Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 9
Sfígandi í viðrœðum í Camp David Carter Bandaríkjafor- seti átti seint í gærkvöldi sérfund með Anwar Sadat, Egyptalandsfor- seta, og þykir nú komin meiri stigandi i viðræð- urnar i Camp David, sumardvalarstað Bandarikjaforseta. Þessar viöræöur þeirra Carters og Sadats sér á parti áttu sér staö aö loknum fundi leiötoganna þriggja saman. Höföu þeir setiö i viöræðum meö Begin i sjö klukkustundir i gær um ýmis mikilvæg málefni I deilu Austur- landa nær, eins og framtiö vesturbakka árinnar Jórdan. 1 viöræöum þeirra Carters og Sadats seint i gærkvöldi tóku þátt Walter Mondale, varaforseti og Cyrus Vance, utanrikisráöherra og svo ýmsir ráögjafar Sadats. Leiötogarnir hafa átt þr já mjög langa fundi siðan á miövikudag, enda haga þeir dagskrá viðræön- anna með tilliti til þess, aö Sadat geti haldið einn af helgidögum Múhammeöstrúarmanna heilag- an i dag. Begin, sem er rétttrún- aðargyöingur, mun ekki ganga til starfa eftir miðnætti i nótt, þegar sabbath hefst, né allan laugar- daginn. Crowford slapp með skilorðs- bundinn dóm Bandariski kaupsýslumaðurinn Francis Crawford biður jiú með óþreyju þess að fá leyfi til þess að fara frá Sovétrikjunum, eftir að hann var dæmdur i gær skilorðsbundið i fimm ára fangelsi fyrir brask með gjaldeyri. „Ég er aö pakka niöur,” sagöi hann viö fréttamenn, þegar tveggja daga réttarhöldunum lauk i gær, og sagöist eiga pantaö far meö Lufthansa til Frankfurt, ogþaðanstrax til Bandarik janna. „Éger póliti'skt peð i valdatafli tveggja risavelda,” sagöi hann um málatilbúninginn gegn sér. Sovésk yfirvöld hafa sagt hon- um, aö þaö gæti tekiö fimm daga, áöur en hann fengi vegabréfsárit- un til þess aö fara úr landi. Þó eygir hann vonir til þess aö fá vitneskju um þaö i dag, hvort af- greiðslu málsins veröi ekki flýtt i hans tilviki. Fellum hann, þegar þing kemur saman // — segja leiðtogar bresku stjórnarandstöðunnar, eftir að Callaghan forsœtisróðherra hœtti við kosningar Þegar menn höfðu jafnað sig eftir mestu undrunina vegna yfir- lýsingar James Callaghans, forsætis- ráðherra Breta, i gær — um að hann ætlaði ekki að boða til kosninga i bráð — glumdu við hót- anir stjórnarandstöð- unnar um að flæma hann frá stjómartaum- unum. Allir eru á einu máli um, aö Callaghan tefli nánast fifldjarft, þvi aöviö blasi, að hann og stjórn hans hrekist frá völdum, ef stjórnarandstaöan gengur saman til atkvæöa um vantraust á stjórnina. Frjólslyndir slitu samstarfinu Stjórn Verkamannaflokksins hefur stýrt i' skjóli bandalags sins viö hinn litla þingflokk frjáls- lýndra, en sjálfur er Verka- mannaflokkurinn i minnihluta. — Siðasta júli sleit Frjálslyndi flokkurinn samstarfinu, og siöan hafa menn beðiö þess, aö Callag- han boöaöi til kosninga, sem flestir ætluöu, aö yröi 28. septem- ber eöa 5. október. Þess i stað lýsti Callaghan þvi yfir i sjónvarpi i gær, aö hann mundi ekki boða til kosninga, eins og stendur. Skilja margir þetta á þann veg, aö Callaghan búist við, aöflokkur hans tapi fylgi, ef til kosninga komi nú. — Callaghan sagöi, aö flokkur hans ætlaöi aö fylgja eftir veröbólguráöstöfunum stjórnar- innar. Hóta vantrausti strax ihaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn lýstu þvi strax yfir, þegar þessi tiöindi höföu oröiö, aö þeir mundu ekki teygja dauöa- striö rikisstjórnarinnar á langinn, heldur fella hana viö fyrsta tæki- færi sem gæfist. Nefnilega meö vantrausti um leiö og þing kemur saman að loknu sumarhléi, sem verður 24. október. Margréti Thatcher, leiðtoga Ihaldsflokksins, varð aö oröi eftir yfirlýsingu Callaghans: „Nú hef- ur herra Callaghan gert mistök.” David Steel, formaöur Frjáls- lynda flokksins, sagöist yfir sig undrandi. — „Þvi fyrr sem þessi stjórn fer frá, þvi betra fyrir landiö. Viö munum bera okkur aö i samræmi viö þaö.” Þjóðernissinnar Callaghan viröist binda vonir sinar við stuðning þjóöernissinna á þingi (skoska og velska ) meö þvi aö hrinda i framkvæmd i flýti áætlunum sinum um aö veita Skotlandi og Wales sjálfstjórn. Enhann kannaö hafa misreiknað sig þar. af yfirlýsingum þjóöernis- sinna aö dæma. — Donald Stewart, leiðtogi skoskra þjóö- ernissinna á þingi, sagði: „Viö höfum ekki áhuga á aö styöja stjórn, sem gengur aöeins á tveim strokkum.” — Gwynfor Evans, leiðtogi velskra þjóðernissinna, lét eftir sér hafa, að flokkur hans vildi ekkerthafa saman aö sælda viö „stjórn, semhefurframkallaö sex stafa atvinnuleysistölur I Wales”. Dómurinn yfir honum er mild- ari en hann hefði getaö oröiö, þvi aö hámarksrefsing fyrir gjald- eyrisbrasker átta ár i þrælkunar- búðum. Sprengju- árás í Ródesíu Skæruliðar blakkra þjóðernissinna létu sprengjum rigna yfir bæinn Umtali á austur- landamærum Ródesiu i nótt, fimm dögum eftir að þeir myrtu nauð- stadda farþega Viscountvélarinnar i vesturhluta landsins. Sprengjuhríöin dynur yfir i sömu mund og RódesiubUar biöa nánari útlistunar Ian Smiths, forsætisráöherra á þeim harkalegu aögeröum, sem hann hefur boöaö á hendur skæruliðunum. Flestir búast viö þvi, aö þær aögeröir feli í sér meiriháttar innrás Ródesiuhers i bækistööv- ar skæruliða handan landamær- anna viö Zambiu og Mósambik. Yfirlýsingar annarra ráöherra segja,aö morö skæruliöa á sak- lausu fólki veröi ekki látin óhefnd. Nokkrir óbreyttir borgarar særöust, þegar skotið var Ur sprengjuvörpum á Umtali i gærkvöldi. Sprengjuvörpur eru skammdrægar, og ljóst, aö skæruliðarnir hljóta aö vera innan landamæra Ródesiu. Þessi sex ár, sem skæruliöar hafa haldiö uppi ófriöi i Ródesiu, hafa þeir eitt sinn áöur gert árás meö eldflaugum og sprengjuvörpum á Umtali, sem er aðeins þrjá kilómetra frá landamærum Mósambik. William Irvine, samgöngu- málaráðherra Ródesiu, sagði á þingi i gær, að það þætti oröið ljóst, aö Viscountfarþegavélin heföi veriö skotin niöur meö eld- flaug af þeirri geröinni, sem elt- ir sjálf upp flugvélina (eöa öllu heldur hitann frá útblástursop- um þrýstiloftshreyflanna).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.