Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 2
 Föstudagur 8. september 1978 visir .2 Hvernig líst þér á gengisfellinguna? Eirikur Rúnar Sigurftsson trúboði: ,,Hún er ólán. Hún skapar erfiðleika. Fólkið i landinu ætti að snúa sér til Drottins af öllum mætti. Ef það gerði það kæmi blessun yfir landið.” isleifur isleifsson: ,,Ég hef nú litið vit á henni. Þetta á vist að vera ráðstöfun til að bæta efnahag þjóöarinnar.” Erna Leósdóttir nemi: „Iss, þetta er bölvuð vitleysa. Ég held það þýði ekkert að gera þetta." Jason övarsson „Djókari”: „Mér list bara vel á hana. Annars held ég nú að engum litist vel á hana.” Willie Hanssen trúboði: „Gengisfelling er aldrei góð. Ég held að hún muni ekki bæta efnahaginn hjá okkur að neinu marki.” ÁLIT BANKASTJÓRA Á FÆKKUN RÍKISBANKA t starfslýsingu rfkis- kerfið verði tekið til Visir leitaði álits Búnaðarbanka á þessu stjórnarinnar segir endurskoðunar og bankastjóra rikisbank- atriði i starfslýsingunni undir liðnum um hag- rikisbönkum fækkað i anna þriggja, Lands- og fara svör þeirra hér ræðingarmál: „Banka- tvo”. banka, tJtvegsbanka og á eftir. „Skiptar skoðanir um hugmyndina" • segir Stefán Hilmarsson, bankastjóri í Stefán Hilmarsson bankastjóri i Búnaðarbankanum. Búnoðarbonkanum „Þetta er stór spurning, og ég veit ekki frekar en aðrir, hvernig stjórnin ætlar sér að haga framkvæmd þessarar hugmyndar”, sagði Stefán Hilmarsson þegar Visir lagði fyrir hann spurninguna um sameiningu bankanna. Stefán sagði að hann gæti ekki tjáð sig um þetta mál að svo stöddu, „en þaö er hins vegar ábyggilegt að skoðanir eru mjög skiptar um það, hvort fækka eigi rikisbönkum með samein- ingu”, sagði Stefán Hilmarsson bankastjóri I Búnaöarbankan- um. — AHO „Til bóta að einfalda bankakerfið" • segir Helgi Bergs, bankastjóri í Landsbankanum „Hugmyndin um að einfalda rikisbankakerfið með þvi að fækka rikisbönkunum f tvo er i sjálfu sér athyglisverð, og stefnir i rétta átt”, sagði Helgi Bergs bankastjóri i Lands- bankanum, þegar Visir innti hann álits á sameiningu rfkis- Helgi Bergs bankastjóri i Landsbankanum. bankanna, en I samstarfslýs- ingu rikisstjórnarinnar segir að þeim skuli fækkað i tvo. „Hins vegar kemur ekki fram I yfirlýsingu rikisstjórnarinnar, með hverjum hætti það skuli gert. Þegar þessi hugmynd kom fyrst til umræöu fyrir nokkrum árum, var taiað um að einfalda kerfið með þvi að sameina tvo minni rikisbankana, Otvegs- bankann og Búnaðarbankann. i yfirlýsingunni er ekkert minnst á það og yfirleitt ekki rætt um hvernig stjórnin hyggst standa að þessu”, sagöi Heigi. Helgi sagði að fyrirtæki yröu nú sifellt stærri i sniðum og þvi yrði æ erfiðara fyrir litla banka að fást viö þau og veita þeim að- stoð. „Þvi væri það til bóta, ef bankakerfið yrði einfaldað með þvi að sameina einhverja af rikisbönkunum. Einnig er þess að gæta, að i okkar bankakerfi er mikið misvægi milli ein- stakra banka. Hver þeirra hefur sitt útlánasviö, sem nær mis- jafnlega mikið tii einstakra at- vinnugreina. Það veröur til þess að útlánadreifing verður með óeðlilegum hætti. Auk þess má gera ráð fyrir, að af þessu veröi sparnaöur I rekstri, að minnsta kosti þegar til lengdar lætur. Það verður þvi fróðlegt að fylgj- ast með þvi, hvernig þessi hug- mynd mótast og hvenig stjórn- völd hyggjast hrinda henni i framkvæmd”, sagöi Heigi Bergs bankastjóri Landsbank- ans. — AHO „Hlyntur skipulags- breytingum" • segir Jónas Haralz, bankastjóri í Landsbankanum ,,t tiu ár hafa verið uppi tillög- ur um skipuiagsbreytingar 1 bankakerfinu, en þessu máli hefur ekkert þokað i áttina, að þvi er virðist vegna pólitiskra erfiðleika”, sagði Jónas Haralz bankastjóri i Landsbankanum, þegar hann var inntur eftir sameiningarmálum bankanna. „Það er ekki hægt að hafa neina skoðun á þvi hvaða þýðingu þessi yfirlýsing hefur, nema að vita nánar um það hvernig rikisstjórnin ætlar að framkvæma þetta atriöi, sem hefur reynst svona örðugt”, sagði Jónas Haralz. Hann sagði að tillögur þessa efnis hefðu komið frá Seðla- bankanum fyrir tiu árum og margir hefðu tekið undir þær, og Landsbankinn hefði verið hlynntur skipulagsbreytingum I bankakerfinu. —KP. „San banki leining nnna þró- un í i rétta ótt" • segir Jónas G. Rafnar, bankastjóri í Útvegsbankanum „Hugmyndin um sameiningu rikisbankanna er upphafiega byggðá áliti bankamálanefndar sem skilað var I janúar árið 1973. Ég var sammála þviálitiá sinum tima og siðan hefur ekk- ert gerst til að breyta afstöðu minni”, sagöi Jónas G. Rafnar bankastjóri i Otvegsbankanum, þegar leitað var álits hans um sameiningu bankanna. „Ég tei, að sameining bank- anna væri þróun i rétta átt. Hún gæti orðið til þess að útibúin nýttust betur og myndi þvi leiða tU rekstrarsparnaðar. Einnig má nefna að útián til atvinnu- veganna eru misjöfn á hverjum tima. Stundum þarf meiri útlán til landbúnaðar, stundum þarf sjávarútvegurinn á auknum lánum að haida. Það veldur okkur f Otvegsbankanum erfið- ieikum, að of stór hluti af útlán- um okkar fara til sjávarútvegs- ins, eða yfir 60 prósent. Að visu eru þá endurseld lán i Seöla- bankanum tekin með. En að þvi er varðar stefnu- yfirlýsingu rikisstjórnarinnar er enn allt á huldu með, hvernig hún hyggst taka á málinu. Fyrr en það iiggur ljóst fyrir er aö sjálfsögðu ekki unnt að taka af- stöðu til áforma rikisstjórnar- innar I þessum efnum”. AHO/KP Jónas G. Rafnar bankastjóri f Otvegsbankanum. Visismynd: JA Jónas Haralz bankastjóri i Landsbankanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.