Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 fLÞYIIUKLfllll) 21082. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjóri Hrafn Jökuisson Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiöjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Símboði auglýsinga 846 3332 Áskriftarverð kr. 1.500 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 100 m/vsk Besta afmælisgjöfin í dag minnist Alþýðublaðið þess með veglégum hætti að rétt 80 ár eru liðin frá stofnun Alþýðusambands Lslands og Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkurinn hlýtur, einsog flest afmælisböm, að staldra við á þessum tímamótum: líta yfir farinn veg, meta stöð- una nú og hvert stefna skuh. í blaðinu í dag er mest áhersla lögð á að rifja upp sögu flokksins, sigra jafnt sem ósigra, enda má heita að saga Alþýðuflokksins sé samfelld átakasaga. Miklir sigrar hafa unnist; flokkurinn hefur líka lent í djúpum öldudölum - en aldrei beðið skipbrot. Alþýðublaðið birtir í dag kveðjur frá leiðtogum allra íslensku stjómmálaflokkanna auk bræðraflokka Alþýðuflokksins í nokkr- um löndum. Um eitt em hinir íslensku stjómmálamenn að mestu sammála: Að Alþýðuflokkurinn hefur haft áhrif á mótun íslensks mannfélags langt umfram kjörfylgi sitt. Það em vitanlega ekki ný sannindi, enda hafa baráttumál Alþýðuflokksins, flest hver, ratað í stefnuskrár annarra flokka. Hlýjar kveðjur frá Norðurlöndum og Bretlandi sýna hin nánu tengsl lýðræðisjafnaðarmanna í Evrópu. Gmndvallarhugsjónimar em þær, enda jafnaðarstefnan í eðli sínu alþjóðleg. Alþýðuflokk- urinn hefur ævinlega átt náið samstarf með norrænum bræðra- flokkum og lagt sín vog á lóðarskálar samvinnu Norðurlanda. Trúlega hefur aldrei verið brýnna en einmitt nú, að beina kröftum að samvinnu Norðurlanda. Það munu íslenskir jafnaðarmenn gera, hér eftir sem hingað til. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á stórfróðlegu viðtali í blaðinu í dag við dr. Gylfa Þ. Gíslason, fyrrum formann flokksins og einn áhrifamesta stjómmálamann aldarinnar. Söguskýringar dr. Gylfa em afar athyglisverðar, einkum svar hans við spumingunni hversvegna Alþýðuflokkurinn hefur aldrei náð sama styrk og jafnaðarmannaflokkar á öðmm Norðurlöndum. Þvert á hina við- teknu söguskýringu, að meginorsakar sé að leita í þrálátum klofn- ingi, segir dr. Gylfi að ranglát kjördæmaskipan á fyrri hluta aldar- innar hafi staðið vexti og viðgangi Alþýðuflokksins fýrir þrifum í þéttbýlinu. Alþýðuflokkurinn fékk þannig áratugum saman ekki þingstyrk í samræmi við kjörfylgi: þetta veikti flokkinn vitanlega, ýtti undir klofningsstarfsemi og lamaði þannig þrótt flokksmanna. Alþýðublaðið í dag minnist líka sérstaklega tveggja frumherja: Jóns Baldvinssonar og Olafs Friðrikssonar. Þeir vom gerólíkir menn, en í sameiningu áttu þeir mestan þátt í því að fylkja ís- lensku verkafólki um Alþýðuflokkinn, og - sem ekki skipti minna máli - þeir efldu samtakamátt launafólks og boðuðu það fagnað- arerindi að allir ættu rétt á sömu tækifæmm í lífinu, allir menn ættu að njóta jafnréttis. Þeir - og margir félagar þeirra aðrir - inn- leiddu ekki einasta stéttarvitund, heldur efldu þeir sjálfsvirðingu íslensks verkafólks. Eldhuginn Ólafur Friðriksson og mannvinur- inn Jón Baldvinsson munu jafnan skipa heiðurssess í sögu ís- lenskra jafnaðarmanna. En afmæli eiga vitanlega ekki einasta að vera tilefni til fortíðar- skoðunar og upprifjunar á gömlum afrekum. Á þessum tímamót- um er brýnt að jafnaðarmenn endurmeti stöðu sína, og hugi að því hvemig þeim muni best takast í framtíðinni að þoka nýjum bar- áttumálum áleiðis. Nýir tímar kalla á ný úrlausnarefni, breytt heimsmynd kallar á skýra stefnu. Forgangsverkefni forystu Al- þýðuflokksins og annarra liðsmanna hlýtur því að vera að fmna leiðir til að efla hreyfíngu jafnaðarmanna. Það er besta afmælis- gjöfín sem hægt er að gefa hinum síunga Alþýðuflokki. ■ Agæt verk Alþýðuflokksins, forystumanna hans, flokksmanna og fylgjenda í þjóðarþágu hljóta einnig að vera ofarlega á baugi nú þegar Alþýðuflokkurinn fagnar á afmæli sínu. ■ Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins r Ahrifin meiri en fylgið Saga Alþýðuflokksins er ekki að- eins orðin löng, hún er einnig hin merkasta. Flokkurinn hefur með stefnu sinni og starfsemi haft mótandi áhrif á margt í íslensku samfélagi og oftast til góðs. Því verður hins vegar ekki á móti mælt, að Alþýðutlokkur- inn hefir ætíð talist til minni flokk- anna í landinu og aldrei náð því að verða sá fjöldaflokkur sem forystu- menn hans stefndu að. En Alþýðu- flokkurinn hefur á hinn bóginn iðu- lega haft mun meiri áhrif í þjóðfélag- inu en fylgi hans meðal kjósenda hef- ur gefið tilefhi til. Sumir mundu segja að þar hefði flokkurinn snúið á lýð- ræðið. Á það skal ekki lagður dómur nú, en staðreyndin er sú að Alþýðu- flokkurinn hefir setið í ríkisstjórn í meira en helming þess tíma, sem lýð- veldi hefur verið á íslandi. Forystu- menn flokksins, fyrr og síðar, hljóta að vera stoltir yfrr því. Svo löng seta í ríkisstjóm hefur gefið Alþýðuflokkn- um tækifæri til þess að hafa vemleg áhrif á þróun mála og koma sínum sjónarmiðum, viðhorfum og stefnu úr orðum í verk í þjóðfélaginu. Stjómmálalíf á íslandi komst í heil- brigðara og fastara form frá og með stofnun lýðveldisins. Stjómmálastarf- semin varð eðhlegri eftir því sem dró úr misvægi atkvæða og mismunum á milli flokka af þeim sökum. Það er at- hyglisvert að af þeim 29 ámm rúmum sem Alþýðuflokkurinn hefur setið í ríkisstjóm á lýðveldistímanum, hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í því ríkisstjómarsamstarfi í 23 ár rúm og oftast farið með forystuhlutverkið. (Hér em teknar með tvær minnihluta- stjómir Alþýðuflokks sem sátu í skjóli Sjálfstæðisflokksins). Alþýðuflokkur- inn hefur því ekki átt jafn náið sam- starf við nokkurn annan flokk og Sjálfstæðisflokkinn. í því samstarfi hefur Alþýðuflokknum auðnast að taka þátt í mestu umbótaþróun sem þetta þjóðfélag hefur notið. Samstarf Alþýðuflokks við svonefnda vinstri flokka hefur hins vegar iðulega endað með ósköpum samanber endalok rík- isstjómarinnar 1956-1958 og ekki síst ríkisstjómarinnar 1979. Alþýðuflokk- urinn hefur aldrei setið heilt kjörtíma- bil í ríkisstjórn á lýðveldistímanum nema hann hafi átt samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn. Fyrir þessa nánu sam- vinnu, sem löngum hefur verið farsæl, er full ástæða til að þakka. Ágæt verk Alþýðuflokksins, forystumanna hans, flokksmanna óg fylgjenda í þjóðar- þágu hljóta einnig að vera ofarlega á baugi nú þegar Alþýðuflokkurinn fagnar á afmæli sínu. Em öllum þess- um aðilum færðar hlýjar kveðjur og bestu framtíðaróskir. myndaauðgi og kreddufestu. Ég hygg að eitt merkasta tímabil flokksins hafi verið er „stjóm hinna vinnandi stétta“ sat við völd 1934- 1938 með Harald Guðmundsson á stóli atvinnumálaráð- herra. Á þeim tíma var gmnnur lagður að almannatryggingum, verkamanna- bústaðir voru byggðir, mjólkursala skipulögð og löggjöfin um stéttarfélög og vinnudeilur sett. Jafnframt var gripið til aðgerða gegn atvinnuleysi og bjargarleysi fólks. Það velferðarkerfi sem nú á svo mjög í vök að verjast var að fæðast, en það átti eftir að batna og breytast meðal annars fyrir tilstuðlan Alþýðuflokksins skömmu eftir heims- styrjöldina síðari er hugmyndir Sir William Beveridge slógu í gegn hér sem annars staðar. Þrátt fyrir mikil áhrif Alþýðuflokks- ins á mótun íslensks samfélags hefur honum aldrei tekist að verða sá stóri Jafnaðarmannaflokkur með stórum staf sem einkennt hefur stjórnmál Skandinavíu. Það er margt sem veld- ur. Einhvern veginn tókst flokks- mönnum ekki að sætta ólfk sjónarmið. Kannski voru „foringjamir" of margir og of stórir f sniðum, í það minnsta hafa þeir hver á fætur öðium tekið þá ákvörðun að kljúfa flokkinn (alls fimm sinnum), fremur en að sætta sig við vilja meirihlutans og hafa hags- muni flokksins í fýrirrúmi. Átök milli kommúnista og sósíaldemókrata urðu harðvítugri hér á landi en í Skandinav- íu og sennilega eiga sterk þjóðemis- sjónarmið í kjölfar sjálfstæðisbarátt- unnar og „óþjóðleg" alþjóðahyggja Á þeim 80 árum sem síðan eru liðin er mikið vatn til sjávar runnið, með tímum sigra og ósigra, klofnings og samruna, hugmyndaauðgi og kreddufestu. ■ Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalista Ætlum vér að gera fátæktina útlæga ,ætlum vér að gera fátæktina útlæga úr landinu, og koma á svo almennri velmegun að hvert mannsbarn sem fæðist hér á landi, hafi tækifæri til að þroska og full- komna alla góða og fagra með- fædda hæfileika. Og vér álítum ís- land nógu gott land til þess að geta veitt öllum börnum sínum þetta, þegar vel er setið þjóðarbúið og ein- stakir menn eru ekki látnir sölsa undir sig auðsuppspretturnar...“ (úr bæklingi Alþýðuflokksins 1917) Þegar Alþýðuflokkurinn var stofn- aður árið 1916 stóð fyrri heimstyijöld- in sem hæst. Verðlag hækkaði upp úr öllum veðrum, tímabundið atvinnu- leysi var landlægt, bláfátækt verkafólk fyllti allar kjallaraholur Reykjavfkur- bæjar og þáverandi ríkisstjóm sá sér ekki annað fært en að selja togaraflot- ann úr landi. Við slíkar aðstæður þjöppuðu þau fáu verkalýðsfélög sem stofnuð höfðu verið í Reykjavík og nágrenni sér saman, fetuðu í fótspor skoðanabræðra og systra á Norður- löndum og stofnuðu flokk og verka- lýðssamband til þess að útrýma fá- tæktinni og bæta kjörin, enda höfðu konur og verkafólk þá loks öðlast kosningarétt til alþingis. Á þeim 80 ámm sem síðan em liðin er mikið vatn til sjávar mnnið, með tímum sigra og ósigra, klofnings og samruna, hug- Alþýðuflokksins (sem m.a. birtist við undirbúning stofnunar lýðveldisins 1942-1944) mikinn þátt í því að Al- þýðuflokkurinn hefur ekki náð þeirri stærð sem systurflokkar hans í Skand- inavíu geta státað af. Ég vil bæta því hér við að Alþýðuflokkurinn hefur ekki ffemur en aðrir íslenskir stjóm- málaflokkar brugðist við baráttu kvenna síðustu 25 árin en það gerðu systurflokkamir sem hafa mætt kröf- um kvenna betur en nokkrir aðrir og það á heimsvísu, enda njóta þeir mik- ils stuðnings meðal kvenna. Ég nefni þetta hér því að í sögu sinni og í að- dragandanum að stofnun flokksins er að finna dæmi um skilning á kvenna- baráttunni, annars vegar frá árinu 1908 og hins vegar í baráttu Hanni- bals Valdimarssonar til dæmis fyrir jöfnum launum karla og kvenna, en einvers staðar bar af leið. Nú um stundir er öldungur íslenskra stjómmála utan ríkisstjómar og getur nýtt tímann til að skoða sögu sína, stefnu og starfshætti (sleppum spill- ingu oj; stöðuveitingum á þessum degi). I síðustu ríkisstjóm var teflt á tæpasta vað að mínum dómi og þá léku frjálshyggjuhugmyndir lausum hala, með Nýja-Sjálandshagfræðina og kenningar Madame Bottom-less (eins og hún er kölluð) um spamað í heilbrigðiskerfinu að leiðarljósi. Nú ætti að rétta kúrsinn af, hefja hag

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.