Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 17
FOSTUDAGUR 15. MARS 1996 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 17 landsbyggðarmanna og Reykvíkinga, og fleira mætti efalaust tiltaka. Þegar dró að flokksþingi 1952 komust á skrið ráðagerðir um að bjóða fram gegn Stefáni Jóhanni, en illa gekk í fyrstu að fá frambjóðanda til að fara gegn sitjandi formanni. Loks lýsti Hannibal Valdimarsson því yfir, að hann gæfi kost á sér í for- mannssætið. Flokksþingið snerist að langstærstum um formannskjörið og sósíalista entist til 1967. Árið 1969 stofnaði Hannibal ásamt fleirum Sam- tök fijálslyndra og vinstri manna. Nokkrir stuðningsmenn fylgdu Hanni- bal úr Alþýðuflokknum, en brottvikn- ing hans hafði þó vægari eftirköst heldur en brottrekstur Héðins Valdi- marssonar hálfum öðrum áratug fýrr. Heilagt stríð Vilmundar Þegar Alþýðuflokkurinn settist í mundur meðal þeirra sem töldu svo. Þetta voru ekki síðustu vonbrigði Vil- mundar Gylfasonar innan Alþýðu- flokksins. Honum fannst tilraunir sín- ar til að opna flokkinn og breyta ásýnd hans / ganga hægt. Að mörgu leyti var hann líka einangraður innan flokks, því harla fáir.vildu ganga eins langt og Vilmundur í breytingum og varla nokkur fara eins geyst. Árekstrum er skemmst frá því að segja að Hanni- bal hafði betur í þeim slag, sigraði með 47 atkvæðum gegn 38. Hannibal fékk stuðning úr ýmsum áttum og stuðningsmenn hans í for- mannskjörinu áttu það helst sameigin- legt að vera á móti sitjandi forystu. Þetta vom annars jafnaðarmenn úr róttækari armi flokksins, verkalýðs- sinnar og landsbyggðarmenn öðm fremur. Stjómin sem nú settist að völdum var ung að ámm; Hannibal tæplega fimmtugur, Gylfi Þ. ritari var 35 ára og Benedikt Gröndal varafor- maður einungis 28 ára. Þeirra beið ær- inn starfi við að snúa vöm í sókn og gera Alþýðuflokkinn að forystuafli á vinstri væng stjómmálanna. Hannibal verður undir Brátt kom í ljós að víglínur vora víðar en í fyrstu hefði mátt ætla. Fylg- ismenn Stefáns Jóhanns gleymdu ekki kinnhestinum frá því í formannskjör- inu og gáfu ekki kost á sér í ráð og nefhdir. Raunar vildu margir þeirra ekki koma nærri eiginlegu flokksstarfi undir forystu Hannibals Valdimars- sonar. Enn á ný var Alþýðuflokkurinn því klofinn og ljóst varð að framundan vom harðar deilur núverandi og fyir- verandi forystu. í þeim deilum sem í hönd fóm urðu Hannibal og menn hans undir, þeim mistókst að yfirvinna andstöð- una innan flokksins. Tveimur ámm síðar var Hannibal sjálfur felldur úr formaxmsstóli, og Haraldur Guð- mundsson tók við. f kjölfarið var Hannibal rekinn úr flokknum einkum fyrir þær sakir að vera óþarflega hall- ur undir kommúnista. Við þessi mála- lok tók Hannibal að einbeita sér að verkalýðsmálum. Hann varð forseti ASÍ árið 1954 og átti í kjölfarið drjúg- an þátt í stofnun Alþýðubandalagsins árið 1956; Hannibal komst á þing í kosningunum 1956 sem þingmaður Alþýðubandalags, og varð ráðherra í vinstri ríkisstjóminni, sem sat að völd- um 1956-1958. Samstarf hans við „vinstri stjórri* ásamt Alþýðubanda- lagi og Framsókn árið 1956 hófst 15 ára samfellt tímabil þar sem flokkur- inn átti sæti í stjóm, eða allt til ársins 1971. Að loknu viðreisnarsamstarfi þótti ýmsum þreytumerki á flokknum eftir langa stjómarsetu og því ástæða til að vera utan stjómar eitt kjörtímabil eða svo. Á þessum ámm kom Vilmundur Gylfason fram á sjónarsviðið; hann fjallaði um þjóðmál í útvarpi, blöðum og sjónvarpi á nýjan og hressilegan hátt, og sagði pólitíkusum og valds- mönnum til syndanna svo þjóðin stóð á öndinni. Og eftir því sem Vilmundur fullyrti var víða pottur brotinn, stjóm- kerfið gegnsýrt af spillingu og hags- munagæslu og ætti meingallað flokka- kerfi þar ekki minnsta sök. Vilmundur varð af þessum sökum brátt þjóðkunnur maður. Hann tók h't- inn beinan þátt í stjómmálum fyrr en komið var fram á miðjan áttunda ára- tuginn, þá innan Alþýðuflokks. Hann hélt þó rannsóknarfféttamennskunni áfram, og þótti víst ýmsum kynlegt að Vilmundur sendi samflokksmönnum sínum ekki síður tóninn en öðmm. Hér var þó einasta að koma í ljós að Vilmundur var þeirrar skoðunar að flokkakerfið væri ónýtt í heild sinni og þar væri Alþýðuflokkurinn ekki und- anskilinn. Heilagt stríð Vilmundar Gylfasonar gegn samtryggingu og spillingu fór ekki fram hjá neinum, og mæltist víða vel fýrir hjá almenningi. Kom það ekki síst fram í kosningunum 1978, en þá vann Alþýðuflokkurinn einhvem mesta kosningasigur fýrr og síðar, hlaut 22% atkvæða oglbætti við sig 9 þingmönnum, fékk 14!en hafði 5 áður. Margir vildu eigna Vilmundi þennan sigur Alþýðuflokksins að stærstum hluta. Vilmundur fyllist óþoli Að margra hyggju klúðraðist kosn- ingasigurinn í stjómarmyndunarvið- ræðum sem í hönd fóm. Var Vil- Vilmundur Gylfason: Varð fyrir sí- felldum vonbrigöum með Alþýðu- flokkinn og sagði sig loks úr hon- um fjölgaði á milli Vilmundar og annarra áhrifamanna flokksins á næstunni, og eftir viðburði á borð við fall í varafor- mannskjöri 1980 og Alþýðublaðsdeilu 1981 var honum varla orðið vært í flokknum. Eftir að hafa tapað öðm sinni í varaformannskjöri árið 1982 sagði hann sig úr Alþýðuflokknum. I kjölfarið stofnaði Vilmundur Bandalag jafnaðarmanna, sem bauð ffam í öllum kjördæmum 1983. Þessar kosningar urðu Alþýðuflokknum þungur biti af ýmsum orsökum. Flokkurinn tapaði vemlegu fýlgi og fjómm þingsætum, nákvæmlega jafn- mörgum og Bandalag Vilmundar hlaut. Ahrif Bandalags jafnaðarmanna á íslenskt þjóðlíf urðu minni en efhi stóðu til. Engum gat dulist að Vil- mundur Gylfason og hugmyndir hans héldu þar öllu saman. Vilmundur féll ffá árið 1983 og kjami Bandalagsins sameinaðist Alþýðuflokknum að nýju þremur ámm síðar. Héðinn Valdimarsson: Vildi taka upp samstarf við kommúnista um að byggja upp öflugan verkalýðs- flokk. Var rekinn úr Alþýðuflokkn- um. Aftur til baka Hér hefur verið rifjuð upp sagan af fjórföldum klofning Alþýðuflokksins í mjög grófum og einfölduðum drátt- um. Þegar litið er um öxl og spurt hvað kljúfi Alþýðuflokkinn fer varla hjá því að tunga vefjist um tönn. Nokkur atriði má því trna til. Þrjár af þessum klofningum (þ.e. 1930, 1938 og 1952) má að talsverðu leyti rekja til átaka hægri og vinstri arma flokksins, að svo miklu leyti sem þau hugtök eiga við. Hér er meðal annars átt við viðhorf til samstarfs við komm- únista og hversu tengt flokksstarfið skyldi vera verkalýðsbaráttunni. Vil- mundur Gylfason taldi sig hins vegar „hægrikrata" og var eindregið þeirrar skoðunar, að tengsl flokks og verka- lýshreyfingar skyldu vera sem allra minnst. Sitthvað bendir og til þess að Al- þýðuflokknum verði einatt lítið úr Hannibal Valdimarsson: Maður nýrrar kynslóðar en tókst ekki að yfirvinna andstöðuna innan flokks- ins. Þótti of hallur undir kommún- ista og var rekinn úr Alþýðuflokkn- um. kosningasigram sínum, og hefur það leitt til megnar óánægju innan flokks- ins. Þannig var það til dæmis eftir kosningasigra 1934 (þegar fjölgaði um 5 í þingliði) og 1978 (þegar 9 þingmenn bættust við). í kjölfar beggja kosninga þótti hlutur Alþýðu- flokksins í stjómarsamstarfi vera minni en kosningaúrslit hefðu sagt til um. Að einhveiju leyti má og rekja klofning innan flokksins til þess að kynslóðaskipti vom að eiga sér stað í flokknum og nýjum mönnunum þótti tök eldri mannanna á taumunum helst til föst. Þannig má nefna Hanniba) Valdimarsson og Gylfa Þ. Gíslason sem kosnir vom á þing 1946, og klufu 1952 og seinna Vilmund Gylfason, sem kom í þingliðið 1978 og klauf 1983. ■ AÐALFUNDUR Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 1996 á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 3. hæð, frá og með 19. mars, fram að hádegi fundardags. Stjóm Olíufélagsins hf. AUK / SÍA k15d11-708

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.