Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 15
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐK). 15 aftra sér frá því að berjast fyrir um- bólamálum, jafnvel þótt við ofurefli sé að etja.“ Þegar þú lítur yfir litríkan feril, hverju ertu þá stoltastur af? „Ef ég er stoltur af einhveiju þá er það að hafa haft tækifæri til að rétta Eystrasaltsmönnum hjálparhönd þegar þeir þurftu á að halda. Sjálfur gerði ég mér enga grein fyrir því hversu mikils metið það var af þeim sjálfum. Þetta hefði ég náttúrlega ekki gert nema vegna þess að baki bjó djúp sannfær- ing sem má rekja aftur til áhuga míns unglingsárum á marxisma, þjóðfélags- tilrauninni um sovétið og þeirrar þekk- ingar sem ég hafði aflað mér á löngum tíma um þau skelfilegu örlög sem þessar þjóðir og þjóðir Sovét Gúlags- ins máttu þola. Þetta hefði enginn utanríkisráðherra gert sem hefði farið að ráðum ríkjandi viðhorfa í embættis- mannakerfinu, samanber til dæmis viðbrögð kollega minna sósíaldemó- kratískra utanríkisráðherra í Svíþjóð og Noregi, sem brugðust illa við og líktu þessu við ævintýramennsku. Þeg- ar þeir komust að raun um að þetta var ekki ævintýramennska þá voru þeir fljótir að skipta um plöm.“ Nú ertu stjómarandstöðuþingmað- ur. Það er kannski inargt sem hentar stjómmálamanni eins og þér betur en það hlutskipti. „Það er held ég nokkuð tvíeggjað. Persónulega er ég ekki hinn náttúrulegi stjómarandstæðingur. Mér hundleiðist hið hversdagslega þingnagg; og fyrir- spumarleikir við ráðherra og þings- ályktunartillögur til þess eins að vekja athygli á sjálfum sér þykja mér fremur fánýt iðja. En að svo miklu leyti sem pólitík snýst um að vinna hugmyndum fylgi, þá lætur mér prýðilega að vera í stjómarandstöðu. Síðan er það svo að eftir átta ára valdaferil þá tekur það okkur, sem ein- staklinga og Alþýðuflokkinn í heild, einhvern tíma að móta þann farveg sem stjómarandstöðubarátta okkar að lokum finnur sér.“ Nú heyrist alltaf öðru hvom að þú sért á leið út úr pólitíL ,,Ég er sonur stjómmálamanns og er sannfærður um að hið linnulausa álag á stjómmálamönnum er miklu meira en það var fyrir einhverju áratugum síðan. Sá tími er liðinn að menn sitji áratugum saman í forystu íyrir stjóm- málaflokk. Sjálfur hef ég sagt að erindi mínu sé ekki alveg lokið í pólitík. Meginverkefnið er auðvitað það að staða Alþýðuflokksins er ekki viðun- andi eins og hún er í dag og hlutur jafnaðarstefnunnar í þessu þjóðfélagi er ekki eins stór og henni ber. Tíminn í stjómarandstöðu er til þess að breyta því. Ég mun ekki gera það einn, en ég vil leggja mitt af mörkum.“ Áttræður róttæklingur Og hlutverk Alþýðuflokksins ef það er sett í nokkur orð? „Alþýðuflokkurinn hefur alltaf verið róttækur umbótaflokkur, gengið gegn ríkjandi ástandi og til að bytja með er aldrei meirihluti í neinu þjóðfélagi lyr- ir róttækum breytingum. Eg kalla þetta stundum í gamni og alvöru að Alþýðu- flokkurinn sé pólitískur verktaki fram- úrstefnuhugmynda. Hlutverk Alþýðu- flokksins er að gera það sem aðrir hafa ekki vit á eða þora ekki að gera.“ Ertu sáttur við þetta hlutverk flokks- ins? „Þetta er auðvitað glæsilegt hlut- verk. Ef áttræður öldungur er enn um- deildur vegna þess að hann er ósáttur við ríkjandi ástand og fullur af hug- myndum um breytingar, er hann þá ekki fullsæmdur af slíkri umsögn? Sér- staklega þegar litið er á aðra sem yngri em og hafa löngum samsamað sig ríkj- andi ástandi og hafa ekkert til málanna að leggja. Líttu á það út ffá sjónarmiði hinna flokkanna. Hvert er hlutverk Fram- sóknarflokksins, sem er jafnaldri okkar því sem næst? Hvað hefur hann gert? Hann hefur alltaf verið að basla við að veija undanhald. Hver var hugmynda- fræði Jónasar frá Hriflu? Hún snerist um það að koma í veg fyrir þéttbýlis- myndun og halda fólki í sveitum. Nefndu mér eitthvað stórmál, umbóta- mál, framúrstefnumál sem Framsókn- arflokkurinn hefur beitt sér íyrir. Það er ekki til. Líttu á Alþýðubandalagið. Það er auðvitað þyngra en tárum taki að Ef áttræður öldungur er enn umdeildur vegna þess að hann er ósáttur við ríkjandi ástand og fullur af hugmyndum um breyt- ingar, er hann þá ekki fullsæmdur af slíkri umsögn? flokkur með þessa fortíð vilji ekki ræða fortíðina. A hveiju á hann þá að byggja í samtíðinni og framU'ðinni? Sá sem ekki getur litið án kinnroða til for- tíðar sinnar er stundum með svolítið brogaðan persónuleika. Líttu á íhaldið. Ginnungagapið milli sunnudagspredikunarinnar um frelsið, einkaframtakið og svo sögu flokksins. Svo spyr ég stelpumar í Kvennó af því ég veit að þær eru að grufla í eigin rósagarði; Hverju hefur Kvennalistinn - fengið áorkað?" Að lokum. Er ástœða til að hafa áhyggjur afframtíð Alþýðuflokksins? „Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Alþýðuflokknum. Hann hefur oft átt í vök að verjast og verið talinn af. í lífi Alþýðuflokksins hafa kannski oftar skipst á skin og skúrir en í lífi annarra stjómmálaflokka. Eftir stendur að Al- þýðuflokkurinn hefur alla tíð verið sá sem vísað hefur leiðina. Það er hann sem hefur mtt braut nýjum hugmynd- um, hefur oft goldið þess, en gjaman haft sitt fram að lokum. Davíð Stefáns- son segir að fæstir njóti eldanna sem fyrstir kveikja þá, en það breytir ekki því að engin glóð verður til nema ein- hver þori að kveikja." ■ Þegar ég lít yfir farinn veg þá sé ég að við vorum engar pólitískar samlokur og engan veginn nánir samstarfs- menn. Hitt er annað mál að ég mat þennan mann mikils og mér þótti alla tíð vænt um hann. Hann var væntum- þykjanlegur maöur, mikill garpur og skapsmaður. En ef litið er á feril hans þá má segja þetta: Honum lét betur að vinna sigra en að vinna úr þeim. því sem lengra h'ður á. Það er enginn vafí á því að Gylfi var tímamótamaður og ásamt nánustu samstarfsmönnum sínum hinn hugmyndalegi frumkvöð- ull Viðreisnarinnar. Hann er besti menntamálaráðherra sem við höfum átt fyrr og síðar og alveg ótvírætt yfir- burðamaður." Eilíft stríð milli tilfinninga og skynsemi Þú hefur orð á þér fyrir að vera lit- ríkur og umdeildur stjómmálamaður. Lengi varstu efstur á lista yfir óvinsœl- ustu stjómmálamenn landsins. „Það á út af fyrir sig eðlilegar skýr- ingar. Hvenær voru þessar óvinsældir fyrst mældar? Það var í fyrstu geming- Svo lengi sem ég er sannfærður um að ég sé að fylgja fram mál- um sem eru nauðsyn- leg og rétt þá hef ég aldrei velt því fyrir mér hvort það væri einhver spurning um það að beygja af, slá af eða láta undan síga. Ég hef tekið slaginn og oft haft gaman af því. arhríðinni vegna þess sem andstæðing- amir kölluðu matarskattinn. Fjámtála- ráðherrann var að keyra í gegn skatt- kerfisbyltingu og var ekki vanþörf á, því skattkerfið var ónýtt. Á þessunt fyrstu sex mánuðum mínum í fjár- málaráðuneytinu var stokkað upp, komið á staðgreiðslu og settur á sam- ræmdur söluskattur, þarmeð á mat- væli. Stjómarandstaðan fór náttúrlega hamfömm. Þetta var gríðarleg pólitísk gemingarhríð svipað og þegar Sighvat- ur fór í gegnum brimskaflana þegar hann tók fyrst á heilbrigðismálunum. Annað mál, sem hefur kynnt undir óvinsældir, er svipuð gemingarhríð í kringum EES samninginn. Hann var persónurgerður í mér. Oll þau öfl, sem kenna sig við þjóðlega íhaldssemi, fóm hamfömm og grófú upp mynd af landráðamanni. Þriðja lotan var Gatt samningurinn. Fjórða málið var vegna baráttu í landbúnaðarmálum, sem pól- itískir andstæðingar okkar hafa notfært sér til að gera Alþýðuflokkinn, og þá mig að persónugervingi fjandskapar við bændur. hin í þetta blandast síðan nokkrar lotur af ásökunum um vafa- saman heiðarleika. Hvað segir þetta okkur? Umdeildur stjómmálamaður, já. Vegna tiltekinna umbótamála sem ég hef beitt mér fyrir og andstæðingamir kenna við landráð eða flestar ódyggðir. Ég hef með öðr- um orðum ekki siglt lygnan sjó, frekar en flokkurinn sjálfur. Er þetta persónulegt mál? Hefur þetta eitthvað að gera með mína per- sónu? Já, sjálfsagt. Ég á það líklega sameiginlegt með karli föður mínum að á mínum pólitíska ferli hef ég verið baráttumaður, ég hef ekki siglt í logni. Svo lengi sem ég er sannfærður um að ég sé að fylgja fram málum sem em nauðsynleg og rétt þá hef ég aldrei velt því fyrir mér hvort það sé einhver spuming um að beygja af, slá af eða láta undan síga. Ég hef tekið slaginn og oft haft gaman af því.“ En stundum hlýturðu að hafa tekið þetta nœrri þér? ,Já, já, mikil ósköp. Eða hvað?“ Ertu lítill tilfinningamaður? „Nei. Þetta er ekkert nema eilíft stríð milli tilfinninga og skynsemi. Það ei- lífa basl.“ Skynsemin virðist yfirleitt hafa yfir- höndina ípólitíkinni. „Nei, sennilega þvert á móti. Skyn- samur pólitíkus hefði aldrei gert það sem ég hef gert heldur flotið áfram. Ástríðan í pólitíkinni er sú að láta ekki iMÍ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.