Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996
■ Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur skrifar um þá áráttu Alþýðuflokksins að vera sífellt að klofna
og þá helstu klofningsmennina: Héðin, Hannibal og Vilmund
Klofningur á klofning ofan
Innan allra lýðræðisflokka geta orðið átök um dæg-
urmál, og hverjum flokksmanni á að vera það
heimilt að beijast fyrir skoðun sinni, þar til ákvörð-
un hefur verið tekin af réttum þar til kjömum aðila.
Þá ber að fylgja henni eða draga sig í hlé... Enginn
flokkur getur einbeitt sér né orðið áhrifaríkur nema
einstaklingar hans hafi vilja og hollustu til þess að
halda hópinn á þeirri braut, sem ákvörðuð hefur
verið.
Sprenging í Alþýduflokknum. Skopmynd úr
Speglinum. Hannibal og Gylfi sækja að Stefáni
Jóhanni með rýting á lofti. Guðmundur í. Guð-
mundsson og Haraldur Guðmundsson standa að
baki formanninum.
Svo mælti Stefán Jóhann Stefáns-
son, formaður Alþýðuflokksins til 14
ára, í endurminningum sínum, - ekki
frír við beiskju. I formannstíðinni
reyndi Stefán Jóhann sem sé á eigin
sldnni slíkan skort á „hollustu" við
flokkinn, - þegar menn settu „einka-
skoðanir ofar flokksályktunum", eins
og hann nefndi það; það var árið 1952
og þegar endurminningamar komu út
fimmtán árum síðar sveið honum enn
í sárin.
Víst er, að litið er á slíkan skoðana-
ágreining innan lýðræðisflokka mis-
jöfhum augum eftir því hver horfir á;:
sumir munu taka í sama streng og
Stefán Jóhann um alræði meirihlutans
og sóló einstakra flokksmanna. Aðrir
halda á loft sannfæringu einstaklings-
ins gegn flokksræðinu.
Alþýðuflokkurinn hefur á áttatfu
ára ferli ekki farið varhluta af ágrein-
ingi af þessu tagi fremur en aðrir
stjómmálaflokkar sem kenna sig við
lýðræðið, - stundum raunar svo djúp-
um ágreiningi að leitt hefur til klofn-
ings. Hér skulu rifjaðar upp slflcir við-
burðir úr sögu flokksins, fjórir að tölu.
Sá fimmti, sem leiddi til stofnunar
Þjóðvaka, fær að liggja kyrr enn um
sinn.
Dregur í sundur með sósíal-
istum og kommúnistum
Alþýðusambandið, heildarsamtök
íslensks verkalýðs, var frá upphafi
sínu árið 1916 skipulagt sem verka-
lýðssamband og stjómmálaflokkur í
senn. Hinn pólitíski armur sambands-
ins var vitaskuld Alþýðuflokkurinn.
Innan vébanda sambandsins starfaði
því misjafn sauður, og virtist það ekki
koma að sök enda var hugmynda-
fræðilegur grunnur víst nokkuð á reiki
framan af. Aðaláherslan í starfmu
hvfldi fyrstu starfsárin á því að safna
liðið í sambandið til þess að það yrði
talin marktæk hreyfmg launafólks.
Um sama leyti hófst stjómmálabarátta
Alþýðuflokksins í sveitarstjónar- og
landsmálum, og gekk nokkuð greið-
lega að afla flokknum kjörfylgis þótt
áhrif hans á landsvísu væru minni en
efhi stóðu til vegna úreltra kosninga-
laga og kjördæmaskiptingar.
Sambúðin innan ASÍ gekk áfallalít-
ið fyrir sig ffam á þriðja tug aldarinn-
ar. Þá tók að draga verulega í sundur
með sósíaldemókrötum og kommún-
istum. Meðal annars klofhaði flokks-
félagið í Reykjavík árið 1922 og úr
var Jafnaðarmannafélag íslands (sósí-
aldemókratar). Þessi klofhingur var
eitt fyrsta teikn þess sem verða vildi.
Nú var fyrsta mótunarskeiði
ASÍ/Alþýðuflokksins lokið og menn
teknir til við að huga að sjálfum inn-
viðunum meira en áður. Erlendar
stefnur og straumar léku um land og
þjóð f rflcara mæli en nokkm sinni
fyrr. Á þessum árum, fyrstu árum
þriðja áratugarins, fjölgaði kommún-
istum innan ASÍ og hópur þeirra af-
markaðist skýrar. Um leið varð gagn-
rýni kommúnista á forystuna hávær-
ari.
Jafnvel þótt hópur kommúnista í
Alþýðuflokknum væri þannig orðinn
nokkur var hann ævinlega í miklum
minnihluta í flokknum. Trúlega var
það öðru ffemur vegna fæðar sem
kommúnistar kusu ffekar að starfa
innan Alþýðuflokksins þrátt fýrir aug-
ljósan málefnaágreining. Nokkuð var
þó rætt um stofnun sérstaks kommún-
istaflokks sem „gengi á undan“ í
stéttabaráttunni, enda þótti þeim
flokksforystan í Alþýðuflokknum
helst til hægfara. Ekkert varð þó af í
bráð.
Keppt um hylli verkalýðsins
Á meðan kommúnistar spáðu þann-
ig í flokksstofhun og mótuðu jafnvel
tillögur um stofhun óháðs verkalýðs-
sambands vom sósíaldemókratar að
búast til að setja þeim stólinn fýrir
dymar. í odda skarst árið 1926 þegar
samþykkt var á þingi Alþýðusam-
bands íslands að ganga í Álþjóðasam-
band jafhaðarmanna; eftir það virtist
ljóst, að áðskilnaður væri óumflýjan-
legiir.
Á þingi Alþýðusambandsins haust-
ið 1930 dró loks til tíðinda en þá kom
til snarpra átaka á milli krata og
kommúnista. Síðasta dag þingsins
lögðu 17 fulltrúar fram yfirlýsingu um
„að brýn nauðsyn beri til að skapa for-
ystu fyrir verkalýðinn í hinni harðvít-
ugu stéttabaráttu, sem framundan er,
með myndun Kommúnistaflokks ís-
lands.“ Var flokkurinn stofhaður
þennan sama dag.
Félagar í Kommúnistaflokki ís-
lands hugðust í fýrstu starfa innan ASÍ
en því hafnaði meirihlutinn. Þar með
hófst kapphlaup sósíaldemókrata og
kommúnista um sálir verkalýðsins.
Leiddi það meðal annars til að fjöl-
mörg verkalýðsfélög voru stofhuð,
einkum voru kommúnistar á Norður-
landi ötulir við stofnun slíkra félaga.
Heimskreppan lá fýrir landi og helltist
innan skamms af fullum þunga yfir
land og lýð; í hönd fóru einhver mestu
stéttaátök sem þekkst höfðu fram að
því á íslandi, og má gera sér í hugar-
lund hvort það hafi verið til hjálpar að
einmitt þá skyldi hart deilt innbyrðis í
röðum verkalýðsins.
Sameiningaráform sem
sundruðu
Alþýðuflokkurinn tapaði nokkru
fylgi við alþingiskosningamar 1931
eins og búast mátti við í kjölfar klofn-
ings. Þá buðu kommúnistar fram í
fyrsta sinn og rann fylgistap Alþýðu-
flokksins nær óskipt til þeirra (3%).
Kommúnistar komu þó engum manni
að í það sinnið.
Nú fóm hins vegar í hönd blóma-
tímar Alþýðuflokks, árin 1934-1936.
Flokkurinn tók þá þátt í ríkisstjóm í
fýrsta sinn („stjóm hinna vinnandi
stétta”) og fýlgi hans var með því
mesta, sem þar hefur þekkst.
Kommúnistar sýndu allt ffá 1935
umtalsverðan áhuga á samstarfi við
krata, enda var það í anda Komintem,
sem boðaði þá samfýlkingu (Dim-
itrov-“línan“) til að spoma gegn fasist-
um. Eins og nærri má geta litu Al-
þýðuflokksmenn ekki ýkja oft til
kommúnista á meðan allt lék í lyndi.
Þetta breyttist þó eftir því sem leið á
fjórða áratuginn.
Kosningaúrslit 1937 breyttu hér
mestu um, en þau urðu Alþýðuflokks-
mönnum verulegt áfall. Flokkurinn
tapaði allnokkru fylgi og tveimur
þingsætum. Hins vegar unnu komm-
únistar glæstan sigur, og benti það til
að samfylkingarboðskapur þeirra ætti
nokkum hljómgrunn meðal alþýðu. Þá
fengu kommúnistar þrjá menn kjöma
á þing, og sú staðreynd gerði samein-
ingu Alþýðuflokks og Kommúnista-
flokks vitaskuld fýsilegri í augum ým-
issa krata.
Helstur áhugamaður um slflca sam-
einingu innan Alþýðuflokksins var
Héðinn Valdimarsson, varaformaður
flokksins. Gekk honum og öðmm sem
þannig þenktu það vitanlega til að
sameina verkalýðsflokkana í einn
stóran og öflugan stjómamálaflokk,
sem gæti látið vemlega að sér kveða í
landsstjóminni og boðið öðmm flokk-
um byrginn.
Héðni vikið úr Alþýðu-
flokknum
Annars staðar í flokknum áttu slflcar
hugmyndir þó hreint ekki upp á pall-
borðið og margir sáu öll tormerki á
nokkm samstarfi við kommúnista.
Vom þeirra á meðal formaður og ritari
flokksins, þeir Jón Baldvinsson og
Stefán Jóhann Stefánsson. Héðinn
fékk því þó framgengt, að viðræður
áttu sér stað á milli fulltrúa flokkanna,
en þær urðu ekki langvinnar því innan
skamms logaði Alþýðflokkurinn í inn-
byrðis deilum vegna sameiningar-
málsins. Að endingu urðu Héðinn og
sameiningarsinnar undir í átökunum,
og skömmu síðar var Héðni vikið úr
flokknum fýrir klofhingstilraunir og
áróðursstarfsemi gegn Alþýðuflokkn-
um.
Það kom í ljós á næstu dögum að
Héðinn átti sér víða viðhlæjendur inn-
an verkalýðshreyfingarinnar; einkum
studdu Dagsbrúnarmenn hann ötul-
lega, en Héðinn var skömmu eftir
brottvikninguna úr Alþýðuflokknum
kosinn formaður Dagsbrúnar. Þá sam-
þykkti aðalfundur Dagsbrúnar vítur á
forystu flokksins og Alþýðusam-
bandsins, og Jóni Baldvinssyni flokks-
formanni og forseta Alþýðusambands-
ins var hótað brottrekstri úr Dagsbrún.
Aldrei kom þó til þeirrar brottvikning-
ar með því að Jón var þá orðinn sjúkur
maður og andaðist skömmu síðar. Um
þetta sagði Stefán Jóhann í fyrmefnd-
um minningum: „Þeir sem hann hafði
hjálpað mest, báru á hann bitrustu
vopnin, þegar hann mátti srst við.
Þannig er það stundum í stjómmál-
um.“
Stór hluti úr verkalýðsarmi Al-
þýðuflokksins fylgdi Héðni að málum
og gekk með honum til samstarfs við
kommúnista. Ur þeim viðræðum varð
til Sameiningarflokkur alþýðu- Sósíal-
istaflokkurinn. Áform sem áttu að
leiða til þess að verkalýðsflokkamir
tveir stilltu saman krafta srna og sam-
einuðust urðu þannig til að kljúfa Al-
þýðuflokkinn enn frekar. Benedikt
Gröndal, fýmim formaður flokksins,
sagði seinna um þessa atburði, að
missir Alþýðuflokksins hefði verið
svo mikill, að jafngilti því að missa
eina kynslóð úr flokksstarfinu. Og
Vilmundur Gylfason taldi að hefðu
áform Héðins um sameiningu flokk-
anna árið 1938 náð fram að ganga
væri Alþýðuflokkurinn nú á dögum
stór og öflugur vinstri flokkur til mót-
vægis við Sjálfstæðisflokkinn á hægri
vængnum. Fleiri hafa raunar tekið r
sama streng.
Um slflct verður vitaskuld ekkert
sagt nú, en hitt er víst að Héðni Valdi-
marssyni linnti ekki ýkja lengi við
kommúnista. Hann hvarf úr flokknum
r árslok 1939 ásamt nokkmm stuðn-
ingsmönnum vegna ágreinings, aðal-
lega afstöðu til styrjaldar Finna og
Rússa. Þar með var stjómmálaferli
Héðins lokið að kalla.
Kynslóðaskipti: Hannibal fer
fram gegn Stefáni Jóhanni
Þegar Jón Baldvinsson féll frá tók
við formennsku - ekki Héðinn Valdi-
marsson, sem verið hafði varaformað-
ur heldur Stefán Jóhann Stefánsson,
ritari flokksins. Hugðu margir að það
yrði nokkurs konar bráðabirgðaráð-
stöfun, tilkomin vegna fráfalls fýrri
formanns, og var því farið að leiðast
þóftð þegar fjórtán ár voru liðin og
ekkert fararsnið sýnilegt á Stefáni Jó-
hanni.
Um miðjan fimmta áratuginn voru
kynslóðaskipti að eiga sér stað innan
Álþýðuflokks. Má til dæmis taka að
þeir Hannibal Valdimarsson og Gylfi
Þ. Gíslason fóm þá að láta vemlega að
sér kveða í flokksstarfmu og vom
kjömir á þing árið 1946. Það kom
fljótlega í ljós að þá og raunar fleiri
flokksmenn greindi í veigamiklum at-
riðum á við forystuna. Eftir því sem
árin liðu magnaðist þessi óánægja
með forystu Stefáns Jóhanns. Hann
þótti hneigjast um og til hægri og ekki
vera nógu verkalýðssinnaður. Einnig
vom skiptar skoðanir innan flokksins
um utanrfkismál, einkum vamarmálin
eftir að þau komust í hámæli. Þá hefur
verið á það bent að ágreiningur innan
flokksins á þessum árum var sumpart
ein birtingarmynd spennu á milli