Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ skömmu síðar má segja að þú hafir ekkert opinberlega komið nálcegt stjómmálum. Var það ákvörðun sem þú tókst? Já. Ég var búinn að sitja á Alþingi í 32 ár. En mér fannst ég eiga ýmislegt ógert í Háskólanum. Ég skrifaði stóra kennslubók í rekstrarhagfræði, í þrem bindum. Og ég tók að kenna fískihag- fræði, þar sem hugmyndin um veiði- gjald kemur mjög við sögu, og samdi raunar einnig kennslubók í þeirri grein. Um það mál hef ég skrifað mikið, bæði hér heima og erlendis. Alþýðuflokkurinn var í ríkisstjórn 1987-95. Hvað finnst þér um frammi- stöðu hans áþeim tíma? Hann kom fram mörgum merkum málum. Það var hans verk að lögfest var að fiskistofnamir væru sameign þjóðarinnar. Barátta Jóns Baldvins fyrir aðild íslands að Evrópska efnahags- svæðinu mun skapa honum heiðurssess í sögu íslenskra utanríkismála. Jón Sig- urðsson reyndist nútífnajafiiaðarmaður í orðsins besta skilningi og hafði for- göngu um margar umbætur í viðskipta- málum. Og Sighvatur Björgvinsson tók með miklum myndarskap og af réttsýni á erfiðum verkefnum á sínu starfssviði. Stundum er sagt að Alþýðuflokkur- inn haji fjarlœgst hugsjónir sínar; hann sé jafnvel kominn hcegra megin við Sjálfstceðisflokkinn. Hvert er þitt mat - er Alþýðuflokkurinn trúr grundvallar- hugsjónum st'num eða kaldlyndur frjálshyggjuflokkur? Alþýðuffokkurinn fylgir og á að fylgja nútímajafnaðarstefnu. Hann er trúr þeirri gömlu grundvallarhugsjón jafhaðarstefnunnar að auka beri rétdæti og mannhelgi í þjóðfélaginu, - að þeim sem betur mega sín beri siðferðileg skylda til þess að fóma hluta af hag- sæld sinni til þess að bæta hlut hinna sem minna mega sín. En hann er nú- tímalegur flokkur í þeim skilningi að hann fýlgir ekki lengur alfsheijar þjóð- nýtingu og áætlunarbúskap. Hann telur markaðsbúskap, heiðarlega samkeppni og heilbrigð viðskipti tryggja meiri hagkvæmni í efnahagslífmu og þannig bæta skilyrði til þess að auka réttlæti. Hið óljósa félagshyggjuhug- tak ruglar menn í ríminu Hver er skýringin á því að íslenski jafnaðarmannaflokkurinn hefur jafnan verið dvergur í samanburði við nor- rcena jajhaðannannaflokka - varla er það allt saman Héðni að kenna? Á þvf er aðeins ein skýring: Ranglát kjördæmaskipun. Þegar íslendingar fengu heimastjóm 1904 og urðu sjálf- stæðir í raun og vem vanrækti Alþingi að breyta kjördæmaskipuninni, sem orðin var 30 ára gömul, þótt þjóðfélag- ið væri gerbreytt. Jafnaðarmannaflokk- •5 S I í Einkabókhaldið trevstir fiármál heimilisins Einkabókhaldið er nýtt og notendavænt forrit til þess að halda utan um fjármál heimilisins og gera fjárhagsáætlanir. Forritið er afar einfalt í notkun, valmyndir eru skýrar og músin er notuð við allar skipanir. Einkabókhaldiö auðveldar þér aö: EINKAi/ bókhald • Koma betra skipulagi á útgjöldin • Reikna út greiðslubyrði lána miðað við mismunandi forsendur • Sjá greiðslustöðuna • Meta áhrif fjárfestinga og tekjubreytinga á greiðslustöðuna • Reikna út ávöxtun innlána • Áætla mánaðarlegar tekjur og útgjöld heimilisins Einkabókhaldið er fyrir PC tölvur, 386 eða öflugri. ítarleg notendahandbók fylgir - betri mynd á fjármálin Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Heimasíða: http://www.centrum.is/lbank/ Jón Baldvin Hannibalsson: „Bar- átta hans fyrir aðild íslands að EES mun skapa honum heiðurssess í sögu íslenskra utanríkismála." Sighvatur Björgvinsson: „Tók af miklum myndarskap og réttsýni á erfiðum verkefnum." ur gat ekki átt heilbrigða vaxtarmögu- leika í þjóðfélagi sem mótaðist af ein- menningskjördæmum í dreifbýli. Hann fékk því ekki framgengt að hér væri komið á hliðstæðri kjördæmaskipun og var á hinum Norðurlöndunum, og má sumpart sjálfum sér um kenna, einsog ég vék að áðan. Þegar 60 ára gamalli kjördæmaskipun var loksins breytt var ranglætið enn átakanlegt. I kosningun- um 1934 reyndist fylgi Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins nokkum- veginn hið sama, en Framsóknarflokk- urinn fékk 15 þingmenn, Alþýðuflokk- urinn aðeins 10. Þetta misrétti lamaði flokkinn einnig inn á við og er að minni skoðun aðalskýringin á því að hann var eini norræni jafhaðarmanna- flokkurinn sem klofnaði í tilefni af samfylkingarboði kommúnista fyrir stríð. Áratugum saman hefur verið talað um sameiningu jafnaðannanna. Marg- ar tilraunir hafa verið gerðar, en allar hafa þcer runnið út í sandinn. Er þetta draumur sem aldrei rcetist? Ég man vel viðræðumar um samein- ingu Alþýðuflokksins og Samtakanna á áttunda áratugnum og þá erfiðleika sem á þeim vom. Vandkvæðin við að sam- eina jafnaðarmenn í einum flokki em sumpart fólgin í því að raunvemlegir jafhaðarmenn em í öllum flokkum, og hinsvegar í hinu, að sumir þeir sem segjast nú vera jafnaðarmenn em það alls ekki í raun og vem, auk þess sem hið óljósa félagshyggjuhugtak mglar menn í ríminu. Ég held að það muni reynast forystumönnum flokka sem lengi hafa starfað erfitt að mynda nýjan flokk jafhaðarmanna. Ef það á að tak- ast þyrfti nýjan mann eða mann með snilligáfu og víðsýni Mitterrands. Hon- um tókst það. Getur verið að svipuð staða sé kom- in upp og í byrjun aldar; Að flokkakerf- ið sé gengið sér til húðar? Getur verið að markalínur framtíðarinnar í stjóm- málum verði fremur dregnar eftir af- stöðu manna til annarsvegar alþjóða- hyggju og hinsvegarþjóðemishyggju? Eg hygg að sá nýi heimur sem er í mótun á grundvelli nýrrar tækni og breyttra atvinnu- og viðskiptahátta muni auka nauðsyn á því að taka í vax- andi mæli tillit til hagkvæmrar og skynsamiegrar alþjóðahyggju. En ég held ekki að það muni eða þurfi að breyta grundvallarþáttunum í þeirri flokkaskipun sem rikir í Vestur-Evr- ópu. Nú þegar Alþýðuflokkurinn fagnar áttatfu ára afinceli, hvaða ósk áttu hon- um til handa? Að hann megni í vaxandi mæli að sjá árangur af baráttu sinni fyrir fijálsu og réttlátu þjóðfélagi, fyrir aukinni hag- kvæmni á öllum sviðum efnahagslífs- ins, þannig að allir íslendingar geti orð- ið menntaðri og hamingjusamari. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.