Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Menning í Víetnam Mörg einka- fyrirtæki hafa verið stofnuð FYRIR skömmu héltKatrín Thuy Ngoerindi á málstofu í Miðstöð nýbúa í Skelja- nesi. Í fyrirlestri sínum fjallaði Katrín um menn- ingu heimalands síns, Víet- nam. Katrín var innt eftir því hvað hún hefði fjallað um í erindi sínu um þetta áhugaverða efni. „Ég byrjaði á að segja frá landinu almennt. Víet- nam er stórt land og íbúar þess eru um 73 milljónir. Áttatíu og átta prósent eru af Kinh-þjóðerni (Víet- namar) en íbúar eru ann- ars af fimmtíu og fimm þjóðernum. Aðaltrúar- brögð landsins eru búdd- ismi og kaþólsk trú.“ – Er trúfrelsi í landinu? „Já, núna ríkir trúfrelsi þar en svo var ekki, það voru t.d. ekki kennd nein trúarbrögð í skólakerfi landsins fram undir þetta.“ – Er mikil áhersla lögð á kennslu í listgreinum? „Já, við lærum tónlist í almenn- um skólum, bæði að syngja og leika á hljóðfæri, og einnig er kennd ýmiss konar handmennt. Dans var ekki kenndur í almenna skólakerfinu. Ég ólst upp í gamla kerfinu og þá var þetta svona en nú hafa orðið ýmiss konar breyt- ingar. Skólakerfið er byggt þannig upp að þar ríkir mikill agi, miklu meiri agi en í íslenskum skólum. Skólaskylda er ekki lögboðin að því er ég best veit, hún var það all- tént ekki vegna stríðsins. Núna stunda um 70% barna nám en um 30% ekki – eru ólæs, það á einkum við um þá sem búa þar sem langt er í skóla. Góð kennsla er í borgum en í sveitum eru fáir skólar.“ – Hvað með framhaldsmennt- un? „Þeir sem vilja fara í framhalds- nám verða að taka inntökupróf á vegum framhaldsskólanna. Flest- ir háskólar eru í borgum.“ – Þú ert kennari að mennt, ertu háskólagengin? „Já, ég lærði sögu og bókmennt- ir í Víetnam en svo tók ég nám- skeið í móðurmálskennslu hér á Íslandi. Ég kenndi bókmenntir og sögu áður en ég flutti til Íslands.“ – Hvernig er atvinnuástand í Víetnam? „Það er mjög misjafnt. Núna eru yfirvöld opin fyrir því að er- lend fyrirtæki komi með starfsemi sína inn í landið, þannig var það ekki áður. Nú geta Víetnamar stundað alls konar viðskipti sem áður var erfitt. Þeir hafa stofnað mikinn fjölda einkafyrirtækja en slíkt var bannað áður. Það eru margir atvinnulausir í Víetnam og þar ríkir víða fátækt. Í Norður-Ví- etnam mátti fólk ekki vera ríkt þegar ég var að alast upp, ríkið tók þá yfir eignirnar. Fátækt var til en ekki munur á milli hinna ríku og fátæku. Til er mjög ríkt fólk í Víetnam og einnig er þar til mikil fátækt.“ – Hvers vegna fluttir þú til Íslands? „Ég er flóttamaður og kom í síðasta hópn- um sem flutti hingað frá Víetnam árið 1991.“ – Fannst þér mjög mikill munur á lífinu hér og þar sem þú varst áð- ur? „Já, það má segja það. Hér hef- ur fólk meiri réttindi. Einstæðar mæður í Víetnam eiga t.d. erfitt, þær fá ekki mæðralaun og aðeins meðlag ef faðirinn vill borga, ann- ars fá þær ekkert meðlag. Stund- um geta menn ekki borgað en þá borga almennar tryggingar ekki eins og hér á Íslandi.“ – Er mikið um einstæðar mæð- ur í Víetnam? „Ekki eins mikið og hér á Ís- landi. Konur í Víetnam hafa flest- ar mun lægri laun en karlar, jafn- vel þótt þær hafi sömu menntun og sömu reynslu.“ – Hvar eiga konur í Víetnam mesta atvinnumöguleika? „Mjög fáar konur vinna í hinum hefðbundnu karlastörfum, rétt eins og hér. Þær vinna mikið í þjónustustörfum og við sauma- skap. Ekki eru til lífeyrissjóðir þannig að fólk á oft í erfiðleikum með að hætta að vinna ef það get- ur ekki safnað í sjóði sjálft. Yfir- leitt sjá börn um aldraða foreldra sína í Víetnam.“ – Hvernig er heilbrigðiskerfið í Víetnam? „Fólk kaupir þar þjónustu og þar er mjög dýrt t.d. að leggjast á spítala. Mæðraskoðun og ung- barnaskoðun er ekki ókeypis eins og hér og hefur aldrei verið. Að- eins bólusetningar eru ókeypis. Almennar tryggingar voru stofn- aðar nýlega en fáir eiga aðild ennþá.“ – Hvað með húsnæðismál? „Mjög lítið er um leiguhúsnæði í Víetnam. Ef fólk getur ekki keypt sér eigin íbúð þá verður það að búa hjá ættingjum sínum. Þess vegna eru stórfjölskyldur algengar, einkum meðal verkafólks.“ – Hvað með hátíðahöld og at- hafnir? „Fólk fær frí 1. maí. Hinn 2. september er þjóðhátíðardagur og hinir kaþólsku halda jól. Áramót í Víetnam eru reiknuð út á sér- stakan hátt (reiknað eftir tungli) og nú 23. janúar er gamlárskvöld þar. Við höldum áramót eins og á Íslandi og allir fá frí í þrjá daga.“ – Haldið þið Víetnamar á Ís- landi ykkar siðum? „Nei, það er mjög erfitt, við að- lögum okkur að mestu leyti því sem gerist hér. Katrín Thuy Ngo  Katrín Thuy Ngo fæddist 1963 í Haiphong í Norður-Víetnam. Hún lauk prófi frá kennarahá- skóla í heimalandi sínu og starf- aði sem kennari í Hong Kong í flóttamannabúðum. Hún kom til Íslands árið 1991 og hefur starf- að í efnalauginni Hvíta húsinu en vinnur nú sem verkefnisstjóri í móðurmálskennslu fyrir útlend börn á Íslandi. Katrín á tvö börn. Til er mjög ríkt fólk í Víetnam en einnig er til þar mikil fátækt AUGLÝST hafa verið fargjöld í svo- nefndu Flugfrelsi til 10 áfangastaða í Evrópu og hækkar farmiðaverð kringum 30%. Fargjald milli Kefla- víkur og Kaupmannahafnar verður 9.900 kr. en var í fyrra 7.400 og er átt við fargjald aðra leiðina án flug- vallarskatta. Þrír áfangastaðir frá síðasta sumri detta út og þrír aðrir eru teknir upp í staðinn. Guðjón Auðunsson, framkvæmda- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar, sem stendur að Flugfrelsi, segir að sætaframboð í ár verði 12 til 15 þús- und en í fyrra var það um 25 þús- und. Flugfélagið Atlanta annast flugið að mestu en einnig eru fengin sæti hjá LTU og Flugleiðum. Hann segir tíðni ferða svipaða en notaðar verða minni vélar en í fyrra. Áfangastaðir í ár eru Kaupmanna- höfn, Rimini, Benidorm, Mallorca, Berlín, Frankfurt, München, Glasg- ow, Rhodos og Faro í Portúgal en þrír síðastnefndu staðirnir eru nýir. Koma þeir í stað Lundúna, Zürich og Basel. Guðjón segir mikið sæta- framboð á London en Glasgow sé vaxandi enda margt að sækja í skoska hálendið og því hafi verið ákveðið að taka hana með í Flug- frelsi. Verð aðra leiðina milli Glasgow og Keflavíkur er 8.500 kr., til áfanga- staða í Þýskalandi 12.400 kr., til Ítalíu, Portúgals og Spánar 22.900 og til Rhodos 24.900. Flugvallar- skattar eru á bilinu 1.805 til 2.730 kr. Bókanir eru þegar hafnar og seg- ir Guðjón sama frelsið og í fyrra að verðið gildi hvenær sem flogið sé eða bókað. Þá megi áfram fljúga til eins áfangastaðar og heim frá öðr- um. Í auglýsingunni var vísað á Net- ið undir nafninu flugfrelsi.is en sé bókað símleiðis er tekið 499 kr. aukagjald. Nafn Samvinnuferða- Landsýnar kemur ekki fram í aug- lýsingunni og segir Guðjón það til að undirstrika að Flugfrelsi sé sérstakt fyrirkomulag á sölu ferða og þjón- usta tengd því sé ekki veitt nema í bókunarsíma og gegnum Netið. Go byrjar í lok mars Breska flugfélagið Go hefur til- kynnt að flug þess milli Keflavíkur og Lundúna hefjist 27. mars. Far- gjald báðar leiðir verður 15 þúsund krónur og er flugvallaskattur inni- falinn. Jón Hákon Magnússon, tals- maður Go á Íslandi, segir flugið hafa gengið það vel í fyrra að ákveðið hafi verið að byrja tveimur mán- uðum fyrr. Flogið verður alla daga vikunnar og stendur flugið út sept- ember. Hlutur íslenskra farþega í ferðum Go í fyrra var um fjórð- ungur og segir Jón Hákon farþega félagsins einkum viðbót fremur en að það taki frá öðrum félögum. Fargjöld í Flugfrelsi hækka um nálega 30% BYGGINGAR í hinu nýja Þúsaldarhverfi í Grafarholti þjóta upp hver á fætur annarri þessa dagana. Samfara þeim framkvæmdum er unnið að gatnagerð en ekkert hverfi rís án þess að hafa brunahana. Starfsmaður Orkuveitu Reykjavíkur prófar hér einn hana og er ekki annað að sjá en að hann virki eins og vera ber. Morgunblaðið/Golli Brunahani prófaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.