Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 28

Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 28
Góð loðnuveiði Verður 25% inn- borgvnarskylda? V.M.S.Í. með fund i dags Útflutnings- banni aflétt? Gjaldeyrisstaðan hefur stórversnað undanfarið og stefnir i algjört óefni. Orðrómur hefur verið á kreiki um helgina að tekin verði upp 25% innborgunarskylda á gjaideyri og ákvörðun um það verði tekin alveg á næstunni. Gjaldeyrisdeildir bank- anna voru opnar I morgun . og engar breytingar á - starfsemi þeirra frá því sem verið hefur. Formleg gengisfelling mun,aö þvi er heimildir herma,ekki verða ákveð- in fyrr en ný rikisstjórn hefur verið mynduð. —Gsal/ÓM. „Min skoðun er sú að það sé engin ástæða til þess að aflétta útflutningsbanninu fyrr en samningar Verka- mannasambandsins eru komnir i gildi”, sagði Guö- mundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasam- bandsins við VIsi i morgun. Guðmundur sagði aö stjórn Verkamannasam- bandsins kæmi saman til fundar klukkan 4 í dag og væri útflutningsbanniö á dagskrá fundarins. Það yröi ekki fjallaö um þaö með tilliti til vanda fisk- vinnslunnar en hins vegar kæmi það til greina að af- létta þvi ef menn teldu sterkar likur á þvi aö samningar Verkamanna- sambandsins kæmust að fullu i gildi innan tiöar. Guðmundur sagði að i stjórn Verkamannasam- bandsins sætu um 11-12 manns viösvegar að af landiriu og væri ómögu- legt að segja fyrir um hver niðurstaða fundar- ins yrði. —KS A milli 10 og 15 þúsund á Selfossi Fimleikastúlkur úr Gerplu í Kópavogi vöktu óskipta athygli á landsmóti UMFI á Selfossi. Á myndinni sést eitt atriða þeirra á hátíðardagskrá gærdagsins. Það er Berglind Pétursdóttir, Islandsmeistari í fimleikum, sem þarna stekkur yfir bifreið. Sjá nánar bls. 15 — 16 — 17 — 18. Vísis- mynd: GVA. Breyting á verðlagningu mjólkur sem lœkkað gœti smjörverð: Greitt fyrir eggja hvítw í stað fitw? „Það má fastlega búast við þvi að verð á mjólkurvör- þessu máli núna' um breytist nú i haust og er 6 manna nefndin að vinna i vísi. sagði Agnar Guðnason i viðtali við Að sögn Agnars Guðna- sonar hafa fulltrúar fram- leiöenda óskað eftir þvi að veröhlutfalli milli fitu og eggjahvitu i mjólk yröi breytt þannig að eggja- hvitan hækkaði i verði og fitan lækkaöi þá aftur. „Hingaö til hefur mjólkin veriö verðlögð miðað við fitumagn en fulltrúar framleiðenda vilja að þessu verði breytt og að mjólkin verði verð- lögð eftir eggjahvituinni- haldi. Þeir hafa m.a. lagt til að svokölluö léttmjólk sem innihéldi 1.5% fitu yrði sett á markaðinn og seld á sama veröi og full- feit mjólk sem inniheldur 3.9% fitu. Ef það yrði gert fengist ódýr umframfita úr mjólkinni og það hefði þau áhrif að hægt væri aö lækka verðið á til dæmis smjöri og fiturikum ostum”, sagöi Agnar. „Bændur eiga nú að fá 137 kr. fyrir einn lítra af mjólk samkvæmt verö- lagsgrundvelli og skiptir það engu máli fyrir bænd- ur hvernig mjólkurafurð- ir eru verðlagðar svo framarlega sem þeir fá þessa upphæð. Að sögn Agnars hafa fulltrúar neytenda ekki viljað fallast á þessar breytingar fyrirvaralaust en eru aö athuga þetta mál. —SE. Mörg Innbret um helgina: Beit verk- stjóra Brotist var inn á átta stöðum i Reykja- vik um helgina. ÓII vor u innb rotin „minniháttar” en á einum stað var tals- verðu stoliö af gjald- eyri. A laugardagsnótt var brotist inn I örtækni hjá lömuðum og fötluðum og brotn- ar rúður, en engu stol- ið. Þá var brotist inn i erlenda bifreiö og stol- ið úr henni Super 8 kvikmyndavél. A laugardagsnóttina var einnig brotist inn I Hraöfrystistöð Reykjavikur, og þegar verkstjóri kom að inn- brotsþjófunum kom til átaka meö þeim af- leiðingum aö annar þjófanna beit i hand- legg verkstjórans og hinn hótaði honum meðbarefli. Þjófarnir komust burt. Um helgina var svo einnig brotist inn i blaðsölu I Austur- stræti, heimahús á Liridargötu, Óðinsgötu Smáragrund og hótel- herbergi á Hótel Esju og þaðan stoliö feröa- tékkum, um 130 þýsk- um mörkum og 12þús- und I islenskum. Þjófarnir hafa ekki fundist. —GA. Mendez á einvíginu Einn af þeim sem keppa um að verða næsti forseti Alþjóða- skáksambandsins, FIDE, hefur uppi áróður á heims- meistaraeinviginu 1 Baguio á Filipseyjum. Það er Narciso Rabell-Mendez frá Puerto Rico sem sá þarna gott tækifæri til að vekja athygli á framboði sinu. Hann lýsti þvi yfir við fréttamenn I Baguio að ýmiss konar erfiö- leikar blöstu við en þeim þyrfti að mæta. Aðrir frambjóðend- ur til forsetakjörs FIDE eru Friðrik Olafsson og Júgóslav- inn Gligoric. Nýr for- seti verður kosinn i stað Max Euwe i Buenos Aires i nóvem- ber. —SG Erfitt með landanir Loðnuveiðin siðasta sólarhring var 10.600 tonn hjá 16 skipum. Miklir erfiðleikar eru á löndun og þurfa skipin að sigla til hafna vitt og breitt um landið til að losna við afl- ann. Er þetta vegna þess að margar verksmiðjur eru enn ekki tilbúnar til móttöku og sagði Andrés Finnbogason hjá loðnu- nefnd I morgun aö hrein- ustu vandræði væru að losa skipin. Björn Dagbjartsson forstöðumaður rannsóknarstofu fiskiðn- aðarins sagði i samtali við VIsi að loðnan væri 12,5-13% feit og með tæp- lega 15% þurrefni. Þetta eru meðaltalstölur, en fituprufur hafa farið upp i 13,9% og niður i 12%. —SG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.