Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 24.07.1978, Blaðsíða 11
Mánudagur 24. júli 1978 11 Vinstri stjórn velti vandanum yfir á nýja stjórnendwr Friðrik Sóphusson svarar athugasemdum Njarðar P. Njarðvík um fjármál útvarpsins. Undanfarnar vikur hafa átt sér stað I Visi umræður um starfsemi útvarpsins og þó sér- staklega störf útvarpsráðs. Umræðurnar hafa verið gagn- legar, einkum þær, sem fjallað hafa um hlutverk útvarpsráðs og hugíanlegar kerfisbreyting- ar á yfirstjórn útvarpsins. Inn I þessar umræður drógust fjármál stofnunarinnar enda hefur f járhagur hennar að sjálf- sögðu áhrif á dagskrárgerðina. Ég leyfði mér að minna á þær gffurlegu skuldir sem hrönn- uðust upp á árunum 1971—1974, en skv. upplýsingum fjármála- stjóra rikisútvarpsins var rekstrarhalli Rikútvarpsins t.d. yfir 120 milljónir 1974. Mér varð það á i messunni að segja, að þessar lausaskuldir væru frá útvarpsráði Njarðar P. Njarövik i stað þess að segja, að þær væru frá útvarpsráðstið Njarðar P. Njarðvik, vinstri- stjórnar árunum eða bara 1971—1974. Þessi ónákvæmni varð til þess, að N.P.N. gerir at- hugasemd i Visi s.l. miðviku- dag, þar sem hann hreinsar sig af þessum áburði með alkunnu litillæti sinu og hógværð með þvi m.a. að kalla mig ósvifinn sögu- falsara. Rétt er að taka fram i þessu sambandi, að upplýsingarnar um slæma fjárhagsstöðu rikis- útvarpsins, þegar núverandi út- varpsráð tók við, voru settar fram af minni hálfu til að benda á þá erfiðleika, sem skulda- bagginn hafði fyrir þá aðila, sem bera ábyrgð á dagskrár- gerðinni og verða að sniða sér stakk eftir vexti. Reyndar viðurkennir N.P.N. þetta sjónarmið i athugasemd sinni, þótt hann að sjálfsögöu vilji kenna vinstri stjórninni alfarið um þessi ósköp. Sessunautur minn i útvarps- ráði, Ölafur R. Einarsson, sem i sumarfriinu tvöfaldar kaup sitt i klipparastarfi hjá Þjóðviljan- um bendir réttilega á sekt vinstri stjórnarinnar með þvi að segja: ,, . . .fjárhagsstaða Rikisútvarpsins var ekki góð (!) i árslok 1974, þar eð afnotagjald hafði ekki fengist hækkað sem skyldi. Stjórnvöld hindruðu hækkun þeirra, þar eð þau vógu þungt i visitölunni”. (Þj.v. 19. júli 1978). Og N.P.N. segir i sinni athugasemd: „Bágan fjárhag Rikisútvarpsins á þess- um árum má hins vegar rekja til vanskilnings stjórnvalda á fjárhagsþörf stofnunarinnar” Sem sagt: Vinstri stjórnin fals- aði visitöluna með þvi að velta skuldabagganum og erfiðleik- unum yfir á nýja valdhafa. Þessa reynslu er vert að hafa i huga, þegar viöræður um stjórnarmyndun vinstri flokk- anna fara nú fram. 1 lok athugasemdar sinnar vikur N.P.N. að starfi útvarps- ráðs og segir, að ýmsir ónafn- greindir starfsmenn stofnunar- innarog tveir útvarpsráösmenn hafi kvartað við sig um deyfö og áhugaleysi núverandi útvarps- ráðs. (Ekki vissi ég fyrr um þetta sálarsorgarahlutverk N.P.N.) Mér er það ljóst, að útvarps- ráð N.P.N. var hávært og heit- strengingasamt, en til þess að árangur megi nást, þarf stund- um meira til, ( Er þetta þó ekki sagt, til þess að styttist á N.P.N. hempan meira en oröið er). 1 viðtali Visis við mig var vik- ið að frumkvæði útvarpsráðs og þar var lýst tillögum Ellert B. Schram, er samþykktar voru samhljóöa. Þá var litvæðingin samþykkt og framkvæmd fyrir forgöngu ráðsins, og ef nefna á einstaka þætti, sem ráðið haföi frumkvæði að, má benda á efna- hagsmálaþætti Asmundar og Þráins, en þeir þættir eru vafa- laust eitt besta framlag sjón- varpsins til almenningsfræðslu I landinu ( en i þessum efnum skortir stefnu menntamálayfir- valda). Verður ekki farið frekar út i þessa sálma hér, enda var til- gangur þessara skrifa aðeins sá að gera nákvæmari grein fyrir skuldabagga Rikisút- varpsins i ársbyrjun 1975. Nettóhagnaður Rikisútvarpsins 1973—77 1973 1974 1975 1976 1977 Hljóðvarp (i millj. kr.) Sjónvarp (imillj. kr.) Skuldir i 1972 1973 1974 1975 1976 0.5 4-60.8 -26.9 4-93.3 17.3 4-76.5 82.0 2.3 7.3 35.0 árslok ( i milljónum króna) 229.7 þar af 91.6 föst ián 298.7 þar af 75.3 föst lán 466.2 þar af 235.7 föst lán 505.3 þar af 194.6 föst lán 212.5 þar af 90.4 föst lán 1 árslok 1977 hafa skuldirnar enn minnkað og föst lán eru inn- an við 50 milljónir. í sambandi viö þessar upplýs- ingar er rétt aö geta þess, að á árinu 1974 var fjárhag Rikisút- varpsins borgið með gifurlegum lántökum og auðvelt er aö sýna fram á, að slæm staða stofn- unarinnar hefði áhrif á dag- skrárgerð næstu árin jafnframt þvi sem brýnum verkefnum var skotið á frest. Fjögur grundvallarskilyrði fyrir minni ríkiswmsvifwm Þessi skilyrði voru: 1. Úrbætur i hlutafélagalöggjöf. 2. Úrbætur i skattamálum. 3. Rétt gengisskráning og beit- ing verðjöfnunarsjóða. 4. Eðlileg vaxtastefna. öll þessi fjögur atriði voru heldur ekki nein ný sannindi, þau höfðu reyndar verið sam- þykkt á landsfundum og flokks- ráðsfundum svolengisem menn mundu. En hvernig var svo staðið að framkvæmd þessara slefnumála. Ný hlutafélagalög voru sam- þykkt nú i vor, og var mál til komiö. Má segja að þau séu þaö eina af þessum skilyrðum, sem búið er að fullnægja að ein- hverju leyti. Ný skattalög voru samykkt á siöustu þingdögum kjörtíma- bilsins og vonandi að þeim verði ekki breytt til hins verra strax i haust á svipaðan hátt og gerðist 1971, þegar úrbætur Viðreisnar- stjórnarinnar I skattamálum voru að engu gerðar. Annars voru þessi nýju skattalög aðeins hundraðasta bótin i skatt- spennitreyju sem atvinnu- reksturinn býr við. I þessum málum þarf hins vegar ekki bætur, það þarf nýja flik. Verð- ur þá ekki aðeins að hugsa um tekjuskatt, heldur miklu frekar um aðstöðugjald, tolla o.þ.h. þannig, að allar atvinnugreinar sitji við sama borð i skattamál- um og séu ennfremur á sama báti og atvinnurekstur I ná- grannalöndunum. Gjaldeyrir á tombólu- verði I gengismálum og beitingu veröjöfnunarsjóða hefur veriö um algjöran skort á stjórnvisku aö ræöa. Varla hefur sá maður, utan Þjóðhagsstofnunar, meö smá vitglóru á einhverjum efnahagsmálum svo opnað munninn, að hann hafi ekki haldið þvi fram, að gengið væri ekki of hátt skráö, og það þyrfti að beita verðjöfnunarsjóðum i rikara máli. Samþykktir hér að lútandi hafa einnig veriö gerðar á samkomum flokksins um ára- raðir. En það er eins og öll skiln- ingarvit forystumanna Sjálf- stæöisflokksins hafi verið tekin úr sambandi, þegar að fram- kvæmdum hefur komið i þess- um málum. Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins er nú galtómur, þótt fiskverö hafi aldrei verið hærra. Gjaldeyrir hefur veriö haföur á tombóluveröi um langt skeið, og þetta ástand lýsir e.t.v. best hversu hrapalega hefur til tekist með stjórn efna- hagsmálanna. Vaxtastefnan Ekki er þá styttri sagan um samþykktir flokksins um eðli- lega vaxtastefnu. Um langt skeið hafa landsfundir og flokksráðsfundir varað við þeirri hættu, sem neikvæðum raunvöxtum er samfara og á það bent i hve miklum mæli skattpeningar og erlent lánsfé eru að leysa innlent sparifé af hóimi. En aldrei hefur verið nóg framkvæmt i þessum efnum, og ennþá eru almennir innláns- vextir stórlega neikvæðir að raungildi. Þá er atvinnuvegun- um einnig stórlega mismunað i vaxtakjörum, en höfuömein- semdin er auövitað, að eftir- spurn eftir lánsfé er meira en framboöið, og þess vegna hefur hiö mikla iánsfjárskömmtunar- kerfi hlaðist upp. Að le'íta langt yfir skammt Nú hefur verið fjallaö um þau fjögur grundvallarskilyrði fyrir samdrætti i rikisbúskapnum, sem þarf að uppfylla áður en nokkuö annað er hægt að gera. Þetta eru allt saman atriði, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur hamast við að gera samþykktir um fund eftir fund. Þetta eru lika allt saman atriöi, sem for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki haft getu til að fram- kvæma svo mannsbragur væri aö. Það skyldi þó aldrei vera, að ungir Sjálfstæðismenn leituðu langt yfir skammt, þegar þeir skrifa „BAKNIÐ BURT”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.