Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 18
Mánudagur 24. júll 1978
VISIK
• Tekið uppeftir einni gjánni,
sem stefnir svo til beint á
Hliðargerði, sem sést við
kjaftinn á gjánni.
— gífulegar skemmdir hafa
orðið á jörðum í Kelduhverfi í
umbrotum við Kröflu. Bœndur eiga
Um leið og einhver
gufuholan við Kröflu
fretar óeðlilega hátt, er
kominn þangað óvigur
her jarðfræðinga, tak-
andi sýnishorn og setj-
andi upp mælitæki og
alvarlegan áhyggju-
svip.
Blaðamenn lenda
eins og fallhlifasveitir,
vittog breitt um sveit-
ina og eru i þvi næstu
daga að reyna að kom-
ast á puttanum upp að
þessu stolti islenskrar
orkunýtingar.
Þangað komnir setjast þeir á
bakhiutann i einþverja hliðina
— i hæfilegri fjarlægð — og biða
eftir að gjósi. Þegar allt þetta
lið er mætt á staðinn, dæsir
Krafla ánægjulega og fer aftur
aö sofa.
Jarðfræðingar og blaðamenn
tina saman fóggursinar, drekka
upp ferðapeningana á barnum i
Reynihliö og halda vonsviknir i
bæinn.
Nokkru fyrir noröan þá, nán-
ar tiltekið i Kelduhverfi, lita
bændur áhyggjufullir yfir tUn
sin og velta fyrir sér hve stór
hluti þeirrahafi eyðilagst i þetta
skipti.
Nýtt stöðuvatn
Það hefur þótt mikiö lán að
hingaö til hefur hraunkvikan
sem fer af stað við Kröflu,
hlaupið inorður. En það er ekki
vfct að allir séu sammála um að
það sé mikiö lán.
Við kvikuhlaupin hefur orðiö
gifurlegt jarðrask i Kelduhverfi
og menn þurfa eiginlega að sjá
verksummerkin til aö gera sér
grein fyrir þeim hamförum sem
þar hafa átt sér stað.
Fyrrnefndum Kröflusveitum
til uppreisnar er rétt að geta
þess aö þegar hús voru að
springa og jafnvel hrynja, i
Kelduhverfi, þá mættu þær á
staöinn. En það var að vetrar-
lagi og það var ekki fyrr en sjóa
leysti sem skemmdirnar sáust
allar.
Vlðast meðfram vegum er nú
búið aö laga til með jarðýtum
þar sem mest fór aflögu og eins
sjást ekki mikil verksummerki
eftir skörðin sem komu i vegi
á mörgum stöðum.
Þeir sem eru kunnugir á þess-
um slóðum sjá þó fljótlega að
ýmsar breytingar hafa orðið á
landslaginu. Til dæmis var
skammtfyriraustan Skúlagarð,
töluvert landsvæði sem Land-
græðslan var að rækta upp. Nú
er þar stórt stöðuvatnog menn
jafnvel farnir að deila um hver
eigi þar veiðirétt, þvi þar er
nægur fiskur.
Jarðvegurinn dúar
Tún eru mjög viða illa leikin
og það eru kannske alvarleg-
ustu skemmdirnar. Á mörgum
bæjum hefur orðið að girða af
stór svæði þar sem þau eru talin
svo hættuleg að ekki sé for-
svaranlegt a nýta þau. Raunar
eru sum þeirra svo illa farin að
ekki er hægt að koma þar við
vinnuvélum.
En þótt margar sprungur séu
sýnilegar i túnunum, þá er það
þó helmingi verra sem ekki
sést. Á sumum stöðum virðast
hafa myndat gjár eða sprungur
neðanjarðar, án þess að
svörðurinn rifnaði.
Við gengum yfir nokkrar slik-
ar og það var óhuggulegt að
finna jörðina dúa undir fótum
sér. Þarna er auðvitað stór-
hættulegt að fara um með
vinnuvélar, enda hefur það
komið fyrir oftar en einu sinni
að vélar hafa plompað niður i
sprungur, þótt ekki hafi hlotist
slys af ennþá.
Og það er alls ekki vist að
allsstaðar þurfi vinnuvélar til.
Ef dæma má eftir þvi hvernig
jarðvegurinn dúaði sumsstaðar
þegar gengið var yfir, er ekki
óliklegt að einhversstaðar sé
yfirlagið svo þunnt að maður
geti t rillað niður i neöstu myrkur
ef maður villist þar út á.
Landsig á eldhúsgólf-
inu
Það er þó ekki fyrr en komið
er aðeins inná afrétti að hægt er
að gera sér grein fyrir hversu
óhugnanlegt ástandiö er þarna.
Guðriður Torfadóttir á Mörk
var svo elskuleg að renna með
okkur I Landróver inn i Skógar-
hóla sem eru skammt sunnan
við bæinn Hliðargerði.
Hún og eiginmaður hennar,.
Ingólfur Jónsson, hafa heldur
betur orðið vör við hræringarn-
ar sem orðið hafa þarna i sveit-
inni. I hrinunni miklu sem varö
um áramótin 1975—76, hrundi
viðbygging við Mörk og það
varð landsig á eldhúsgólfinu.
Hinum meginvið Hliðargerði heidur sprungan áfram þótt hún hafi ekki opnast að ráði. Annað sig
hefur myndast hinum megin við húsið og þar er gjá undir. Á myndinni er Guðriður Torfadóttir I
Mörk.
Texti
og
myndir:
Óii
Tynes
En inní Skógarhólum er eins
og einhver trylltur tröllkall hafi
leikiðlausum hala. Þar eru ekki
sprungur heldur griðarmiklar
gjár, uppundir tuttugu metra
breiðar.
A nokkrum stöðum má sjá aö
bergið hefur byrjað að gliöna
undir efsta jarðlaginu og
sprungurnar verið orönar tiu til
fimmtan metra bredðar áöur en
svörðurinn gaf sig.
Þetta hlýtur að hafa gerst
með ótrúlegum hraða, þvi
sumsstaðar var eins og heilar
eyjar hefðu hrapað i heilu lagi
ofan i sprungurnar. Berg-
veggirnir virðast hafa fjarlægst
hver annan mjög snöggt þvi
kantarnir á eyjunum voru
reglulegir, hérumbil eins og
þeir hefðu verið stungnir.
Þegar bergveggirnir voru
komnir svo langt frá hvor öðr-
um að svörðurinn þoldi ekki
meira, hefur hann rifnað upp
við veggina og svo dottið niður i
heilu lagi, eins og fyrr segir.
A einum stað sáum við fjár-
stig sem við fylgdum eftir fram
á gjárbarminn. Það mátti sjá
hvar hann hélt áfram á hinum
bakkanum, um fimmtánmetra i
burtu.
Það hefur ekki verið mælt
hversu djúpar þessar gjár eru,
en viða sést ekki i botn. Við
prófuðum aðkasta steinum ofa i
þær og það liðu ótrúlega margar
sekúndur áður en við heyrðum
þá skella niður, hvort sem það
var nú í botni eða á syllu. Þvi
miðurvar engin skeiðklukka við
hendina svo hægt væri að taka
timann nákvæmlega.
Hinsvegar leið svolangur timi
áður en skellur heyrðist, að við
hefðum ekkert orðið undrandi
þótt náungi meö horn og hala
hefði skotið upp ljótum kollin-
umogskekið að okkur þrlfork
sinn fyrir ónæðið.
Að vakna oní gjá
Þessar gjár eru nokkuð
skemmtilegt náttúruspektakel
þangað til manni dettur I hug að
það er i rauninni ekkert þvi til
fyrirstöðuað þettaendurtaki sig
aðeins norðar . . .þar sem bæ-
irnir standa.
Raunar eru j,útveröir” frá
þessum sprungum þegar komn-
ir heima á hlað og i gegnum
hlaðið og gegnum mörg húsin.
Sú sprunga sem mest hefur ver-
iðlýst hér að framan stefnir til
dæmis beint á bæinn Hliöar-
gerði.
Hún hefur raunar teygt sig
norðurfyrirhann nú þegar. Sitt
hvorum megin við Ibúarhúsið
eru sprungur, aðeins I nokkurra
metra fjarlægð. Þær mjókka
þegar nær dregur bænum, en ná
framhjá honum sitt hvorum
megin og breikka þar aftur,
þótt þær verði ekki breiðari en
svosem nokkur fet, og grunnar.
Þvi miður var enginn heima á
Hliðarbrekku og þvi ekki hægt
að spyrja hvernig tilfinning það
er að eiga kannske eftir að
vakna oni gjá. Þvi það er alls
ekki hægt að varast þá hugsun
að ef önnur hrina kemur ( þeg-
ar, er kannske réttara að segja)
gæti Hliöarbrekka orðið eins og
ein af eyjunum sem var lýst hér
að framan.
En það eru fleiri sem búa við
þetta, þótt merki þess sjáist
ekki jafti greinilega á yfirborð-
inu og hjá Hliöargeröi. Og við
náðum I aðra til að spjalla við.
—ÓT.