Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 14
14 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 ■ Jón Baldvin Hannibalsson íviðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um sjálfan sig, Alþýðuflokkinn, hina flokkana, hugsjónirnar, fortíðina og framtíðina, Hannibal, Finnboga Rút og fleiri minnisverða menn F Eg heftekið slaginn Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið formaður Alþýðuflokksins frá 1984. Hann varfjármálaráðherra á árunum 1987-88 og utanríkisráðherra frá 1988. Hann er litríkur og umdeildur stjórnmálamaður og alþjóðasinni. Stuðningsmenn hanstelja hann framsýnan stjórnmálamann, allmörgum skrefum á undan samtíð sinni. Andstæðingar hans hafa jafnvel vænt hann um landráð. Enginn frýr honum vits. Það er mikil saga hvernig þeir bræður Hannibal og Finnbogi Rútur urðu viðskila við Alþýðufiokkinn og hvaða áhrif það haföi. Þeir voru menn sem gjarnan vildu láta segja um sig að þeir stjórnuðu atburðarásinni en létu ekki stjórnast af henni, en því miður held ég að atburðarásin hafi tekið af þeim völdin. Hvenœr vaknaði áhugi þinn á stjórnmálum? ,Ég man ekki eftir öðru en áhuginn hafi verið eðlilegt ástand. Ég hef frá blautu bamsbeini haft áhuga á pólitík í þeim skilningi að áhuginn hefur beinst að þjóðfélagsmálum og pólitískum hugmyndum. Ég held að ég hafí verið tólf ára þegar ég las kommúnistaávarp- ið og ég eyddi stórum hluta af ung- lingsáranna við að liggja í pólitískum fræðum. Það átti ekkert skylt við metn- að til að verða atvinnupólitíkus. Að sumu leyti er ég kannski enginn pólit- íkus. Ég hef aldrei lagt mig eftir því, sem á að vera aðalatriði stjómmála- mannsins, að véla til mín atkvæði án þess að komast upp á kant. Aðferða- fræði hinnar pólitísku maskínu hef ég út af fyrir sig aldrei velt fyrir mér. Það- an af síður hef ég nokkm sinni litið á pólitík sem tæki til að byggja upp eitt- hvert valdaapparat hjá hagsmunaaðil- um og ganga síðan erinda þeirra." Hannibaí og Finnbogi Rútur Faðir þinn var stjórnmálamaður, hafði hcrnn mikil áhrifá þig? „Nei, það held ég ekki.“ Hvemig samband var á milli ykkar? ,JHann átti ákaflega auðvelt með að umgangast böm, þau hændust að hon- um og samband okkar var mjög gott meðan ég var á bamsaldri. Það tognaði á því sambandi á unglingsámm, enda var ég hofmóðugur og dreissugur ung- lingur og þóttist jafnan vita betur. A hinu marxíska tímabili mínu var ég náttúrlega besserwisser og hafði ráð undir rifi hvetju í pólitík sem vom hátt hafm yfir veruleika stjómmálamanns sem var að basla í því hversdagslega. Þegar ég lít yfir farinn veg þá sé ég að við vomm engar pólitískar samlok- ur og engan veginn nánir samstarfs- menn. Hitt er annað mál að ég mat þennan mann mikils og mér þótti alla tíð vænt um hann. Hann var væntum- þykjanlegur maður, mikill garpur og skapsmaður. En ef litið er á feril hans þá má segja þetta: Honum lét betur að vinna sigra en að vinna úr þeim. Það er mikil saga hvernig þeir bræður Hannibal og Finnbogi Rútur urðu viðskila við Alþýðuflokkinn og hvaða áhrif það hafði. Þeir vom menn sem gjaman vildu láta segja um sig að þeir stjómuðu atburðarásinni en létu ekki stjómast af henni, en því miður held ég að atburðarásin hafi tekið af þeim völdin. Báðir snem þeir aftur til flokksins um síðir, en hlutskipti þeirra er partur af þeirri lexíu sem ég tel mig hafa lært til hlítar og felst í því að fjör- egg þessarar hreyfingar er að lokum samstaða um gmndvallaratriði og það að láta ekki henda að minni háttar mál verði til að ijúfa einingu um það sem máli skiptir.“ Þér hefur þótt vœnt um þessa menn. „Mér þótti vænt um þá báða. Þeir vom gjörólfkir menn, eins og dagur og nótt. Finnbogi var hinn dæmigerði inn- hverfi menntamaður. Stórgáfaður. Maður sem fyrst og fremst hafði áhuga og þekkingu á alþjóðastjórnmálum. Eyddi sextán árum í bardús við að byggja upp sveítarfélag í berangri fyrir fátækt fólk. Harðsvíraður andkomm- únisti sem endaði í bandalagi við Sov- étrúboðið sjálft. Fullur af þversögnum. Hannibal, pólitískur samurai. Stríðsmaður. Naut sín í baráttu. Skorpumaður. Ekki skipuleggjandi. Þeir bættu hvorn annan upp. Báðir með djúpa sannfæringu sem sósíal- demóláatar. Árangurinn? Hefði mátt vera meiri.“ Hefði orðið sjómaður Áður en þú snerir þér að stjómmál- um afkrafti varstu í áratug skólameist- ari á ísafirði. Einhvem veginn hefég á tilfinningunni að þessi tími hafi verið þér kœr. „Sá áratugur sem fór í að byggja upp skóla var framan af mjög spenn- andi og skemmtilegur. Ég var að byggja skóla fiá grunni og þess vegna hefúr hann ábyggilega mótast af per- sónuleika mínum. Ég hef mjög ákveðnar hugmyndir um það hvað skóli er og hvað skóli er ekki. Á þess- um tíma gengu þær skoðanir mínar þó nokkuð á skjön við tíðarandann. Mér var mjög í mun að þetta yrði agasamur skóli. Þeim hugmyndum varð ekki framfylgt nema með því að taka á vandamálum. Og það var tekið á þeim. Starfsreglur voru mjög einfaldar. Þær hnigu að því að þessi skóli skyldi hvorki verða letigarður eða drykkju- bæli. Ef út af bar var mönnum vikið úr skóla. Þetta voru uppvöðslusamir strákar á uppreisnarskeiði sem héldu að þeir væru komnir í hið ljúfa líf á fyrsta flokks heimili, sem hét heima- vist, og ætluðu sér að stunda drykkju og kvennafar. Þegar þeim varð ljóst að þeir kæmust ekki upp með það urðu þeir einfaldlega að horfast í augu við sjálfa sig og gera upp við sig hvort þeir vildu láta af þessari hegðun eða víkja úr skóla og koma hugsanlega seinna og sætta sig þá við þær kröfur sem voru gerðar. Ég hef aidrei orðið var við neinn sem þannig þurfti að taka á sem hýst hefur með sér eitthvert hatur. Þvert á móti. Margir af þessum ein- staklingum hafa þakkað mér mikið síðar, hvort sem þeir viku úr skóla fyrir íúllt og allt eða komu aftur. Þeir fundu að mér stóð ekki á sama um þá. Að sumu leyti er ég kannski enginn pólit- íkus. Ég hef aldrei lagt mig eftir því, sem á að vera aðalatriði stjórn- málamannsins, að véla til mín atkvæði án þess að komast upp á kant. Aðferðafræði hinnar pólitísku ma- skínu hef ég út af fyrir sig aldrei velt fyrir mér. Þaðan af síður hef ég nokkru sinni lit- ið á pólitík sem tæki til að byggja upp eitt- hvert valdaapparat hjá hagsmunaaðilum og ganga síðan erinda þeirra. Mikill kapítuli í h'fi mínu á þessum árum voru kynni mín af tónlistarskól- anum á staðnum, skóla Ragnars H. Ragnars, sem var einn af merkustu mönnum sem ég hef kynnst á ævinni. Hann rak við hliðina á mínum skóla kröfuharðan, húmanískan tónlistar- skóla og flestir okkar bestu nemendur voru um leið með umtalsverða tónlist- armenntun. Það gaf skólanum ákveð- inn gæðastimpil, blómleg andleg við- horf og kom í veg fyrir að hann for- pokaðist. Að forpokast er að staðna í hversdagslegri endurtekningu. Enda var það svo að þegar uppbyggingar- starfinu var lokið, og ég fann að starfið var að verða að endurtekningu, þá nennti ég þessu ekki lengur. Þegar ég hitti nemendur mína, sem ég geri oft, hef ég spurt þá hvort þetta hafi verið góður skóli. Reyndar hafa allir sem ég hef talað við sagt að svo hafi verið.“ Hvað hefðirðu orðið ef þú hefðir ekki orðið stjóminálamaður? „Rómanhkin í sjálfum mér segir að ég hefði líklega orðið sjómaður. Ég hef stundum haft á orði að það hafi verið ófyrirgefanlegt að ég skyldi vera slit- inn upp með rótum frá mínu umhverfi vestur á fjörðum allt of ungur og settur á mölina. Flutningur fjölskyldunnar fram og aftur, eftir því hvemig pólit- ískir vindar blésu í hfi Hannibals, olli því að ég varð viðskila of snemma við bekkjarfélaga, vini og umhverfi. Það eru ffábær forréttindi að fá að alast upp í sjávarplássi og ekki síst á stað eins og ísafirði. Hið eðlilega Iíf ungra manna þar er auðvitað að fara á sjó. Ég missti af því. Ég reyndi að bæta mér það upp seinna með því að gutla eitthvað á sjó á sumrin á mennta- skóla- og háskólaárum. Ég lýg því ekki að mér fannst afskaplega gaman á sjó. Ég kunni vel við félagsskapinn og vinnuna. Þegar ég sagði skilið við skólann vestra þá gerðist eins og af sjálfu sér að ég fór á togara um sumar- ið. Þannig að draumurinn var að verða skipstjóri á samvinnubát." Ja, ég trúi því ekki alveg. Hefðirðu ekki frekar orðið sagnfrœðingur? „Þótt ég hafi ódrepandi áhuga á sögu þá er ég ekki viss um að tilbreyt- ingarlaust líf fræðimannsins hefði hentað mér.“ Þú skrifar ekki, þú lest fyrir allan þann texta sem kemur eftir þig á prent. Afhverju gerirðu það? „Þetta var kallaður vinnuspamaður í Hlutverk Alþýðu- flokksins er að gera það sem aðrir hafa ekki vit á eða þora ekki að gera. gamla daga. Það gengur allt of hægt að sitja við ritvinnsluborð og nota putt- ana. Það gengur ekkert. Svo kann ég ekki á ritvél." Ég vil fá frekari skilgreiningu á því hvernig þú getur romsað út úr þér heilu rœðunum sem eru, þegar þœr eru skráðar niður, eins og skrifaður texti sem legið hefur verið yfir. „Á skólaárunum vestra gerði ég að kennslugreinum hagfræði, íslenska haglýsingu og samtímasögu. Það var vöntun á textum og tími ekki nægur til að sitja og pikka með einum putta. Þannig að ég tók erlend rit og þýddi þannig að ég las þau inn á band. Ég hafði ágætan ritara þannig að verkið var fljótunnið. Síðan vandi ég mig á að tala inn á band það sem þurfti að skrifa, hvort sem ég pikkaði það svo sjálfur eða hafði ritara sem vann verk- ið. Hins vegar hafa ritarar mínir sagt að vinnan sé eins og að skrifa niður endanlega texta. Bak við þetta er alda- fjórðungs þjálfun." Þú ert jlinkur stílisti og átt auðvelt með að skilgreina hin ýmsu málefhi. Af hverju skrifarðu ekki bœkur? „Áuðvitað á maður að vera búinn að skrifa bækur. Hitt er annað mál að það er ekki mikil hefð fyrir því hér að skrifa alvörubækur um stjómmál og sjálfsagt hvorki markaður né eftirspum eftir slíku. Það er partur af því hvað þetta er fámennt þjóðfélag. Kannski verða þær bækur bara óskrifaðar." Nei, finnst þér það líklegt? „Hvenær eiga menn að skrifa bæk- ur? Meðan menn em á fullu í pólitík eða eiga menn að gera það þegar þeir hafa dregið sig í hlé. Það er spuming hvort menn hafi þá áhuga á því.“ Eftirminnilegir menn Ertu tnaður sem lifirfyrirpólitík? „Ég hef stundum lýst mér sem ástríðupólitíkusi. Á meðan ég er í pól- itík þá er ég þar af ástríðu. Af hveiju ætti ég annars að vera að þessu? En það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki nokkum áhuga á neinu öðm. Að sumu leyti hef ég ekki minnsta áhuga á pólitík, það er að segja á handverkinu, faginu. Ég hef hins vegar áhuga á því að vinna að framgangi á hugmyndum eða tillögum sem ég tel að skipti máli. Ég met líka kynni mín af margvíslegu fólki sem ég hef kynnst í pólitísku starfi.“ Hverjir eru þar eftirminnilegastir? „Sá minnisstæðasti er tvímælalaust Lennart Meri forseti Eistlands. Það er ekki til nema eitt eintak af honum í veröldinni. Frá því við tókum fýrst tal saman var eins og við hefðum þekkst alla ævi. Ef hægt er að tala um andleg- an tvífara þá á það við um okkur, því við hugsum alveg eins. Lennart Meri hefur á sér yfirbragð fræðimanns, ekki stjómmálamanns. Hann talar hægt og hikandi. Þegar hann hefur lokið setningunni þá er hún venjulega hnitmiðuð eins og að baki búi áratuga hugsun. Að sumu leyti er hann eins og maður frá liðinni tíð. Hann er hinn sígildi miðevrópski menntamaður, talar öll tungumál og býr yfir óhemju víðfeðmri þekkingu. Það er ástríða hans að vita, þekkja og skilja.“ Og fleiri minnisstœðir? „Af erlendum stjórnmálamönnum var auðvelt að hrífast af sjarmatrölli eins og Villa Brandt. Ekki segi ég að ég hafi hrifist eins af henni Gro, en mikið andskoti ber ég mikla virðingu fýrir henni. Með skemmtilegri mönn- um í viðkynningu er Uffe Ellemann sem er enginn hversdagsmaður. Per- sónuleg kynni mín af Olof Palme voru hins vegar með þeim hætti að ég náði ekki galdrinum, þótt ég gerði mér grein fyrir því hversu mikilvægur hann var sænska krataflokknum á hans tíma. Maður sem ég kynntist á tímabili og dáðist mikið að var einn helsti and- stæðingur Mitterrands í franska jafnað- armanna flokknum Michel Rocard. Ætli þetta séu ekki þeir sem skara fram úr þeim erlendu stjórnmálamönnum sem ég hef kynnst. Hitt er annað mál að það er margur stjómmálamaðurinn sem er hversdagslegur og lítt eftir- minnilegur." Og íslenskir stjórnmálamenn sem þú metur? „Það er sjálfsagt ekki tímabært að gefa þeim einkunnir umfram það að ég þykist sjá í hendi mér, þegar upp verð- ur staðið og lagt mat á pólitík á seinni helmingi þessarar aldar, að Gylfi Þ. Gíslason verður í æ meiri metum eftir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.