Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 19
m visra Mánudagur 24. júli 1978 ffSVIKULT I KRING mjög illa i hitteðfyrra þegar skjálftarnir voru, þvi þá var hjá okkur tveggja ára dótturdóttir okkar. Þá svaf ég eiginlega ekk- Engin svartsýni „Vitið þið hvað þið hafið orðið fyrir miklu tjóni?” „Nei, það er erfitt að meta það. Jörðin hefur auðvitað rýrn- að við þetta og viðgerðir verða sjálfsagt dýrar en heildartjón verður ekki séð ennþá. Svo er Sumsstaðar er eins og heilar eyjar hafi hrapað I heilu lagi oni gjárnar. Þarna er gjáin á að giska 15-16 metra breið. Visis- myndir — ÓT. ,,Við höfum rætt um að svo kunni að fara að við verðum að hætta búskap hér”, sagði Sig- valdi Gunnarsson, bóndi á Lyngási, þegar við sóttum hann heim. staðirnir eru líka girtir af, sem minnkar að visu hættuna en minnkar lika stórlega um leið það land sem ég hef til afnota. Verulegur hluti af landinu er af- girtur og ónothæfur og það er varla búið aö finna allar skemmdirnar ennþá.” „Húsiðykkar varð tvisvar illa úti?” UM SPRUNGURNAR — rabbað við Guðríði i Meðan við vorum að skrölta meðfram gjánum suður af Hlíðargerði í Landrovernum þeirra Ingólfs og Guðríðar í Mörk, lá nokkuð beint við að spyrja hana hvernig þeim hjónum líki að búa við þetta. „Við vildum auðvitað frekar vera án þess, eins og aðrir hér i sveitinni. En það verður ekki úr þessu svo það er ekki um annað að ræða en sætta sig við þetta.” „Hafið þið ekkert talað um að bragða búi?” „Nei, það hefur nú ekki komið til þess. Ef ekki verður meira úr þessu ætti að vera hægt að sætta sig við þetta og koma hlutunum smámsaman i samt lag. Það er töluvert sem þarf að gera við, þvi það er bara eitt tún sem ekki eru sprungur i og við vitum um að minnstakostifjóra staði sem þarf að setja jarðýtur á, til að gera við.” „Það er svo svikult i kringum þessar sprungur að það er stór- hættulegt að heyja nálægt þeim. Ég get nefnt sem dæmi að við höfum misst dráttarvél á hlið- ina þegar jörðin opnaðist allt i einu undir henni. Sem betur fór var það ekki stór hola eða djúp, svo dráttarvélin hvarf ekki, en það er auðvitað ómögulegt að útiloka að einhversstaðar séu faldar sprungur sem geti gleypt einn traktor, með áhöfn.” ekki að vita hvað þetta gerir bú- stofninum. Við höfum misst eitt lamb i gjá, en þau geta auðvitað orðið fleiri.” „Hvernig leið ykkur þegar jarðskjálftarnir voru sem mest- ir?” „0, bærilega. Mér leið raunar ert i heila viku. En eftir að hún var farin, róaðist ég. Það þykir auðvitað engum gaman að þess- um látum, en ég held ekki að fólkið hér i sveitinni sé neitt óttaslegið eða svartsýnt.” Guðriður er allavega hvorki óttaslegnari né svartsýnni en svo að hún getur slegið á létta strengi þegar jarðskjálfta ber á góma. Eitt sinn þegar hún var spurð um hvernig henni hefði orðið við þegar jörðin nötraði, svaraði hún: Þegar harða hnykki finn, heyri i öllu skrölta, Ingólfur eða andskotinn annarhvor aö brölta. GJA — i heimsókn hjá Sigvalda Gunnarssyni í Lyngási • Túnin eru ekki glæsileg * Sumsstaðar sést ekki I botn á gjánum. • Sigvaldi I Lyngási stendur oni einni holunni I túni sinu. Það eru sprungur og holur um allt tún og þær verstu kunna að vera ófundnar. Hjá Sigvalda er Viðar Jóhanns- son, fréttaritari Vfsis I Kelduh.verfi. „Það verður þó ekki nema framhald verði á þessum hræringum og skemmdir ennþá meiri. Við getum haldið áfram eins og nú er komið, þótt skemmdir hafi orðið miklar bæði á húsinu og túnum.” Það er mikið um sprungur i túnum þeim sem tilheyra Lyng- ási og ein þeirra liggur beint 1 gegnum Ibúðarhúsið. Sigvaldi sýndi okkur sprungu I útvegg, sem kom í hrinunni sem hófst I desember 1975. „Þessi sprunga náði alveg i gegn og áður en gert var við húsið stóð gusturinn inn um hana ef vindurinn stóð á þessa hlið. Grunnurinn er lika kurlað- ur og hluti af stofugólfinu hefur sigið dálitið.” „Svo má telja nokkuð vist að það sé gjá hér undir húsinu, sem veruleg hætta er á að opnist ef frdiari hræringar verða.” „Þú meinar að þá gæti opnast hérna gjá eins og inni i Skógar- hólum?” „Það er auðvitað ómögulegt aösegja um hverskonar gjá það yrði, en það er jú ekkert sem mælir á móti þvi að slikar gjár geti opnast annarsstaðar.” „Er ekki dálitið óþægilegt að búa hér með þá vitneskju?” „Jú, ekki get ég neitað þvi.” Húsið skemmdist tvisvar „Þegar við gengum um túnin hjá þér áðan, sáum við viða sprungur og sumsstaðar dúaði jörðin undir fótum okkar, er ekki erfitt að heyja á þeim við slikar aöstæður?” „Vissulega er það erfitt, en ég hef nú verið að gera við það sem hægt var að laga. Hættulegustu „Já, það skemmdist fyrst mikið í hrinunni sem kom um áramótin 1975-1976. og það var rétt búiö að gera við það I vetur þegar önnur hrina kom og skemmdi það aftur.” Misst alltof mikið tún „Ertu ánægður með þær bæt- ur sem fást fyrir skemmdirn- ar?” „Ja, ég veit nú varla hvað skal segja, það er ekki búið að gera dæmið alveg upp. 1 hitteð- fyrra var reynt að meta skemmdir á húsum og jörðum, að hluta og ég býst við að þaö verði reynt að meta skemmdir sem urðu við gleikkunina i vet- ur.” „En það er aðeins reynt að meta hvað viðgerð muni kosta, ekki að eignin rýrnar i verði. Viðhöfum misst alltof mikið tún og þessi eign er ekki nærri þvi jafn verðmæt og hún var fyrir.” „Þetta er það djöfuls fár sem gleikkunin varð i vetur. Og eins og ég sagði áðan eru ekki nærri allar jarðskemmdirnar komnar i ljós. Frá Lyngási og að Veggn- um hafa verið talin þrettán eða fjórtán jarðsig. En það eru I rauninni gjár sem hafa myndast neðanjarðar og ef fleiri hrinur koma er veruleg hætta á að þær opnist.” „En það er samt ekkert upp- gjafarhljóð i ykkur.” „Onei það er nú ekki. Meðan allt er á fullu við Kröfiu er auð- vitaðerfittað sjá fram i timann og við vitum ekki hver endirinn verður. En við erum að vinna á fullu núna og höldum þvi áfram meðan fært er. Maður verður bara að vona þaö besta.” OT.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.