Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 31
FÖSTUDAGUR 15. MARS 1996
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 31
■ Eitt sinn voru Alþýðuflokkur og Alþýðusamband ein og sama hreyfingin,
kepptu að sama markmiði, undir forystu sömu manna. Fyrir 56 árum skildi svo leiðir,
þótt auðvitað hafi tengslin ekki rofnað. Sighvatur Björgvinsson alþingismaður skrifar
hér um vegferð flokks og sambands
Tvíburarnir Alþýðuflokkur og ASI
Fyrir réttum áttatíu árum voru stofnuð landssamtök verkafólks á íslandi, Alþýðusamband íslands,
og stjórnmálaflokkur þeirrar hreyfingar, Alþýðuflokkurinn. í næstu 24 ár voru þessi samtök, verkalýðshreyfing
og stjórnmálaflokkur, ein skipulagsheild.
Verkalýðsfélög innan ASÍ voru jafn-
framt flokksfélög í Alþýðuflokknum
og flokksfélög áttu jaftilfamt aðild að
ASÍ og kusu fulltrúa á þing þess. Stjóm
flokks og verkalýðshreyfmgar var ein
og hin sama og skipulag Alþýðu-
flokksins er enn að hluta til arfur frá
þeim tíma. Meðal annars er enn kjörinn
fulltrúi flokksstjómar til setu í þing-
flokki Alþýðuflokksins með fullum
réttindum. Það var upphaflega gert í
því skyni að tryggja að fuUtrúi verka-
lýðshreyftngarinnar ætti ávaUt fast sæti
í þingflokknum hvemig svo sem réðist
um val á ffambjóðendum við Alþingis-
kosningar.
ASÍ og Alþýðuflokkurinn slitu því
saman bamsskónum, áttu saman sín
erfiðu unglingsár og komust sameigin-
lega til þroska fullorðinsára áður en
leiðir skildu í skipulagsmálunum. Á
þeim árum tókst verkalýðshreyfing-
unni að vinna sér fulla viðurkenningu
sem voldugt afl í samfélaginu, hún öðl-
aðist samningsrétt um kaup og kjör,
fullan verkfalisrétt og tryggði þau und-
irstöðuatriði lýðréttinda og samhjálpar,
sem síðan sköpuðu íslenska velferðar-
kerfið. Þá gerðist verkalýðshreyfingin
ffamsækin ijöldahreyfing, sem barðist
íyrir breytingum á þjóðskipulaginu, var
andsnúin valdakerfinu og ávöxtum
þess, hafði víða sýn út fyrir landamæri
og útúrborusjónarmið og var alls staðar
náfæg í daglegri lífsbaráttu sérhvers al-
þýðumanns.
Alþýðuflokkurinn öðlaðist einnig á
þessum rösku tveimur áratugum póht-
íska viðurkenningu, hann komst til
„Saga Alþýduflokks-
ins hefur þvert á móti
einkennst af átökum,
bæði innbyrðis með
þrálátum klofningi og
við aðra flokka, sem
kenna sig við jafnaðar-
stefnu og sósíalisma.
Þessi stöðugu átök
hafa gert það að verk-
um að Alþýðuflokkur-
inn hefur ekki orðið
sérlega sáttfús
flokkur..."
áhrifa í sveitarstjómum, á Alþingi og í
stjómarráðinu, beitti sér á Alþingi fyrir
ffamgangi ýmissa réttindamáfa verka-
lýðshreyfmgarinnar, svo sem alþýðu-
trygginga, verkamannabústaða, vinnu-
löggjafar, vökulaga á togurum, fijáls-
lyndari kosningaföggjafar og fleiru sem
hann fékk samþykkt með samkomulagi
við aðra flokka, einkum Framsóknar-
flokkinn.
En Alþýðuflokknum tókst aldrei að
verða sú fjöldahreyfing sem aðrir jafn-
aðarmannaflokkar í Norður-Evrópu
urði. Til þess liggja ýmsar skýringar.
Framan af einkum óréttlát kjördæma-
skipan, sem kom í veg fyrir að flokkur-
inn öðlaðist þingstyrk í samræmi við
atkvæðafylgi sitt. Síðar alvarlegur
klofningur við brotthvarf Héðins
Valdimarssonar og fylgismanna hans,
þar sem haft er fyrir satt að forysta Al-
þýðuflokksins hafi látið hjá h'ða að not-
færa sér tækifæri til þess að taka fýrri
félaga f sátt fyrir milligöngu manna
eins og Ásgeirs Ásgeirssonar þegar eft-
ir þvfvar leitað, eftir skipbrot jafnaðar-
manna í Sósíahstaflokknum.
Framsækin fjöldahreyfing
verður stofnun
Frá því að leiðir skildu með AJþýðu-
flokknum og Afþýðusambandi íslands
eru nú hðin 56 ár. Á þeim tíma hefúr
mikið vatn til sjávar runnið. Alþýðu-
sambandið hefur á þeim árum unnið
marga sigra í baráttunni fyrir bættum
kjörum og skal það síst vanþakkað. En
margt hefúr fíka breyst.
Alþýðusamband Islands hefur breyst
úr framsækinni fjöldahreyfmgu í eina
af stofununum samfélagsins. Hvort
heldur sem um er að ræða ákvörðun
búvömverðs og þar með ábyrgð á þvf
kerfi sem það afræður; afgreiðslur er
tengjast skattaumhverfi fólks og fyrir-
tækja, nú síðast með hrossakaupum um
almennan vaxtaskatt gegn lækkun
skatta á sölutekjum og hagnaði; eða
tollalækkun á bflum í skiptum fyrir
kauphækkanir til launafólks, þá em þau
ráð nú ráðin í stofnanaviðskiptum hag-
fræðinga ASI, VSI og ríkisvaldsins.
Þar með er ASI orðið hluti af kerfmu,
og ber því hluta ábyrgðar. Með því að
breytast úr framsækinni fjöldahreyf-
ingu í stofnun er sú hætta fyrir hendi að
ASI aðhyllist viðhorf um status quo,
vilji ekki mgga bátnum, vilji fremur
ræða málin og útkljá þau í viðskiptum
við hinar stofnanimar í kerfinu en á
vettvangi fjöldans, á verksmiðjugólfinu
- og velji sér vopnin í samræmi við
það.
Þar með víkur líka víðsýnin og sjón-
arhomið þrengist. Það nær ekki lengur
út fyrir einhver „landamæri". Alþýðu-
samband Islands hefúr þannig hingað
til ekki haft skoðun á mikilvægustu
kjarabaráttu samtímans, sem óhjá-
kvæmilega tengist aukinni og ftjálsari
samkeppni innanlands um vömverð og
þjónustu, en þó miklu fremur aðild fs-
lands að því fjölþjóðlega umhverfi þar
sem launafólk, samtök þess og stjóm-
málahreyfingar taka saman höndum yf-
ir landamærin til þess að setja fjár-
magninu, sem fyrir löngu er orðið al-
þjóðlegt, sameiginlegar leikreglur og
vemda rétt launafólks og neytenda um-
ffam það sem þjóðríkin geta nú gert.
Fundir í Garðastræti
og á Grensásvegi
Alþýðusamband íslands hefur einnig
á langri leið fjarlægst fjöldann sem
einn getur veitt því styrk. Það er ekki
lengur allsstaðar nálægt í daglegri h'fs-
baráttu alþýðu manna eins og áður var
og sú ú'ðindi gerast æ sjaldnar að fúll-
trúi ijöldavaldsins mæti á staðinn þegar
fólkinu á verksmiðjugólfinu þykir á sig
hallað og taki af skarið þannig að fólk-
ið finni styrkinn sem í fjöldanum býr.
Miklu fremur er líklegt að kallað sé til
fundar í Garðastrætinu eða á Grensás-
veginum og um málin þingað á þeim
vettvangi.
Örlagaríkt hefur orðið að Alþýðu-
sambandi fslands hefur mistekist að
móta sameiginlega launastefnu fyrir
fólkið innan sinna vébanda. Þetta hefur
leitt til þeirrar alkunnu staðreyndar að í
kjölfar heildarkjarasamninga hafa fýlgt
sjálfstæðar samningaviðræður ein-
stakra starfshópa, svokallaðar sérkjara-
viðræður, þar sem bæði ofan á borðinu
og undir því hefur verið samið um við-
bótarlaunahækkanir umfram það sem
láglaunafólkið hefur borið úr býtum,
og þær mestar fýrir þá hópa sem notið
hafa séraðstöðu umfram aðra til þess
að knýja sitt frain.
Afleiðingin hefúr orðið ört vaxandi
launamisrétti í landinu, sem að mestum
hluta er meðvitað af hálfu beggja við-
semjenda. Þessi þróun var fyrir séð.
Fyrir löngu samþykkti ASI á þingi sínu
að breyta skipulagi samtakanna þannig
að allir launamenn á sama vinnustað
væm í sama stéttarfélagi, sem auðvitað
var gert til þess að unnt væri að móta
samræmda heildarlaunastefnu, en þeirri
samþykkt hefur aldrei verið framfýlgt.
Ernnig hafa Alþýðusamband Islands og
önnur heildarsamtök launafólks látið
hjá h'ða að gera nauðsynlegar verklags-
breytingar á störfum sínum að gerð
kjarasamninga, sem hvíla á gamalli
vinnulöggjöf, sem er bam síns tíma.
Niðurstaðan er nú sú að fjandsamleg
ríkisstjóm býst til þess að breyta þeim
verklagsreglum með tilstyrk þingmeiri-
hluta síns, stuðningi Vinnuveitenda-
sambands íslands, en án atberna og að-
komu verkalýðshreyfingarinnar.
Þannig hafa þau 56 ár, sem liðið hafa
ftá aðskilnaði Alþýðuflokksins og Al-
þýðusambands íslands, verið bæði ár
sigra og ár ósigra fyrir síðamefndu
samtökin. Þetta er ekki sagt Alþýðu-
sambandi fslands til hnjóðs eða til þess
að gera lítið úr árangri verkalýðshreyf-
ingarinnar, sem verið hefur mikill.
Þetta er sagt til þess að vekja athygh á
verkefnum, sem ASÍ þarf að takast á
við til þess að geta aftur orðið það
framsækna fjöldaafl sem því er ætlað
að vera. Því var ætlað að breyta, en
ekki að verða breytingunum undirorp-
ið. Því var ætlað að horfast í augu við
lfamtíðina, en ekki að sættast á sam-
tímann. Því var ætlað hlutverk leiðtoga,
en ekki að láta leiðast. Því var fengin
rödd hrópandans, en ekki ætlaður stað-
ur í stofnanakómum.
Alþýðuflokkurinn
- saga málamiðlana
En hvað þá um hinn tvíburann?
Hvað um vegferð Alþýðuflokksins í þá
rösku hálfu öld sem liðin er síðan leiðú
skildu?
Alþýðuflokkurinn hefur á þessum 56
ámm átt sæti í mörgum ríkisstjómum.
Þar hefur hann komið mörgu góðu til
leiðar - en ávallt í samstarfi við aðra.
Hann hefur aldrei, eins og aðrir jafnað-
armannaflokkar í Norður-Evrópu,
fengið tækifæri til þess að framfylgja
stefnu sinni einn og óháður. ÖIl bar-
áttumál sín hefur hann orðið að leiða
fram til sigurs í málamiðlunum við
annan hvom stóru flokkanna, annað
hvort Framsóknarflokk eða Sjálfstæð-
isflokk. Það hefur meðal annars orðið
til þess að línur hafa aldrei orðið eins
skýrar í íslenskri pólitík og vfða annars
staðar. Samstarfsflokkar Alþýðuflokks-
ins hafa átt hlut að málunum eins og
hann og jafnvel þótt núklu valdi sá sem
ftumkvæðin hefur, breytir það ekki því
að málum Alþýðuflokksins hefur verið
hmndið í framkvæmd í samvinnu við
aðra.
Fyrri átakamál eru nú fallin í
gleymsku. Framsóknarflokkurinn barð-
ist gegn þéttbýlismyndun á Islandi,
kallaði alþýðu þéttbýlisins menningar-
snauðan, óþjóðhollan Grimsbylýð, og
var málsvari fomeskjulegra atvinnu- og
þjóðhátta. Þótt hann berjist enn gegn
sanngjömum réttindum eins og jöfnun
atkvæðisréttar og landbúnaðarstefna
flokksins, taki enn mið af fomeskjuleg-
um hugsunarhætti og reyri áffam fjötr-
ana að íbúum sveita og þéttbýlis, þá
heyrir hin harða afstaða flokksins nú
sögunni til. Sjálfstæðisflokkurinn var
ekki aðeins á móti úrræðum jafnaðar-
manna, heldur miklu fremur þeim
gmndvallarsjónarmiðum um samhljálp
og samfélagslegar skyldur ríkisvaldsins
sem þau vom reist á. Sú afstaða hefúr
líka breyst. Báðú þessú flokkar hafa átt
hlut að þvr' að leggja úrræðum jafhað-
arstefnu og Alþýðuflokks liðsinni. Þeú
hafa breyst af verkum sínum - en um
leið hafa viðhorfin breyst r samfélaginu
í þeirra garð og sérstaða Alþýðuflokks-
ins sem og þeirra sjálffa orðið óskýrari
en áður fýrri.
Átök og þrálátur klofningur
Alþýðuflokknum hefur heldur aldrei
tekist að ná forystu í íslenskri pólitrk,
hvorki á þessum síðustu 56 ámm né
áður. Saga hans hefur þvert á móti ein-
kennst af átökum, bæði innbyrðis með
þrálátum klofningi og við aðra flokka,
sem kenna sig við jafnaðarstefnu og
sósíalisma. Þessi stöðugu átök hafa gert
það að verkum að Alþýðuflokkurinn
hefur ekki orðið sérlega sáttfús flokkur.
Örlög hans vom ef til vill mótuð þegar
forystan skellti skollaeyrunum við
þreifingum Héðins og hans manna um
að fá að koma aftur við lok fjórða ára-
tugarins, og þau viðhorf að muna mis-
gerðimar meir og betur en möguleik-
ana í stöðunni hafa markað flokkinn.
Sáttfýsin í garð andstæðinga hefur
gjarnan verið meiri bæði í Alþýðu-
flokknum og Alþýðubandalaginu en
sáttfýsi þeirra í garð mögulegra sam-
herja. Þetta sýndi sig þegar flokkamú
unnu eftirminnilegan kosningasigur
vorið 1978 og fengu póliú'skt tækifæri
lr'fs síhs. Sjálfa greindi þá á um allt, þeú
unnu ekki hvor öðmm sigursins. Eúia
sem þeú gátu konúð sér saman um var
að færa Framsóknarflokknum ávexti
hans á silíúrfati. Sama máli hefúr gegnt
um samstarf í verkalýðshreyfingunni.
Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn lengst
af verið til skiptis vinur og vopnabróðú
A-flokkanna - nú í samvinnu við Al-
þýðubandalagið.
Er Alþýðuflokkurinn orðinn sáttur
við smáflokkatilveruna? Er Alþýðu-
bandalagið það? Eða örflokkarnir á
vinstri vængnum?
Sameining vinstri manna er út af fýr-
ú sig ekki markmið r sjálfu sér. Voldug
hreyfing lýðræðissinnaðra jafnaðar-
manna hefur hins vegar ávallt verið
slrkt markmið. Slík hreyfing verður að
rækta umburðarlyndi. I stómm flokki
geta ekki allú verið sammála. En menn
verða lrka að kunna sér hóf. Virða lýð-
ræðislegar leikreglur. Kunna að tapa.
Vera ekki með stöðugar hótanú á lofti
ef ekki er allt eins og þeú vilja. Grípa
ekki til sundrungar til þess að sameina.
Efha ekki í sífellu til deilna, jafnvel um
eitthvað sem engrnn veit hvað er. Deila
deilnanna vegna. Ef jafhaðarmenn vilja
mynda stóran flokk og slá striki yfir
ágreúúng síðustu áttati'u ára verða þeú
nokkm til að fóma, meðal annars því
að leggja meiri áherslu á það sem er
sameiginlegt en hitt sem sundrar. Geta
þeú það? Til nokkurs er að vúrna.
Að ná frumkvæði
- síðan forystu
Islenskir jafnaðarmenn standa nú á
tfmamótum. Annars vegar þurfum við
að veija árangur liðúma ára, þar á með-
al sjálft velferðarkerfið, sem getur of-
boðið greiðslugetu þjóðarinnar að öllu
óbreyttu. Það gemm við ekki með því
að stinga höfðum í sand og neita að
horfast r' augu við vemleikann. Sjálfs-
blekking er alúa blekkinga verst. Vöm-
úi getur reynst erfiðari en sókrún var.
Hins vegar verður okkur að verða
ljóst að kjara- og réttindabarátta launa-
fólks og samtaka þeúra hefúr nú öðlast
nýja vídd. Hún fer ekki lengur fram
eingöngu innan landamæra ríkja. Hún
„Með því að breytast
úr framsækinni fjölda-
hreyfingu í stofnun er
sú hætta fyrir hendi að
ASÍ aðhyllist viðhorf
um status quo, vilji
ekki rugga bátnum,
vilji fremur ræða málin
og útkljá þau í við-
skiptum við hinar
stofnanirnar í kerfinu
en á vettvangi fjöld-
ans, á verksmiðjugólf-
inu - og velji sér
vopnin í samræmi
við það..."
er orðin alþjóðleg öðmm þræði. Aðeins
með vúkri þátttöku á þeim vettvangi
getum við tryggt okkur sömu h'fskjör
og þær þjóðir sem best hafa. Aðeins
með virkri þátttöku á þeim vettvangi
getum við tryggt sjálfstæði okkar og
þjóðfrelsi, því ella munum við engin
áhrif geta haft á ákvarðanú sem skipta
sköpum um stöðu lands og lýðs. Þama
em hin skörpu skil milli afstöðu stjóm-
málaflokkanna til kjaramála almenn-
ings, sem áður vom undú þrengra sjón-
arhomi.
Við þurfum öfluga hreyfingu jaíhað-
armanna til þess að takast á við ný
verkefni. Næstu áttatíu ár verða gjör-
ólík þeim liðnu. Mun okkur takast á
þeim tímum að ná því markmiði sem
jafnaðarmönnum á íslandi mistókst á
síðasta mannsaldri. Að ná fmmkvæði -
og síðan forystu. Eða mun smáflokka-
hugsunarhátturinn enn um sinn ráða
vegferð okkar? Það er spumingin. ■