Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝ tónleikaröð verður ræst í gang á Gauki á Stöng í kvöld undir nafninu Vélvirkinn, en glöggskyggnir les- endur kannast líkast til við sam- nefnda útvarpsþætti sem voru á dag- skrá Rásar 2 fyrir stuttu. Þættirnir eru víst í fríi um þessar mundir en í þeim voru þeir Undirtónabræður Ís- ar Logi Arnarson og Ari S. Arnarson umsjónarmenn og viðfangsefnið raf- tónlist af ýmsu tagi. Slík tónlist verð- ur enda í brennidepli í þessari tón- leikaröð sem hugsuð er sem mótvægi við Stefnumótaröðina lang- lífu og verða uppákomurnar haldnar til skiptis öll þriðjudagskvöld. „Vélvirkinn á hljómleikum“ er í umsjá áðurnefnds Ísars og Örlygs nokkurs Örlygssonar. Aðspurður sagði Ísar að allra handa raftónlist yrði í forgrunni þó þeir muni leyfa sér frávik frá því eftir hentugleik. Nú séu Stefnumótin hugsuð sem rokkvæn kvöld á meðan Vélvirkjan- um sé ætlað að búa raftónlistinni far- sæla tónleikaumgjörð. Ísar áréttar að í ljósi ýmissa nei- kvæðra hræringa í útvarpsmenn- ingu landsins álíti hann kvöld sem þessi kærkomin. „Yfirskriftin að þessu gæti verið að ef fólk vill hlusta á einhverja almennilega tónlist þá verður það bara að fara út á tón- leika.“ Örlygur bætir við að nú sé ræktin við íslenska tónlist í raun komin út úr útvarpinu og inn í skemmtistaðina. Þeir sem munu ríða á vaðið eru listamennirnir Biogen og Plastik og hljómsveitin Singapore Sling. Kvöld- ið hefst klukkan 21 og er aðgangs- eyrir 500 kr. Vélvirkinn á Gauknum Ný tónleikaröð gangsett Morgunblaðið/Golli Vélvirkjarnir Örlygur Örlygsson og Ísar Logi Arnarson hyggjast hlúa að raftónlistinni á Gauknum í vetur. Mumbai, Indlandi, 8. janúar. Ágeng betlibörn, hvött áfram af mæðrum sem halda sig fjær, safnast að ferðalöngum um leið og þeir eru lausir úr vernduðu umhverfi flugstöðvarinnar í borginni Mumbai, sem áður hét Bombay. Í Mumbai eru enn og aftur greinilegar hinar margumtöluðu and- stæður indversks samfélags. Þessi átján milljón manna borg leggur sam- félaginu til meira en fjórðung þess tekjuskatts sem innheimtur er í þessu ríki milljarðs íbúa, en engu að síður er stærsta fátækrahverfi Asíu umhverf- is flugvelli borgarinnar. Þannig má hlið við hlið finna margra ferkílómetra byggð af kassafjala- og bárujárnskofum og miðborg þar sem fermetraverð- ið jafnast á við það í New York og Tókýó. Ákveðnar móttökur betlibarna Morguinblaðið/Einar Falur Dagbók ljósmyndara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.