Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 8. september 1978 3 Rarik herðir innheimtuaðgerðir Sexr sveitarf élög fá hótun um lokun • Stafar fyrst og fremst af skuldum frystihúsa Rafmagnsveitur rikisins hafa sent um sex sveitarfélögum skeyti þar sem hótaö er lokun á rafmagni til þeirra vegna van- skila. Skeytin vorusend lít i siö- ustu viku en lokunin átti aö fara fram i gær. Aö sögn Bent Schev- ings Thorsteinssonar fjármála- stjóra Rariks hefur lokuninni veriö frestaö fram yfir helgi. Bent sagöi aö þessar skuldir værusamtals um 50 milljónir og væru þá meötaldir vægir van- skilavextir. Þessar skuldir hafa veriö að safnast fyrir á siöustu þremur til átta mánuöum. Meðal þeirra sem fengu lokunarhótun eru nokkur sveitarfélög á Suöurnesjum en Bent vildi ekki tilgreina nöfn þeirra. Rarik er heildsöluaöili til nokkurra rafveitna i eigu sveitafélaga. Rafveita Geröahrepps var ein þeirra rafveitna sem fékk lokunarhótun. Þóröur Gislason sveitarstjóri i Garöi sagöi i samtali viö Visi aö rafveitan skuldaöi Rarik 7 milljónir en sjálf ætti Rafveita Geröahrepps útistandandi 10 milljónir og væru það frystihúsin á staðnum sem skulduöu fyrst og fremst. Þóröur sagöi aö þeir heföu feng- iö greiðslufrest fram á þriöju- dag og var hann bjartsýnn á aö hægt yröi aö standa i skilum fyrir þann tima. Bent sagöi að ef til vill þyrfti Rarik að reikna sér hærri van- skilavexti á þessar skuldir til aö knýja á um innheimtu. Benti hann á aö Landsvirkjun heföi aö undanförnu krafiö Rarik um 3% vanskilavexti fyrir hvern byrjaðan mánuö ef Rarik heföi komist i vanskil viö Landsvirkj- un. — KS Farmenn andvígir ríkisstjórninni O Lýsa hneykslun sinni ó að s|ónaönnum skuli ekki boðið til samróðsviðrœðnanna Samtök farmanna og fiski- manna hafa sent rikisstjórninni ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyrirætlunum rikis- stjórnarinnar i kjaramáium. Jafnframt er lýst furöu og hneykslun á þvi að samtökum sjómanna skuli ekki hafa verið boðið tii þeirra viðræðna, sem rikisstjórnin hefur tekiö upp við launþegahreyfinguna. Alyktunin var gerð á fundi stjórnar og formanna sambands- félaga Farmanna- og fiskimannasambandsins. Þar segir m.a.: ..Fundurinn mótmælir harð- lega áformi rikisstjórnarinnar um að binda með lögum alla kjarasamninga til 1. des. 1979, að öðru en verðbótum og þeim i sumum tilfellum skertum. Fundurinn lýsir furöu sinni og hneykslun á þvi að samtökum sjómanna skulu ekki hafa verib boðið til þeirra viðræðna sem staðið hafa milli rikisstjórnar- flokkanna og fulltrúa sumra launþegasamtaka i landinu um ráöstafanir i kjaramálum, en ofangreind áform fengin sam- tökunum i hendur til umsagnar þegar enginn eöa mjög litill möguleiki er á þvi að hafa áhrif á gang mála og koma sjónarmiðum samtakanna fram, svo ekki sé talað um að ætla tima til aö vinna tillögunni fylgi i félögunum, og fá þannig traustari grunn fyrir það sem gera á. Vegna þeirrar ákvörðunar rikisstjórnarinnar að takmarka veröbætur á laun og setja samningana ekki i gildi, þrátt fyrir marggefin fyrirheit þar um vill fundurinn benda á hina alhliða samstöðu sjómanna að i kjarasamningum þeirra eru engin ákvæði um skilgreiningu vinnutima og þvi enginn afmark- aður dagvinnutimi né heldur skil- greind álög eins og vaktaálag. Hljóta þvi samtök sjómanna að krefjast þess aö fullt tillit sé tekið til sérstöðu þessara manna með ákvörðun veröbóta. Fundurinn bendir ennfremur á að varðandi fyrirhugaðar álögur um feröagjaldeyri þá verða umræddar álögur á áhafnar- gjaldeyri skipshafna aldrei liönar. Þar sem hér er um hluta launa aö ræöa og tilkominn á allt öðrum forsendum en almennur ferðagjaldeyrir, Það er krafa samtakanna aö þessi rikisstjórn tryggi öllum viðunandi lifeyri eftir 67 ára aldur, hvort heldur þeir eru i stéttarfélögum eða ekki. Þessu verði hrundiö i framkvæmd meö löggjöf strax á þessu hausti. ffCFUR ÞÚ IMAKKAD ÍSINH FNÁ RJÓMAÍSGERDINNI? Shellstöðinni v/Miklubraut. VERSLID m % mí* % m '% M 'o SNIÐ 6 49 / BLÁU DENIM OG FLAUELI Levis LEVI’S EÐA EKKERT Varist eftirlíkingar Laugavegi 37 Laugavegi 89 Hafnarstrœfi 17 Glœsibs 12861 13008 13303

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.