Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996
8M0
ALÞÝÐUBLAÐK) 3
verkalýðsins gerði fyrir 80 árum síð-
an.
Þjóðvaki óskar afmælisbarninu
allra heilla á þessum tímamótum og
væntir þess að næstu stóru hátíðahöld
jafnaðarmanna, verði stórt ættarmót
sameinaðra jafnaðarmanna, því niðja
afmælisbarnsins er að finna víða í
stjórnmálaflórunni. Það er ekki síst
undir þeim fjölmörgu í Alþýðuflokki,
Alþýðubandalagi og Þjóðvaka komið,
sem lýst hafa sig eindregið tilbúna til
að vinna að sameiningu jafnaðar-
manna, hvenær af slíku ættarmóti get-
ur orðið.
viðeigandi skil, enda aðrir færari um
það.
Hvað sem líður skoðanamun í
stjómmálum þurfum við heilsteypta
flokka, þannig að lýðræðið fái notið
sín. An lýðræðis og pólitískra átaka
verða engar ffamfarir.
Þeir flokkar sem eiga sér lengsta
sögu í íslenskum stjórnmálum hafa
reynst þess megnugir að skipa Islend-
ingum í sveit þeirra þjóða þar sem
framfarir og réttindi borgaranna em
mestar. Þetta er mikill árangur. Það
verður alltaf álitamál hver hafi átt
mestan þátt í því.
■ Halldór Asgrímsson
formaður Framsóknarflokksins
Þjóðvaki óskar afmælisbarninu allra heilla á
þessum tímamótum og væntir þess að næstu
stóru hátíðahöld jafnaðarmanna, verði stórt
ættarmót sameinaðra jafnaðarmanna, því niðja
afmælisbarnsins er að finna víða í stjórnmála-
flórunni.
Hefur lyft Grettis-
taki í velferðar
og almannatrygg
ingarmálum
hinna lakast settu og drauminn um
þjóðfélag jöfnuðar og jafnréttis til
vegs og virðingar, ekki síst ef sá
draumur á að rætast að sameina þá
jafnaðarmenn sem það vilja og koma í
veg fýrir „að einstakir menn séu látnir
sölsa undir sig auðsuppspretturnar"
eins og stefnt var að 1917.
Ég óska Alþýðuflokknum til ham-
ingju með afmælið og skora hér með á
alþýðuflokksfólk sem og aðra í um-
ræðu um framtíðina, velferðarkerfið,
kvennabaráttuna, lýðræðið og Evr-
ópumálin, því umræðu er þörf og hún
er til alls fyrst, hvert sem við stefnum.
Saga Alþýðuflokksins er stórbrotin
átakasaga. Hún er jafnframt saga
mikilla sigra í þágu jafnréttis, mann-
réttinda og réttlætis í þjóðfélaginu.
Sannanlega er hún einnig saga vona
og drauma - storma, stríða og von-
brigða. Stofnun Alþýðuflokksins og
Alþýðusambandsins fyrir 80 árum
síðan var svar alþýðunnar við kúgun
og óréttlæti - vopn alþýðunnar til að
sigrast á örbirgð og fátækt, þar sem
grundvallarmannréttindi fólks var fót-
um troðið. Sögulegt hlutverk jafnaðar-
manna var að beijast fyrir því að allir í
þjóðfélaginu gætu lifað með mann-
legri reisn.
Það kostaði þrotlausa baráttu, ekki
síst brautryðjendanna. Sú barátta skil-
aði líka árangri, því aldrei var misst
sjónar af hugsjónum jafnaðarstefn-
unnar. Saga jafnaðarstefnunnar kennir
okkur að hún hefur lagt grunninn að
mörgum helstu mannréttindum alþýð-
unnar, sem við búum við enn í dag.
Á 80 ára afmæli Alþýðuflokksins
verður svarið við þeirri spurningu
áleitið afhverju Alþýðuflokkurinn,
sem byggir á hugsjónum og stefnu
sem þorri þjóðarinnar aðhyllist, hefúr
aldrei náð því að verða stór og breið
fjöldahreyfing á borð við systurflokk-
ana á Norðurlöndum. Alþýðuflokkur-
inn sjálfur verður þar að líta í eigin
barm, ekki síður en jafnaðarmenn sem
í raun má finna í öllum flokkum. Það
er rétt að þessi hreyftng sem stofnuð
var sem hreyfing alþýðunnar, hefur
liðið fyrir sundrungu í röðum jafhað-
armanna. Þar hafa verið skiptar skoð-
anir um leiðir til að ná markmiðum
j afnaðarstefnunnar.
Því miður virðist það vera ríkjandi
söguskoðun að minnsta kosti í forystu
Alþýðuflokksins, að þeir sem hafa
orðið viðskila við flokkinn hafi gert
mistök en ekki flokkurinn. I þessu
sambandi minnist ég orða ömmu
minnar, Jóhönnu Egilsdóttur, sem
ávallt sá hlutina í sanngjömu og réttu
ljósi, sem jafnaðarmaður og einn af
verkalýðsforingjum alþýðunnar. Hún
sagðist alltaf hafa saknað Héðins
Valdimarssonar. I móðurflokki jafn-
aðarmanna hafa þó margir gegnum ár-
in orðið til að brigsla honum um mis-
tök og jafnvel svik við málstaðinn.
Staðreyndin er sú að hin breiða fylk-
ing jafnaðarmanna er alltof dreifð í
marga flokka bæði fyrr og síðar. Of
mikið er í húft til að við festumst í
hjólförum fortíðarinnar. Erjur hins
liðna mega aldrei birgja mönnum þá
framtíðarsýn sem jafnaðarmenn um
land allt kalla eftir.
Það er líka ástæða á þessum tíma-
mótum fyrir jafnaðarmenn að líta til
framtíðar og velta fyrir sér hvort hug-
sjónir hinna gömlu gilda jafnaðar-
stefnunnar hafi ekki of mikið orðið að
víkja fyrir einhverskonar tæknikrat-
isma, og að hluta til einnig frjáls-
hyggju markaðsbúskaparins. Nútíma
jafnaðarmannflokkur verður ávallt að
geta aðlagast þjóðfélagsbreytingum
ekki síst í ljósi ört vaxandi alþjóðlegs
samstarfs og vera tilbúinn að leita
nýrra leiða og nýrra hugmynda til að
hrinda í framkvæmd jafnaðarstefn-
unni. Slík aðlögun og þróun má þó
aldrei verða á kostnað grundvallar-
hugsjóna jafnaðarmanna um mannúð,
réttlæti, samhjálp og samstöðu með
alþýðu fólks og með þeim sem eiga
undir högg að sækja.
Nú, sem aldrei fyrr er þörf fyrir
sterka hreyfmgu jafnaðarmanna, sem
er forsenda fyrir því að kjör og réttindi
fólks verði varin fýrir hægri öflunum
og sterku atvinnurekendavaldi, líkt og
sameinuð hreyfing jafnaðarmanna og
Fyrir 80 árum lagði einn og sami
maðurinn, Jónas Jónsson frá
Hriflu, grunn að stofnun tveggja ís-
lenskra stjórnmálaflokka, sem eru
áhrifamiklir enn í dag. Þessir flokkar
eru Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur. Sú staðreynd að flokkarnir
eru áhrifavaldið í íslenskum stjóm-
málum átta áratugum eftir að þeir
voru stofnaðir, þýðir auðvitað að til-
ftnningaleg og menningarleg skírskot-
un í stefhum þessara flokka var rétt í
upphafi og síðan hitt að forysta og
flokksmenn hafa aðlagað stefnu
flokka sinna breyttum tímum. Raunar
ætlaði Jónas frá Hriflu að festa hér í
sessi tveggja flokka kerfi að erlendri
fyrirmynd, en sú varð ekki raunin.
Líklega hafa stefnumál flokkanna
tveggja verið of svipuð eftir að hafa
verið hert í sama hugsjónaeldinum,
þeir verið of miðjusettir og öfgalausir
að bæði til hægri og vinstri urðu til ný
stjómmálaöfl.
Sambúð flokkanna tveggja hefur
alla tíð verið nokkuð sérstök. Saman
hafa þeir borið gæfu til að hrinda í
framkvæmd ýmsum þjóðþrifamálum
en stundum hefur hart verið tekist á.
Segja má að stjómarsamvinna flokk-
anna hafi oftast nær verið farsæl en
naprir vindar blásið, þegar annar er í
stjórn en hinn ekki. Líklega er það
ekki óeðlilegt.
Framsóknarflokkurinn hefur fyrir
sitt leyti leitað eftir stjómarsamvinnu
við Alþýðuflokk þegar kringumstæður
hafa leyft.
Alþýðuflokkurinn hefur með störf-
um sínum í íslenskum stjómmálum í
80 ár verið þjóðinni til heilla í mörg-
um málum og einbeittur í að gera
gagn. Flokkurinn hefur lyft Grettistaki
í velferðar- og almannatryggingamál-
um í góðu samstarfi við aðra flokka.
Sumir merkustu stjómmálamenn ald-
arinnar hafa komið úr röðum Alþýðu-
flokksins og sett svip sinn á öldina.
í stuttri afmæliskveðju er ekki hægt
að gera mikilvægum hlut Alþýðu-
flokksins í íslenskri stjómmálasögu
Eitt er víst að allir hafa lagt sig
fram af bestu getu og Alþýðuflokkur-
inn hefur átt þar stóran hlut að máli
ásamt öðrum þeim flokkum sem hafa
verið á grundvelli lýðræðislegra hug-
sjóna.
Ég vil fyrir hönd Framsóknarflokks
árna Alþýðuflokknum allra heilla á
þessum merku tímamótum með ósk
um að Alþýðuflokkurinn megi áffam
vera mikilvægt afl í stjómmálum á Is-
landi.
Þið eigið rætur að rekja til þess
merka atburðar að Alþýðusam-
band íslands var stofnað 12. mars árið
1916, fyrstu allsherjarsamtök verka-
lýðsins hér á landi sem tókst að halda
velli. Áður höfðu Bárufélögin sem
stofnuð voru fyrir og eftir aldamótin
reynt að mynda almenn samtök, en
þau náðu aldrei varanlegri festu. Sama
er að segja um Verkamannasamband
íslands, sem stofhað var árið 1907 en
lognaðist út af þremur árum síðar.
Með stofnun Alþýðusambandsins
hefst fýrir alvöru barátta verkalýðsins
fyrir bættum lífskjörum og auknum
mannréttindum, barátta sem staðið
hefur síðan og mun halda áfram.
Ur þessum jarðvegi er Alþýðu-
flokkurinn sprottinn þótt þeir tímar
hafi komið að erfitt hefur verið að
greina ættarmótið. En það er sagt að
tvisvar verði gamall bam og ef til vill
á það fýrir Alþýðuflokknum að liggja
að leita uppruna síns með það fyrir
augum að efla rofin tengsl við ættingja
sína í stjórnmálum. Sá dagur gæti
komið að Alþýðuflokkurinn og Al-
þýðubandalagið sameinuðu krfata sína
í þágu alls launafólks í landinu. Hann
hefúr ekki langt líf að missa sem gam-
all er segir máltækið.
Heima á Stokkseyri fékk ég
snemma að heyra af þeim klofningi
sem varð í verkalýðsfélögunum innan
Alþýðusambandsins á þriðja og fjórða
áratugnum. Á þeim tíma þegar
„komrnar" og „kratar“ deildu sem
harðast og mörgum þótti Alþýðu-
flokkurinn ganga of skammt í kröfúm
sínum fyrir hönd verkamanna. Árið
1932 höfðu kratamir í verkalýðsfélag-
inu Bjarma á Stokkseyri tögl og
hagldir í félaginu og notuðu meiri-
hluta sinn til að bæta nýrri grein í fé-
lagslögin, sem svo hljóðar: „ Ef fé-
lagsmaður verður uppvís að því að
vinna á móti kosningu Alþýðuflokks-
ins, skal stjóminni heimilt að vfkja
honum úr félaginu".
Ekki veit ég hvort þessari aðferð
var beitt víðar, en varla hefur hún ver-
ið til þess fallin að laða menn að fé-
laginu eða Alþýðuflokknum og efla
samheldni þeirra sem börðust fyrir
bættum kjörum launamanna. Greinin
var síðar felld niður úr lögunum og
eftir það óx félagið og dafnaði og varð
sterkur bakhjarl félagsmanna og allra
íbúa Stokkseyrar í baráttunni fyrir
bættum kjömm og öryggi. Sagan er til
að læra af henni og hún sýnir að sam-
vinna skilar meiri árangri en endalaus-
ar væringar og klofningur þeirra sem
eiga samleið. Gott er að vera gamalla
og muna margt, en minningarnar
mega ekki bera menn ofurliði.
Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda-
lagið eiga margt sameiginlegt og ættu
að geta unnið saman að því megin-
verkefni að jafna og bæta lífskjörin á
Islandi. Vonandi bemm við gæfu til
þess ásamt öðmm sem vinna að sama
rnarki. Fyrir hönd Alþýðubandalags-
ins óska ég Alþýðuflokknum til ham-
ingju með afmælið.
Alþýðuflokkurinn hefur með störfum sínum í ís-
lenskum stjórnmálum í 80 ár verið þjóðinni til
heilla í mörgum málum og einbeittur í að gera
gagn.
■ Jóhanna Sigurðardóttir
formaður Þjóðvaka
Hreyfing sem
hefur liðið fyrir
sundrungu
Sá dagur gæti komið að Alþýðuflokkurinn og
Alþýðubandalagið sameinuðu krafta sína í þágu
alls launafólks á landinu.
■ Margrét Frímannsdóttir
formaður Alþýðubandalagsins
Samvinna
skilar árangri