Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐK) FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 ■ Dr. Gylfi Þ. Gíslason lítur yfir farinn veg í viðtali við Hrafn Jökulsson Þarf mann með snilligáfu Mitterrands til að sameina jafnaðarmenn Dr. Gylfi Þ. Gíslason varfyrst kjörjnn á þing árið 1946, fyrir réttri hálfri öld. Hann gegndi þingmennsku í 32 ár og var ráðherra samfleytt í 15 ár- lengur en nokkur annar. Gylfi var öðrum fremur hugmyndafræðingur Viðreisnarstjórnarinnar, sem haft hefur meiri áhrif á þróun mannfélagsins á íslandi en nokkur önnur stjórn. Hann varð formaður Alþýðuflokksins og leiddi flokkinn gegnum brimskafla mótlætis áður en hann dró sig í hlé frá stjórnmálum 1978 og sneri sér að kennslu og fræðistörfum í Háskóla íslands. Gylfi hefur nær engin afskipti haft af pólitík síðan og einkum tjáð sig á opinberum vettvangi um mál sem lúta að fræðum sínum. Hver voru tildrög þess að þú gekkst til liðs við Alþýðufloldcinn og hvenœr gerðist það? Eftir að ég gekk inn í Menntaskól- ann í Reykjavík haustið 1930 fór ég að hugsa um þjóðfélagsmál. Þegar ég var í 2. bekk veturinn 1931-32, las ég bók, sem var til í bókasafni skólans, Iþoku, eftir hinn þekkta heimspeking og jafn- aðarmann Bertrand Russell. Hún hét Bolshevismens teori og praksis. Þá varð ég eindreginn jafnaðarmaður. Hún olli því einnig, að ég varð aldrei marxisti, en ég aðhylltist þjóðnýtingu og áætlunarbúskap, einsog allir jafnað- armenn á þeim tíma. En skoðanir mínar á þeim málum breyttust löngu síðar. Það átti yfirleitt við um jafhaðarmenn í Vestur-Evrópu eftir síðari heimsstyijöldina, í kjölfar þeirrar endurreisnarstefnu sem þá var tekin upp og reynslunnar af efnahags- kerfi Sovétríkjanna og leppríkja þeirra í Austur-Evrópu. Okkur urðu ljósir kost- ir markaðsbúskapar og frjálsra við- skipta, en áfram var lögð áhersla á mikilvægi fullrar atvinnu og félags- málastefnu, sem smámsaman var farið að kenna við velferðarsjónarmið. Okk- ur þótti þesskonar þjóðskipulag lík- legra til þess að auka hagkvæmni og þá um leið bæta skilyrði til þess að efla réttlæti. Á fimmta áratugnum, þegar þúfórst að láta til þín taka í stjórmnálwn, voru Lúðvík Jósefsson: „Okkur greindi mikið á í vinstristjórninni 1956-58, en ég fann fljótt að mikið var í hann spunnið." gríðarlega harðar deilur milli alþýðu- flokksmanna og sósíalista, og Stefán Jóhann Stefánsson fonnaður Alþýðu- flokksins var fullur óvildar ( garð kommúnista. Telur þú að of mikið púð- ur hafi farið íþetta stríð? Ég tel skiljanlegt að forystumönnum Alþýðuflokksins hafi sámað mjög að flokkurinn skuli hafa klofnað bæði 1930 og 1938. Samt er ég ekki fjarri því, að þessar deilur hafi dregið úr orku Alþýðuflokksins til baráttu fyrir aðal- stefhumálum sínum. Kynni af Héðni Vilmundur Gylfason skrifaði á sínum tíma mjög athyglisverða grein í Nýtt land widirfyrirsögninni „Sveik He'ðinn eða sviku hinir?“ Telur þú að forysta Alþýðuflokksins hefði átt að taka aðra afstöðu í orrahríðinni 1938? Ég var erlendis við nám 1938 og fylgdist þessvegna ekki með því sem gerðist. Síðar hefur mér fundist að ann- aðhvort hefði allur flokkurinn átt að hafna tilboði kommúnista eða taka því. En hið eina, sem ekki mátti eiga sér stað, gerðist. Ég held að það hafi því miður skipt miklu máli, að þeir voru mjög ólfkrar gerðar, Stefán Jóhann og Héðinn. Kynntist þú He'ðni Valdimarssyni persónulega? Hann var sá fyrsti af forystumönnum Alþýðuflokksins sem ég hitti og talaði við. Hann virtist hafa áhuga á að kynn- ast ungu fólki sem aðhylltist jafnaðar- stefhuna. A mínum menntaskólaárum, 1930-36, voru nemendur yfirleitt ann- aðhvort kommúnistar eða nasistar. Við vorum fáir, jafnaðarmennirnir í Menntaskólanum. En einu sinni bauð Héðinn þremur okkar heim til sín á Sjafhargötu, okkur Erlendi Vilhjálms- syni, yngri bróður Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar, og Sveini Einarssyni, sem sfðar var verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum. Héðinn stappaði mjög í okkur stálinu og bauð oklcur á eftir í kaffi á Wivex í Austurstræti, sem þá var fínasta kaffihús bæjarins. Það var í fyrsta skipti sem ég kom þangað. Mestu mistök Alþýðuflokksins Er ekki rétt munað, að þú hafir sagt, að mestu pólitísku mistök Alþýðu- flokksins hafl verið að semja við Fram- sókn 1927 um að veita stjórn þeirra hlutleysi, án þess að breyting vœri tryggð á kosningafyrirkomulagi? Hannibal Valdimarsson: „Ég lagði mig allan fram til að koma í veg fyrir kiofninginn 1956, en vinátta okkar Hannibals rofnaði ekki þótt leiðir skildu." Þegar við stofnun Alþýðuflokksins hlaut forystumönnum hans að vera ljóst, að jafnaðarmannaflokkur gæti ekki átt eðlilega vaxtarmöguleika í þjóðfélagi þar sem kosið var sam- kvæmt kjördæmaskipun sem orðin var 40 ára gömul og mótaðist af einmenn- ingskjördæmum í dreifbýli. Þótt þjóð- félagið hefði gjörbreyst á þessum 40 árum, höfðu atkvæði bænda og dreif- býlisfólks úrslitaáhrif á skipan Alþing- is. Þessi gífurlega rangláta kjördæma- skipan varð auðvitað til þess að Al- þýðuflokkurinn tók það upp í stefnu- skrá sína strax 1922, að landið skyldi verða eitt kjördæmi. En því miður fylgdi flokkurinn því lítt eftir, í stað þess að gera það að stórmáli. Árið 1915 voru ákvæði um sex konung- kjöma þingmenn afnumin, en í staðinn tekið upp svonefnt landskjör, þar sem sama tala þingmanna var kosin í land- inu öllu sem einu kjördæmi. í lands- kjöri 1926 var lítill munur á fylgi Framsóknarflokks, sem fékk 25 pró- sent atkvæða, og Alþýðuflokks, sem fékk 23 prósent. En að loknum þessum kosningum voru þingmenn Alþýðu- flokksins aðeins tveir af 42, en þing- menn Framsóknarflokksins fimmtán. Þetta sýndi ljóslega að Alþýðuflokkur- inn var í örum vexti með þjóðinni, en að ranglát kjördæmaskipun svipti hann áhrifum á Álþingi. Þetta hefði auðvitað átt að eggja forystumenn Alþýðu- flokksins til þess að leggja megin- áherslu á að kjördæmaskipuninni yrði breytt. I almennum kosningum ári síðar vann Alþýðuflokkurinn að vísu þrjú þingsæti. En Framsóknarflokkurinn vann íjögur og varð stærsti þingflokk- urinn þótt hann hlyti ekki nema tæp- lega 30% atkvæða. Á þessum tímamótum urðu Alþýðu- flokknum á örlagarík mistök. Að vissu leyti má segja, að hann hafi fallist á ranglæti kjördæmaskipunarinnar með því að stuðla að stjórnarmyndun flokks, sem hafði ekki fylgi nema þriðjungs þjóðarinnar. Kjami efnahags- stefhu þessa flokks var auk þess efling landbúnaðar og dreifbýlis og því í al- gjöru ósamræmi við heildarhagsmuni þjóðarinnar á þessum árum, sem og hagsmuni neytenda og launþega, sem flokkurinn var þó stofnaður til þess að vemda. Stjómarmyndun Framsóknar- flokksins 1927 veitti honum þá sterku stöðu sem hann hefur síðan notið. Af þeim þremur áratugum, sem liðu frá stjómarmynduninni 1927 og þangað til Stefán Jóhann Stefánsson: „Guð- mundur G. Hagalín og fleiri eldri forystumenn hvöttu hann til að haetta formennsku 1952. Hann hafnaði því. Við sam vildum breyt- ingu kusum þá Hannibal." kjördæmaskipuninni var breytt í núver- andi horf 1959, var Framsóknarflokk- urinn nær allan tímann í stjóm, eða í um aldarfjórðung. Segja má, að hann hafi í meginatriðum mótað þá stefnu sem fýlgt var í þjóðmálum á þessum tíma, en þar vom mistökin mörg. I raun og vem má segja, að ýmislegt af því sem enn eru ágallar á íslensku efna- hagskerfi eigi rót sína að rekja til þeirr- ar stjómarstefhu sem mótuð var 1927. Þessi mistök á þriðja áratugnum urðu Alþýðuflokknum dýr. Sigurgöngu hans á fyrsta áratug sínum lauk. Rang- lát kjördæmaskipun kom ekki aðeins í veg fyrir þann vöxt, sem hann átti skil- ið, heldur varð í raun og vem undirrót þess endurtekna klofnings sem varð í flokknum. Stefáni Jóhanni velt úr formannssæti Þú varst framan af talinn í vinstra armi Alþýðuflokksins, einsog til dtemis kom fram við atkvceðagreiðsluna um inngöngu íslands í Atlantshafsbanda- lagið. Var hart tekist á um það mál innan flokksins? Já, við Hannibal Valdimarsson, sem komum saman á þing 1946, höfðum sérstöðu í þessu máh og sættum miklu aðkasti, ekki síst ég hér í Reykjavík. En persónulegir vinir mínir og stuðnings- menn snem samt ekki baki við mér. Vil ég í því sambandi nefna sérstaklega Harald Guðmundsson, Jóhönnu Egils- dóttur og Jón Axel Pétursson. Hannibal Valdimarsson steypti Stef- áni Jóhanni úr fonríannssessi á sögu- frœgu flokksþingi 1952. Er ekki rétt að þú hafir stutt Hannibal, og hver var helsta ástœða þess? Stefán Jóhann hafði lengi verið um- deildur sem formaður eða allar götur frá því að hann hafði forystu um þátt- töku Alþýðuflokksins í þjóðstjóminni svokölluðu 1939. Þeim stjómarmynd- un vomm við margir, sem þá vom kall- aðir „ungir menn“ í flokknum, svo sem við Jón Blöndal og Finnbogi Rútur Valdimarsson mjög andvígir. En það var ekki bara þessi hópur sem taldi tímabært að skipta um formann 1952 og kjósa Harald Guðmundsson. Hópur eldri flokksmanna undir forystu Guð- mundar G. Hagalín gekk á fund Stef- áns Jóhanns og mælti með því, að nýr formaður yrði kosinn. En Stefán Jó- hann vildi sitja eitt kjörtímabil enn. Þá neitaði Haraldur að uppá sér yrði stungið. Þegar Hannibal gaf kost á sér Bjami Benediktsson: „Orðum hans mátti alltaf treysta. Hann var heill í öllu sem hann gerði." kusum við, sem vildum breytingu, hann sem formann og Benedikt Grön- dal sem varaformann. Ég var kosinn ritari áfram. Hannibal sat aðeins tvö ár sem for- maður áður en hann hrökklaðist frá völdum. Því var haldið fram að hann semdi stefnu flokksins dag frá degi, og birti hana í forystugreinum Alþýðu- blaðsins - án nokkurs samráðs við aðra íforystu flokksins? Það er auðvitað ekki rétt að Hannibal hafi samið stefhu flokksins frá degi til dags. Hinsvegar var nær ekkert sam- band milli hans og fyrri forystumanna flokksins, sem orðið höfðu undir á flokksþinginu. Það sem olli mestu um það að Hannibal var ekki endurkjörinn formaður á næsta flokksþingi var mál sem tengdist sveitarstjómarkosningum í Kópavogi. Meirihluti þar var í hönd- um samtaka sem lutu forystu Finnboga Rúts, bróður Hannibals, og buðu fram sem Óháðir. Kosningamar vom taldar tvísýnar. Daginn fyrir kosningar lýsti Alþýðublaðið stuðningi við lista Óháðra án samráðs við aðra forystu- menn í flokknum. Þetta átti mestan þátt í því að Haraldur Guðmundsson var kosinn formaður í stað Hannibals. Leiðir skilja með Hannibal og Alþýðuflokknum Var óhjákvœmilegt að leiðir skildu með Hannibal og Alþýðuflokknum? Deilurnar innan Alþýðuflokksins héldu áffam. Þegar kosningar sumarið 1956 nálguðust, ákváðu Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur að hafa al- gert kosningabandalag, sem fólst í því að bjóða sig hvergi fram hvor gegn hinum. Einsog kjördæmaskipunin var þá hefðu flokkamir getað náð hreinum meirihluta á Alþingi. Hinir glögg- skyggnari menn í Sósíalistaflokknum, og þá ekki síst Finnbogi Rútur, sem boðið hafði sig fram fyrir Sósíalista- flokkinn 1949, án þess að ganga í hann, gerðu sér grein fyrir því, að ynni bandalagið hreinan meirihluta yrði Sósíalistaflokkurinn utan gátta í stjóm- málunum. Hannibal var forseti Al- þýðusambandsins. f mars samþykkti stjóm ASÍ að vinna að kosningasam- starfi allra vinstri manna, það er að segja einnig Sósíalistaflokksins og Þjóðvamarflokksins. Þjóðvamarflokk- urinn hafnaði þessu, en samtök innan Alþýðuflokksins, Málfundafélag jafn- aðarmanna þar sem Hannibal var einn af forystumönnum, samþykktu. Nú vaknaði spumingin um afstöðu Hanni- bals. Ég lagði mig allan fram um að koma í veg fyrir að til klofnings í flokknum kæmi. Á flokksstjómarfundi í nóvember 1955 lýsti Hannibal því yf- ir, að hann teldi að stefna ætti að sam- starfi allra íhaldsandstæðinga, en hann myndi vinna að framgangi þeirrar stjómmálaályktunar sem flokksstjóm- aríundurinn samþykkti, en hann álykt- aði um kosningabandalag Framsóknar og Alþýðuflokks. Ég taldi að sættir hefðu náðst og beitti mér fyrir því að Hannibal yrði einn af ræðumönnum flokksins f útvarpsumræðum frá Al- þingi í janúar 1956. En Hannibal studdi kosningabandalagið ekki, heldur myndaði Alþýðubandalagið með Sósí- alistaflokknum. Þá ályktaði miðstjómin að hann hefði sagt skilið við flokkinn. Ég er þeirrar skoðunar, að hefði Hanni- bal stutt kosningabandalagið hefði það unnið hreinan meirihluta. Alþýðuflokkurinn átti aðild að vinstristjóminni 1956- 58. Hvemig var samstarfið ístjóminni? Vegna samstarfsins í kosningunum var samvinna okkar Guðmundar í. Guðmundssonar við Hermann Jónas- son og Eystein Jónsson auðvitað mjög náin. Þeir voru báðir mikilhæfir stjóm- málamenn. Við Hannibal höfðum verið nánir sámstarfsmenn í Alþýðuflokkn- um í tvo áratugi. Vinátta okkar rofhaði ekki, þótt við værum komnir í ríkis- stjóm fyrir sitthvom flokkinn. Líklega hefur enga tvo menn í ríkisstjóminni greint meira á en okkur Lúðvík Jóseps- son. En ég fann fljótt að það var mikið í hann spunnið. Agreiningur okkar var málefhalegur, en aldrei persónulegur. 1959 var grunnur lagður að langlíf- ustu samstjóm lýðveldisins, Viðreisn- arstjórninni. Var einliugur innan Al- þýðuflokksins um að ganga til sam- starfs með Sjálfstœðisflokknum? Nei, um nokkra andstöðu var að ræða, einkum af hálfu þeirra sem tengdust verkalýðshreyfingunni. En

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.