Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 7
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996
ALÞÝÐUBLAÐK) 7
Skoðanir okkar Vilmundar í stjórnmálum og þjóðfélagsmálum voru yfirleitt mjög líkar. Þegar hann sagði mér að hann hefði ákveðið að segja sig úr Alþýðuflokknum og stofna nýjan flokk,
gerði ég það sem ég gat til þess að fá hann til að skipta um skoðun. Ég minnti hann á að ég hefði oft áður fyrr átt erfitt í Alþýðuflokknum, en alltaf komist að þeirri niðurstöðu að betra og
réttara væri að berjast fyrir sínum sjónarmiðum innan fiokksins en utan hans. Ljósmynd: RAX
Ólafur Thors: „Margir voru þeirrar
skoðunar að hann væri stráksleg-
ur, jafnvel galgopi. Ólafur sagði
einu sinni við mig að í raun og veru
hefði hann alltaf verið feiminn."
samstaðan jókst þegar á leið.
Oft er sagt, að Alþýðuflokkurinn hafi
í þeirri stjóm tekið að sér að fcera ís-
lenskt samfélag inn í nútímann. Hafta-
tímabilinu lauk og grundvallarbreyt-
ingar voru gerðar á ejhahagskeifinu.
Hvemig gekk samsta/fið við Sjálfstœð-
isflokkinn íþessum málum?
Það var orðið augljóst á sjötta ára-
tugnum að hafta- og uppbótakerfið,
samfara alrangri gengisskráningu, var
gengið sér til húðar. Þetta var Her-
manni Jónassyni og Eysteini Jónssyni
einnig ljóst. Ef kosningabandalagið
1956 hefði unnið hreinan meirihluta
hefðu verið gerðar breytingar. En í
stjóm Hermanns Jónassonar kom Al-
þýðubandalagið í veg fyrir þær. í
stjórnartíð minnihlutastjórnar Emils
Jónssonar 1959 gafst góður tími til að
undirbúa myndun Viðreisnarstjómar-
innar. Flokkamir reyndust sammála um
allar nauðsynlegar ráðstafanir, nema
stefnuna í landbúnaðannálum. I Sjálf-
stæðisflokknum urðu sjónarmið Ingólfs
Jónssonar því miður ráðandi.
Benedikt Gröndal: „Hann átti að
verða forsætisráðherra 1978."
Ólafur Thors sá með
hjartanu
Ólafur Thors var forsœtisráðherra
Viðreisnarstjómarinnar fyrstu árin, en
síðan tók Bjami Benediktsson við. Þeir
eru goðsagnakennt tvíeyki - gœtir þú
sagt ofurlítið frá þeim og borið þá
satnan?
Ég kynntist Ólafi Thors mjög vel.
Mér fannst hann talsvert öðmvísi en oft
var talið. Allir vom sammála um að
hann væri glæsimenni sem sópaði að.
En ýmsum fannst hann strákslegur,
jafhvel galgopi. Ólafur sagði einu sinni
við mig, að í raun og vem hefði hann
alltaf verið feiminn. Það gæti verið
skýringin á því að allir sem þekktu
hann vel, vissu að hann var í raun meiri
alvömmaður en gleðimaður, og kunni
hann þó sannarlega að gleðjast. Aðal-
einkenni hans vom góðvild og hjarta-
hlýja. í sambandi við Ólaf hef áður
vitnað í franskt ævintýri, Litla prinsinn.
Honum var trúað fyrir leyndarmáli.
„Það er mjög mikilvægt: Maður sér
ekki vel nema með hjartanu. Það mikil-
Vilmundur Gylfason: „Hann hafði
alltaf mjög ákveðnar skoðanir og
var sterkur persónuleiki."
vægasta er ósýnilegt augunum." Ólafiir
Thors hafði þann mikla hæfileika að
sjá með hjartanu.
Styrkur Bjama Benediktssonar var
fólginn í glæsilegum gáfum hans og
sterkri skapgerð, sem mótaðist af mikl-
um drengskap. Orðum hans mátti alltaf
treysta. Hann var heill í öllu sem hann
gerði.
Enginn hefur gegnt embœtti mennta-
málaráðherra lengur en þú. Það er til
of mikils mœlst að biðja þig að segja
frá öllum helstu verkejhum þínum (því
ráðuneyti, en hvað ber hœst?
Á þessum 15 árum jukust umsvif á
sviði ffæðslumála, almennra menning-
armála og rannsókna meira en átt hafði
sér stað á nokkru öðm 15 ára tímabili á
öldinni. Það gladdi mig mikið að fá að-
stöðu til að efla mjög hag Háskólans.
Mér þótti lika vænt um að fá fyrstu lög-
in um stuðning við tónlistarskóla sam-
þykkt, en þau lögðu gmndvöll að þeirri
miklu eflingu tónlistarlífs í landinu,
sem átt hefur sér stað. 1958 námu út-
gjöld til menntamála í landinu 3% af
þjóðarframleiðslu, en meðaltal slíkra
útgjalda í Vesmr-Evrópu nam þá 3,2%.
Árið 1970 var þetta hlutfall í Vestur-
Evrópu komið upp í 4% en hér hafði
það aukist upp í 5% eða um 67%. Var
Island þá komið í hóp þeirra landa í
Vestur-Evrópu sem vörðu hlutfallslega
mestu af þjóðarframleiðslunni til
menntamála.
Þjóðartekjur aldrei meiri
en f tíð Viðreisnar
Þú varðst fonnaður flokksins á Við-
reisnarárunum. Var háð valdabarátta
um formannsembœttið í aðdraganda
þess?
Nei. Þegar Emil Jónsson gaf ekki
lengur kost á sér sem formaður 1968
hafði ég að tillögu hans verið varafor-
maður í tvö ár. Hann stakk uppá mér
sem eftirmanni sínum. Um það urðu
engar deilur.
Viðreisnarstjórnin fór frá völdum
1971 og Alþýðuflokkurinn lenti utan
stjómar. Var það ekki mikið áfall fyrir
flokk, sem setið hafði ( ríkisstjóm sam-
fleytt í 15 ár?
Auðvitað var það mikið áfall. Nýr
flokkur, Samtök ftjálslyndra og vinstri-
manna, varð Sigurvegari kosninganna.
Sá flokkur Ufði ekki nema í sjö ár. En
Viðreisnarstjómin skilaði miklum ár-
angri. Þótt það væri ekki komið í ljós,
þegarkosið var 1971, sýndi sig síðar að
þjóðartekjur íslendinga höfðu aldrei
orðið meiri en árið 1971.
Kosningamar 1974 urðu flokknum
jajhvel enn eifiðari og þú varst eini
kjördœmakjömi þingmaður flokksins.
Var beinlínis hœtta á þv( að flokkurinn
lognaðist út af?
Nei. Ég held að hann hafi alltaf átt
ömggt þingsæti í Reykjavík.
Þú lést af þingmennsku 1978, en það
hlýtur að hafa verið ánœgjulegt að
verða vitni að mesta sigri Alþýðu-
flokksins fyrr og síðar - hann var eink-
um þakkaður baráttu Vilmundar.
Áuðvitað gladdist ég einsog aðrir
jafnaðarmenn yfir þessum glæsilega
sigri.
Barðist gegn
vinstristjórninni 1978
Margir eru þeirrar skoðunar að ein
mestu mistök í sögu flokksins hafi verið
að setjast í vinstristjómina 1978 undir
forsœti Framsóknar. Reyndir þú á ein-
hvem hátt að hafa áhrifá gang þeirra
mála?
Ég var algerlega andvígur þeirri
stjórnarmyndun. Mér fannst sigur
flokksins veita honum rétt til þess að
hafa forystu um myndun ríkisstjómar
og taldi Benedikt Gröndal eiga að
verða forsætisráðherra. Þegar málefha-
samningurinn var borinn undir mið-
stjóm talaði ég eindregið gegn honum
og var ekki einn um það.
Mjög sársaukafullur viðskilnaður
varð með Vilmundi Gylfasyni og Al-
þýðuflokknum haustið 1982, og í kosn-
ingunum árið eftir tókst þú ekki sœti á
lista flokksins (fyrsta sinn í marga ára-
tugi. Kom þér einhvem tíma til hugar
að segja þig úr Alþýðuflokknum.
Mér kom aldrei eitt andartak til hug-
ar að segja mig úr Alþýðuflokknum.
Skoðanir okkar Vilmundar í stjómmál-
um og þjóðfélagsmálum yfirleitt vom
mjög líkar. Þegar hann sagði mér að
hann hefði ákveðið að segja sig úr Al-
þýðuflokknum og stofna nýjan flokk,
gerði ég það sem ég gat til þess að fá
hann til að skipta um skoðun. Ég
minnti hann á að ég hefði oft áður fyrr
átt erfitt í Alþýðuflokknum, en alltaf
komist að þeirri niðurstöðu að betra og
réttara væri að beijast fyrir sínum sjón-
armiðum innan flokksins en utan hans.
En Vilmundur hafði alltaf mjög
ákveðnar skoðanir og var sterkur per-
sónuleiki. Honum varð ekki haggað.
Átti ýmislegt ógert
í Háskólanum
Síðan þú lést af formennsku í Al-
þýðuflokknum og þingmennsku