Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 8. september 1978 VTSIR VÍSIR Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davift Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjórnarf ulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Elías Snæland Jónssor Guðjón Arngrimsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnúsólafsson. Auglysinga og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Verð í lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 eintakið. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Ráðherrabílar Upp á síökastið hafa spunnist miklar umræður um svonefnd bílafríðindi ráðherra. Það er í samræmi við annað, að þessi mál hafa vakið almennari áhuga en f lest önnur,og allar efnahagsmeinsemdir þjóðarinnar hafa horf ið í skuggann, (en vera má að sumir haldi að þær séu i ráðherrabílunum). Umræðurnar hafa a.m.k. verið á svo alvarlegu stigi. Forsetahjóniii Áður lögðu ráðuneytin ráðherrum til bila, en undan- farinn áratug hafa þeir átt þess kost að kaupa bíla án að- flutningsgjalda. Sú regla var sett vegna gagnrýni á fyrra skipulag. Ráðherrar hafa alla tíð sætt gagnrýni andstæðinga vegna þessara bílamála. Ekki er lengra siðan þeir Magnús Kjartansson og Magnús Torf i Ólafsson keyptu sér bíla á þessum kjörum við lok ráðherradóms, að pólitískir andstæðingar gerðu sér mat úr því. Og í sumar hafa þeir Matthías Á. Mathie- sen og Halldór E. Sigurðsson dregist inn í þessar þjóð- legu og hefðbundnu hneykslunarumræður. Enginn hefur þorað að opna munninn nema lýsa hneykslan og vandlætingu á bílafríðindunum. Og við myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa menn ekki haft minni áhyggjur af ráðherrabilunum en efnahagsmálunum, enda byrjuðu ráðherrar Alþýðuf lokksins á því að afsala sér þessum ,,hneykslanlegu" f riðindum og hinir hlupu að sjálfsögðu á eftir. Allar þessar umræður eru dæmigerðar fyrir það ómerkilega lýðskrum, sem of oft setur mark sitt á þjóð- málaumræður hér á landi. Menn býsnast yfir háum launum ráðherra og tala digurbarkalega um að slíkir karlar séu ekki ofgóðir að kaupa bíla á sama verði og aðrir. Þessar ræður eru svo gjarnan kryddaðar með vandlætingarorðum úr kerlingabókum. Það er ýmislegt sem gleymist í þessum umræðum. Ráðherrastörfin eru ábyrgðarmestu störf, sem unnin eru í þjóðfélaginu, hvort sem mönnum likar betur eða verr við ráðherrana eða stefnumál einstakra ríkis- stjórna. Þessi störf á að launa í f ullu samræmi við mikil- vægi þeirra. Engin gild og skynsamleg rök verða færð að því að ráðherralaun séu of há. í sjálfu sér væri eðlilegast að ráðuneytin legðu ráð- herrum til bíla eins og áður tíðkaðist. Sú regla, sem verið hefur i gildi, að ráðherrar keyptu sér bíla sjálfir en fengju niðurfelld aðflutningsgjöld ekki oftar en þriðja hvert ár er í raun réttri á engan hátt ámælisverð. Á hinn bóginn væri rétt, að ríkið leysti til sín bíla, sem þannig eru keyptir á matsverði. Ráðherrar mega að sjálfsögðu láta undan lýðskrumi og afsala sér slíkum réttindum. Við það er í sjálf u sér ekkert að athuga. En í kjölfar þeirra umræðna, sem á undan eru gengnar, er þessi ákvörðun vafasöm fyrir þá sök, að hún lýsir upp- gjöf gagnvart lýðskrumi. Ráðherrar verða á hverjum tíma að sæta gagnrýni. En það er ekkert nema lýðskrum að halda því fram að það sé á einhvern hátt ósiðlegt eða ósæmilegt að þeir fái bila til afnota eða njóti þeirrar aðstöðu að fá bíla keypta án aðf lutningsgjalda. Sannleikurinn er sá, að þessi kjör eru i f ullu samræmi við eðli og virðingu þessara starf a. Það er einungis til marks um þá lágkúru, sem oft og tiðum gref ur um sig í íslenskri þjóðmálaumræðu, að mál sem þetta skyggi á önnur. Þeir sem falla f yrir lýðskrumi sem þessu kunna ekki að greina kjarnann frá hisminu í pólitískri gagnrýni.' 5 Munaðarnesi „Ég hef sama áhugamál og ég hef haft alla ævi", sagði forseti islands dr. Kristjárn Eldjárn.er Vísismenn hittu hann og frú Halldóru Eldjárn í Munaðarnesi, þar sem forsetahjónin ætla að verja nokkrum dögum til hvíldar frá daglegum störfum. „Ahugamál mín tengjast fyrst og fremst öllu sem viðkemur menningarsögu>r þjóðarinnar, hvort sem það eru lausir munir eða fornminjar viðs vegar um landið", sagöi Kristján. „Ég nota tækifæri eins og þetta til að skreppa í smáferðir og fór t.d. i gær niður á Mýrar. Hér er mikið og sérkennilegt landslag og einstak- lega fallegt í svona góðu veðri. Héðan úr bústaðnum er fögur f jallasýn og sést alla leið inn til jökla". Ætlaði að verða kennari Við spurðum forsetahjónin hvort þau hefðu nokkurn tima órað fyrir þvi, að þau ættu eftir að búa á Bessastöðum? „Braut manna verður oft önn- ur en þeir ætla”, sagði Kristján. „Sumir hafa fastmótaða stefnu frá upphafi og ætla sér kannski að verða ráðherrar. Ég ætlaði að verða kennari, en tók svo þá stefnu að fara i fornleifafræði. Ég vissi það þá, að leið min myndi fyrr eða siðar liggja i Þjóðminjasafnið. „Hver eru helstu áhugamál þin, Halldóra, eða áttu kannski fáar fristundir?” „Nei, nei, ekki svo, ég les eða fæst við handavinnu og hlusta dálitið á tónlist. Ég treysti mér nú varla til að gera upp á milli, en það er fyrst og fremst sigild tónlist sem ég hlusta á.” „Ég hef stundum sagt við hana að hún ætti að hlusta á el- ektróniska tónlist”, sagði Kristján. „Ég hef gaman af henni sjálfur og mér finnst hún sérkennileg. Annars sest ég sjaldan niður beinlinis til að hlusta á tónlist. Fristundir min- ar fara mest i minjafræöi og menningarsögu”. „Hefur þu lært á eitthvert hljóðfæri. Kristján?” „Nei þvi miður. Ég er sveita- maður og það var ekki algengt þegar ég ólst upp, að sveitabörn væru látin læra á hljóðfæri þótt það kæmi vissulega fyrir. „Attu önnur áhugamál fyrir utan fornleifafræðina Kristján?” „Já, ég les dálitið af skáld- skap einkum eldri skáldverk. Ungu skáldin? Mér finnst ungu skáldin athyglisverð og reyni að lesa verk þeirra til dæmis i hin- um nýju timaritum sem koma út meö verkum allra yngstu skáldanna. En það er erfitt að dæma ungu skáldin”. Ekkert ort sjálfur i al- vöru „En hefur þú ekki fengist sjálfur við skáldskap?” „Nei, ég hef ekkert fengist við skáldskap sjálfur og ekkert ort i alvöru. Ég var aldrei talinn meðal skólaskáldanna i Menntaskólanum á Akureyri. Þeir sem ortu i skólablaðið Muninn. voru hin raunverulegu skólaskáld. Ég gerði það hins vegar aldrei. Ég hef fengist við skriftir en ég lit ekki á það allt sem alvöru- verk og hef minnst af þvi birt. Margt af þvi stendur reyndar i sambandið við ritið.sem ég hef séð um fyrir Hið islenska forn- leifafélag. Ég fer að reyna að koma skikkan á næsta hefti með haustinu. Annars er kominn timi til að yngri menn taki þar við”, sagði forsetinn. „Ég tók með mér dálitið af bókum. Viö gátum alveg eins búist við aö hér yröi foraösveður. Starfið og einkalífið „Hvernig hefur gengið aö að- \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.