Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 27

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 27
31 vism Föstudagur 8. september 1978 „Vísitðluþakið þýðir ekki minni launamun" segir Jónas Bjarnason, formaður Bandalags hóskólamanna Vilja ná kjörum BSRB-manna // Ég fæ ekki séö, að þetta vísitöluþak svokallaða minnki eitthvað launamun í þessu þjóðfélagi"/ sagði Jónas Bjarnason, for- maður Bandalags háskóla- manna, i viðtali við Vísi. Blaðið hafði samband við þrjá forystumenn laun- Jónas Bjarnason form. BHM þegafélaga og spurði þá um afstöðuna til fyrirætl- ana rikisstjórnarinnar um aðgerðir i kjaramálum. „Ég vil segja það um visitölu- þakið, að þetta er ákaflega órétt- látt eins og það er sett upp, vegna þess, að þetta varðar okkar fólk mjög, þvi það hefur i orði kveðnu há mánaöarlaun eins og það er kallað og lendir þess vegna undir visitöluþakinu”, sagði Jónas Bjarnason hjá BHM. „Hins vegar eru mjög margir aðrir sem fá sin laun reiknuö með öðrum hætti og þótt þeir hafi miklu hærri laun en okkar fólk þá lenda þeir ekki undir þakinu. Þannig aö ég get ekki séð, að þetta visitöluþak, svokallaða, minnki eitthvað Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB launamun i þessu þjóðfélagi. Það setur fyrst og fremst opinbera starfsmenn i okkar röðum niður gagnvart öllum öðrum og sparn- aður launagreiðenda við þessar ráðstafanir er innan við 1% af launakostnaöi, þannig að hér er um flugnaskit að ræða. Okkar samtök hafa ekki fjallað um framlengingu kjarasamn- ingana. En það er fundur i dag þar sem fjallað verður um þetta atriði þannig að ég vil ekki tjá mig um þetta núna'.' Afstaða BSRB Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdastjóri BSRB, sagði i viðtali við Visi, að afstaða BSRB væri ljós eftir formannaráðstefnu þeirra, og væru helstu atriðin þau, aö BSRB vildi aö gengið yrði Björn Þórhallsson form. L.t.V. frá lagabreytingum um samningsrétt opinberra starfs- manna með samkomulagi fyrir næstu áramót. Eftir að gengið hefði verið frá afnámi tveggja ára samningstima og kjara- nefndar, þá mundi BSRB beita sér fyrir samningum við rikis- stjórnina um framlengingu á gildandi kjarasamningum án áfangahækkana 1. april 1979. Björn Þórhallsson, formaöur Landssambands islenskra versl- unarmanna, sagði i samtali við Visi, um afstöðu sina til væntan- legra ráðstafana rikisstjórnar- innar að sumt af þeim væri ákaf- lega jákvætt frá sjónarmiði launþega, þar sem boðað væri að samningarnir færu i gildi, þannig að verðlagsbætur verði greiddar að fullu á laun. — Að visu aö ákveðnu marki. „Hvað snertir verslunarmenn, þá held ég að þaö mark muni ekki hafa áhrif fyrir mjög marga i þeim hópi. Hitt er svo önnur saga meö framlengingu samninganna frá 1. desember n.k. Það kemur ekki til greina af hálfu verslunar- fólks, nema þá hugsanlega að árssamningur gæti orðið til umræðu og þá væntanlega við okkar vinnuveitendur, eftir aö við hefðum náð til jafns eða til sam- ræmis við kauptaxta, t.d. opin- berra starfsmanna og banka- manna. En kauptaxtar hjá okkar fólki þyrftu að hækka mjög mikið til þess að ná til jafns við þetta, og á ég þar við kauptaxta fyrir sömu störf. En um þetta i heild, þá er auðvitað dálitið snemmt að dæma. Við höfum ekkert heyrt nema fögur fyrirheit, en mér finnst að við eigum að biða fram- kvæmdanna og sjá hvernig þeir efna þetta áður en við leggjum endanlegan dóm á það. Mér finnst ástæðulaust að hafa um þetta mjög stór orö, fyrr en við sjáum það”. SM/ÓM ÍHelgarblaðið á morgun... „Ég bið að heilsa til íslands”, sagði Franz Beckenbauer er hann kvaddi Guðjón Arngrims- son blaðamann Visis á leikvelli Cosmos fyrir skömmu. Guðjón var á ferð vestan hafs og heimsótti þá knattspyrnuliðið Cosmos sem Beckenbauer leik- ur með. i viðtali Guðjóns við „Keisarann” kemur i ljós að hans hátign hefur haft nokkrar fréttir af islenska landsliðinu en viðtalið birtist i Helgarblaðinu á morgun. MT. BLANC islenskir fjallgöngugarpar hafa verið iðnir við að klifra I ólpunum I sumar. Tveir félagar i Hjálparsveit skáta I Kópavogi, Brynjar örn ltagnarsson og Arnþór Þóröarson klifu m.a. Matterhorn og Mont Blanc og frá þvi segir i grein þeirra félaga i Helgarblaðinu. A TINDI FráTokyo til Akureyrar — viðtal við Hauk J. Gunnarsson A Akureyri vinnur Haukur J. Gunnarsson leikstjóri nú við að koma á svið leikriti eftir Kamb- an. Haukur er einn af okkar ungu leikstjórum sem hafa getiö sér gott orð i starfinu. I viðtali við Katrinu Páls- dóttur blaðamann segir hann frá fyrstu kynnum sinum af leiklist, námi i Japan og Bret- landi og margt fleira ber á góma. Viðtalið við Hauk birtist i Helgarblaði Visis á morgun. Meöal annars efnis i Helgarblaðinu á morgun má nefna viðtal önnu Heiðar Oddsdóttur blaða manns við pólska kvik- myndastjórann Zanussi/ þáttinn Sérstæð sakamál og margt fleira . . . r I strœtó Hann kom upp i strætó og fékksér sæti. Drósvo brauð o: sinjör og álegg upp úr skjóðu sinni og byrjaði aö smyrja sér bita. Bilstjórinn horfði á hann dálitið undrandi, og sagði „Heyröu góði, þetta er nú eng in veitingastofa”. ,,Ég veit það”, sagði hann með fullan munninn, „þess vegna tók ég brauð með mér.' Sigurður Loforð? RifrOdið um efnaha gsstefnu Alþýðuflokksins veröur skemmtilegra með hvcrjum deginum. 1 grein I Dagblaðinu á miðvikudaginn segir Sigurður E. Guömundsson sem er i flokksstjórn Alþýðu flokksins, að Ragnar Arnalds hafi fyrir stjórnarmvndun lof að þeim Kjartani Jóhannssyn (sjávarútvegsráðherra) og Karli Steinari Guðnasyn (alþm) aö ráðherrar Alþýöu- bandalagsins skyldu gera sér- staka bókun um efnahags- stefnu Alþýðuflok ksins á fyrsta fundi slnum eftir stjórnarmyndun. Atti þessi bókun að vera við- bót við málefnayfirlýsinguna. Sigurður segir aö þetta heit Ragnars hafi ráðið úrslitum um að margir flokksstjórnar- og þingmenn Alþýðufktkksins ákváðu að styöja aöild og stjórninni. Ragnar Arnalds tekur létt á þe s s u m fullyrðingum Sigurðar, i Morgunblaðinu ! gær: „Þetta er einhver mis- skilningur innan Alþýðu- flokksins, sem ég tel fyrir mina parta ekki ástæðu til að gera veður útaf”. Ráðherra- vín Nýja rikisstjórnin virðist ætla að verða geysilega al- þýðuleg og færa kjör sin eitt- hvað nær þvf sem fólkiö f land- inu býr við. Meðal annars hef- ur hún nú ákveðið að fella nið- ur forréttindi ráðherra I sam- bandi við bílakaup. ðnnur friðindi sem mætti fella niður eru réttindi ráð- herra til að kaupa áfengi á ínnkaupsverði. Þeir þurfa ekki að borga nema nokkur- íuiulruð krónur fyrir flöskuna og finna þvi litiö fyrir efna- ■agsráðstöfunum sinum i á- engisntálum, sem nú eru að verða mánaðarlegur viö- burður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.