna hér á landi, sker sig ekki frá meðalmönnunum á þingi. Hann er snotur yfirlitum, feitur og bústinn, meinfeysislegur á svip en þrákelknislegur, dálítið undirfurðu- legur, vel greindur og talsvert kænn. Enginn atkvæðamaður er Jón á þingi. Er hann fremur óáheyrilegur ræðu- maður, talar slitrótt og furðulítið gætir sannfæringarkrafts stefnunnar í ræðum hans. Honum finnst skylda sín að tala í hveiju máli, að heita má, og á næstum því eins erfitt með að þagna og Pétur Þórðarson. Magnús „Stormur" Magnússon Ég hef aldrei séð jafn mikið grátið við jarðarför og þegar útför Jóns Baldvinssonar var gerð. Jafnvel harðgerðir karlar af eyrinni gátu ekki hamið tilfmningar sínar og sáust vatna músum. Jóhanna Egilsdóttir Margir munu hafa litið svo á, sem viðkvæmni væri honum ekki eiginleg. En í raun og veru var hann sérlega viðkvæmur og stór í lund, en duldi það fyrir flestum. Ég minnist atviks er ég sá honum hrjóta tár af augum, er við ræddum ákveðið mál. Skildi ég þá hve viðkvæmt hjarta sló í bijósti þessa sterkbyggða manns, sem duldi sig fyrir öllum þorra manna hvað til- fmningar snerti. Engan mann hef ég þekkt sem talaði af meiri varfæmi um hina harðvítugustu pólitísku and- stæðinga sína og þótt hjarta hans blæddi af sorg yfir vissum atburðum, þá voru ekki bölbænir eða stóryrði í garð þeirra, sem þeim höfðu valdið. Það var virðingu hans ekki samboðið. Sigurjón A. Ólafsson verkalýðsforingi og alþingismaður Alþýðuflokksins Menntamálaráðuneytið Styrkir til framhalds- náms í dönsku Danska menntamálaráðuneytið veitir á skólaárinu 1996- 97 íslenskum dönskukennurum 3 styrki til framhalds- náms eða rannSókna við háskóla í Danmörku. Styrkirnir verða veittir: 1. Starfandi dönskukennurum í grunn- og framhalds- skólum, sem lokið hafa að minnsta kosti BA prófi í dönsku eða BEd prófi með dönsku sem valgrein. 2. Háskólastúdentum sem lokið hafa því námi sem til- greint er í lið 1. hér að framan og vilja búa sig undir dönskukennslu með frekara námi. Styrkþegar þurfa sjálfir að afla sér skólavistar í háskóla- stofnunum í Danmörku, en danska menntamálaráðu- neytið mun að einhverju leyti geta haft milligöngu um að útvega styrkþegum skólavist. Hver styrkur er að upphæð 50.000 danskar krónur og skal notaður til að greiða ferðakostnað, uppihald og annan kostnað í Danmörku. Umsóknir um styrkina fyrir skóla árið 1996-97 sendist fyrir 15. apríl til: Dansk-islandsk Fond Skt. Annæplads 5 DK-1250 Kobenhavn K umsóknum skulu fylgja upplýsingar um fyrra nám og störf umsækjenda. Jafnframt skal gerð grein fyrir fyrir- huguðu námi eða rannsóknum. Nánari upplýsingar veitir formaður Dansk-islandsk Fond: Professor Hans Bekker-Nielsen Vibækvej 22 Brændekilde 5250 Odense SV Sími: 0045 6596 3087

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.