Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 13

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 13
VTSIR Föstudagur 8. september 1978 13 „Það er leikur að lœra... • En það er dýrt að fara í skólann Börn í grunnskólum landsins fara nú að þyrpast í skóla sína og að ýmsu þarf að hyggja. Skólarnir sjá um að útvega bækurnar og kennarana. Það er hins vegar höfuðverkur fyrir marga foreldra að velja góð skólaföt fyrir börnin, að ógleymd- um skólatöskunum. Vísir fór á stúfana til að kanna það hversu mikil útgjöld þetta væru. Fengum við 6 ára strák/ Hannes Júlíus Hafstein, sem er að byrja í skóla, i lið með okkur. Verðiðá skólafatnaði erákaflega mismunandi og það sem við köllum meðalverð er fengið upp með því að kanna verð á tiltekinni vöru i nokkrum verslunum. SKYRTA: Skyrturkostakr. 2100-4100 allt eftir þvi hvort þær eru einlitar eöa ekki og einnig hvort um hátiskuvöru er aö ræöa. SOKKAR: kosta frá 500-600 krónur pariö. Þetta eru þunnir sokkar úr baðmull eða gerviefnum. PEYSUR: Þær peysur sem viö spurö- umst fyrir um veröiö á voru hvort tveggja þynnri og þykkri „utan-yfir” peysur. Hér er meðalverðið miöaö viö akryl peysur sem handhægt er aö stinga i þvottavél, enda algeng- ast að slikar peysur séu keyptar fyrir börn. Verð á peysunum var frá 1795 krónum til 4995 krónur. BUXUR: Algengast er að keyptar séu annað hvort gallabuxur eða flauehsbuxur, en það virðist verajöfnsala á þessum buxna- gerðum. Verðið á buxunum var frá 4000 krónum i 7000 krónur en flauelisbuxurnar eru yfirleitt aðeins dýrari. SKÓR Við athuguðum verð á lagum barnaskóm úr leðri. Þeir kost- uðu frá 5900 krónum til 8100 krónur parið. STÍGVÉL: Ódýrustu stigvélin sem við fengum verð uppgefið á kostuðu kr. 2955 en þau dýrustu kostuðu kr. 8400. ULPA: Vinsælustu úlpurnar nú eru tvimælalaust kuldaúlpur en þær fást i tveimur siddum. Annars kosta úlpur frá kr. 5995 og allt upp i kr. 11600. Þess ber að geta að i sumum þeirra verslana sem við höfðum samband við þá hafa ekki enn allar vetrarvörur borist i versl- unina og getur þvi verðið enn hækkað. SKÓLATÖSKUR: ódýrustu skólatöskurnar sem við spurðumst fyrir um kostuöu kr. 3220 en þær dýrustu kostuðu um 11000 kr. Skólatöskurnar voru af ýmsum gerðum og stærðum en þó ætlaðar börnum á aldrinum 7-8 ára. Þær ódýr- ustu voru úr vinyl en þær dýr- ustu úr leðri. Algengast er að keyptar séu töskur er kosta kr. 7000 —BA/ÞJH BRIMKLÓ, HALLI OG LAPPI MÆTA TIL LEIKS: NÝJUNG Á FÓTBOLTAVELLINUM Halli og Laddi hafa löngum tekið upp á ýmsu athyglisverðu, — þarna með Gisla Eúnari. Ef þeim bregst ekki bogalistin þá hljóta menn að skemmta sér á Laugardalsvellinum á miðviku- daginn. Það stendur til að gera heilmikið á Laugardals- vellinum á miðvikudag- inn næstkomandi. Að því undanskildu að bolta verður sparkað fram og aftur um völlinn. Brimkló ásamt Halla og Ladda ætla nefnilega að mæta þar til leiks með heilmikið glens og gaman, einum og hálfum tima fyrir keppni Vals og þýska liösins Magdeburg, sem er liður i Evrópukeppninni. Reistur verður sérstakur pall- ur fyrir framan áhorfendastúk- urnar fyrir Brimkló, Halla og Ladda, eða „Faraldsfætur ’78”, og verður siðan spilað og sungið af fpllum krafti þar til leikurinn sjálfur hefst klukkan 18. 1 hálf- leik koma skemmtikraftarnir aftur fram og stytta áhorfend- um biðina. Það er algengt erlendis að hljómsveitir skemmti rétt áður en fótboltaleikir hefjast, en þetta er i fyrsta sinn sem slikt gerist hér, og er ekki að efa að kapparnir „Faraldsfætur” laði að. —EA Formaður Bræörafélagsins, Sigurður Magnússon, afhendir hjónunum að Grundarlandi 22 viðurkenningu fyrir snyrtilegasta húsið. Áttu snyrtileg- ustu húseignina Bræðrafélag Bústaðasóknar hefur árlega veitt viðurkenningu fyrir snyrtilegasta húsið i sókn- inni. Að þessu sinni hlutu viðurkenninguna hjónin Edda Jónsdóttir og ólafur Briem fyrir eien sina að Grundarlandi 22. Dómnefndin benti sérstaklega á að erfitt hefði verið að ákvarða hver viðurkenninguna hlyti að þessu sinni, þar sem svo margar húseignir eru til fyrirmyndar. 1 dómnefndinni eiga sæti: Ólaf- ur B. Guðmundsson, Oddrún Pálsdóttir og Maria Jónsdóttir. —KP.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.