Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 52
FRÉTTIR 52 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í lok síðasta þáttar 29. nóv. sl. var því lofað að segja eitthvað al- mennt um efni síðasta Frímerkja- blaðsins, sem er 2. tbl. 2. árgangs. Í sjálfu sér þarf ekki að fara um það mjög mörgum orðum, því að þeir, sem á annað borð hafa áhuga á frímerkjum, hafa væntanlega þegar kynnt sér efni þess. Blaðið mun einmitt liggja frammi í frímerkjaverzlunum og eins að ég hygg á pósthúsum og er látið þar ókeypis í té. Það ber að þakka kostnaðaraðila blaðsins, sem er Pósturinn. Ég hef áður lýst fyrri blöðum og ytra útliti þeirra, sem var vissu- lega til fyrirmyndar. Sama er einn- ig að segja um þetta síðasta tölu- blað. Um val efnis og framsetningu má að sjálfsögðu hafa skiptar skoðanir. Eins og áður er prentun ágæt og litmyndir ótrúlega góðar. Forsíðumyndin, sem er eftir mál- verki eftir Jón biskup Helgason af neðsta hluta Tungötunnar í Reykjavík, á hér einkar vel við, þar sem á henni sést hið svonefnda Dillonshús, sem kemur einmitt við póstsögu okkar. Í því húsi mun dóttir Dillons lávarðar, sem gaf barnsmóður sinni húsið, hafa árið 1875 skrifað bréf það, sem er aftur komið til Reykjavíkur eftir rúm- lega aldardvöl í Englandi og er nú einn af gimsteinum í safni Indriða Pálssonar. Mynd af umslaginu er á 11. bls., en það prýðir einnig þenn- an þátt. Hálfdan Helgason ritar ágæta grein um hið merka frímerkjasafn Indriða, og fylgja henni bæði myndir af sjaldgæfum umslögum frá fyrstu árum íslenzkra frí- merkja, þ. e. skildinga- og aura- tímabilinu, sem svo er nefnt í ís- lenzkri póstsögu. Eins er mynd af einu forfrímerkjabréfi frá 1853, en svo eru þau bréf nefnd, sem fóru um hendur póstsins, áður en farið var að nota frímerki til burðar- gjalds hér á landi. Í safni Indriða mun hið elzta slíkra bréfa vera sent héðan 1836 til Frakklands af manni í hinum fræga leiðangri Ga- imards. Þá hefur Indriði einnig safnað póststimplum á íslenzkum skild- inga- og auramerkjum. Hefur hon- um tekizt að ná stimplum frá öllum póstafgreiðslum á tímum þessara merkja, en sumir þeirra eru mjög torgætir. Mun stimpillinn STRANDASÝSLA vera þeirra erfiðastur frá skildingatímanum, enda hafði hann einungis verið í notkun fáa mánuði, þegar skild- ingamerkin voru tekin úr umferð og auramerkin komu í staðinn. Eins og Hálfdan tekur réttilega fram, ber þetta safn „ægishjálm“ yfir öll önnur íslenzk frímerkja- söfn, og fer þar saman mikil þekk- ing höfundar þess á efninu og ekki sízt vönduð vinnubrögð við val frí- merkja og stimpla. Hef ég áður fullyrt, að ekkert annað Íslands- safn komist í samjöfnuð við þetta safn. Get ég einungis bætt þeirri skoðun minni hér við, að óhugs- andi er, að slíku íslenzku frí- merkjasafni verði aftur komið saman. Í því eru m. a. fjögur svo- nefnd skildingabréf eða þriðjung- ur þeirra, sem vitað er um á frjáls- um markaði. Hin eru föst í opinberum söfnum og koma þess vegna aldrei á almennan markað. Þá eru í þessu safni mjög sjaldséð aurabréf. Ég álít, að Íslandspóstur hf. ætti í samvinnu við íslenzku ríkis- stjórnina og þá samgönguráðherr- ann fyrir hennar hönd að stuðla að því, að þetta safn komist í heilu lagi í væntanlegt Póstminjasafn okkar, sem oft hefur verið rætt um að koma á fót. Safnið hefur slíkt gildi fyrir póst- og frímerkjasögu Íslands, að það yrði mikið slys, ef því yrði sundrað að höfundi þess gengnum. Í næstsíðasta tölublaði Frí- merkjablaðsins var viðtal við Sig- urð Pétursson, formann LÍF, um spjaldbréfasafn hans. Er að sjálf- sögðu fengur í sem gleggstri lýs- ingu á þeim ágætu íslenzku söfn- um, sem til eru og ekki sízt í einkaeign. Ég hlýt að játa, að mér finnst svolítið vanta í þær frásagnir, sem þegar hafa birzt í blaðinu. Þar hefði verið ekki síður áhugavert að fá einhverjar frásagnir af því, hvernig gengið hefði að koma söfn- unum upp og eftir hvaða leiðum. Sannleikurinn er einmitt sá, að oft hafa hlutir borizt í hendur safnara með óvæntum og jafnvel ótrúleg- um hætti. Eru til ýmsar skemmti- legar sögur um það. Oft eru ein- mitt merkilegar tilviljanir á bak við það, hvernig menn hafa dottið ofan á sjaldgæfa hluti. Hafa þeir á stundum komið upp úr bréfadóti, sem komið var út í ruslatunnu, ef ekki á haugana, eins og sagt er, fyrir athugaleysi þeirra, sem voru að „taka til og hreinsa“ af háaloft- um eða henda úr gömlum dánarbú- um. Því miður hafa mörg umslögin og annað frímerkjaefni farið þá leið og horfið í glatkistuna. Á stundum hafa slíkir hlutir bjargazt fyrir hreina tilviljun og sitja nú í hinum ágætustu söfnum hér heima og erlendis. Af slíkum frásögnum gætu bæði safnarar dregið ýmsa lærdóma og þó ekki sízt þeir, sem eru að „taka til“. Ólafur Elíasson ritar um bréf, sem björguðust úr pósti skipa, sem fórust á styrjaldarárunum 1939 til 1945. Slík bréf voru auðkennd með sérstökum stimplum og heyra því bæði til póstsögu okkar og stimpl- asögu. Fylgja greininni bæði myndir af umslögum með ýmsum stimplagerðum og eins sérstaklega af stimplunum. Þór Þorsteins hefur á síðustu ár- um kannað ýmis skjöl í fórum Póstsins og orðið þar verulega ágengt um ýmsa þætti póststögu okkar. Hann ritar í þetta blað grein um Upphaf póstburðar í Reykjavík. Eins á hann þarna greinarstúf um einkastimpil, sem sr. Jón Guðmundsson, sem lengi var prestur í Norðfirði fyrir og eft- ir aldamótin 1900, hefur notað til stimplunar frímerkja. Slíkt mun nú hafa verið næstum einsdæmi í póstsögu okkar, enda hefur Þór enga örugga skýringu á þessari notkun prestsins. Vel má það vera rétt, eins og Þór minnist á, að hér hafi prestur gripið til stimpilsins um stuttan tíma, þegar hinn rétti póststimpill hafi bilað. Ég á t. d. einhvers staðar í fórum mínum frí- merki, stimplað á Valþjófsstað um 1960 með einnar línu stimpli: Val- þjófsstaður, án dagsetningar, sem notaður var, meðan hinn rétti póststimpill var í viðgerð. Hefur hið sama ekki einmitt hent á Norð- firði nokkrum áratugum fyrr? Margt fleira áhugavert er í blaðinu, en sakir rúmleysis í Mbl. er ekki hægt að minnast á það sér- staklega. Í næsta þætti verður reynt að halda þeirri venju að nefna stuttlega þau jóla- og líkn- armerki, sem út komu fyrir síðustu jól. Bestu nýársóskir sendi ég les- endum þessara þátta minna. Síðasta frímerkjablað Póstsins og L.Í.F. Umslag utan af bréfi sem dóttir Dillons lávarðar skrifaði til Englands árið 1875, en er nú aftur komið til Reykjavíkur eftir rúmlega ald- ardvöl í Englandi. Er það annað af tveimur skildingabréfum, sem þangað fóru og hafa varðveitzt, svo að vitað sé. FRÍMERKI F r í m e r k j a b l a ð i ð 2.tbl . 2 .árg. Jón Aðalsteinn Jónsson ÁFRAMHALD var á skemmdar- verkum á eigum borgara með rangri notkun á skoteldum. Um helgina voru tilkynnt 20 slík tilvik en skemmdirnar eru misjafnlega miklar. Skemmd var vifta í skóla- húsnæði í Breiðholti, kveiktur eldur í ruslatunnum við skólahúsnæði í Grafarvogi. Logandi dagblaði var hent inn um bréfalúgu í Brautar- holti og urðu minniháttar skemmd- ir. Þá kviknaði eldur frá flugeldi í dýnu á svölum í Vesturbænum og sprakk ytra gler í þremur rúðum af þeim sökum. Umferðarmálefni Á fjórða tug ökumanna var kært vegna hraðaksturs um helgina og 11 vegna ölvunar við akstur. Þá voru 30 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglu án þess að meiriháttar slys hefðu orðið. Auðgunarbrot Lögreglu barst tilkynning um innbrot í vinnuskúr í Spönginni í vikunni þar sem stolið var meðal annars sjónvarpi og myndbands- tæki. Rannsókn lögreglu leiddi síð- an til þess að brotamaður var heim- sóttur í vikulokin og fannst þýfið á heimili hans og var því komið til eiganda. Karlmaður var handtekinn er hann hafði brotist inn í húsnæði í vesturbænum. Brotist var inn í bif- reið í Fossvogi og stolið nokkrum verðmætum sem þar höfðu verið skilin eftir. Eitthvað af þýfinu fannst síðan á laugardag. Brotist var inn í verslun við Laugaveg og stolið skiptimynt. Þá var brotist inn á heimili í Seljahverfi og stolið ýms- um verðmætum. Brotin var rúða í verslun í Síðumúla og stolið vörum í útstillingu. Ofbeldisbrot Ráðist var að manni með hnífi og honum veittir áverkar á föstudags- kvöldið. Árásarmaður hljóp brott af vettvangi og var leitað og fannst hann við heimili sitt 30 mín. eftir fyrstu tilkynningu um atburðinn, en hann hafði reynt að komast undan lögreglu. Árásarþoli var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Árás- armaður, 35 ára karlmaður, var handtekinn og fluttur á lögreglu- stöð. Hann var síðan úrskurðaður í gæsluvarðhald í einn mánuð að kröfu lögreglu. Annað Tvö ungmenni voru færð í at- hvarf í miðbænum og sótt þangað af foreldrum. Greinileg breyting hefur orðið á viðhorfi foreldra til ólöglegrar útivistar barna og ung- menna og meiri skilningur á starfi lögreglu og samstarfsaðila um að- gerðir í þessum málum. Eldur varð laus í íbúð í Skipasundi á laug- ardagskvöldið. Eldsupptök liggja ekki fyrir en málið er í rannsókn. Þá var leystur upp gleðskapur ung- menna í Grafarvogi á laugardags- kvöldið. Þrír 17 ára piltar voru handteknir fyrir að hlýða ekki fyr- irmælum lögreglu á staðnum. Þeir voru sóttir af foreldrum eða vistaðir í fangageymslu. Dagbók lögreglunnar Skemmdir í 20 tilvik- um vegna flugelda 5. til 8. janúar FÉLAGAR í Lionsklúbbnum Þór fögnuðu 6. janúar sl. 45 ára afmæli klúbbsins með því að afhenda Tjaldanesheimilinu í Mosfellsbæ heitan pott til afnota fyrir vistmenn. Þetta er kærkomin gjöf til heim- ilisins því að sundlaug Tjaldaness var fyrir löngu ónothæf og óhag- kvæmt að koma henni í rekstur aft- ur. Lionsklúbburinn Þór hefur veitt vistheimilinu að Tjaldanesi stuðn- ing allt frá stofnun heimilisins árið 1965. Keypt hafa verið húsgögn og innréttingar til heimilisins, voldug sláttuvél, vefstólar, æfingatæki, byggð gróðurhús og ótal margt fleira auk þess sem keypt var bif- reið í samvinnu við foreldrafélag Tjaldaness. Þórsfélagar hafa á hverju sumri haldið grillveislu fyrir vistmennina og gefið þeim gjafir á jólum. Í gegnum árin hefur skapast vinátta milli vistmanna og Þórs- félaga og miklir fagnaðarfundir þegar Lionsmennirnir koma í heim- sókn. Það mátti sjá þegar potturinn var vígður á þrettándanum. Ómetanlegur stuðningur Þórs Lionsklúbburinn Þór hefur aflað fjár til styrktar Tjaldanesi á ýmsan hátt í gegnum árin. Margir minnast Andrésar andar-skemmtananna sem haldnar voru í Háskólabíói fyrr á árum. Klúbburinn hefur selt jóla- merki á hverju ári og á seinni árum hefur Þórsblótið með málverkaup- pboði verið helsta fjáröflunarleiðin. Það hefur verið ómetanlegt fyrir Tjaldanesheimilið að njóta um- hyggju Lionsmannanna því að rekstrarfé af fjárlögum ríkisins hef- ur ekki dugað fyrir einfaldasta við- haldi húsanna á Tjaldanesi, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Jim Smart Þórsfélagar og íbúar á Tjaldanesi við afhendingu heita pottsins. Gáfu Tjaldanesi heitan pott KYNNINGARKVÖLD fyrir nám- skeiðið „Passion for light: Winter Breakthrough“ sem haldið verður 16.–22. janúar í umsjón Paul Welch verður haldið í kvöld, þriðjudaginn 9. janúar, kl. 19.45 í Turninum, Fjarð- argötu 13–15 í Hafnarfirði. Kynning á námskeiði Paul Welch RABBFUNDUR Skotveiðifélags Ís- lands verður haldinn á Ráðhúskaffi miðvikudagskvöldið 10. janúar og hefst hann kl. 20.30. Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður verður með slides-myndasýningu frá svartbjarnaveiðum í Kanada. Rabbfundur SKOTVÍS ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ÞINGMENN Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs nota þinghlé nú eftir áramótin til fundarhalda í kjör- dæmunum. Á fundum þessum eru rædd þau málefni sem efst eru á baugi á hverj- um stað og þjóðmálin almennt. Næstu fundir verða á Norðurlandi vestra, en þingmennirnir Jón Bjarnason og Árni Steinar Jóhanns- son verða á Blönduósi og Skaga- strönd þriðjudaginn 9. janúar, Hofs- ósi og Sauðárkróki miðvikudaginn 10. janúar og á Hvammstanga fimmtudaginn 11. janúar. Næst verða fundir á Suðurlandi. Þingmenn VG á Norður- landi vestra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.