Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 21
Föstudagur 8. september 1978
25
Heimsmeistaraeinvígið í skók:
Jóhann örn Sigunóns-
son skrifar um skák:
hafði frjálsari stöðu um tíma.
Jafnteflið lá þó lengst af i loft-
inu, og eftir að hafa þráleikiö
nokkrum sinnum, ypptu
keppendur öxlum og undir-
rituðu skorblöðin þegjandi.
Einhvern veginn hafa þær skák-
ir þar sem Karpov stýrir hvitu
mönnunum verið öllu skemmti-
legri, og vonandi verða meiri
Kortsnoj : Karpov 19. skákin.
í Baguio-borg velta menn þvi nú fyrir sér, hvort
20 ára aldursmunurinn sé farinn að segja til sin i
heimsmeistaraeinviginu. Sumir halda þvi fram,
að afleikir Kortsnojs og timahrak, séu ekkert
annað en ellimörk, og 5. klukkutiminn, ógnvaldur
eldri skákmannanna, muni ráða úrslitum.
„E.t.v. er okkur nú að verða ljóst, að 20 ára
aldursmunur i skák er of mikil forgjöf”, varð
Keene að orði. Argentiski stórmeistarinn Panno,
var þó ekki á sömu skoðun, og kvað aldursmun-
inn ekki óyfirstiganlegt vandamál. „Kannske
hefur Viktor teflt undir of mikilli spennu og látið
það þreyta sig. Hann ætti að tefla fyrir ánægjuna,
og þá færi hann aftur að tefla i sinum gamla góða
stil.”
„20 ára akiursmunur í skák
er of míkil forgjöf"
í 19. skákinni gekk allt rólega
fyrir sig, bæöi utan taflborös og
innan. Kortsnoj reyndi fyrir sér
með Catalan-byrjun, rólegheita
kerfi sem ekki færir svörtum
nein teljandi vandamál. Enda
jafnaöi Karpov tafliö fljótt og
átök i 20. skákinni sem tefld
verður á morgun.
Hvítur : Kortsnoj
Svartur : Karpov
Catalan-byrjun.
1. c4 Rf6 2. g3 e6 3. Bg2 d5 4. Rf3
Be7 5. d4 0-0 6. Rb-d2 (115. skák-
inni valdi Kortsnoj riddara sin-
um reit á c3, og eftir 6. . . dxc4 7.
Re5 kom 7. . . Rc6 og svartur
fórnaöipeöifyrirgottspil. Þetta
vildi Kortsnoj sýnilega foröast
nú, og valdar þvi c4-peöið með
riddaranum.) 6. . . b6 7. 0-0 Bb7
8. cxd5exd59. Re5 Rb-d7 10. Rd-
f3c5 11. b3 (Annað framhald var
10. Da4 Dc7 11. Bf4 Bd6, en einn-
ig hér heldur svartur sinu.) 11. .
. a5! (Svartur fær átakspunkt á
b3, og pressu eftir a-linunni.)
12. Bb2 Re4 13. Hcl He8 14. Rxd7
Dxd7 15. Re5 De6 16. Rd3 (Hvit-
ur hefur ekki fengið neitt frum-
kvæði út úr byrjuninni og stend-
ur sist betur aö vigi.) 16. . . Bd6
17. dxc5 bxc5 18. e3 a4!
19. bxa4 (Hvitur getur varla
hafnað þessari peðsfórn. Að
öðrum kosti kæmi 20. . . axb3 21.
Dxb3 c4 22. Dxb7 cxd3 23. Db6
Hf-b8 24. Dd4 f6 með mun betra
tafli fyrir svartan. Eftir 21. axb3
situr hvitur einfaldlega uppi
með veikleika á b3.) 19. . . Ba6
20. Hel Bxd3 21. Dxd3 Hxa4 22.
Db3 Ha-a8 (Hafnar nærtækasta
framhaldinu, 22. . . He-a8, sem
hefði leitt til meiri sviftinga.
Kortsnoj fær nú tækifæri á upp-
skiftum sem leiða til jafnrar
stöðu i endataflinu. Að þessu
sinni var timanotkunin jöfn,
báðir áttu eftir hálfa klukku-
stund fyrir næstu 18 leikina.)
23. Bxe4 dxe4 24. Dxe6 Hxe6 25.
a3 Ha4 26. He-dl f6 (Annars átti
hvitur möguleikann 27. Bd6 sem
leiðir til hagstæöra uppskifta.)
27. Kfl Kf7 28. Hc2 Be7 29. Hd7
Hb6 30. g4 Ke6 31. Hc7 Ha8 32.
Hd2 g6 33. Kg2 f5 34. g5 Hd6 35.
Hc2
CHvorugur kemst neitt áleiðis,
enda fer nú aö styttast i jafntefl-
ið.)
35. . . Hd-a6 36. h4 Ha-a7 37. Hc8
Ha8 38. Hc7 Ha-a7 39. Hc8 Jafn-
tefli.
I 1 *
A ±±
JL*
PiPf i 1
i *
Í £>i ±
i Q
■ S # a®
S
H A t ±
£ # ni i ■
i i i
i i
± i
i ■
-
Lokastaðan.
(Smáauglýsingar — simi 86611
Tapaó - f undið
5. sept. tapaöi ég
peningaveski með skilrikjum I
merktu Alþýöubankanum á leið
frá Töskuviögerðinni—Suður-
götu, upp Kirkjugarðsveg að
heimili minu að Sólvallagötu 3.
Uppl. i sima 29178. Fundarlaun.
Lltil amerisk vasatalva
hefur tapast. Finnandi vinsam-
lega hringi i sima 20588 eða 11518.
V
HreingSningar j
TEPPAHREINSUN
AR ANGURINN ER FYRIR
ÖLLU
og viöskiptavinir okkar eru sam-
dóma um aö þjónusta okkar
standi langtframar þvi sem þeir
hafi áöur kynnst. Háþrýstigufa og
létt burstun tryggir bestan árang-
ur. Notum eingöngu bestu fáanleg
efni. Upplýsingar og pantanir i
simum: 14048, 25036 og 17263
Valþór sf.
Avallt fyrstir.
Hreinsum teppi og húsgögn með
háþrýstitækni og sogkrafti. Þessi
nýja aöferð nær jafnvel ryöi,
tjöru, blóöi o.s.frv. úr teppum.
Nú, eins og alltaf áður, tryggjum
við fljóta og vandaða vinnu. Ath.
veitum 25% afslátt á tómt hús-
næði. Erna og Þorsteinn, simi
20888.___________________________
Gerum hreinar Ibúöir og stiga-
ganga.
Föst verðtilboð. Vanir og vand-
virkir menn. Simi 22668 og 22895.
Þjónusta
Smáauglýsingar Visis.
Þær bera árangur. Þess vegna
auglýsum við Visi i smáaug-
lýsingunum. Þarft þú ekki að
auglýsa? Smáauglýsingasiminn
er 86611. Visir.
Heimsækiö Vestmannaeyjar,
gistið ódýrt, Heimir, Heiðarvegi
1, simi 1515, býður upp á svefn-
pokapláss i 1. flokks herbergjum,
1000 kr. pr. mann, fritt fyrir li
ára og yngri I fylgd með fullorðn-
um. Eldhúsaðstaöa. Heimir er
aöeins 100 metra frá Herjólfi.
Heimir, Heiðarvegi 1, simi 1515
Vestmannaeyjar.
Húsaieigusamningar Ókeypis.
Þeir sem auglýsa í húsnæðisaug-
lýsingum Visis fá eyðublöð fyrir
húsaleigusamningana hjá ayg-
lýsingadeild Visis og, getá' þar
meö sparaö sér verulegan kostn-
að við samningsgerö. ■ Sskýrt
samningsform, auðvelt I útfyll-
ingu og allt á hreinu. Visir, aug-
lýsingadeild, Siðumúla 8, simi
86611.
Feröafólk athugiö.
Gisting-svefnpokapláss. Góð
eldunar og hreinlætisaöstaöa.
Sérstakur afsláttur ef um lengri
dvöl er aö ræöa. Bær, Reykhóla-
sveit, simstöð, Króksfjarðarnes.
Tek eftir gömlum myndum,
stækka og lita. Opið 1-5 e.h.
Ljósmyndastofa Sigurðar Guð-
mundssonar Birkigrund 40.
Kópavogi. Simi 44192.
Skrúögaröateikningar.
Tökum til skipulagningar skrúö-
garða viö ibúðarhús, félagsheim-
ili, skóla og fl. Uppl. i sima 96-
22661 á kvöldin.
Innrömmunt^
Val — Innrömmun.
Mikið úrval rammalista. Norskir
og finnskir listar i sérflokki. Inn-
ramma handavinnu sem aörar
myndir. Val innrömmun. Strand-
götu 34, Hafnarfirði, simi 52070.
f------■""" '&&&' '
iSafnarinn j
Hlekkur s.f.
Frimerkjalisti nr. 2 kominn út.
Sendist gegn 300 kr. gjaldi. Upp-
boð verður 7. okt. n.k. Hlekkur s.f.
Pósthólf 10120 Reykjavik.
Atvinnaíboói
Piltur og stúlka
óskast til starfa i kjörbúö. Versl.
Her jólfur, Skipholti 70, simi 33645.
Stúlka óskast
til starfa i blómaverslun, ekki
yngri en 25 ára. Vaktavinna. Til-
boð sendist augld. Visis merkt
„2407”.
Barnaheimiliö Hamraborg
óskar að ráö aöstoðarmann viö
barnagæslu. Uppl. hjá forstööu-
manni i sima 36905.
Ráöskona óskast I sveit.
Miðaldra kona óskast til aö sjá
um rólegt og gott sveitaheimili á
Norðurlandi. Reglusemi áskilin.
Uppl. í sima 96-41643 eftir kl. 19.
Óskum aö ráöa
starfekraft i verksmiðju vora nú
þegar. Poliester hf. Dalshrauni 6,
Hafnarfirði simi 53177.
Garöabær.
Reglusöm og dugleg stúlka. Vön
afgreiðslu óskast. Vaktavinna.
Uppl. i sima 52464 og 40824.
Bakariið Kringlan
Starmýri 2 vantar bakara, að-
stoðarfólk eða nema strax. Uppl.
á staðnum, ekki i sima.
Vantar þig vinnu? Þvi þá ekki að
reyna smáauglysingu I Visi?
Smáauglýsingar VIsis bera ótrú-
lega oft árangur. Taktu skil-
merkilega fram, hvað þú getur,
menntun og annað, sem máli
skiptir. Og ekki er vist, að það
dugi alltaf að auglýsa einu sinni.
Sérstakur afsláttur fyrir fleiri
birtingar. Visir, auglýsingadeild,
Siðumúla 8, simi 86611.
1
Atvinna óskast
21 árs stúlka
óskar eftir vinnut.d. heimilisstörf
og fl. Uppl. i sima 11890.
Óska eftir vinnu
viö akstur. Hef meirapróf og
rútupróf, einnig vinnuvélarétt-
indi. Simi 95-4351.
Húsn«óiíboói
Húsaskjói. Húsaskjól.
Leigumiðlunin Húsaskjól kapp-
kostar að veita jafnt leigusölum
sem leigutökum örugga og góða
þjónustu. Meöal annars með þvi
að ganga frá leigusamningum,
yður að kostnaðarlausu og útvega
meðmæli sé þess óskaö. Ef yður
vantar húsnæði, eða ef þér ætliö
að leigja húsnæði, væri hægasta
leiðin aö hafa samband við okkur.
Við erum ávallt reiðubúin til
þjónustu. Kjörorðið er Orugg
leiga og aukin þægindi. Leigu-
miðlunin Húsaskjól Hverfisgötu
82, simi 12850.
lúseigendur athugiö,
ökum aö okkur aö leigja fyrir yð-
ir, að kostnaðarlausu. 1—6
erbergja ibúöir, skrifstofuhús-
æði og verslunarhúsnæði.
teglusemi og góöri umgengni
leitið. Leigutakar ef þér eruð i
lúsnæðisvandræðum látiö skrá
ður strax, skráning gildir þar til
lúsnæði er útvegað. Leigumiðl-
inin, Hafnarstræti 16. Uppl. i
ima 10933 Opið alla daga nema
unnudaga kl. 12—18.
Húsnæói óskast
Við erum hér tvær reglusamar
stúikur
utan af landi og óskum eftir 2ja
herbergja Ibúð strax. Fyrirfram-
greiðsla ef óskaö er. Uppl. i sima
72624 eftir kl. 6 á kvöldin.
Ung hjón óska eftir
góörii'búö til 2jaára frá og meö 1.
nóv. Við bjóöum góða meðferö,
umgengni og viöhald, skilvisum
greiðslum og fyrirframgreiðslu.
Uppl. i sima 42474 e. kl. 18.
Keflavik.
Mig vantar2ja-3ja herbergja ibúö
nú þegar. Uppl. i sima 50373.
Tónlistarstarfsemi.
20-40 ferm. herbergi óskast til
leigu I Reykjavik, fyrirtónlistar-
starfsemi frá 1. okt. Tilboðum sé
skilað til augld. Visis merkt
„14725”.
Ungt par
óskar eftir Ibúð á leigu, helst i
Kópavogi, Garöabæ eöa Hafnar-
firði. Uppl. i sima 44452 eftir kl. 4.
2ja-3ja herbergja
ibúö óskast til leigu. Uppl. i sima
30045.
Bandarisk kennarahjón
barnlaus óska eftir að taka á leigu
5 herbergja ibúð i Revkjavik eða
Hafnarfirði, æskilegast væri ibúð
á 1. hæð. Uppl. i sima 19456 milli
kl. 18-20 á kvöldin.
Stúlku utan af landi
vantar herbergi strax nálægt
Menntaskólanum i Reykjavik.
Uppl. i sima 29204 e. kl. 17.
Námsmaöur óskar eftir
litilli ibúð. Meðmæli og einhver
fyrirframgreiðsla ef óskað er.
Uppl. i sima 52082.
Tvo skólapiita vantar Ibúö nú
þegar.
Erum á götunni. Skilvisum
greiðslum og góðri umgengni
heitið. Rowenta grillofn til sölu á
25 þús. kr. á sama stað. Simi
76198.
Vélskólanemi óskar eftir her-
bergi
með eldunaraðstöðu i vetur, helst
sem næst skólanum. Uppl. I sima
99-1446 eftir kl. 6 á kvöldin.