Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 08.09.1978, Blaðsíða 11
0 vism Föstudagur 8. september 1978 Bústaöirnir I Munaöarnesi eru mjög vistlegir og rómuöu forsetahjónin mjög allan aö búnaö og fegurö umhverfisins. Vísir heimsœkir dr. Kristján Eldjárn og frú Halldáru Eldjárn, þar sem þau dveljast I sumarbústað í Munaðarnesi og rœðir við þau um frístundir, áhugamál, forsetaembœttið og fleira. skilja einkalifið frá hlutverki forsetans?” „Við hefðum getað aðgreint þetta meira. Við höfum til dæm- is aldrei tekið frá ákveðinn mánuð á árinu og friðlýst okkur alveg ef nota má það orð. Ef við upphafi enda eru skyldur for- setahjónanna nokkuð ljósar”. Frjálslegra að aka sjálf- ur „Þú ekur mikið sjálfur Kristján.og þið reyndar bæði?” „Hann dóttursonur okkar kom hér i heimsókn og orti svolitiö i gestabókina” ætluðum okkur slikt.þyrfti lang- an fyrirvara. Sömu sögu er að segja um helgarnar. Þá er oft mikið um að vera, ráðstefnur og þess háttar og gjarnan kemur það sér betur fyrir fólk að koma að Bessastöðum um helgar. Okkur þykir sjálfsagt að verða við þvi”. Og Kristján bætti við: „Starf forsetans og hlutverk forsetahjónanna er ekki ólikt þvi, sem við töldum okkur vita i „Já, ég ek talsvert sjálfur. Það er miklu frjálslegra eins og til dæmis núna. Þaö væri lika alltof mikið verk fyrir einn mannaðvera forsetabilstjórief við ækjum ekkert sjálf”. „Þegar búið er á Bessastöð- um er óhjákvæmilegt að hafa eigin bil”, sagði Halldóra. „Ég lærði ekki á bil fyrr en við flutt- um þangað og hefði kannski aldrei tollað þar annars”, bætti hún hlæjandi við. Texti: Óskar Magnússon Myndir: Gunnar V. Andrésson „Ég sé heldur enga ástæðu til að forsetinn og fjölskylda hans aki ekki eins og aðrir menn.en við notum alltaf forsetabilinn i öllum embættisverkum”, sagði Kristján Eldjárn. Eftirminnilegt sumar „Stjórnarmyndunarvið- ræðurnar hafa einkennt þetta sumar og það á eflaust eftir að verða bæði okkur og ýmsum fleirum eftirminnilegt”, sagði Kristján, „en þegar við komum aftur suður hugsa ég að allt falli i svipaðan farveg og verið hefur hjá okkur”. „Þetta er lika búið að vera mikið barnapössunarsumar”, sagði Kristján og hló við, þegar við inntum hann eftir barna- börnunum. „Nei, nei”, sagði Halldóra, „ég passa barnabörn- in auðvitað eins og hver önnur amma”. Við tókum eftir að Kristján hafði talsvert af bókum með- ferðis I Munaðarnesi. „Já, við gátum alveg eins bú- ist við að hér yrði foraðsveður svo ég tók með mér nokkrar bækur.en eins og þú sérð þá höf- um við verið einstaklega heppin með veður”. „Ég hef verið að skoöa leg- stein sem er múraður inn i vegg i Bessastaðakirkju”, sagði Kristján. „Þetta er mjög merki- legur steinn og einstakur i sinni röð á tslandi. Hann var sendur hingað frá Kaupmannahöfn fyrir Pál Stigsson sem hér var hirðstjóri 1566. Ég hef verið að velta þvi fyrir mér hver muni hafa búið hann til, og er að lesa mértii i þvi sambandi”. Lítiö fyrir laxveiði Talið barst nú að fleiri áhuga- málum: „Nei, ég hef engan áhuga á laxveiðum. Ég hef aldrei veitt lax og ætla aldrei að gera það,” sagði Kristján. „En þú mundir nú ekki henda honum ef hann biti óvart á hjá þér úti á sjó’? spurði Halldóra. „Nei, en þáð er hægt að gera margt annað en að veiða lax, þótt það sé ágætt og kannski hvergi betra en einmitt hér i Norðurá”. Við Visismenn fórum nú að tygja okkur til brottferðar og þökkuðum fyrir spjallið. For- setahjónin voru bæði mjög ánægð með aðstöðu alla i Mun- aðarnesi.að ógleymdu umhverf- inu og kváðust þakklát fyrir þá velvild, sem þeim hefði verið sýnd með þvi að bjóða þeim að dveljast i einu orlofshúsa opin- berra starfsmanna i Munaðar- nesi. — 6M „Ég hef aldrei ort i alvöru” „Þegar viö komum aftur suöur fellur liklega allt I svipaöan farvegog veriö hefur hjá okkiir”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.