Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 28
28 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996
Enginn
stjórnmála-
flokkur jafn
framsæk-
inn
- kveðja úr Hafnarfirði
Alþýðuflokkurinn og íslenskt þjóðlíf
hafa verið samofin í 80 ár. Hvar vær-
um við stödd ef áhrifa flokksins hefði
ekki gætt í gegnum tíðina? Enginn
stjómmálaflokkur hefur verið jafn
framsækinn og Alþýðuflokkurinn, né
haft það þor sem Alþýðuflokkurinn
hefur haft og
kannske hefur það
staðið flokknum
fýrir þrifum.
En sá tími mun
koma að fólk sér
að það er áræði og
þor sem þarf í pól-
itík til þess að hlut-
imir gangi eftir.
Alþýðuflokkurinn nýtur vaxandi fylg-
is og ungt fólk mun flykkja sér um
hann, því með stuðningi við Alþýðu-
flokkinn er framtíðinni best borgið.
Ingvar Viktorsson
Eigum að
hjalpa hin-
um krötun-
um heim
- kveðja frá Suðurlandi
Flokkur sem stöðugt sækir fram, ýtir
við ríkjandi ástandi
má reikna með
harðri andstöðu,
eins og dæmin
sanna. A áttatíu ára
afmælinu eiga jafn-
aðarmenn að steng-
ja heit. Bretta upp
ermamar og byggja brýr í allar áttir.
Það em kratar i öllum hinum stjóm-
málaflokkunum og við eigum að
hjálpa þeim heim.
Tryggvi Skjaldarson,
Þykkvabæ
Með ósk
um sam-
einingu
- kveðja frá Norðurlandi vestra
Á 80 ára afmæli Alþýðuflokksins og
ASÍ væri okkur yngri mönnum hollt
að fá veglegt „helgamámskeið" hjá
ýmsum eldri og reyndari forystu-
Hvert sem leið þín liggurí
ATIAS er alþjóðlegt EUROCARD-kreditkort sem veitir þér aðgang að einu stærsta kortaneti
heimsins. ATIAS er jafnframt ferða- og fríðindakort sem veitir þér margskonar hlunnindi
sem fela í sér aukna þjónustu og umtalsverðan sparnað:
ATIAS er alhliða kreditkort sem veitir þér aðgang að allri annarri þjónustu EUROCARD:
raðgreiðsium til allt að 36 mánaða, greiðsludreifingu til allt að 6 mánaða, úttekt á reiðufé
Ihraðbönkum, sjáifvirkum boðgreiðslum o.fl.
I •: Allir ATIAS-korthafar fá Einkaklúbbsskírteini sér að kostnaðarlausu sem tryggir þér afslátt og sérkjör
1 hjá meira en 250 aðilum innanlands af margskonar vörum og þjónustu.
| J?' Víðtæk tryggingarvernd fyrir korthafa, fjölskyldu hans og farangur.
^ Staðgreiðsluafsláttur af pakkaferðum þegar ferð er greidd að minnsta kosti 4-6 vikum fyrir brottför.
^ 4000 króna ávísun sem nýta má sem afslátt afeinni pakkaferð í leiguflugi sem farin er á árinu 1996.
Aðgangur að kortasíma Eurocard sem tryggir þér lægri símgjöld af hótelum erlendis.
|:y ATþAS-ferðir með sérstökum afsláttarkjörum.
^ ATþAS-korthafar eiga möguleika á að verða dregnir úr bónuspotti og vinna utanlandsferð fyrir 30 krónur.
Handhafar AThAS-kreditkortsins njóta sjálfkrafa þess öryggis sem GESA-neyðarþjónustan veitir.
Hún er starfrækt um allan heim, allan sólarhringinn. Rar er veitt margvísleg neyðarþjónusta, s.s.
læknishjálp, peningaaðstoð og ráðgjöf. GESA.annast einnig og greiðir fyrir sjúkraflutninga og
heimferð til Islands í neyðartilvikum.
(D
KREDITKORT HF. • ÁRMÚLA 28 - 30 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 568 5499
mönnum Alþýðu-
flokksins sem
muna vel baráttu
fyrri ára, baráttu
fyrir bættum kjör-
um landsmanna.
Slíkt helgamám-
skeið ætti að vera
okkur hollur skóli
og þörf áminning, um upprunann, og
það hveijir ruddu leiðina. Á þessum
tímamótum á Aiþýðuflokkurinn að
gefa þjóðinni eina gjöf: Frumvarp til
laga flutt af öllum þingmönnum Al-
þýðuflokksins (og öðrum jafnaðar-
mönnum) um fjögurra ára áætlun um
hækkun lægstu launa þar sem ákveðin
skref til hækkunar verða stigin við
hver áramót, þannig að bannað verði
að greiða lægri laun en t.d. 100 þús-
und krónur fyrir dagvinnu um alda-
mót.
Á ríkisstjómarárum Alþýðuflokksins
vom mörg skref stigin til að létta álög-
um og skapa atvinnufýrirtækjunum í
landinu betri rekstrarskilyrði, þetta
hefur tekist og hagnaður fyrirtækja
stóraukist.
Fyrirtækin í landinu eiga því nú að
vera í stakk búin til að stórhækka
lægstu laun, og að mínu mati er engin
önnur leið fær - því miður en að Al-
þingi taki á þessu máli með setningu
laga um lágmarkslaun.
Aðilar vinnumarkaðarins munu aldrei
ná neinni lausn til hækkunar lægstu
launa í samningum sín á milli, vegna
vanmáttar ASI og ólíkra hagsmuna
launþega, og þvergirðingsháttar
vinnuveitenda sem vilja hafa Island
áfram sem Singapúr norðursins!
Sendi öllum jafhaðarmönnum afmæl-
iskveðjur, og með ósk um sameiningu
innan næstu 80 ára!!!
Kristján L. Möller, Siglufirði
Ekki nógu
góð staða
- kveðja frá Reykjanesi
Á tímamótum í Kfinu er ágætt að
staldra við og hug-
leiða hvað hefur
áunxúst og reyna að
sjá hvað framtíðin
ber f skauti sér. Al-
þýðuflokkurinn,
sem fagnar 80 ára
afmæli sínu um
þessar mundir, get-
ur að mínu mati litið stoltur til baka
yfir sögu sína. Vissulega hafa verið
skin og skúrir í flokksstarfi og áhrif
flokksins við stjóm landsins verið
mismikil. Á heildina htið tel ég að
flokkurinn hafi lagt margt merkilegt
til við stjóm landsins og verið áhrifa-
mikill í íslensku þjóðfélagi. Staða
flokksins í dag er að mihu mati ekki
nógu góð sem skýrist að mörgu leyti
vegna klofnings á síðasta ári og þess-
um sífelldu innanflokksátökum og lé-
legrar útkomu í kosningum síðastliðið
vor. Ég vil sjá í næstu framtíð flokk-
inn minn vaxa og dafna og verða að
stórum flokki þar sem allar skoðanir
eiga rétt á sér og þegar niðurstaða
fæst uni allir glaðir við sitt, það er
að segja lýðræðið í reynd.
Flokkur með góða málefnalega stöðu
eins og Alþýðuflokkurinn og með gott
fólk í sínum röðum hefur allt að vinna
í stöðu sinni í dag. En það verður að
halda rétt á spilunum. Við skulum
nýta tímann til að vinna heimavinn-
una, verða öflug og stór.
íslenskt þjóðfélag þarf á Alþýðu-
flokknum að halda!
Petrína Baldursdóttir,
Grindavík