Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TILLÖGUR vegna
fyrirhugaðrar kosning-
ar um framtíð Reykja-
víkurflugvallar taka sí-
fellt á sig nýja mynd.
Undirbúningur er allur
í skötulíki enda kannski
ekkert skrýtið þegar
haft er í huga að síðast á
Þorláksmessu kom
fram ný viðbótartillaga
um staðsetningu flug-
vallarins. Áður var búið
að kynna fjórar tillög-
ur, þar af tvær svo illa
rökstuddar og útfærðar
að ógerningur er að
kjósa um þær. Önnur
gerir ráð fyrir að færa
norður-suður-brautina sunnar í
Vatnsmýrina. Þessi tillaga er algjör-
lega óraunhæf bæði vegna öryggis-
og umhverfissjónarmiða. Hin tillag-
an gerir ráð fyrir því að flugvöllurinn
flytjist á annan stað á eða við höf-
uðborgarsvæðið, þ.e. sunnan Hafn-
arfjarðar eða á uppfyllingu í Skerja-
firði (tillagan sem sýnd var í
kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar
um skipulagsmál í Reykjavík). Ef
borgarbúar greiða þessari tillögu at-
kvæði hvorn kostinn eru þeir þá að
velja?
Ruglingsleg vinnubrögð
Nýja tillagan gerir ráð fyrir því að
leggja niður núverandi austur-vest-
ur-braut (frá Öskjuhlíð að Suður-
götu) og byggja nýja við fjöruna
sunnan byggðar í Skerjafirði. Eru
margir þeirrar skoðunar að þessi til-
laga hafi í för með sér nýtt „Eyja-
bakkamál“ í Reykja-
vík. Borgarbúar geta
trauðla glöggvað sig á
því hvað sé í rauninni
að gerast í þessu máli
og þvælt er með það
fram og til baka. Úr því
sem komið er yrðu þeir
tæplega hissa þótt enn
ný tillaga kæmi fram
sem gerði ráð fyrir
flugvelli í Viðey með-
fram sauðfjárbúskap
sem borgarráð hefur
nú ákveðið að hefja
þar. Athyglisverðasta
tillagan, sem er reynd-
ar gömul tillaga
Trausta Valssonar
skipulagsfræðings sem Hrafn Gunn-
laugsson sýndi með eftirminnilegum
hætti í kvikmynd sinni, fær ekki að
vera með sem sérstakur valkostur í
þessari sérkennilegu atkvæða-
greiðslu.
Flugvöllurinn festur
í sessi til 2016
Atkvæðagreiðsla um flugvöllinn á
ekkert skylt við lýðræðisleg vinnu-
brögð og er fyrst og fremst viðhöfð í
þeim tilgangi að draga athyglina frá
stefnu- og aðgerðarleysi borgarfull-
trúa R-listans í þessu máli frá því
þeir náðu meirihluta árið 1994. Það
eina sem þeir hafa aðhafst í flugvall-
armálum í sex ár er gerð og sam-
þykkt deiliskipulags og aðalskipu-
lags sem festir flugvöllinn í sessi til
ársins 2016. Í framhaldi af þeim
skipulagsákvörðunum er síðan
ákveðið að efna til þessarar atkvæða-
greiðslu. Fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar 1994 höfðu flestir
frambjóðendur R-listans lýst því yfir
að flytja ætti innanlandsflugið frá
Reykjavík og fengu líklega mörg at-
kvæði vegna þeirrar afstöðu sinnar.
Marklaus atkvæðagreiðsla
Flestum er ljóst, hvaða skoðun
sem þeir annars hafa í flugvallarmál-
inu, að þessi atkvæðagreiðsla er
marklaus og ekkert verður gert með
niðurstöðuna. Ástæðan er sú á hvern
hátt staðið hefur verið að undirbún-
ingi málsins. Auk þess verða borg-
aryfirvöld og samgönguyfirvöld í
landinu árið 2016 ekki bundin af nið-
urstöðunni ef hún verður þá einhver.
Ef samstaða á að nást um nýja stað-
setningu fyrir innanlandsflugið þarf
allt önnur og trúverðugri vinnubrögð
og samvinnu ríkis og borgar.
Atkvæðagreiðsla
án niðurstöðu
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Flugvallarmálið
Flestum er ljóst, hvaða
skoðun sem þeir annars
hafa í flugvallarmálinu,
segir Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, að þessi at-
kvæðagreiðsla er mark-
laus og ekkert verður
gert með niðurstöðuna.
Höfundur er borgarfulltrúi.
STARFSSTÉTTUM
á háskólastigi hefur
fjölgað gífurlega síð-
ustu áratugi og eru heil-
brigðisstéttir þar ekki
undanskildar. Fræði-
menn hafa velt því fyrir
sér hver sé hinn raun-
verulegi hvati á bak við
fagþróun stétta; hvort
raunverulegt markmið
með lengingu náms og
flutningi á háskólastig
sé hugsanlega annað en
eingöngu þörfin fyrir
aukna þekkingu og
hæfni. Er þetta e.t.v.
bara leið viðkomandi
stéttar til að ná betri
kjörum, meiri völdum, eða betri stöðu
í samanburði við aðrar stéttir? Meðal
fyrstu háskólastétta voru læknar,
lögfræðingar og prestar. Menntun
þeirra fylgdi ákveðnu skipulagi. Störf
þessara fyrstu háskólastétta var böð-
uð ljóma, menntun þeirra hafði háleit
markmið og það þurfti langa skóla-
göngu og þjálfun til að geta starfað
við fagið. Starfið var kryddað dulúð,
fórnfýsi og sterkri siðgæðisvitund; að
bjarga lífi, bjarga saklausum eða
bjarga glötuðum sálum. Fyrsta
merking orðsins profession tengdist
trúmálum en síðar meir almennt æðri
menntun. Merkingin tengdist líka
ákveðnu valdi og fjarlægð. Aðferðir
fagmannsins voru hinum almenna
neytanda aldeilis huldar, enda hægt
að fara fram á stórar upphæðir þegar
aðferðir eru tæknilegar og leyndar-
dómsfullar. Þessir fagmenn voru í
sambandi við æðri máttarvöld, eða
bækur sem skráðu lög og reglugerð-
ir, eða latnesk orð sem enginn skildi
nema þeir.
Í upphafi voru karlar eina háskóla-
fólkið og námið, faggreinar og vís-
indanálganir miðuðust þar af leiðandi
við þeirra þarfir. Þó að konur mennti
sig nú með körlum og fylki sér í sum-
ar hefðbundnar karlastéttir breytir
það ekki gildismati hefðbundinna
karlastétta. Konur verða að hafa
áhrif á allt skipulagið ef eitthvað á að
breytast. Karlmenn í
ákveðnum greinum
nota hluta af tíma sín-
um í að ala upp eftir-
menn sína og taka þá
þannig smátt og smátt
inn í guðdóminn. Konur
sem náð hafa langt í sín-
um störfum hafa ekki
sinnt þessum mikil-
væga þætti, kannski
vegna þess að þær eru
alltaf að flýta sér heim í
„starf númer tvö“. Upp-
eldi eftirmanna gerist á
þeim tíma sem konur
eru að sinna þessum
„númer tvö“ störfum.
Stuðning hefur því
vantað í kvennastéttum og samkennd
þeirra á milli hefur því miður verið of
lítil og oft gætir tortryggni í garð
kynsystra. Konur gætu tekið sér til
fyrirmyndar þá samkennd sem oft
ríkir í karlastéttum en það kostar
tíma og natni eins og annað uppeldi.
Sjálfsmynd karlastétta er samofin
fagímyndinni. Það er sterk sam-
kennd innan stéttarinnar og fagholl-
usta algjör og á stundum á kostnað
siðgæðisvitundarinnar. Karlar vilja
dulúð; geta gert eitthvað sem öðrum
er hulið og notað tæki og tól sem al-
menningur skilur ekki. Konur vilja
hins vegar einfalda hluti svo allir
skilji og geti haft aðgengi að og gagn
af. Þessi hugsjón kemur konum í koll
þegar semja á um kaup og kjör því
það gefur ekkert í aðra hönd að ein-
falda hlutina og gera öðrum kleift að
bjarga sér eða efla sjálfstraustið.
Framboð og eftirspurn hættir að
vera lögmál þegar kvennastéttir eiga
í hlut; það hefur engin áhrif á laun
þótt þú tilheyrir „eftirsóttri“ kvenna-
stétt. Lögmál markaðarins gilda ein-
göngu í karlstéttum. Í gegnum tíðina
hefur eiginleikum kvenna ekki verið
hampað og er það fyrst núna að menn
eru að uppgötva að þeir nýtast vel í
stjórnun, s.s. að ná fram hæfileikum
fólks og stuðla að samningum og sátt-
um.
Einkenni kvennastétta eru þau að
þær er meira „inn á við“ en karla-
stéttirnar meira „út á við“. Þær fara
hægar í sakirnar, þeir gera aftur á
móti kröfur. Þær notar tilfinningar
og innsæi á meðan þeir nota skyn-
semi og rökræður út úr vandanum.
Þær vilja samvinnu en karlarnir
kjósa fremur baráttu. Þeir vilja dulúð
en þær reyna að einfalda. Þær eru
uppteknar af vandanum í heild en
karlarnir eru á kafi í sundurgrein-
ingu vandans. Þeir þróa tæki og tól
sem þeir nota, gagnstætt konunum
sem þroska sig sjálfar sem verkfæri.
Karlarnir eyða púðrinu í umbúðirnar
en konurnar beina orkunni að inni-
haldinu. Að hefja aðeins einkenni
annars kynsins til skýjanna veldur
skekkju sem engum er til góðs.
Það er ljóst að munurinn á kven-
og karlkyninu er víðtækari en kyn-
færin, hormónasamsetning og útlit;
þarfir, gildismat, áherslur, hugsun og
nálgun viðfangsefna eru einnig ólík.
Þegar konur komast í valdastöðu
táknar það ekki endilega að þær ráði
yfir sínum málaflokki eða nái að
koma gildismati síns hóps á koppinn.
Eiginleikar karla- og kvennastétta
eru nauðsynlegir til að mæta ögrun-
um sem okkar bíða. Þegar öllu er á
botninn hvolft nýtast hinir ólíku eig-
inleikar karla og kvenna fullkomlega
þegar samvinna er viðhöfð, eins og
best sést þegar barn fæðist. Heim-
urinn myndi líta öðruvísi út ef við
leggðum þannig saman eiginleika
okkar og hæfileika í stað þess að met-
ast um þá, þegar völd og peningar
eru annars vegar.
Höfundur er forstöðum. geðd.
iðjuþjálfunar, Lsp. Háskólasjúkra-
hús, og lektor við HA.
Stéttir
Einkenni kvennastétta
eru þau að þær eru
meira ,,inn á við“, segir
Elín Ebba Ásmunds-
dóttir, en karlastétt-
irnar meira ,,út á við“.
Konur og karlar
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Á síðasta ári var í
fyrsta sinn birt ný vísi-
tala um stöðu umhverf-
ismála og sjálfbærrar
þróunar í einstökum
ríkjum. Þessi vísitala
„Environmental Sust-
ainability Index“ er
unnin í samvinnu
þriggja aðila, Yale- og
Columbia-háskóla í
Bandaríkjunum og
samtakanna Global
Leaders for Tomorr-
0ow. Byggt er á 64 að-
skildum mæliþáttum
sem taka til umhverf-
isástands, álags á um-
hverfið, áhrifa um-
hverfisþátta á þjóðfélagið,
stjórnkerfi umhverfismála og þátt-
töku á alþjóðavettvangi.
Í fyrra fylltum Ísland flokk hinna
tíu bestu. Þá var tekið fram að verið
væri að þróa aðferðafræðina við vísi-
töluna og hún gæti átt eftir að taka
breytingum. Í lok þessa mánaðar
verður vísitalan birt í annað sinn á
árlegri heimsráðstefnu efnahagssér-
fræðinga í Davos í Sviss. Vikuritið
Newsweek hefur nú þegar birt röð-
un þjóða og aftur erum við á meðal
þeirra sem skara fram úr. Ísland er í
topp tíu í umhverfismálum í saman-
burði við önnur lönd.
Samleið umhverfis
og efnahags
Athygli vekur að mikil samsvörun
er á milli umhverfisvísitölunnar og
annarrar vísitölu sem notuð hefur
verið til að mæla samkeppnishæfni
þjóða. Þær þjóðir sem teljast hæf-
astar í samkeppni
koma einnig best út í
umhverfismálum.
Þetta er umhugsunar-
efni því sumir halda því
fram að öflugt efna-
hagslíf hljóti að vera í
andstöðu við umhverf-
isvernd. Sjálfbær þró-
un er raunsæisstefna í
umhverfismálum sem
tekur tillit til efnahags-
og félagslegra þátta.
Sjálfbær þróun leggur
til grundvallar nútíma
vinnubrögð í umhverf-
ismálum þar sem at-
vinnusköpun og um-
hverfisvernd geta farið
saman og verða að gera það. Það er
okkur Íslendingum kappsmál að
nýta náttúruna á ábyrgan hátt og að
ganga um gæði jarðarinnar af fyr-
irhyggju. Skynsamleg umhverfis-
stefna og jákvæð efnahagsþróun
eiga samleið.
Þótt samanburður af þessu tagi
verði seint fullkomlega vísindalegur
Ísland
í topp tíu
Siv
Friðleifsdóttir
Umhverfismál
Vikuritið Newsweek
hefur nú þegar birt röð-
un þjóða, segir Siv Frið-
leifsdóttir, og aftur er-
um við á meðal þeirra
sem skara fram úr.