Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 2
2 Mánudagur 24. júli 1978 VISIR Áttu von á gengisfellingu bráðlega? Siguröur Andersen, vinnur Pósti og síma: Ég býst ekki við gengisfellingu. Ég er frekar á móti henni. Gengisfellingar fyrri ára virðast ekki hafa leyst þann vanda, sem þær hafa átt að gera. Helga Hannesdóttir, húsmóöir: Maður getur alveg eins búist viö ■ henni. Mér list ekki vel á gengis- fellingu, hún gerir erfiðara fyrir " hjá fólki. ■ Hákon Sigurösson: Ég býst alveg eins við þvi. Er gengisfelling ekki ■ alltaf þrautalendingin? Ég veit: ekki hvernig okkur tekst aö kom-, ast út úr þessum vanda öðruvisi.; Jóhann Helgason: Það er engin spurning. Þetta er ekkert nýtt — | þetta er jú alltaf að ske i Islensku þjóðfélagi. Heimsmeistaraeinvígið í skók: KORTSNOJ VANN SAL- FRÆÐILEGAN SIGUR í ÞRIÐJA JAFNTEFLINU Þótt þriöja einvlgisskák þeirra Kortsnoj og Karpov hafi endaö meö jafntefli eru skák- sérfræöingar sammála um aö þar hafi Kortsnoj unniö sál- fræöilegan sigur. Kortsnoj hafði hvitt i þessari viðureign og beitti Karpov Nimzoindverskri vörn. Er það i fyrsta skipti af þeim 38 skákum sem þeir tveir munu hafa teflt gegnum árin, að þessi vörn kemur upp. Karpov er þó þekkt- ur fyrir að nota þessa byrjun þegar hann hefur svart. Korts- noj svaraði með e3 i 4. leik, eða leik Rubensteins og kom það mörgum á óvart. Áskorandinn sótti að heims- meistaranum i framhaldinu og eftir 15 leik hafði Karpov notaö . 30 minútum meira heldur en Kortsnoj. Afram sótti Kortsnoj og eftir 18. leik átti hann eftir 75 mi'nút- ur fyrir21 leiken Karpovaðeins 45 mínútur. Þetta er sögð mesta timapressa sem Karpov hefur orðið fyrir i skák seinustu árin enda notar hann venjulega ekki mikinn umhugsunartima miðað við andstæðingana. Eftir 24. leik hafði þetta hins vegar jafnast og áttu kapparnir þá báðir eftir 20 mlnútur fyrir næstu 15 leiki. Hraðinn jókst I einvíginu og varö brátt ljóst að nú yrði farið að leika sömu leik- ina upp aftur. Eftir 30. leik átti Kortsnoj aðeins eftir sjö mi'nút- 22. f5— exf5 27. Hh6— He6 ur og Karpov 13 til að leika 10 23. gxf5— Dd6 28. Hxe6 Dxe6 leiki og sömdu þeir þá um jafn- 24. Hh3— Rxf5 29. Dg5— Dg6 tefli. 25. Bxf5— gxf5 30. Dh4— De6 Þessi þriðja einvigisskák var 26. Hgl+— Kh8 —JafntefD. tefld á laugardaginn og eftir hana tóku meistararnir sér tveggja daga fri til að hvilast og fara i gegnum siöustu skákina. Skákin fer hér á eftir en vegna fjarveru skáksérfræðings Vísis, sem er Jóhann Orn Sigurjóns- son, verða nánari skýringar að biða betri tima. —SG. Hvitt: Kortsnoj Svart: Karpov 1. c4— Rf6 2. d4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3— c5 5. Rge2— cxd4 6. exd4— d5 7. c5— Re4 8. Bd2— Rxd2 9. Dxd2—- a5 10. a3— Bxc3 11. Rxc3— Bd7 12. Bd3— a4 13. 0-0— 0-0 14. f4— g6 15. Khl— Rc6 16..BC2— Re7 17. Hael— b6 18. Hf3— He8 19. Hfe3— Bc6 20. cxb6— Dxb6 21. g4— Dc7 Jógúrt-glósur enn ó lofti Glósur um jógurtneyslu Karpovs halda áfram að fljúga um borð og bekki á heims- meistaraeinviginu. 1 þriðju skákinni fékk Karpov jógúrt að taflborðinu og I þetta skipti mótmæltumenn Kortsnojs ekki. Hins vegar sagði einkaritari hans, frú Leeuwerik, að ef Karpov ætlaði að halda áfram aðsulla þessu i sig ætti hann aö fá sér tank við skákborðiö. Hún bætti þvi svo við, að Karpov væri svo litiU að sjálf- sagt dytti hann úr stólnum ef honum væri ekki færð jógurtin. Aðaldómari einvigisins, Lothar Schmid hefur tekið þessu jógurtstriði með jafn- aðargeði og sagt að hér hafi að- eins verið um glens og gaman að ræða af hálfu Kortsnojs. Hef- ur Schmid látið i ljós þá skoðun að þetta séu nú smáskærur mið- að við það sem gekk á I Reykja- vik 1972 þegar Fislcher og Spassky áttust við. Þá hafi Fischer kvartað und- an mörgu og þar á meðal hávaða i myndavélum, ræsk- ingum áhorfenda og skrjáfi I sælgætispappir hjá börnum. Svo sem fram hefur komið mótmælti Kortsnoj því að Karpov fengi jógurt á skákborö- ið og sagði að með þvi gætu að- stoðarmenn Karpovs verið að gefa honum merki um hvað hann ætti að gera. Aðstoöar- menn heimsmeistarans brugð- ust hinir verstu við og sögðu að besti skákmaður heims þyrfti enga slika hjálp. —SG taidur Ragnarsson, nemandi: I luð minn góður! Það hef ég ekki I lugmynd um. Ég teldi æskilegt ■ ið fá verðstöðvun. NEYÐAROP UR NORÐURLANDI EYSTRA Ætla mætti aö Noröurland eystra hristist um þessar mund- ir af heift út I rikisfjölmiöla og siödegisblöö, ef marka má ógn- þrungnar yfirlýsingar Invars Gislasonar, alþingismanns. Og þótt hann smakkiekki brennivin fer skjálfti um kjördæmi hans viö hinar sterku yfirlýsingar, likt og segir i kunnri visu Haralds heitins Hjálmarssonar, sem kvaö eitt sinn: Skagafjaröar — fögur — sýsla fer aö veröa miöur sin. Skelfur alveg eins og hrisla ef ég smakka brennivin. Ingvar er eins og viö fleiri Framsóknarmaður, sem hefur mátt horfa upp á þaö, aö flokk- urinn tapaöi gengdarlaust fylgi, svo viö liggur aö kallast megi hrun. Engu aö siöur eru menn sæmilega hsessirmeö tólf manm þingflokk og hyggjast fara i „vinstri” stjórn, og bera þau umsvif engri minnimáttar- kennd vitni. Svo viil til aö Ingvar er einn yngsti þingmaö- ur Framsóknarflokksins, og mun honum eflaust þykja erfitt aö horfa fram á þaö, aö næstu kjörtimabil kunni svo aö fara, aö hann sitji i sfminnkandi þing- flokki. Neyöaróp hans úr Noröurlandi kemur aö þvi leyti spánskt fyrir sjónir, aö enginn hefur oröinu hallaö viö Fram sóknarmenn noröan Holtavöröuheiöar. Heista aöför- in hefur veriö gerö aö áhrifa- mönnum I Reykjavik, forustu- liöi fulltrúaráös fiokksins I borginni, sem ekki hefur veriö taliö nógu buröugt til aö standa fyrir starfsemi flokks. Um þetta geta auövitaö verið deild- ar meiningar, en þar sem flokk- urinn hefur ekki kært sig um aö sinna neinum breytingum á maskinunni i Reykjavik — en um þá maskinu erhægt aö kalla unga Framsóknarmenn tii vitn- is — má Ingvar Gislason, sem ástundar vandaö liferni, reikna meö þvi aö flokkur hans veröi fyrir nokkrum áföllum I stjórnmáium. Sú krafa aö hafa hreinan skjöld I stjórnmálum er svo sem ekki ný, og vist mætti haida uppi nokkrum fréttaflutn- ingi af öörum flokkum en Framsóknarflokknum f Reykja- vik hvaö þaö snertir. Hjá Framsókna hefur litiö oröiö til varnar, en nú hefur hinn norö- lenski þingmaöur gengiö fram fyrir skjöidu, og lýst maffunafn- bót á rikisfjölmiðla og siödegis- blöö. Þeir sem hafa veriö tengdir Framsóknarflokknum i meira en þrjátfu ár, þekkja ósköp vel þá sögu, hvernig pólitiskir and- stæöingar flokksins i fjöimiöl- um og annars staöar, láta sér fátt finnast um athafnir flokks- ins og geröir, sem til bóta geta kaliast. Þegar svo einstakir trúnaöarmenn flokksins lenda I ,,vondu umtali”, eins og þaö er kallaö — og jafnast llklega helst á viö fylliri eöa kvennafar — þykir þaö ágætt efni handa al- menningi. í yfirlýsingu frá fréttastofu hljóövarps er bent á, aö þar vinni flokksbundnir Framsóknarmenn. En andinn i þeirri stofnun er þannig, aö draga má i efa aö hinir flokks- bundnu kæri sig um aö veifa flokksskirteini á vinnustaö, al- veg öndvert viö þá pólitikusa á þeirristofnun, sem eru I náöinni og gætu svifað sér i göngur ef svo bæri undir. Þaö hefur ailtaf veriö svolitiö erfitt aö vera Framsóknarmaöur, og mega þeir gerst til þess þekkja, sem þurfa aö sækja undir aöra flokksmenn, bæöi á vinnustöö- um og i stofnunum. Þó hefur kannski aldrei veriö eins ófint aö vera Framsóknarmaöur og nú, þegar flokkurinn er farinn aö tapa alvarlega. Þótt frétta- stofur rikisins beri sig manna- lega þegar neyöaróp berst þeim aö noröan, og hóti jafnvel dóm- stólum, þá er þaö vitaö mái, aö kurteisi þeirra er yfirleitt geymd handa öörum en Framsóknarmönnum. Mundi t.d. áreiöanlega heyrast eitt- hvaö I kommúnistum, ef þeir teldu sig ekki fá sæmilega meö- ferö i rlkisfjölmiðlum, en svo viil tU, að ár og dagur er sföan þeir hafa kvartaö. Getur veriö aö Ingvar eigi fyrst og fremst viö þaö, aö nokkur munur er á þvi aö eiga vini I varpa eöa hunda á hlaði. Um siödegisbiööin gegnir ööru máli. Þar er ekkert út- varpsráö, sem hvorki bókar tiUögur Framsóknar eöa sinnir þeim yfirleitt, hver s vo sem er I meirihluta, heldur einstakir menn, sem taka ákvarðanir um birtingar greina á þeirri forsendu aö orðiö sé frjálst og almenningur eigi aö vera fær um aö vega og meta efni þaö, sem I þeim birtist. Flokksblöö hafa yfirleitt möndlaö töluvert meö „óheppilegar” greinar, og hin nýja tiö verkar kannski of sterktá blaöalesendur, sem ald- ir hafa veriö upp viö stefnumót- un flokksblaöanna. Aö Fr amsóknarflokkurinn skuli hafa haft á aö skipa óheppUegri Reykjavikurkliku, einmitt þeg- ar þessibreyting varöá blööum, erekkert annaö enóheppileg til- viljun. Þaö má vel vera aö Ingvari . Gisiasyni þyki ekki ýkja ganvan aö vera Framsóknarmaður um þessar mundir. Okkur hinum þykir þaö aftur á mód ágætt. Og hvaö rikisfjölmiðlana snert- ir.þá vitum viö aöþar ráöa eng- ir englar húsum, jafnvel þótt þ.þ. sé formaöur útvarpsráös. Svarthöföi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.