Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 23
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 23
■ Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, sem starfaði manna lengst á ritstjórn Alþýðublaðsins, minnist í grein
eldhugans og frumherjans Ólafs Friðrikssonar, sem var einn af stofnendum Alþýðuflokksins,
fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins og einn helsti baráttumaður jafnaðarstefnunnarf/rstu árin
Pílviður í veðraham
„Guð gaf okkur Ólaf Friðriksson.
Hann kom til okkar einmitt þegar við
þurftum mest á honum að halda.“ -
Þetta sagði gömul kona við mig fyrir
mörgum árum, og ég hef oft hugsað
um þessi orð hennar. - Það er næstum
því yfirnáttúrulegt hvernig þróunin
eða fólkið sjálft fmnur hæfa menn til
starfa að þjóðfélagshreyfingum í hvert
sinn. Þeir heyra til ákveðnu tímabili,
móta það og byggja upp, en hverfa
síðan eins og hlutverki þeirra hafi ver-
ið lokið, en aðrir taka við og halda
byggingunni áfram. Og þannig leysir
einn annan af hólmi.
Það var rétt hjá konunni. Ólafur
Friðriksson kom á réttum tíma. Allir
hinir miklu hæfileikar hans tilheyrðu
ákveðnu tímabili, urðu þá fullnýttir til
lífsbóta fyrir fólkið og þjóðina. Hann
var maður plægingar og sáningar, en
ekki hægfara ræktunar og uppskeru-
starfs. Hann var uppreisnarmaður í
eðli sínu, eldhugi og hugsjónamaður,
kyndilberi í broddi fylkingar, en ekki
samningamaður til langframa. Jón
Baldvinsson hefði ekki getað unnið
starfið, sem hann vann og Ólafur ekki
það, sem Jón vann. En báðir voru
jafnnauðsynlegir - beggja starf jafn-
giftudrjúgt fyrir alþýðuna. An annars
hvors væri hér öðruvísi um að litast
meðal alþýðu.
Skapgerð jafnaðarman.is
Snörustu þættimir í skapferli Ólafs
Friðrikssonar voru réttlætiskennd og
hugrekki. Hann stökk á fætur þegar
hann varð vottur að því, að óréttlæti
ætti að fremja eða hefði verið framið
gagnvart einstaklingum eða stéttum
og þá varð allt undan að láta ákafa
hans og baráttuvilja. Það var þessi ríki
þáttur í skapgerð hans sem gerði hann
að jafnaðarmanni á Kaupmannahafn-
arárum hans, enda var verkalýðshreyf-
ingin þar að taka eldskímina og blað
hennar lýsandi kyndill. Þá vom áhrifa-
mestu blaðamenn hreyfingarinnar, auk
stjómmálamannsins Borgbjergs, A.C.
Meyer, Peter Sabroe og Norman
Bryn, sem allir fóm um landið þvert
og endilangt og skám upp herör, leit-
uðu að olnbogabörnum, sem höfðu
orðið að þola margvíslegt óréttlæti, og
tóku að sér málstað þeirra. Ólafur
Friðriksson minntist oft á starf þessara
manna og sagði mér frá einstökum
málum, sem þeir höfðu gert að blaða-
máli og hvemig þeir réttu hlut lítil-
magnanna, sem sviknir höfðu verið,
hnepptir í þrældóm og kúgaðir. Hann
dáðist að þessum mönnum, og ég er
sannfærður um að þeir höfðu tendrað
þann neista, sem gerði Ólaf að svo
miklum brautryðjanda verkalýðs-
hreyfingarinnar og réttlætisins á ís-
landi, er raun varð á, enda varð ég
næstum því daglega var við þennan
loga í störfum og athöfnum Ólafs öll
þau mörgu ár, sem við unnum saman.
„Nú getum við allir farið
saman í bíó"
Ég hef talað við tvo æskuvini og
leikbræður Ólafs Friðrikssonar: Guð-
mund Bjamason bakara, sem nú er lát-
inn, en frásögn hans er í bók minni
„Við sem byggðum þessa borg“ og
Thor J. Brand, fyrrverandi þjóðgarð-
svörð. Þeir voru jafnaldrar og léku
saman á Eskifirði. Báðum ber þeim
saman í lýsingum á skapferli vinar
síns. Hann var ráðríkur nokkuð í leikj-
um, en sættist eins og hendi væri veif-
að. Eigingjarn fyrst í stað yfir leik-
föngum sínum, en gaf þau síðan fljót-
lega. Hann var svo hjálpsamur, að það
var eins og það væri hans mesta nautn
að hjálpa öðrum. Hann kom þeim oft
á óvart með uppátækjum sínum og bjó
til ævintýri og nýjungar, sem komu
þeim í opna skjöldu. Hann var svo
tryggur í lund, að aldrei var hægt að
efast um einlægni hans. Það vom ekki
til svik í munni hans né framferði
gagnvart þeim eða öðmm, en uppá-
tækin vom mörg og margvísleg.
„Það var eiginlega aldrei hægt að
vita hverju hann tæki upp á.“
En alltaf varð það til gamans og
skemmtunar í leikjum, aldrei hrekkir
eða á neinn hátt til miska.
Ég held að Ólafur Friðriksson haft
alla tíð verið svona. Ég gleymi ekki
atviki, sem ég varð einu sinni vottur
að fyrir utan Gamla bíó. Ég var að
fara af ritstjóminni, en
staðnæmdist um stund á
pallinum við Alþýðu-
hússdymar. Ég sá hóp af
smástrákum, sem góndu
upp á myndir í sýningar-
glugga kvikmyndahúss-
ins.
Allt í einu vatt Ólafur
sér fram hjá mér og
gekk hratt upp Ingólfs-
stræti. Hann staðnæmd-
ist snögglega hjá strák-
unum og fór að glápa
eins og þeir upp í glugg-
ann. Allt í einu segir
hann:
„Mikið afskaplega
langar mig í bíó.“
Strákamir litu upp á
þennan skeggjaða karl,
en sögðu ekki neitt. Þá
segir Ölafur:
„Eigið þið nokkra
aura fyrir bíó, strákar?"
Þeir óku sér og Ólafi
mun hafa skilist að lítill
sjóður væri í vösum
þeirra. Hann fór þá að
leita í sínum eigin vö-
sum, tíndi upp aura úr
öllum vösum, sagði ein-
um að koma með lófana
og lét í þá en allir strák-
amir urðu að augum og
eyrum og hópuðust
kringum sjóðinn. Svo var farið að
telja.
„Nei, þetta er ekki nóg,“ sagði Ól-
afúr.
Strákarnir fóru að tína saman úr
sínum vösum og svo var enn tahð. Ól-
afur lét áhyggjur í ljós og þreifaði í
bijóstvasa sinn og kom upp með seðil.
„Þetta vissi ég ekki,“ sagði hann,
,Uiú skulum við telja einu sinni enn,“
og Ólafur leiðrétti talninguna. Svo
ljómaði hann og kallaði:
„Það nægir og nú getum við allir
farið saman í bíó. Það er svo gaman
að fara margir saman.“ Og öll hersing-
in hvarf inn um dymar á Gamla bíó.
Allir voru þeir kátir, en kátastur held
ég að Ólafur Friðriksson hafi verið.
Þó að þetta sé ekki merkileg saga,
þá hygg ég að hún lýsi Ólafi Friðriks-
syni vel.
Fundur við Ólaf
Þegar ég var að alast upp á Eyrar-
bakka var alþýðan að valoia til með-
vitundar um sinn vitjunartíma. Verka-
mannafélag hafði verið stofnað þar
mjög snemma, eða 1904, og margir
sjómenn höfðu kynnst Bárunni í
Reykjavík. Gamall maður var útsölu-
maður Dagsbrúnar og eftir mikið staut
fékk ég föður minn til þess að gerast
áskrifandi. Ég gleypti í mig allt, sem
stóð í blaðinu. Hvert einasta orð var
eins og talað út úr mínu hjarta. Brátt
gerðist ég vígreifur talsmaður blaðsins
og kom með svo marga áskrifendur,
að gamli maðurinn varð undrandi:
„Hvemig ferðu að þessu?“ spurði
hann, en ég vissi það ekki, sagði:
„Ég bara tala og læt karlana aldrei í
friði.“
Gamli maðurinn hafði lengi átt við
vanheilsu að stríða og einu sinni sagði
hann við mig, að hann yrði að hætta
að starfa fyrir blaðið, hvort ég gæti
ekki tekið það að mér. Og það varð úr,
en um líkt leyti var Dagsbrún lögð
niður og hafm útgáfa á dagblaði, Al-
þýðublaðinu. Ég starfaði svo að sölu
þess þetta eina ár, sem ég átti eftir að
eiga heima á Eyrarbakka. - Vitanlega
las ég allt, sem Ólafur Friðriksson
skrifaðij og allt sem um hann var
skrifað. Ég hlustaði líka af ákafa þegar
um hann var talað, og það skipti alveg
í tvö hom, eins og gera má ráð fyrir
þegar rætt var um mann, sem vakti
svo mjög storma og stríð sem hann.
Svo gerðist það, að ég hvarf til
Reykjavíkur til þess að reyna að fá
eitthvað að gera. Og þá hitti ég Ólaf.
Ég kom í afgreiðslu Alþýðublaðsins
til að ræða við afgreiðslumanninn,
Sigurjón Á. Ólafsson. Þar sá ég vel-
klæddan mann með skegg og hattinn
aftur á hnakka. Ég trúði varla mínum
eigin eyrum þegar Sigurjón kynnti
okkur. Ég hafði gert mér allt aðrar
hugmyndir um þennan mikla baráttu-
mann og brautryðjanda. Hann tók mér
ljúfmannlega, ræddi við rrúg nokkra
stund, en bað mig sfðan að koma heim
til sín um kvöldið. Þá átti Ólafur
heima í tumherbergjum Iðnskólans og
þar sat ég langt fram á kvöld. Þama
vom fleiri gestir, þar á meðal Pétur G.
Guðmundsson, Ingólfur Jónsson og
fleiri. Rætt var eingöngu um málefni
verkafólks, jafnaðarstefnuna, ástandið
í landinu. Baráttugleðin sindraði af
Ólafi. Allt virtist honum fært. Hvergi
sá hann svo miklar torfæmr, að þær
yrðu ekki yfirunnar. Það var eins og
ég laugaðist einhvers konar birtu, sem
mig hafi að vísu dreymt um, en aldrei
trúað á í raun og veru. Og upp frá
þessum degi vomm við Ólafur vinir
og samheijar. Hins vegar skarst stund-
um í odda, en aldrei erfði hann neitt
ósamkomulag eða deilumál. Eins og
gefur að skilja koma upp fjölmörg
deilumál í nýjum samtökum, en Ólaf-
ur átti alltaf ákaflega erfitt með að
sætta sig við þau og virtist undrandi
hvað þau höfðu mikil áhrif á störf ein-
stakra félaga. Ég get ekki í þessum
stutta þætti um Ölaf rakið dæmi um
þetta. Að vísu tók Ólafur ákafan þátt í
deilum og átti stundum upptök að
þeim, en það var einna líkast því, sem
hann liti á þær sem umræður, leik,
sem styrkti samheldnina í baráttunni,
en gætu ekki orðið til sundmngar eða
vinslita. Þá varð hann oft fyrir von-
bngðum.
Ræðumaðurinn sem
eftir var tekið
Eldri Reykvíkingar muna funda-
höld fyrri tíma. Þá vom allir stórfundir
haldnir í Bámnni og þaðan man ég Ól-
af Friðriksson best sem fundamann.
Hann gekk alltaf fremstur í átökum.
Hann gekk aldrei settum ákveðnum
skrefum upp að ræðupúltinu, heldur
stökk hann þangað, sneri sér strax að
umræðuefninu og slöngvaði slagorð-
unum yfir fundarmenn. Það þýddi
ekkert fyrir andstæðing-
ana að ætla sér að slá
hann út af laginu með því
að kalla ffam í fyrir hon-
um, því að tafarlaust svar-
aði hann fyrir sig á þann
hátt, að sá sem kallaði
varð að athlægi. Þá greip
hann stundum til orða-
leikja. Eins og þegar einn
helsti íhaldsjaxlinn, sem
aldrei hafði dýft hendi í
kalt vatn, kallaði fyrir-
spum til hans um málefn-
ið, sem um var rætt og
Ólafur lét sig hafa það að
kalla á móti:
„Snáfaðu niður á eyri.“
-Og Báran nötraði af
hlátri, því að engum hafi
til hugar komið, að slíkur
maður gæti nokkuð unnið
að gagni niðri á eyri.
Ég held að mér skjátlist
ekki, að öll fyrstu árin
hafi Ólafur verið á fund-
um á hverju einasta
kvöldi. Þá voru fundir
verkalýðsfélaganna bar-
áttufundir, og alltaf var
Ólafur helsti ræðumaður-
inn. Fólkið kom til Ólafs
og sagði:
„Við þurfum að halda
fund.“
, Já,“ sagði Ólafur.
„Hann verður að vera annað kvöld,
og þú verður að tala.“
„Já,“ sagði Ólafur, „um eitthvað
sérstakt?"
, Ja, við þurfum að segja upp sarrrn-
ingum."
, Já,“ sagði Ólafur.
Svo auglýstu menn fundinn, gengu
frá fundarhúsinu - og svo kom ðlafur
þjótandi, stökk upp á ræðupallinn og
talaði eld í fólkið.
Ég man ekki til þess, að Ólafur væri
í samninganefnd. Það getur þó verið,
að hann hafi einstaka sinnum átt sæti
við samningaborð andspænis útgerð-
armönnum, en hann var ekki lagaður
fyrir shka fundi, undi sér þar ekki og
leiddist þeir. Hins vegar var hann allt-
af harðastur allra manna i kaupdeilum,
samþykkti síðastur tilboð, gekk alltaf
lengst i kröfum. Hann reiddist illa að
því er virtist, ef einhver dró úr eða
taldi deilu tapaða. Einu sinni áttu
verkakonui í harðvítugri deilu og
Dagsbrún lenti í henni líka. Á smá-
fundi hvatti ég til samninga ef unnt
væri, taldi aðstöðu verkakvenna erf-
iða, vildi reyna að semja, en fara síðan
aftur af stað að ári. Ólafur réðst harka-
lega á móti þessu og verkfallinu var
haldið áfram. Daginn eftir tók Ólafur
mig afsíðis, vildi tala við mig einslega
og sagði og studdi hendinni á öxlina á
mér:
„Hefði þetta verið í byltingunni, þá
hefi ég fyrirskipað að skjóta þig. Það
er dauðasök að tala um uppgjöf þegar
komið er að örlagastundu.“ - Hann
hefði hvorki skotið einn eða neinn.
Annars kom okkur Ólafi alltaf mjög
vel saman. En honum lynti illa við
þunglamalega þumbara, sem voru
lengi að velta málum fyrir sér og tóku
ekki hreina afstöðu. Olafur var ekki
„theoretiskur" jafnaðarmaður. Það
voru tilfinningamar og hjartað, sem
stjómuðu honurn. Hann var baráttu-
maður augnabhksins og lifði því full-
komlega. Hann veifaði hendi afger-
andi þegar rætt var um framtíðarverk-
efni. Koma dagar, koma ráð. Hann
kom ekki nærri fjármálum, enda
fannst honum alltaf að þau skiptu ekki
miklu máli. Og þó var hann alltaf að
berjast fyrir fimmeyringum handa
fólkinu.
Eldhugi og brautryðjandi
Við unnum mörg ár saman við rit-
stjóm Alþýðublaðsins, og þó að hann
væri ekki fastur starfsmaður, kom
hann daglega og oft á dag. Eins og
kunnugt er hafði Ólafur mikla unun af
náttúmfræði og fór víða um land og
skoðaði það, gróður þess, jarðmynd-
anir og annað. I blaðinu er langur
greinaflokkur um landið og gróður
þess, sem hann skrifaði og undirritaði:
Náttúruskoðarinn. Meðan hann var rit-
stjóri í seinna sinni, stóð hann í stöð-
ugum bréfaskriftum út um heim og
pantaði rit og fræ og plöntur. Bréf bár-
ust í tugatali og fræbögglar, stönglar
og plöntur í moldarkögglum. Mér var
illa við þetta drasl, en Ölafi gramdist,
ef hann varð var við það, og sagði sem
satt var, að á þessu hefði ég „hreint
ekkert vit“. Það var hann, sem flutti
inn pílviðinn og þess vegna minnist ég
alltaf Ólafs þegar ég sé í görðunum
þessa harðgerðu viðartegund. Ólafur
fékk ósköp af teinungum utanlands frá
og auglýsti svo í Alþýðublaðinu, að
hver sem hafa vildi gæti komið og
fengið pflvið, „stinga honum bara nið-
ur í moldina, og svo vex hann“. Og
svo birtum við daglega í blaðinu: „Tfu
fengu pílvið í gær“, „Þrjátíu hafa
fengið pílvið.“ „837 hafa nú fengið
pílvið í Reykjavík." - Ólafur fékk
land í Fossvogi, sem hann kallaði
Faxafen - og þar stundaði hann margs
konar ræktun. Eitt sinn sýndi hann
mér fúllan poka af fræi:
„Það er bara að strá því á jörðina,
svo kemur það upp,“ sagði hann.
Ólafur hafði mörg jám í eldinum.
Hann var sískrifandi. Hann lét mig
einu sinni sjá handritasafn sitt. Þama
vom drög að smásögum og drög að
leikritum. Nokkrar bækur komu frá
hans hendi undir höfundamafninu Ól-
afur við Faxafen. Einu sinni minntist
ég á það við hann, hvort hann vildi
ekki skrifa endurminningar sínar.
Hann féllst á það. Ég sagði eitthvað á
þá leið, að ég skyldi tala við útgef-
anda, hann mundi borga mjög vel, en
þó ekki fyrr en handrit lægi íyrir, þá
mundi hann borga það kontant og eins
ef um tvö bindi yrði að ræða. ðlafur
hafði áhuga á þessu og svo hittust þeir
heima hjá mér, útgefandinn og Ólafur,
og ágætir samningar tókust. Svo liðu
mánuðir og þeir urðu að ári. Þá spurði
ég Ólaf hvemig gengi.
,Jú,“ sagi hann. ,JÉg er nú alltaf að
rannsaka Esjuna. Fyrsta bindið verður
um hana.“ -
„Fáir njóta eldanna, sem fyrstir
kveikja þá.“ Atvikin, örlögin, eða
hvað menn vilja kalla það, urðu á
þann veg, að tímabil Ólafs Friðriks-
sonar stóð ekki nema í um það bil þrjá
áratugi. Hann var eldhugi og braut-
ryðjandi, en ekki maður þrautseigs,
þreytandi og langvinns baráttustarfs.
„Bara stinga því niður í moldina,
svo kemur það upp.“
Hann varð einfari hin síðari ár og
svo varð hann sjúkur.
En hrópandans rödd í eyðimörkinni
var sterk og myndug. Hann vakti fólk-
ið af svefhi, hann reif það upp úr mók-
inu, hann hratt því af stað. En hraðinn
var svo mikill í þjóðfélaginu að jafn-
vel sá, sem horfði hæst og sá víðast,
gat ekki fylgst með. En starfið lifir hjá
fólkinu eins og pflviðurinn skýlir nú
mörgum gróðri og stendur af sér öll
veður styrkur og grænn. ■