Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 6

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 6
6 Óvenjuleg keppni... Þaö var von á söng- konunni Dolly Parton í bæinn næsta dag, og þar sem sj-á má marg- ar konur i Ameríku sem líkjast Dolly, fengu starfsmenn út- varpsstöðvar þá hug- mynd aö efna til nokk- urs konar Dolly Parton keppni. Allar konur i bænum sem líkjast söngkonunni voru boð- aðar á vettvang, og mættu tuttugu og þrjár. Allar hafa þær sjálfsagt gert sér vonir um verðlaunin sem sú sem líkust er söngkon- unni átti að hreppa. Þeir sem að keppninni stóðu ákváðu að brjóstastærð skyldi engu ráða um það hver færi með sigur af hólmi. (En þeir sem séð hafa Dolly Parton, t.d. i sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu, vita sjálfsagt að þar um sig er hún fremur mynd- arleg.) Andlitið skyldi vera númer eitt sögðu þeir, og sú sem verð- launin hreppti, er hár- greiðslukona og heitir Dianne Holler (önnur frá hægri á meðfylgj- andi mynd). Það var erfitt að gera upp á milli, sögðu þeir sem dæmdu, en hvað um það, Holler þessi fór heim 250 dollurum rík- ari. Með 40 þúsund býflugur skríð- andi um sig alla Olivia de Havilland sem segist hreinlega hafa andstyggð á bý- flugum, varð að sætta sig við 40 þúsund stykki skriðandi yfir sig alla fyrir kvikmyndina ,,The Swarm". Hún kveið upptökunni ein- hver ósköp en ákvað að láta til skarar skríða. Hún tók það fram að sem krakki hafi hún margoft verið stungin af býflugum, sérstak- lega i fætur þegar hún gekk um berfætt, og brást það ekki að fót- urinn bólgnaði upp og varð tvisvar, þrisvar sinnum breiðari en venjulega. En hún harkaði af sér i upp- tökunni, lagðist á gólfið og beið 40 þús- und býflugna. Þær fengu síðan að skriða yfir hana alla og allt gekk vel, þar til ein tók sig til og stakk hana i handlegginn. En Olivia lá kyrr og lét ekkert frá sér heyra, enda gat hún ímyndað sér hvað gerðist ef hún færi að æpa eða láta öllum ill- um látum. Þá hefði víst ekki verið um að ræða aðeins eina stungu öllu lengur.... C-vítamínið gerir fœðinguna auðvéldari Dr. Robert S. Scott prófessor við háskól- ann í Suður-Kaliforníu, heldur þvi fram að stórir skammtar af C- vítamíni geti gert það að verkum, að auð- veldara sé fyrir barns- hafandi konur að fæða. Hann segir að f leiri en þúsund sjúklinga sinna hafi reynt C-vítamín kúrinn og árangurinn haf i ekki látið standa á sér. Hriðir gangi yf ir á skemmri tíma, til dæmis fimm eða sex klukkustundum hjá konum sem eru að fæða i fyrsta sinn, miðað við 15-16 klukku- stundir sem oft er. Fæðingin sjálf virðist konunni auðveldara og sársaukaminni og við- komandi konur séu jafnvel fljótari að ná sér. i Umsjón: Edda Andrésdóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.