Morgunblaðið - 09.01.2001, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
MIKIÐ hefur verið rætt og ritað
um öryggismál vegfarenda á
Reykjanesbraut allt frá tilkomu
hennar til dagsins í dag. Það er
rétt að töluverður fjöldi slysa hef-
ur þar orðið og enn fleiri hugs-
anlegum slysum verið afstýrt á
síðustu stundu. Margir eiga um
sárt að binda vegna umferðarslysa
þar og annars staðar á Íslandi.
Umræðan nú síðustu mánuði hefur
töluvert snúist um þá ósk margra
að Reykjanesbrautin verði tvöföld-
uð. Um nokkurt skeið var þrýst á
um að fá hana raflýsta og er svo
nú, en þrátt fyrir raflýsinguna
verða slysin.
Ég las nýverið bréf til blaðsins
frá lesanda í Reykjanesbæ, sem
ræðir um hraðahindranir á braut-
inni ásamt virkara eftirliti. Ég
held að það sé hugsanlega ein af
lausnunum. Tvöföldun ein og sér
held ég að muni bæta ástandið
hvað slysatíðni varðar að nokkru
leyti. Tvöföldun brautarinnar er
nauðsynleg, framkvæmd sem mun
koma, en hún er engin töfralausn.
Við verðum að meta aðstæðurnar
eins og þær eru akkúrat núna og
reyna að vinna úr þeim með raun-
sæjum hætti.
Starfs míns vegna fer ég oft um
Reykjanesbrautina, jafnvel eitt
hundrað sinnum í hvora áttina ár-
lega og hef því miður eins og
margir komið að nokkrum slysum.
Nýlega var ég með þeim mörgu
sem komu að slysi á Reykjanes-
braut þar sem sex ungmenni höfðu
velt bíl sínum og lá hann á hvolfi
fyrir utan veg og var bílstjórinn
fastur í flakinu. Margir þeirra sem
að slysi þessu og væntanlega að
öðrum slíkum hafa komið voru
með farsíma og gátu því strax haft
samband við neyðarlínuna, sem
kom hjálparbeiðnum áfram. Þótt
hringt hafi verið og beðið um hjálp
er ekki þar með sagt að hjálpin sé
þá þegar á staðnum. Það getur lið-
ið þó nokkur tími þangað til
sjúkrabifreiðir, tækjabifreiðir, lög-
gæzla og aðrir sem starfa við þessi
mál koma á vettvang. Sá tími er
oft langur að líða og það var svo
sannarlega í þessu sem og í öðrum
svipuðum tilfellum sem ég hefi
séð. Þegar til dæmis bifreiðaslys
verður og slasaðir eru margir og
kalt er í veðri, snjór og rok, þarf
fljótt að finna til skjólflíkur, teppi
og allt annað sem gæti orðið til
hjálpar og hlúa eins og bezt verður
að hinum slösuðu áður en aðstoð
lærðra sjúkraflutningamanna og
lækna berst. Hinn almenni vegfar-
andi vinnur oft ómetanlegt starf
við slysaaðstæður og kemur þá
greinilega í ljós að fjölmargir hafa
sótt skyndihjálparnámskeið og búa
að þeim. Það er mitt álit að feng-
inni reynslu við að koma að þó
nokkrum slysum, bæði á Reykja-
nesbraut og annars staðar, að
menn verða að meta vandlega
hvað hægt er að gera til úrbóta,
hvernig hægt er að vinna úr þeim
aðstæðum sem eru fyrir hendi.
Reykjanesbrautin er hættuleg
vegfarendum af nokkrum ástæð-
um. Fyrst skal nefna of hraðan
akstur miðað við aðstæður. Nagla-
dekk grafa víða djúpar raufir í
veginn og þar leggst vatn og
myndast þá ís í raufarnar þegar
frost er og hættan augljós. Frekar
lítið eftirlit virðist vera á veginum
að undanskildum einstaka hraða-
mælingum.
Allir þeir sem vinna við lög-
gæzlu, sjúkraflutninga og aðra
neyðarhjálp eiga skilið meiri skiln-
ing og hjálp við sín störf.
Ég hef oft velt því fyrir mér
hvort ekki væri við hæfi að stað-
setja einn sjúkrabíl í Vogunum.
Það myndi stytta aðkomu fyrstu
hjálparinnar um einhverjar mín-
útur, enda hafa mörg slys orðið á
þeim slóðum. Þá tel ég að það yrði
fyrirbyggjandi aðgerð að koma
upp litlum neyðarskýlum líkum
þeim sem víða eru við hálendisvegi
og meðfram ströndum landsins. Í
þessum neyðarskýlum væru teppi
og annar hlífðarbúnaður sem veg-
farendur gætu sótt til þess að geta
hlúð betur að hinum slösuðu þang-
að til önnur hjálp berst. Það væri
ódýr og ómetanleg aðgerð til þess
að bæta ástandið þegar menn
koma á slysstað. Ef reist yrðu
fjögur til fimm slík skýli meðfram
veginum og ein lögreglubifreið
yrði ávallt höfð í ferðum til þjón-
ustu reiðbúin og til þess að minna
ökumenn á að halda akstri sínum
innan löglegra marka held ég að
slysum myndi snarfækka. Skýlin
yrðu til staðar í neyð með hlífð-
arbúnaði og skýlin myndu einnig
minna menn á þá dauðans alvöru
sem akstur er og þá ábyrgð sem
fylgir því að hafa ökuskírteini und-
ir höndum.
Tökum höndum saman og hug-
leiðum þessa hugmynd í alvöru.
Margir eiga um sárt að binda
vegna tíðra umferðarslysa. Sýnum
þeim öllum virðingu og vinnum að
því að bæta allt akstursumhverfi
Reykjanesbrautar, sem og alls
staðar um vegakerfi lands okkar.
FRIÐRIK
ÁSMUNDSSON BREKKAN
Hringbraut 75, Hafnarfirði.
Neyðarskýli við
Reykjanesbraut
Frá Friðriki Á. Brekkan:
Morgunblaðið/Gunnlaugur
Það yrði fyrirbyggjandi aðgerð,
að mati greinarhöfundar, að
koma upp litlum neyðarskýlum
við Reykjanesbraut.