Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 7

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 7
i Reiður vegfarandi hafði samband við blaðið út af eftirfar- andi: Mér brá heldur en ekki i brún er ég.fyrir stuttu fékk sent bréf frá lögreglustjóra þess efnis aö ég skuldaöi 2000 krónur. Skuld þessi átti aö vera tilkomin vegna stöðumælasektar sem ekki var greidd. Bifreiðin min átti að hafa staðið við Laugaveg þann 18. ágúst og miðinn þvi settur á bil- inn þann sama dag. Siðan veit égekki fyrr en að tilmin er sent bréf þar sem mér er tilkynnt aö ég skuldi 2000 krónur. Nú væri allt i lagi að borga þessar 2000 krónur ef ég heföi einhverntima fengiö miöa á bil- inn minn.Ensökum þess aö svo var ekki er ég staðráðinn i að borga ekki þessa „skuld”. Mér finnst þetta i hæsta máta óeðlileg vinnubrögö og er næst- um viss um að hér hafa einhver mistök átt sér staö. Bréfritari segist hafa fengið tilkynningu um stöðumælasekt án þess að miði hafi veriö hengdur á bil hans. Takk fyrir róð- herrakynninguna Lesandi skrifar: Ég verð að fá að lýsa ánægju minni meö þá ráðherrakynn- ingu er Visir var með fyrir stuttu. Visir gaf út sérstakan blaðauka þar sem i voru viðtöl við ráöherrana og maka þeirra og fannst mér þetta óvenjuleg og skemmtileg tilbreytni auk þess sem þetta var heilmikill fróðleikur. Það gera sér ekki allir grein fyrir þvi hvað svona efni er vin- sælt ogmikið lesið. Fólk er ótrú- lega mikið fyrir að kynnst hög- um og áhugamálum háttsettra manna. Ég vona bara að Visir haldi áfram á sömu braut. Ég hef heyrtfjölda fólks tala um þessa kynningu blaösins og hefur hún hvarvetna mælst vel fyrir. Að lokum vil ég þakka VIsi fyrir þessar skemmtilegu grein- ar. Hin nýja rikisstjórn lslands. Leigubílstjórar eru frekjur L.ó. skrifar: Mér hefur undanfarið alveg ofboðið sú frekja og það tillits- leysi sem leigubifreiðastjórar sýna i umferðinni. Þeir svina fyrir bila miskunnarlaust. Aka á vegum miöjum þar sem um tvær akgreinar er aö ræða hvorum megin. Þetta finnst mér ekki hægt. Og annað er það með þessa frekjustétt: iöulega eftir að dansleik lýkur i veitingahúsinu Hollywood safnast þangað sam- an fleiri tugir af leigubilum og leggja þeir bilum sinum báðum megin við götuna. Það þarf ekki að spyrja að þvi að þetta er ólöglegt en samt er það svo, fyr- ir einhverra hluta sakir, aö lög- reglan skiptir sér aldrei af þess- um mönnum. Þetta finnst mér mjög undarlegt sökum þess að leigubilarnir trufla umferðina með þvi aö leggja þarna og þetta hefur mikla hættu i för með sér. Það er oft þannig um helgar að þaö er vart hægt að mætast við veitingahúsiö. Ég vona að þessar miklu frekjur og mikilmenni fari aö virða Islensk umferðarlög. Það gera þeir yfirleitt ekki. Þeir hljóta að þurfa að gera þaö eins og aðrir. 7 SANS SOUCIS snyrtivörur Viðurkennd og vel þekkt þýsk gæðavara, sem nýtur mikilla vinsælda hér. All fjölbreytt snyrtivörulína fyrir allar húðgerðir framleidd úr bestu hráefnum við bestu skilyrði. Sérstaklega eru hin ýmsu húð- krem viðurkennd og vinsæl hér sem annarsstaðar. Verð fremur hagstætt. Einnig aðrar snyrtivörur, t.d.: CKristian Dior Ow4n(|fuLifi jnmrrotiwy Rpc maxFactor phyris REVLON LÍTIO INN OG lÍTIO Á LAUGAVEGS APOTEK snyrtK'örudeikl Blómaskáli Paul Michelsen Það eru ekki orðin tóm ætla ég flestra dómur verði að frúrnar prísi pottablóm frá Páli Mich. í Hveragerði. Sýnishorn af verði blóma frá Blómaskála Michelsen Pálmar 1500 Cróton 1200-1500 Gúmmitré 1200-1500-1800 Burknar 950-1500 Hengiplöntur 1000 Monstera 1500 Diffenbakkia 1500 Koleus 750 Grœnmeti alltaf á lœgsta verði. Landsins mesta úrval. Mjög gott af spœnskum styttum. Alls konar gjafavörur fyrir alla. OPIÐ tíl kl. 6 e.h. alla daga . v Smurbrauðstofan t Á BJORIMINIM, Njálsgötu 49 — Simi 15105 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.