Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 19
Föstudagur 8. september 1978 23 VÍSIR Húsgangur Júns og Bryndísar Fyrir einum átta árum komu þau hingað vestur Jón Baldvin og Bryndís að stofna menntaskóla á isafirði/ þar sem enginn slíkur var áður fyrir. Komu þau vestur með einn móköggul einsog Húsavíkurjón. í þeim köggli var reyndar fólgin glóð bjart- sýni og þrautseigju að koma á fót menningar- stofnun við góðar undir- tektir alþýðu. Skólinn var i fyrstu niður- setningur i gamla barnaskólan- um, þar sem kennslustofur eru að visu enn svo og skrifstofur. Myndarlegt heimavistarhús hefur risið, en siðan ekki söguna meir. Þar er ekki við þau hjón að sakast. Að hinu leytinu hafa þau átt drýgstan hlut að gera tsafjörð að menningarplássi ásamt með þeim Sigriði og Ragnari H. Ragnar i músikinni. Þessar staðreyndir eru svo augljósar að mér dettur ekki i hug að rökstyöja málið. Aðrar staðreyndir eru lika á almanna- vitorði. Sumsé þær, að Jón og Bryndis hafa verið á hrakhólum með húsnæði alla tið siðan þau komu vestur. Til marks um það þá hefur Jón Baldvin ekki árætt að opna bókakassa sina fyrr en þau komu i Pólgötuna með bevis uppá að menntamálaráöuneytiö ætlaði að kaupa húsið. Lauk Jón upp kössum sinum i þeirri full- vissu að þau stöldruðu við nokk- ura hrið. Nú á dögunum mátti hann rifa niður hilluvirki sin er hann haföi upp tildrað með ær- inni fyrirhöfn og sjá fimmþús- und bókum fyrir nýjum legstað i pappakössum. t stað þess að einbeita kröft- um sinum aö undirbúningi nýrr- ar vertiðar i andrúmslofti fastr- ar búsetu og jafnvægi þess, sem veit sig eiga tryggan samastað hafa þau hjón i miöjum önnum orðið að taka saman pjönkur sinar og ryöja þeim út i gáma Eimskipafélagsins. Þeir hafa siðan verið fluttir út i óvissuna. Þegar svo var komið málum stóðu bréfaskiptin við ráðu- neytið þannig að persónu- gervingur menntamálaráðu- neytisins Birgir Thorlacius, sendi Jóni Baldvin nótu i föður- legri tóntegund embættisvalds- ins. og baö hann halda allri still- ing'u þar við gáminn meö þvi húsnæðisleysi hans væri mál sérlega erfitt úrlausnar. Raunar er það ekki ætlun min að rekja hér húsgang Jóns og Bryndisar á tsafirði. Þvi hafa veriö gerð góð skil á öðrum stööum. Hinsvegar er það fram- koma ráðuneytisins i þessu máli sem vert er að gefa gaum. Sem titt gerist i málum sem þessu, þegar einhver veit uppá sig sökina er engu likara en hún erfist þartil málið er komið i óleysanlegan hnút. Enginn hefur manndóm i sér til að leiðrétta afglöpin af ótta við aö stugga við heilögum kúm i stjórn- og embættismannakerfi. Er þeim hjónum raunar mikil vorkunn eftir átta ára baráttu að uppskera annað eins og þetta af hálfu þeirra manna sem gerst ættu að vita um menntunar- ástand dreifbýlisins. I stað þess að styðja það fólk með ráðum og dáð sem kosið hefur að starfa i fiskiplássi við litla uppörvun hvunndagsins, segir ráðuneytið þvi strið á hendur. Um leið foragtar það allt það starf sem unnið hefur f Finnbogi Hermanns- son skóla- stjóri ó Sóðavik skrifar veriö og gerir alla viöleitni skól- ans tortryggilega. Hér erum við reyndar komin að mikilvægum punkti i um- ræðunni, semsé hverslags stofn- un menntamálaráöuneytiö er. Eru menn þar almennt meðvitaðir um þá baráttu sem háð er á menningarlegum út- kjálkum þessa lands? Gera þeir sér almennt grein fyrir þeirri nauðsyn að reka áróöur fyrir mennt og menningu en ekki hinu gagnstæða. Hafa þeir yfirleitt einhverja tilfinningu frá degi til dags fyrir þeim markmiðum sem starf þeirra lýtur að? Ef við ætlum að leysa dæmið með þvi að nota formúluna um Jón Baldvin veröur útkoman neikvæð. Með framkomu sinni hefur stofnunin þegar lýst vanþóknun sinni á uppbyggingu skólastarfs á torfnesinu og þarmeð hróflað við viðkvæmum gróöri á timum mikillar yfirvinnu. Þegar þessar linur eru festar á blað er ekkert sýnna en þau hjón hverfi á braut héðan úr fjórðungnum ef allt gengur eftir þvi sem á undan hefur gerst. Að hinu ber að hyggja að brottför þeirra hjóna af ísafirði er ekki einkamál þeirra og ráðuneytisins heldur mál sem varðar alla Vestfiröinga. Og vissulega saknar maður nú kyn- borinna Vestfirðinga aö láta i sér heyra eins og fyrir kosning- arnar i vor þar sem boðuð var vestfirsk þjóöernisstefna i há- stemmdum ræðum. Er ekki lika kominn timi til að bæjarstjórn tsafjarðar og Fjórðungssambandið fari að ihuga hvaö til þeirra friðar heyrir og sýni ráðuneytinu hvar Davið keypti öliö. Nýr bókafulltrúi í menntamálaráðu- neytinu Kristin H. Pétursdóttir, yfir- bókavörður við Borgarspital- ann, hefur verið sett i starf bókafulltrúa menntamálaráðu- neytisins um eins árs skeiö. Stefán Júliusson hefur gegnt þvi starfi, en sagði þvi lausu frá 1. sept. 1977. Menntamálaráðu- neytið hefur skipað sérstaka ráögjafanefnd um málefni al- menningsbókasafna til fjögurra ára. í nefndinni eiga sæti Jón Is- berg og Finnur Sigurjónsson. „Ekki" féll niður Orðið ,,ekki” féll niður úr setningu, sem höfð var eftir Jóni G. Tómassyni, nýkjörnum for- manni Sambands isl. sveitar- félaga, i blaðinu i gær, og breytti þaðalgjörlega merkingu setningarinnar. Rétt er setningin svohljoð- andi: „Embættismenn eru ekki skoðanalausir um landsmál. Ég lit hins vegar ekki á mig sem fulltrúa neins stjórnmála- flokks”, sagði hinn nýkjörni for- maður Sambands isl. sveitar- félaga, Jón G. Tómasson, skrif- stofustjóri Reykjavikurborgar, eftir aö lýst hafði verið kjöri hans. Ekki nœst sam» komulag um nýtt síldarverð Fundir hafa verið haldnir i yfirnefnd Verölagsráðs sjdv arútvegsins. Fjallað er um nýtt sfldar- og loðnuverö. Ekki hefur náðst samkomulag enn um nýtt verð. —KP. Skuttogarinn Engey. Sölumet hjá Engey Engey seldi 107 tonn af isuð- um fiski i Hull i gærmorgun fyr- ir 62.464 pund. Meðalverðið á hvert kiló er þvi 340 krónur, sem telst mjög gott. Helmingi afla skuttogarans var landað i gær, en ef sá afli sem landað verður i dag selst eins vel, má búast við nýju sölumeti hjá togaranum. Nýr sveitarstjóri í Ólafsvík Jóhannes Pétursson bygg- ingartæknifræðingur hefur verið ráöinn sveitarstjóri i Olafsvik. Jóhannes hefur starf- að sem byggingafulltrúi i Ólafs- vik s.l. 4 ár. —KP. Faldur staðinn að ólöglegum veiðum Varðskipið Arvakur stóð vél- bátinn Fald VE að ólöglegum veiðum 35 milur innan við 12 milna fiskveiðimörkin á þriðju- dagsmorgun. Faldur var við veiðar innarlega á Skagafirði. Báturinn var færður til hafnar og við yfirheyrslur játuðu allir skipverjar nema skipstjórinn.að báturinn hefði verið að ólögleg- um botnvörpuveiðum. Dómur hefur ekki verið kveðinn upp i málinu. Byggingarverk- takar á ísafirði mótmœla Félag byggingaverktaka á Vestfjörðum hefur farið fram á það viö formann félagsins að hann mótmæli þvi aö Lands- banki tslands skuli hafa samið um smiöi einbýlishúss á Isafirði við fyrirtækiö Armannsfell. Þaö er Gunnar Þ. Lárusson húsasmfðameistari, sem stend- ur fyrir byggingunni, en hann er verkstjóri hjá Armannsfelli. Formaður félags byggingar- verktaka segir i samtali við Vestfirska fréttablaðið að ekki hafi verið leitað til löggiltra byggingaraðila á Isafirði um byggingu hússins, heldur hafi Gunnari Lárussyni veriö fengið verkið. Með mótmælunum vilji byggingarverktakar lýsa van- þóknun sinni á þvi að opinberar þjónustustofnanir skuli ganga framhjá aðilum á tsafiröi á þennan hátt. —KP. Skotfœrum stolið Brotist var inn á fjórum stöð- um á Seltjarnarnesi sömu nótt- ina eða i fyrrinótt. Meðal annars var brotist inn i geymslu i húsi við Tjarnarból og þaðan stolið skotfærum, haglabyssu, riffli og skotum. Þá var einnig reynt að brjót- ast inn i bilskúra á tveimur stöðum við sömu götu og loks var brotist inn i bil og þaðan stolið ávisanahefti og skilrikj- um. Mál þessi eru i rannsókn. —EA.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.