Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 19
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 8M0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 ■ Samtakaheild íslenzkrar alþýðu og hótunarbréf svonefndra „kommúnista". Þarf ekki að óttast að verkalýðurinn klofni Kommúnistar í fjöldagöngu. Á spjöldum þeirra má meðal annars lesa: „Lifi Stalín" og „Lifi Samband ungra kommúnista." 1. desember 1930. Á fundi sam- bandsþingsins í fyrradag lagði Einar Olgeirsson ffam eftir farandi ritsmíð: „Þar sem meiri hluti fulltrúa Al- þýðusambandsþingsins, þrátt fyrir megnustu óánægju verkalýðs um alt land með bræðings og stéttasamvinnu- stefnu Alþýðusambandsstjómarinnar, hefír fellt vantraust á sambandsstjóm- ina og neitað að losa verkalýðshreyf- inguna við yfrrráð sosialdemokrata á hættulegustu baráttutímum við auð- valdið, hefir enn fremur hafnað því að segja sig samstundis úr 2. Intemation- ale, ályktar vinstri armur verkalýðs- hreyfmgarinnar áð brýna nauðsyn beri til að skapa forystu fyrir verkalýðinn í hinni harðvítugu stéttabaráttu, sem ffarn undan er, með myndun Komm- únistaflokks íslands." Bréf þetta þarfnast engra skýringa. Það er fullkomin hótun um að segja sig úr lögum við samtakaheild hins ís- lenzka verkalýðs, Alþýðuflokkinn, og taka upp baráttu gegn honum. Hvort alvara verður úr þessari hótun er óséð enn. Þeir 16 fulltrúar, sem nú kalla sig „kommúnista" og ritað hafa undir hót- unarbréf þetta, voru aðeins örlítill minni hluti á sambandsþinginu, því að um 80 fulltrúar frá nærfelt 40 félögum og úr flestum sýslum landsins sátu þingið. Og því fer mjög fjarri, að félög þau, sem sent hafa suma þessara full- trúa, séu þeim sammála. Er því engin ástæða til að óttast, að samtakaheild verkalýðsins klofni, þótt þessir fáu menn og konur framkvæmi hótanir sínar, en æskilegast væri að þessir svokölluðu ,Jcommúnistar“ sæu að sér og beygðu sig fyrir vilja meiri hluta verkalýðsins í alþýðusamtökunum, svo sem greinilega kom í ljós á þing- inu, og gerðu eigi þann óvinafagnað að stofna ,Jcommúnistaflokk“ til þess að berjast gegn Alþýðuflokknum og styrkja með því íhaldið og auðvaldið í landinu. ■ Gylfi Þ. Gíslason Það tókst að halda þingsætinu 1. júlí 1974. Gylfi Þ. Gíslason sagði: Alþýðuflokksmenn í Reykjavík gleðjast að sjálfsögðu yfn því, að það tókst að halda þingsætinu í Reykjavík, þannig að Alþýðuflokkurinn starfar áfram á þingi. Það urðu hins vegar vonbrigði að ekki skyldi nást aftur kjördæmakosinn maður í Reykjanes- kjördæmi og að þingmönnum Al- þýðuflokksins skuli fækka um einn. En miðað við úrslit byggðakosning- anna var niðurstaðan hagstæð. Samt er augljóst, að flokkurinn er ekki búinn að ná sér efitir það áfall, sem hann þá varð fyrir, enda skammt milli kosn- inganna. ■ Evrópska efnahagssvæðið Samningurinn var undirrit- aður í Oporto á laugardag - þriggja ára samninga- ferli lokið og beðið stað- festingar einstakra ríkja. Markmið okkar eru: Að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála og húsbygginga, að landsmenn geti búið við öryggi í húsnceðismálum. Að stuðla að jafnrétti í húsnæðismálum, þannig að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta eru þau markmið sem Húsnæðisstofnunin starfar að. Þess vegna er hún ein af velferðarstofnunum þjóðfélagsins. CXU HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS I I - vinnur að velferð í þágu þjóðar mmm Stjórn Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks. Emil Jónsson samgönguráðherra, Finnur Jónsson, félags- og dómsmálaráðherra, Ólafur Thors, forsætis- og utanrikisráðherra, Pétur Magnússon fjármálaráðherra, Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra og Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráðherra. Nýja stjórnin 5. irmi' 1992. Fulltrúar 18 ríkja Evr- ópubandalagsins og EFTA skrifuðu undir samninginn um Evrópska efha- hagssvæðið í Oporto í Portúgal á laug- ardag. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ritaði undir samn- inginn fyrir íslands hönd ásamt Hann- esi Hafstein sendiherra. f sameiginlegri yfirlýsingu þeirra þjóða sem standa að EES segir að með tilkomu Evrópska efnahagssvæð- isins hefjist nýr kafli í samskiptum Evrópubandalagsins og aðildarríkja þess og EFTA-rikjanna, samtímis því sem það sé mikilvægur þáttur í ný- sköpun Evrópu. Jón Baldvin Hannibalsson flytur ræðu við undirskrift samningsins. 4. nóvember 1944. STÓR TÍÐINDI hafa gerst á sviði stjórnmálalífsins. Eftir hér um bil tveggja ára utanþings- stjóm hefur þinginu nú loksins tekizt að mynda stjóm, sem hefur meirihluta þingsins að baki sér. Standa að henni þrír flokkar: Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sósíalistaflokk- urinn. I því sambandi er rétt að taka það hispurslaust fram, að Alþýðuflokkur- inn hafði enga ástæðu til þess, að vera sérstaklega óðfús til stjómarmyndunar með þeim flokkum, sem sæti eiga í hinni nýju stjóm ásamt honum. Annar þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, er flokk- ur stóratvinnurekendastéttarinnar í landinu, sem frá upphafi hefur staðið fastast gegn umbótastefnu Alþýðu- flokksins; en hinum, Sósíalistaflokkn- um, er stjómað af kommúnistum, sem hingað til hafa boðað hér rótlausa, er- lenda byltingarstefnu og alveg sér- staka áherzlu lagt á það, að afflytja og skaða Alþýðuflokkinn; og báðir Sjálf- stæðisflokkurinn og Sósíalistaflokkur- inn, hafa um langt skeið haft með sér meira og minna náið samstarf, utan þings og innan, á móti honum. Alþýðusam bandið endur- skipulagt 19. nóvember 1940. Á Al- þýðusambandsþingi í gær voru samþykkt ný lög fyrir Aiþýðu- samband íslands. Samkvæmt lögum þessum verður Alþýðu- sambandið samband íslenzkra stéttarfélaga, án allra skipu- lagstengsla við stjórnmála- flokka. Allir félagar hafa kosn- ingarétt og kjörgengi, án tillits til stjórnmálaskoðana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.